Morgunblaðið - 04.10.1997, Page 16

Morgunblaðið - 04.10.1997, Page 16
16 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Nýr framkvæmdastjóri hjá Fóðurverksmiðjuimi Laxá Fyrirtækið gerir stóran sölusamning innanlands FÓÐURVERKSMIÐJAN Laxá hefur gert samning við fiskeldisfyr- irtækið Silung hf. í Vogum á Vatns- leysuströnd um sölu á fiskafóðri. Um er að ræða sölu á 1000-1300 tonnum af fóðri á ári að verðmæti 70-100 milljónir króna. Þá hefur Valgerður Kristjánsdóttir, fiskeldis- og rekstrarfræðingur verið ráðin framkvæmdastjóri Laxár. Arni V.Friðriksson, stjórnarfor- maður Laxár, segir samninginn við Silung hafa gífurlega þýðingu og gefa félaginu möguleika á að snúa tapi í hagnað. Einnig gefi hann möguleika á frekari sóknarfærum bæði hér og heima og erlendis. Með aðstoð Landsbankans „Miðað við 3.500 tonna framleiðslu af fóðri á ári sést hversu stór samn- ingurinn er fyrir okkur. Nú teljum við okkur vera komna með um % af innlenda markaðnum. Landsbankinn gerir okkrn- kleift að gera þennan samning og tekur veð í fiskinum og Laxá er aftur með bakveð gagnvart bankanum,“ segir Ámi. Silungur er með regnbogasilung, bleikju og lax í strandeldi, fram- leiðslan er um 1000 tonn á ári og er velta fyrirtækisins 200-300 milljónir króna. Jónatan Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Silungs segir að fyr- irtækið hafi keypt fóður frá norska Morgunblaðið/Kristján FULLTRÚAR Fóðurverksmiðjunnar Laxár og Silungs hf. framan við skrifstofuhúsnæði Laxár. F.v. Jón Árnason, fóðurfræðingur, Valgerður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Laxár, Jónatan Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Silungs, Árni V. Friðriksson, stjórnarformaður Laxár og Þórður Þórðarson, stjórnarformað- ur Silungs. fyrirtækinu Stormöllen. Norska fyrirtækið fjármagnaði jafnframt rekstur Silungs á sínum tíma, þegar ekki voru til afurðalán til fiskeldis í landinu. Styrkir fiskeldi í landinu „Eftir að samningur okkar við Stormöllen var laus ákváðum við að flytja okkar viðskipti yfir til Laxár, í stað þess að halda áfram að kaupa fóðrið frá útlöndum. Við teljum mjög jákvætt að hafa náð samningum við Laxá, enda styrkir það fiskeldi í landinu að hafa hér öflugt fóður- framleiðslufyrirtæki,11 sagði Jónatan. Valgerður Kristjánsdóttir nýráð- inn framkvæmdastjóri Laxár, er 32 ára gömul, frá Kaupangi í Eyja- fjarðarsveit. Hún er gift Ársæli Kristófer Ársælssyni, sjávarútvegs- fræðingi og eiga þau þrjú börn. Ár- sæll starfar sem gæðastjóri hjá Snæfelli á Dalvík. Valgerður sagði nýja starfið leggjast vel í sig en hún mun hefja störf um miðjan mánuð- inn. Bókmennta- og ritlistarmiðstöð formlega opnuð Sigurhæðir, Hús skáldsins, býður höfundum aðstöðu Morgunblaðið/Kristján ERLINGUR Sigurðarson, forstöðumaður Sigurhæða - Húss skálds- ins sem tekið hefur til starfa á Akureyri. Erlingur situr við skrifborð sr. Matthíasar Jochumssonar sem reisti húsið, Sigurhæðir, árið 1903. BÓKMENNTA- og ritlistarmið- stöðin í „Húsi skáldsins" á Sigur- hæðum hefur formlega verið opnuð en forstöðumaður hennar er Erling- ur Sigurðarson. Matthías Jochumsson lét reisa húsið árið 1903 og bjó þar til dauða- dags, 18. nóvember 1920. Hann var eitt afkastamesta ljóðskáld Islend- inga, auk þess samdi hann nokkur leikrit, skrifaði ævisögu sína og þýddi fjölda ljóða. Eftir lát Matthí- asar gekk húsið kaupum og sölum, en 1958 var Matthíasarfélagið stofnað á Akureyri í þeim tilgangi að eignast Sigurhæðir og koma þar upp minjasafni um séra Matthías. Því var komið fyrir á neðri hæð hússins. Akureyrarbær hefur ann- ast rekstur safnsins frá árinu 1981. Nú er verið að koma fyrir hús- gögnum og búnaði á efri hæð húss- ins en þar hefur verið útbúin að- Númer klippt af bflum LÖGREGLAN á Akureyri mun í næstu viku byrja átak í að klippa númer af þeim bifreiðum sem ekki hafa verið færðar til skoðunar á rétt> um tíma. Skorar lögregla á eigendur þessara bifreiða að gera skil á bif- reiðagjöldum og þungaskatti og færa bifreiðarnar að því búnu til skoðun- ar. Daníel Guðjónsson yfirlögreglu- þjónn á Akureyri sagði að um hefð- bundnar innheimtuaðgerðir væri að ræða og myndu þær hefjast fljótlega í næstu viku. staða fyrir þá sem vilja sinna skrift- um. I fyrstu verður þar aðstaða fyr- ir tvo höfunda og verður hún aug- lýst innan skamms, en forstöðumað- ur mun einnig hafa þar aðstöðu sína. „Tilgangurinn er að greiða götu þeirra sem búa yfir hugmynd- um en hafa ekki aðstöðu til að fylgja þeim eftir, skortir aðstöðu til skrift- anna,“ sagði Erlingur. Lifandi starf Lifandi starf verður lykilorðið í starfsemi miðstöðvarinnar og er í undirbúningi bókmenntadagskrár og sýningar af ýmsu tagi, sem m.a. munu tengjast Akureyrarskáldum á ýmsum tímum sem og öðrum skáld- um. Gert er ráð fyrir að slíkar dag- skrár verði snar þáttur í starfsemi Sigurhæða. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu á liðnum árum. hófust í upphafi þessa áratugar og er ekki að fullu lokið. Húsið hefur verið gert upp að utan og að mestu er lokið endurbótum á miðhæð og efri hæð þess, en stóru verkefni er ólokið í kjallara. Greiða skáldum leið Erlingur sagði að næstu skref væru að huga að kjallaranum en hugmyndin væri að setja þar upp bókasafn, geymslurými og snyrt- ingar. Sem stendur eru einungis bækur úr safni Matthíasar í hús- inu. „Það er gaman að fá tækifæri til að finna hugmyndum sínum stað í þágu orðsins listar, viðhalda minn- ingu skálda á Akureyri og greiða öðrum leið,“ sagði Erlingur en benti jafnframt á að peningar skiptu miklu við að koma þeim í fram- kvæmd. Fyrstu framlög lofuðu góðu og væri hann því bjartsýnn á fram- haldið. Gerði hann ráð fyrir að einnig yrði leitað eftir styrkjum til fyrirtækja og einstaklinga og vænti þess að fólk sæi sér fært að styðja menningarlíf í bænum svo sómi væri að. Yfirlit mynda Kristjáns Steingríms KRISTJÁN Steingrímur Jónsson sýnir verk sín í Listasafninu á Akureyri og verður sýningin, sem ber yfirskriftina „Myndir 1990-1997“, opnuð í dag, laugar- dag, kl. 16. Þetta er ellefta einka- sýning listmálarans og bregður hann upp yfirliti ferils síns það sem af er síðasta áratug aldar- innar. Morgunblaðið/Krstján Milljónatjón í eldsvoða ÞRIGGJA hæða hús við Aðal- götu 11 í Ólafsfirði skemmdist mikið í eldi í fyrrinótt og ljóst að tjón varð mikið. í húsinu sem er kjallari, hæð og ris störfuðu þrjú fyrirtæki, Stuðlaprent, Múli sem er bæjar- blað í Ölafsfirði og þar fór einnig fram framleiðsla á myndböndum. Eigendur voru við störf í húsinu fram að miðnætti á fimmtudags- kvöld, en tilkynnt var um eldinn um kl. 20 mínútur í eitt. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu í Ólafsfirði varð mikið tjón í eldsvoðanum en fjölmörg og dýr tæki voru innandyra. Allhvöss sunnan átt var í bænum þegar eldurinn kom upp og munaði minnstu að illa færi þar sem eld- urinn stóð á nærliggjandi hús. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í kirkjunni kl. 11 á morgun. Ýmsar nýjungar í barnastarfinu. Munið kirkjubíl- ana. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Svavar A. Jónsson. Kirkjukórinn syngur við messuna. Kirkjukaffi kvenfélagsins eftir messu í Safnaðarheimilinu. Bræðralags- fundur eftir messu í Safnaðar- heimili. Fundur æskulýðsfélag- ins kl. 17 f kapellu. Biblíulestur á mánudagskvöld, 6. október kl. 20.30. Sr. Guðmundur Guð- mundsson héraðsprestur leiðir fyrstu samveruna um efnið „I fótspor meistarans'1. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- koma verður í kirkjunni kl. 13 f dag, laugardag, en kirkjuskólinn verður á laugardögum f vetur. Fjölbreytt og litríkt efni og mikið sungið. Foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. Messa verður í kirkjunni kl. 14 á morgun. Kirkjukaffi kvenfélags- ins verður í safnaðarsal að messu lokinni. Fundur æsku- lýðsfélagins kl. 18 sama dag. Kyrrðar- og bænastund kl. 18.10 á þriðjudag, 7. október. Biblíulestur sama dag kl. 21. Postulasagan verður lesin. Þátt- takendur fá afhent efni sér að kostnaðarlausu. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Söng- stund á Hlfð kl. 15.30 í dag, laugardag. Kvöldvaka með kaffiveitingum kl. 20.30 í kvöld. Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un. Fjölskyldusamkoma kl. 16 á morgun og unglingasamkoma kl. 20. Kommandörarnir Marg- aret og Edward Hannevik um- dæmisstjórar Hjálpræðishersins í Noregi, (slandi og Færeyjum og majór Knut Gamst verða sérstakir gestir á samkomum helgarinnar. Heimilasamband kl. 15 á mánudag, krakkaklúbb- ur kl. 17 á miðvikudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safn- aðarsamkoma, brauðsbrotning, kl. 11 á morgun, G. Rúnar Guðnason prédikar. Almenn samkoma kl. 14, ræðumaður G. Theodór Birgisson. Krakkakirkja meðan á samkomu stendur fyrir 6-12 ára og barnapössun fyrir eins til 5 ára. Biblíulestur á mið- vikudag kl. 20.30. Krakkaklúbb- ur, 3ja til 12 ára á föstudag kl. 17. 15, samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 sama dag. Mikill og fjölbreyttur söngur. KFUM og K, Sunnuhlíð: Bænastund kl. 20 á sunnu- dagskvöld. Almenn samkoma kl. 20.30. Ingileif Jóhannesdóttir segir kristniboðsfréttir. Séra Guðmundur Guðmundsson hef- ur hugleiðingu. Tekið á móti gjöfum til kristniboðsins. ÓLAFSFJARÐARKRIKJA: Fjöl- skyldumessa í safnaðarheimil- inu kl. 11 á morgun. Upphaf sunnudagaskólans. Messa kl. 14 á dvalarheimilinu Horn- brekku. Mömmumorgunn í safnaðarheimili kl. 10 til 12 á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.