Morgunblaðið - 07.10.1997, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.10.1997, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 11 Varði dokt- orsritgerð •ÓSKAR Þór Jóhannsson varði hinn 3. júní sl. doktorsritgerð sína „Hereditary Breast Cancer in So- il5b,32mSg- nidnifrom studi- es on the role of BRCA1“ við læknadeild Há- skólans í Lundi, Svíþjóð. Ritgerðin fjallar um rann- sóknir á krabba- meinsgeninu BRCAl. Meðfædd stökkbreyting í þessu geni eykur hættuna á að arfberi fái brjósta- og eggjastokkakrabbamein síðar á ævinni. Ritgerð Óskars lýsir rann- sóknum hans og samstarfsmanna hans á gerð og tíðni BRCAl-stökk- breytinga í rúmlega 100 sænskum fjölskyldum með háa tíðni brjósta- krabbameins. Kannaðar voru lifun- arhorfur þeirra kvenna sem bera BRCAl-stökkbreytingu, ogathug- að hvort líffræði- og meinafræði- þættir BRCAl-tengdra æxla væru frábrugðnir öðrum brjóstaæxlum. Meginniðurstöður rannsóknanna eru þær að stökkbreyting í BRCAl- geninu skýrir aukna tíðni brjósta- krabbameins í um þriðjungi þeirra fjölskyldna sem rannsóknin tók til. Líkindi þess að BRCAl-stökkbreyt- ing væri til staðar ræðst ekki af fjölda brjóstakrabbameina meðal fjölskyldumeðlimanna, heldur af því hve mörg eggjastokkaæxli hafa greinst hjá fjölskyldumeðlimum. Lifunarhorfur sjúklinga með arf- gengar breytingar í BRCAl reynd- ust þær sömu og annarra sjúklinga sem hafa greinst með krabbamein í brjóstum eða eggjastokkum. Hins vegar reyndist meinafræði- og líf- fræðileg hegðun BRCAl-tengdra brjóstaæxla frábrugðin brjóstaæxl- um af öðrum uppruna og greindist há tiðni brenglana á litningasvæð- um sem sjaldan sjást brengluð í öðrum brjóstaæxlum. Talið er að við myndun illkynja krabbameins- vaxtar þurfi starfsemi fleiri gena en BRCAl-gensins að fara úrskeið- is og vonir eru bundnar við að frek- ari rannsóknir á þessum litninga- breytingum leiði til uppgötvunar slíkra gena. Einnig lýsir ritgerðin nýrri og einfaldri aðferð sem nota má til þess að greina æxli sem eru tilkomin vegna stökkbreytinga í BRCAl. Leiðbeinendur Óskars voru þeir dr. Hákan Olsson, prófessor í krabbameinslækningum, og dr. Áke Borg, dósent og sameindalíf- fræðingur við Krabbameinslækn- ingadeild Háskólasjúkrahússins í Lundi. Andmælandi við vörnina var. dr. Carl Blomqvist frá Krabba- meinslækningadeild Háskóla- sjúkrahússins í Helsinki, Finnlandi. Rannsóknirnar voru unnar í sam- vinnu við rannsóknarhópa í Finn- landi (Tampere), Bandaríkjunum (University of Berkeley) og Frumu- líffræðideild Landspítalans, auk annarra rannsóknarhópa í Evrópu og Bandaríkjunum. Óskar Þór Jóhannsson varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1980. Hann var við nám í Gínur og herðatré ?Ofnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 Læknadeild Háskóla íslands 1980- 1987, þar sem hann auk lækna- prófs lauk B.Sc.-námi í læknavís- indum. B.Sc.-ritgerð hans fjallaði um ættlægt bijóstakrabbamein. Að loknu námi sem aðstoðarlæknir á Landspítalanum fluttist hann 1990 til Svíþjóðar. Samhliða doktors- námi sínu stundaði Óskar fram- haldsnám í krabbameinslækning- um við Krabbameinslækningadeild Háskólasjúkrahússins í Lundi. Hann starfar nú sem læknir við þá deild. Foreldrar Óskars eru Jóhann Gunnar Þorbergsson læknir, sér- fræðingur í lyflækningum og gigtarsjúkdómum, og Ágústa Ósk- arsdóttir, stjórnarráðsfulltrúi og skjalavörður í utanríkisráðuneyt- inu. Óskar er kvæntur dr. Helgu Gunnlaugsdóttur, sem sjálf lauk doktorsnámi 30. maí síðastliðinn. Þau eiga eina dóttur, Kristínu 5 ára. FRÉTTIR Doktor í matvæla- fræði •HELGA Gunnlaugsdóttir varði hinn 30. maí sl. doktorsritgerð sína í matvælafræði við Tækniháskól- ann í Lundi, Sví- þjóð. Ritgerðin heitir „Lipase- Catalysed Lipid Modifications in Supercritical Carbon Di- oxide“. Ritgerðin fjallar um hvernig nota megi enzym (lipasa) til að umbreyta fitu og öðlast þannig nýja og/eða breytta efna- og eðliseiginleika, sem leitt geta til nýrra notkunarmöguleika. Efnahvörfin áttu sér stað í koltví- sýringi, svokölluðum supercritical koltvísýringi. Við ákveðin skilyrði, þ.e. loftþrýsting og hitastig yfír 73 bör og 31°C er supercritical koltvísýringur góður leysir fyrir fituefni. Hann er ólíkur hefð- bundnum leysiefnum s.s. lífrænum leysum að því leyti, að hann er umhverfisvænn. Annar góður kostur hans sem leysiefnis er að eðliseiginleikar hans eru háðir bæði loftþrýstingi og hitastigi. I efnahvörfum með enzymum má notfæra sér þennan eiginleika til þess að aðgreina myndefni frá hvarfefnum meðan á efnahvarfi stendur. Eitt af meginviðfangsefn- um þessarar ritgerðar var að nota lipasa til að framleiða etyl estra úr þorskalýsi og etanóli. Meginá- hersla var lögð á að rannsaka áhrif mismunandi aðstæðna, s.s. áhrif loftþrýstings á aðgreiningar- hæfni koldioxíðsins fyrir myndefn- ið, þ.e.a.s. etyl estrana. Leiðbeinandi Helgu var dr. Björn Sivik en andmælandi við vörn var dr. Jerry W. King frá National Center for Agricultural Utilization Research í Bandaríkjunum. Helga lauk stúdentspróf frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1983. Að loknu B.Sc.-prófí í mat- vælafræði 1987 starfaði Helgasem matvælafræðingur hjá Lýsi hf. til haustsins 1989. Þá hóf hún mast- ersnám við Technical University of Nova Scotia í Kanada. Að því námi loknu fluttist hún 1992 til Svíþjóðar. Helga starfar nú hjá lyfjafyrirtækinu Ferring í Malmö. Foreldrar Helgu eru Gunnlaugur Skúlason héraðsdýralæknir í Laugarási, Biskupstungum, og Renata Vilhjálmsdóttir kennari. Eiginmaður Helgu er dr. med. Ósk- ar Þór Jóhannsson læknir og eiga þau eina dóttur, Kristínu 5 ára. „Ivii gera stíliðnaðarnene i Sheffield, Englandi, jtgar enga viniu er li fí, engir peeiegar til ig sjálfsálitið i lágmarki?" frumsynd 17. oktöber. www.skifan.com DpGMOAniMM LEY □OE^yj* f rnm m nmí á rcaVíctor| W SELECTED THEATRES I------------------------' AVD 1 IIONPÍ' KMOORE UBERTO PASOLIN ROB ER' ODY IEB ™íSS JOHN DE BORMAN esc mms convBmEncafniRfn , REIEJISED Bt TdflMfTH CEWSY R3X a www.foxsearchlight.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.