Morgunblaðið - 07.10.1997, Síða 12

Morgunblaðið - 07.10.1997, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2 Enginn trúnaður brotinn PÁLL Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, vísar því á bug að frétta- stofa hans hafi brotið samkomulag um að skýra ekki frá efni fjárlaga- frumvarpsins fyrr en það var lagt fram á Alþingi. Hafnaði kynningarfundi og trúnaði „Mér finnst það vægast sagt ósmekklegt og óráðherralegt að gefa til kynna að eitthvert sam- komulag um trúnað hafi verið brot- ið þegar ekkert slíkt samkomulag var gert,“ sagði Páll í samtali við Morgunblaðið og vitnar hann þar til þess sem haft var eftir fjármála- ráðherra í blaðinu í laugardag og Stöð 2 hafi verið kunnugt um það í mörg ár að frumvarpið væri trún- aðarmál þar til það hefur verið lagt fram. „Strax á þriðjudag sagði ég við Magnús Pétursson ráðuneytis- stjóra að við mundum ekki þiggja boð um að sækja kynningarfund ráðuneytisins og fá þá afhent frumvarpið gegn þagnarskyldu. Ég sagði honum að við teldum okkur þegar hafa þær upplýsingar í höndum sem dygðu til að segja fréttir af frumvarpinu og sú var reyndin," segir Páll og ítrekar að þar sem ekkert samkomulag um þagnarskyldu hafi verið gert hafi ekkert samkomulag verið brotið. Páli sagði það einnig firru hjá fjármálaráðherra að halda því fram að fjölmiðlar hefðu undirgengist einhvern allsheijar trúnað varð- andi þessa fjárlagagerð. „Þvert á móti hafa allir fjölmiðlar reynt að komast yfir sem allra mestar upp- lýsingar um það sem þarna er í bígerð og að þessu sinni tókst okk- ur það einfaldlega betur en öðr- um.“ Hvorki játa né neita að hafa átt eintak Fram hefur komið að fjármála- ráðuneytið lætur nú rannsaka hvernig eintak af frumvarpinu hafi komist til Stöðvar 2. „Við höfum aldrei gefið það út að við höfum eintak af frumvarpinu und- ir höndum. Við hfefðum hins vegar það miklar upplýsingar um inni- haldið að við fórum af stað,“ sagði Páll og vildi ekki staðfesta né neita að fréttastofan hefði haft eintak af frumvarpinu undir hönd- um. „Mér finnst það djarft teflt hjá ráðherranum að vera að þjófkenna menn í þessu sambandi. Frumvarp- ið sjálft fer um hendur nokkuð margra aðila áður en það fer í prentun þannig að mér finnst fjár- málaráðherra vera að fullyrða miklu meira en hann getur staðið undir.“ Happaþrennu- bíll afhentur ÖRN Ómar Smith, 17 ára nem- andi í Menntaskólanum í Kópa- vogi, hlaut fyrri aðalvinninginn í leik Happaþrennunnar, Há- skólabíós og Morgunblaðsins, „Hentu aldrei happaþrennu", sem dreginn var út í síðustu viku. Á föstudaginn afhentu þau Halldóra Bjarnadóttir, deildarstjóri Happaþrennunn- ar, og Jón Óskar Halldórsson, fjármála- og markaðsstjóri Happdrættis Háskóla Islands, honum Toyota Corolla bifreið. Dregið er vikulega um utan- landsferð, hljómtæki og tölvu auk smærri vinninga og nöfn vinningshafa birtast í Morgun- blaðinu á föstudögum. Leikn- um lýkur í október og verður þá dregin út önnur bifreið. Fréttir Stöðvar 2 af fj ár lagafrum varpi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytinu: „Dagana 29. september til 1. október sl. birtust í fréttum á Stöð 2 upplýsingar úr frumvarpi til fjár- laga ársins 1998. Á þeim tíma hafði frumvarpið hvorki verið lagt fyrir Alþingi né ríkisstjórn eða dreift til fjölmiðla og hafði efni þess ekki verið kynnt opinberlega með nokkrum hætti. Með frétta- flutningi og myndbirtingu sýndi sjónvarpsstöðin að hún hafði í fór- um sínum eintak af fyrra hluta frumvarpsins. Fjármálaráðherra óskaði, vegna þessa, eftir því að ráðuneytisstjóri ijármálaráðuneytisins rannsakaði hvort upplýsingarnar kynnu að verða raktar til starfsmanna ráðu- neytisins. Ráðuneytisstjóri, ásamt lög- fræðingi í ráðuneytinu, hefur nú rætt við hvern og einn þeirra starfsmanna ráðuneytisins sem starfs síns vegna höfðu aðgang að þeim eintökum fjárlagafrumvarps- ins sem borist höfðu ráðuneytinu þegar fréttirnar birtust. Alls voru 14 starfsmenn ráðuneytisins yfir- heyrðir og athygli þeirra vakin á því að í uppljóstrun um trúnaðar- upplýsingar fælist brot í opinberu starfi. Það er sameiginlegt mat ráðu- neytisstjóra og lögfræðings ráðu- neytisins að ekkert það hafi kom- ið fram í viðræðum við starfs- mennina sem bendir til aðildar þeirra að því að umræddar upplýs- ingar bárust sjónvarpsstöðinni. Jafnframt liggur skýrt fyrir að þau eintök frumvarpsins sem ráðuneytinu höfðu borist frá prentsmiðju þegar fréttir Stöðvar 2 birtust, voru eingöngu í höndum ráðherra, ráðuneytisstjóra, tveggja skrifstofustjóra og þess aðila sem átti í samskiptum við prentsmiðju. Ekkert bendir því til aðildar starfsmanna ráðuneytisins að því að upplýsingar úr fjárlaga- frumvarpinu bárust til fjölmiðla áður en efni frumvarpsins var gert opinbert. Birting Stöðvar 2 á trúnaðarupplýsingum úr íjárlaga- frumvarpinu hefur kallað óþæg- indi yfir starfsmenn ráðuneytisins vegna grunsemda um trúnaðar- brot þeirra gagnvart vinnuveit- enda sínum. Með tilliti til þess sem að ofan er rakið er ljóst að eintak af fjárlagafrumvarpinu var ekki afhent af starfsmönnum ráðu- neytisins. Áralöng hefð er fyrir því að ijöl- miðlum er kynnt og þeim afhent eintak af frumvarpinu fyrir fram- lagningu þess á Alþingi. Þetta hefur verið gert til þess að auð- velda fjölmiðlum umíjöllun um frumvarpið. Þriðjudaginn 30. sept- ember afþakkaði Stöð 2 slíkt boð enda hafði stöðin þá þegar birt umræddar upplýsingar. Full ástæða er til þess að átelja Stöð 2 fyrir birtinguna, þar sem stöðinni er ljóst að um var að ræða trúnaðarupplýsingar. í tilefni af því sem hér hefur verið sagt, mun ráðuneytið endur- skoða meðferð gagna í vörslu þess svo og samskiptareglur ráðuneyt- isins og starfsmanna þess við fjöl- miðla.“ Fjárlagalekinn Ekki úr prentsmiðjunni FRAMKVÆMDASTJÓRI Stein- dórsprents/Gutenberg, sem prent- aði fjárlagafrumvarpið, segir for- ráðamenn fyrirtækisins sannfærða um að upplýsingar fréttastofu Stöðvar 2 um efni frumvarpsins hafi ekki verið frá starfsmönnum prentsmiðjunnar komnar. I fréttatilkynningu, sem Stein- dór Hálfdánarson, framkvæmda- stjóri Steindórsprents/Gutenberg, sendi frá sér í gær, kemur fram að þessari sannfæringu lýsi for- svarsmenn fyrirtækisins eftir rannsókn sem þeir létu gera í til- efni af umfjöllun um að fréttstofa Stöðvar 2 hafi komist yfir eintak af fjárlagafrumvarpi ársins 1998 án þess að hafa fengið það afhent af fjármálaráðuneyti. í fréttatilkynningunni segir ennfremur að forráðamenn Steindórsprents hafi engu að síður ákveðið af þessu tilefni að taka öryggismál fyrirtækisins til end- urskoðunar í þeim tilgangi að auka öryggi fyrirtækisins og við- skiptavina þess. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Vélhjól kastaðist á umferðar- vita FÓLKSBIFREIÐ og númers- laust vélhjól skullu saman á gatnamótum Höfðabakka og Stórhöfða í Reykjavík á laug- ardagskvöldið. Við áreksturinn kastaðist hjólið á umferðarvita, með þeim afleiðingum að ökumað- ur þess fótbrotnaði. Hann var fluttur á slysadeild. Toyota tandcruiser GX d/t árg. '97 ek. 10 þús. km., rauður, sjálfsk., 33" dekk, brettak. o.fl. Verð 3.600.000. Dodge Caravan 2,4 I árg. '97, ek. 14 þús. km., vínrauður, 7 manna, sjálfsk., airbag, cc. Verð 2.590.000. Nissan Primera SLX 2,0 I árg. '97, ek. 12 þús. km., sjálfsk., dökkgrænn, álfelgur, rafm. í rúðum, saml. Verð1.790.000. Musso Sang Yong 602 EL dísel, árg. '97, ek. 10 þús. km., dökkgrænn/grár, sjálfsk., 33" dekk, álfelgur, læstur/a, skíöabogar o.fl. Verð 3.500.000. Land Rover Discovery dísel árg. '93, ek. 73 þús. km„ dökkgrænn, 5 g., 31" dekk, álfelgur, sóllúga. Verð 2.200.000. MMC Galant ES 2,4 I árg. '95, ek. 78 þús. km„ vínrauður, sjálfsk., álfelgur, sóllúga, ABS, cc, airbag. Verð1.790.000. Subaru Impresa 4WD St. árg. '94, ek. 60 þús. km„ dökkgrænn, 5 g. Verð 1.020.000. Toyota Corolla XLi Special Series árg. '96, ek. 18 þús. km„ 3ja d„ 5 g„ álfelgur, spoller, rafm. í rúðum. Verð 1.180.000. Heimasíða: http://www.treknet.is/nyjabh/. VANTAR ALLAR GERÐIR BILA A STAÐINN Kláradu daemid með ■ . ini Með SP-bílalán inní myndinni kaupir þú bíl sem hæfir greiðslugetu þinni Sími 588-7200 Sfí FJÁRMÖGNUN HF Félag Löggiltra Bifheiðasal nr Oj ».»■ j ......... Funahöfða 1 • Sími: 567-2277 • Rífandi sala • Fríar auglýsingar • Frítt innigjald Söiumenn: Ingimar Sigurðsson, lögg. bifr.sali Axel Bergmann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.