Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson BÚIÐ er að jafna yfir sorphaugana á Akranesi og sá grasfræi í sárið. Akranesi - Nú hefur urðunar- svæðinu fyrir sorp í Garðaseli rétt utan við Akranes að mestu verið lokað. Mikil vinna hefur verið við að hreinsa svæðið af brotajárni og jarðvegur hefur verið settur yfir stærsta hluta svæðisins og í það sáð. Ohætt er að segja að kominn hafi verið timi til róttækra að- gerða í að bæta það ástand sem var í sorpurðunarmálum á Akra- nesi og nú sér fyrir endann á því ófremdarástandi sem fylgdi gömlu sorphaugunum. Sívaxandi fjöldi bæjarbúa, sem stundar útivist á þessu svæði, getur nú farið um bæjarlandið Gömlu sorp- haugarnir lagðir niður án þess að hafa ósóma hauganna sífellt fyrir augum. Nauðsynlegt er að áfram verði urðað sorp á afmörkuðu svæði þar til unnt verður að taka nýtt kerfi í notk- un. Til að byrja með verður þetta sorp pressað í sorpmóttökustöð- inni og ekið síðan í Sorpu en eftir að nýtt sameiginlegt svæði fyrir Vesturland verður opnað í Fíflholtum á Mýrum verður öllu sorpi á Akranesi ekið þangað. Nýtt endurnýtingarsvæði I nágrenni við gömlu sorp- haugana er verið að fullgera endurnýtingarsvæði þar sem urða á það sem ástæðulaust er að flytja annað. í þann flokk fell- ur m.a. jarðvegsúrgangur, steypuafgangar og annað sem óhætt verður að setja á svæðið. Lögð verður áhersla á að þarna verði enginn úrgangur urðaður utan þess sem þangað má fara og mun umsjónarmaður svæðis- ins leiðbeina fólki í þeim efnum. Furðusmíð fyrir Járnblendið Stykkishólmi - Það var erfítt að átta sig á hvaða furðutæki Skipasmíða- stöðin í Stykkishólmi var að smíða fyrir Jámblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Það er átta metrar á kant með átta homum og fjórir metr- ar á hæð. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að verið er að smíða gufugleypi eða reykhettu sem sett er yfir deiglustól og tekur á móti hita eða reyk, þegar verið er að losa kör með bræddu jám- grýti. Þegar smíðinni var lokið var hún boltuð í sundur og flutt í þremur ferðum á Grundartanga. Þangað fóru svo menn frá Skipavík og settu tæk- ið upp. Mikið hefur verið að gera hjá Skipasmíðastöðinni Skipavík á þessu ári en að sögn Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra, er gallinn við þennan rekstur sá að verkefnin eru mörg og smá. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason SUÐUMENN höfðu nóg að gera við að sjóða saman og styrkja gufugleypinn. Veislu- og matarþjónusta í Fossnesti Selfossi - Fossnesti er með veislu- og matarþjónustu. Veislumatur er sendur um Suðurland eftir óskum Morgunblaðið/Sig. Fannar. SVERRIR Halldórsson matreiðslumað- ur og Magnús Jakobsson rekstrarsljóri við matarbílinn í Fossnesti. viðskiptavina auk þess sem fyrir- tækjum og stofnunum er boðin matarþjónusta í hádeginu, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. „Boðið er upp á nokkra möguleika í afgreiðslu á matnum, meðal annars að matreiðslumaður fylgi til þess að skera niður steik- ina. Einnig er í boði að borðbúnaður fylgi þegar keyptur er matur.“ Magnús Jakobsson rekstrarstjóri í Fossnesti og Sverrir Halldórsson matreiðslumaður eru að sögn ánægðir með við- brögðin við þjónustunni. Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson TRUKKURINN tók upp bát fyrir trillukarl i Rifi. HAPPD H jöRjAVERJIDA GOTT HJARTA E R GULLI BETRA ^vinnincun^ MMC Pajero verðmæti 3.290.000 ^^vinnincuK. Golf GL 1.6 Að verðmæti 1.526.000 Glæsitmreiðar Ævintýraferðir Töivupakkar SsBRí Hægt er að greiða heimsenda miða með greiðslukorti i síma 581 3947. Sendum miða hvert á land sem er. ^TvinmncuR. . 3 ævintýraferðir með Úrvali-Útsýn Hver að verðmæti 500.000 20 ferðavinningar með Úrvali-Útsýn eða tölvupakkar frá Nýherja Hver að verðmæti 300.000 iS. Dregið 18. október 1997 URVALUTSÝN n <T3> NÝHERJI REYI9AV,KUR SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NAGRENNIS.. Fjörutíu tonna trukkur undir Jökli Hellissandi - „Ég ræð yfir framleiðslutæki sem er tólf tonn.“ Þessi orð lagði Halldór Laxness Jódínusi Alfberg í munn í Kristnihaldi undir Jökli þegar hann kynnti sig fyrir umboðsmanni biskups. Lík- lega hefði nóbelskáldið orðað þessa setningu með öðrum hætti hefði sú ágæta bók verið skrifuð nú, þrjátíu árum síðar. Því undir Jökli má finna tæki sem gerir gott betur en ráða við tólf tonn eins og fram- leiðslutæki Jódínusar. Þorgeir Árnason í Rifi festi í vor kaup á fjögurra öxla vörubifreið með drifi á öllum hjólum sem borið getur 41 tonn og lyft 14 tonnum við réttar aðstæður. Bifreiðin er þýsk, af gerðinni Man, en kraninn er smíðaður af ítalska fyrirtækinu Pesci. Þorgeir keypti bifreiðina til að ráða við verkefni sem falla stundum til en ekkert tæki hér hefur ráðið við og ekki verið fáan- legt nema sækja það um lang- an veg með ærnum tilkostn- aði. Með bifreiðinni hefur Þor- geir verið að taka upp heilu bátana, skipa upp vörum, koma húsum fyrir á grunnum, hífa steypu og jafnvel náð upp flutningabílum sem lent hafa utan vegar. Mikil þörf er því fyrir svona tæki. Þorgeir segir það mikinn mun frá því sem áður var að vinna við svona fullkomið tæki. Aðalvélin er 463 hestöfl og má ræsa hana með fjarstýr- ingu en kraninn er tölvustýrð- ur og gerir það ökumanni kleift að stjórna tækinu með þráðlausri fjarstýringu og standa sjálfur utan bílsins. Þess vegna þarf engan mann- skap til að segja til eins og áður þurfti. Fyrir utan áðurnefnd verk- efni notar Þorgeir bifreiðina við steypustöð sína og segir það ótrúlegan mun að geta látið vökvakrabba kranans moka sjálfan á bifreiðina. Það sé mikill sparnaður. „Gallinn er hins vegar sá að bíllinn og kraninn eru mikil fjárfesting og nóg þarf að vera fyrir tæk- in að gera, eigi þau að standa undir fjármagnskostnaði. Þess vegna þyrfti ég að hafa verk- efni fyrir tækin víðar en í Snæfellsbæ, bifreiðin borgar sig varla með því einu,“ sagði Þorgeir Arnason að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.