Morgunblaðið - 07.10.1997, Side 19

Morgunblaðið - 07.10.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 19 ÚR VERIIMU Jökull hf. langt kominn með uppstokkun Kvótinn nærri fjórfaldaður JÖKULL hf. á Raufarhöfn hefur keypt Aron ÞH af Guðmundi A. Hólmgeirssyni, útgerðarmanni á Húsavík. Aron er 74 brúttótonna trébátur, byggður í Þýskalandi árið 1959. Jökull kaupir bátinn með innfjarðarrækjukvóta, sem honum fylgir, en Aron hefur yfir að ráða þriðjungi aflahlutdeildar í inníjarðarrækju í Skjálfanda, en útgefinn rækjukvóti í Skjálfanda fyrir yfirstandandi fiskveiðiár nemur samtals eitt þúsund tonn- um. Með kaupunum er innfjarðar- rækjukvóti Jökuls orðinn um eitt þúsund tonn því fyrir á Jökull helming veiðiréttinda í Öxarfirði, þar sem í ár hefur verið gefinn út kvóti upp á 1.400 tonn. Endan- legur kvóti verður ekki ákveðinn fyrr en að niðurstöður úr haust- rannsóknum Hafrannsóknastofn- unar liggja fyrir. Nýr eigandi tekur við bátnum um miðjan október. Kaupverð verður ekki gefið upp að ósk selj- andá. Eftir sem áður verður Aron við veiðar á innfjarðarrækju í Skjálfanda yfir vetrarmánuðina, en þess á milli er stefnt að því að gera bátinn út á snurvoð. Sjö skip keypt og þrjú skip seld Að sögn Jóhanns Ólafssonar, framkvæmdastjóra Jökuls, var far- ið að huga að endurskipulagningu fyrirtækisins fyrir um þremur árum eða á haustmánuðum 1994, en Jóhann tók við framkvæmda- stjórn fyrirtækisins þann 1. sept- ember það ár. „Fyrir þremur árum átti fyrirtækið Rauðanúp, gamlan ísfisktogara, og 1.680 þorskígildis- tonna kvóta. A þriggja ára tíma- bili hefur fyrirtækið keypt til sín sjö skip og selt þrjú frá sér kvóta- laus og hefur nú yfir að ráða tæp- lega sex þúsund þorskígildistonna kvóta. „Við höfum unnið að þvi að auka við okkur kvóta og gert það með því að kaupa skip með kvóta og selt svo frá okkur kvótalaus skip. Sömuleiðis höfum við verið að reyna að koma okkur upp skip- um, sem við getum hugsað okkur að reka til framtíðar,“ segir Jó- hann. Hvað núverandi skipastól snertir, gerir Jökull nú út rækju- frystiskipið Rauðanúp, sem áður hét Júlíus Havsteen og keyptur var frá Húsavík í sumar. Arnarnúpur, sem áður hét Drangur og keyptur var frá Grundarfirði í fyrra, er fjöl- veiðiskip, sem stundað getur bæði almennar togveiðar og nótaveiðar. Auk Arons á Jökull tvo aðra rækju- báta, sem stunda innijarðarrækju- veiðar í Öxarfirði, Atlanúp, sem er 52 brúttótonn að stærð, og Öxarnúp, sem er 17 brúttótonn að stærð. Að sögn Jóhanns er verið að vinna að sölu á Brimi, sem keyptur var fyrr í sumar. Að öllum líkindum verður hann seldur til Noregs. Ný vinnslulína fyrir uppsjávarfiska „Það má segja að við séum komnir í þá stöðu núna sem við höfum verið að leita eftir. Við erum orðnir nokkuð ánægðir með þessa uppsetningu. Ég veit ekki hvort við erum hættir, en erum allavega ekki á neinni hraðferð ennþá. Við þurfum auðvitað að fara að vinna úr þessari uppstill- ingu, sem okkur fannst henta okkur," segir Jóhann. Þá hefur Jökull að sama skapi verið í fjár- festingum í landi sem stefnt er að því að Ijúka fyrir áramót. „Hún felst í því að vinna frosið hráefni, sem keypt hefur verið af rússnesk- um togurum. Svo erum við að setja upp nýja vinnslulínu fyrir frystingu á loðnu og síld sem verð- ur klár í nóvember.“ Jökull seldi fyrir nokkrum mán- uðum síðan Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur rækjuverksmiðjuna Geflu á Kópaskeri og koma rækjubátar Jökuls til með að landa afla sínum hjá FH. Jón Baldvinsson til Chile GRANDI hf. hefur selt ísfisktog- arann Jón Baldvinsson til Chile og var gengið frá sölunni um miðjan síðasta mánuð. Er kaup- andinn fyrirtækið E1 Golfo í Talcahuano. Sigurbjörn Svav- arsson, útgerðarstjóri hjá Granda, sagði, að Jón Baldvins- son hefði verið á veiðum fram undir júlílok en vinnslustopp var hjá Granda í ágúst. Var þá áhöfninni á Jóni og Ottó N. Þor- lákssyni sagt upp og varð til ný áhöfn úr þeim báðum. Jón Baldvinsson var seldur fyrir 125 milljónir kr. en skipið verður á botnfiskveiðum, á lýs- ingi, en það verður afhent nýj- um eigendum 24. þessa mánað- ar. Munu þeir senda hingað menn en ekki er alveg ljóst hvort einhverjir Islendingar muni taka þátt í suðursigling- unni. Ég weit ekkerí hnaé ég ætla að tierða t»e«ar éa nar aiJ uitgur war ég alitaf að síjsia í GáftlHaaLlf-VKj láritarusii eg uerftfærum íslensku lífeyrissjóðirnir eru alþjóðleg fyrirmynd Fólki á eftirlaunaaldri fjölgar í framtíðinni. Færri munu vinna störfin. Af þessum sökum hefur Alþjóðabankinn hvatt iðnríki heims til að byggja fjárhagslegt öryggi lífeyrisþega næstu aldar á þremur meginstoðum: • í fyrsta lagi almannatryggingum, sem þarf að fjármagna með sköttum. • í öðru lagi lífeyrissjóðum með sjóðsöfnun, skylduaðild og samtryggingu. • í þriðja lagi einstaklingsbundnum sparnaði. LÍFEYRISSJÓÐIRNIR Það sem sérfræðingar Alþjóðabankans telja mikilvægast er skylduaðild, lifðu vel og lengi sjóðsöfnun og samtrygging. Einmitt þau atriði einkenna almennu lífeyrissjóðina. Innistæður einstaklinga í bönkum og séreignarsjóðum koma aldrei í stað lífeyrissjóðanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.