Morgunblaðið - 07.10.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 07.10.1997, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Ostameistari íslands 1997 Þingeyskir bændur eiga líka heiðurinn HERMANN Jóhannsson, ostameistari Mjólkursam- lags KÞ á Húsavíkj hlaut titilinn ostameistari Islands á ostadögum sem haldnir voru í Perlunni um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta skipti sem titillinn fer á Húsavík þó oft hafi mjólkursamlagið þar unnið til viðurkenninga fyrir af- urðir sínar. Hermann hefur verið viðriðinn ostagerð síðastliðin ár en hann lærði iðnina á Húsavík og síðar við Dalum Tekniske skole í Óðinsvéum. Mjólkur- samlag KÞ á Húsavík hlaut gullverðlaun í fyrsta flokki keppninnar fyrir ost- inn Búra. Þá hlaut samlagið á Húsavík einnig silfurverðlaun fyrir brauðost. Þegar Hermann er spurður hveiju hann þakki vel- gengnina segir hann þingeyska 25 Gouda ostur- inn er í mestu uppáhaldi bændur ekki síst eiga hlut að máli enda eigi þeir lof skilið fyrir gott hráefni og síð- an sé starfsfólkið hjá Mjólkursamlagi ,KÞ af- skaplega samhent. ...... - En hvað er það sem gerir ostagerðina skemmtilega? „Fyrst og fremst er það tilfinn- ingin að vinna með lífræna afurð, prófa sig áfram með ostagerðina og bíða síðan í nokkra mánuði eft- ir útkomunni. Starfið er bæði fjöl- breytt og spennandi.“ skölar/námskeið _______skjalastjórnun___________ ■ Inngangur að skjalastjórnun Námskeið haldið 27. og 28. okt (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 13.000. Bókin, „Skjalastjómun" innifalin. Skráning hjá Skipulagi og skjölum í síma 564 4688, fax 564 4689. Havarti ostur væntanlegur Þegar Hermann er spurður hvort nokkurra nýjunga sé að vænta frá Mjólkursamlagi KÞ á Húsavík segir hann að innan skamms komi á markaðinn nýr heimilisostur, svokallaður Havarti. - Hver skvldi uppáhaldsostur ostameistara Islands vera? Hann á ekki í vandræðum með svarið. „Gouda 26%“, segir hann sannfærandi. Forðaðu þér og þínum frá af heita vatninu. Láttu strax setja Slíl£P varmaskipti á neysiuvatnskerfið og lækkaðu þar með vatnshitann. Þér líður betur á eftir! Þú færð alit sem til þarf hjá okkur, við gefum þér góð ráð. = HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Morgunblaðið/Ásdís HARALDUR Jóhannsson ostameistari íslands 1997. JÓHANNA Haraldsdóttir og Sigurveig Valdimarsdóttir í hanskadeildinni. Tösku- og hanskabúðin Hanskadag- ar í október ALLT að 30% afsláttur er veittur af hönskum hjá Tösku- og hanska- búðinni í október. Alls eru á boð- stólum hjá versluninni um 50 gerð- ir leðurhanska. í október er sérstök áhersla lögð á svokallaða úlpu- hanska, sem eru grófari og sport- legri en hefðbundnir leðurhanskar. Verðið er frá 1.500 krónum fyrir dömuhanska en 1.800 krónum fyr- ir herrahanska. Sérverslunin Tösku- og hanska- búðin hefur verið starfrækt í tæp fjörutíu ár. Hún hefur alla tíð ver- ið til húsa á mótum Skólavörðu- stígs og Bergstaðastrætis. Eigend- ur hennar eru Víðir Þorgrímsson og Jóhanna Haraldsdóttir. Sláturgerð Kryddið gerir gæfumuninn iÚN Sigríður Óskarsdóttir ekur alltaf slátur en fyrir nörgum árum gaf hún hefð- rnndnu uppskriftirnar upp á >átinn. Henni áskotnaðist nefnilega uppskrift að krydd- pylsu úr Dýrafirðinum sem hún segist hafa gert allar götur síð- an. Móðir Sigríðar er færeysk og Sigríður á tvo bræður sem eru búsettir þar. Mágkona hennar í Færeyjum lét henni í té uppskrift að kryddaðri blóð- pylsu sem á víst ættir sínar að rekja til Sandeyjar. „Kryddið gefur lifrarpyls- unni mjög skemmtilegt bragð þó lifrin njóti sín líka. Það sama má segja um blóðpylsuna. Kryddið gerir mjög mikið fyrir hana og mér finnst alveg ómiss- andi að eiga báðar þessar teg- undir í frystinum“, segir hún. Kryddpylsa _____________3 lifror___________ 8 dl mjólk ___________2 msk. salt__________ ___________1 msk. pipar_________ 1 msk. þriðja kryddið __________6 stórir laukor_______ _________1 bolli haframjöl______ ___________1 bolli hveiti_______ __________800 g rúgmjöl_________ 600-800 g mör Hakkið lifur og síðan laukinn. Bætið í mjólk, kryddum, nvjöli og mör. Setjið í um 16 vambir og frystið eða sjóðið á sama hátt og um hefðbundna lifrarpylsu væri að ræða. SIGRÍÐUR Óskarsdóttir seg- ist alltaf taka slátur en ekki nota hefðbundnar uppskriftir. Blóöpylsa ____________1 lítri blðð_________ _____________2 dl vqtn___________ __________250 g rúgmjöl__________ _________250 g hafromjöl_________ _________150-200 g hveiti________ ____________500 g sykur__________ _____________2 tsk. salt_________ ___________4 tsk. kanill_________ ___________1 tsk. negull_________ 1 tsk. allrahanda krydd 50 g rúsínur 300-500 g mör Sigtið blóðið og bætið síðan vatni út í, kryddi, nyöli og mör. Deigið verður þykkara eftir því sem meira hveiti er notað. Seljið í vambir og frystið eða sjóðið. Þessar pylsur þurfa jafn langan tíma og hefðbundinn blóðmör. ■ Nýtt Perur sem kveikja og slökkva á sér OSRAM kynnir þessa dagana nýja peru sem kveikir á sér sjálf og slekkur. í frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu segir að sparperuna sé hægt að skrúfa í öll venjuleg peru- stæði fyrir E27 fatningu. Hún eyðir 15W sem samsvarar 75 W glóperu. Peran er með innbyggðum birtuskynjara sem nemur dagsbirtu. Peran kveikir þegar rökkva tekur en slekkur í birtingu. Birtunæmi perunnar er unnt að stilla. Hún er ekki næm fyrir flúorperulýs- ingu. Peran fæst í mörgum raf- tækja- og byggingarvöruverslun- um. Umboð fyrir Osram á ísland hefur Jóhann Ólafsson & Co. Italskt lasagne frá SS SLÁTURFÉLAG Suðurlands hef- ur sett á markað frosið svokallað ekta ítalskt lasagne. Pastaréttur- inn er gerður úr nautakjöti, græn- meti og kryddjurtum og er fyrir tvo. Hver pakki inniheldur 600 g. Engum rotvarnarefnum er bætt í réttinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.