Morgunblaðið - 07.10.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 21
ERLENT
Tíu Bosníu-Króatar gefa sig fram við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi
Skref er
Dayton-sam-
komulag í sessi
Haag, Split. Reuter.
TÍU Bosníu-Króatar, sem eftirlýstir
eru fyrir stríðsglæpi, komu í gær
til Haag i Hollandi, þar sem þeir
gáfu sig fram við stríðsglæj)adóm-
stól Sameinuðu þjóðarina. A meðal
þeirra sem í hópnum voru, var
stjórnmálamaðurinn Dario Kordic,
en dómstóllinn hefur lagt mikla
áherslu á að hafa hendur í hári
hans. Hefur ákvörðun tímenning-
ana verið sögð mikilvægt skref til
að tryggja Dayton-friðarsamkomu-
lagið í sessi, auk þess sem hún
auki enn þrýstinginn á stríðsglæpa-
menn Bosníu-Serba.
Árið 1995 voru Kordic og króat-
íski hershöfðinginn Tihomir Blaskic
ákærðir af hálfu stríðsglæpadóm-
stólsins fyrir að hafa stjórnað of-
sóknum á hendur múslimum í Lasva-
dal í Mið-Bosníu árið 1993. í ákær-
unni segir að glæpirnir sem framdir
voru að frumkvæði og undir stjóm
tvímenninganna hafí verið svo um-
fangsmiklir og skipulegir að nánast
allir íbúar dalsins hafí látið lífíð.
Gaf Blaskic sig fram við dómstól-
inn um mitt síðasta ár og Kordic
fylgir í kjölfarið nú. Stríðsglæpa-
dómstóllinn hefur gefið út ákæru á
hendur 16 Bosníu-Króata vegna
ofbeldisverkanna í dalnum. Dæmi
um þau voru þorpið Ahmici, þar sem
356 múslimar bjuggu, auk 110
Króata. Hersveit Bosníu-Króata
réðst inn í þorpið, kveikti í öllum
húsum múslima og skaut þá sem
reyndu að flýja. Létu allir múslim-
arnir í Ahmici lífíð í árásinni.
„Með hreina samvisku“
Áður en Kordic steig upp í flug-
vélina sem flutti hann og hina níu
sakborningana til Haag, ávarpaði
hann fréttamenn og kvað hópinn
halda af stað með „hreina samvisku
fyrir Guði og króatísku þjóðinni til
að sanna sakleysi sitt“. Tímenning-
arnir ákváðu að gefa sig fram eftir
að Bandaríkin kváðust myndu
reyna að tryggja að réttarhöld fyrir
stríðsglæpadómstólnum stæðu ekki
lengur en í þijá til fimm mánuði.
Var brottför þeirra frá borginni
Split í gær tilfinningaþrungin en
fjölmargir vinir og félagar úr hern-
um kvöddu tímenningana með tár-
um.
Alls hafa 18 Króatar, þrír músl-
imar og 57 Serbar verið ákærðir
en aðeins tveir verið dæmdir. Rob-
ert Gelbard, sendimaður Banda-
ríkjastjórnar í Króatíu, sagði að
hingað til hefði samvinna dómstóls-
ins við yfirvöld í lýðveldum gömlu
Júgóslavíu skilað sáralitlu en að
ákvörðun tímenninganna væri mik-
ilvægt skref í friðarátt.
Reuter
BOSNÍU-Króatinn Dario Kordic ávarpaði fréttamenn áður en hann hélt til Haag ásamt níu öðrum,
sem ákærðir hafa verið fyrir stríðsglæpi í Bosníustríðinu.
Efast um rannsóknarblaðamennsku
París. Reuter.
MIKILL meirihluti Frakka, og þá
sérstaklega yngri kynslóðin, efast
stórlega um gildi rannsóknar-
blaðamennsku og telur að dagblöð
eigi ekki að birta leyniskjöl, að
því er fram kemur í niðurstöðum
nýrrar könnunar.
Dagblaðið Le Monde greindi frá
því í gær, að samkvæmt könnun-
inni telji rúmlega þrír af hveijum
fjórum, er spurðir voru, að það
væri „óeðlilegt" að fjölmiðlar birti
nöfn þeirra, er liggja undir grun,
eða greini frá óopinberum upplýs-
ingum er þeir komi höndum yfir.
Áttatíu og fjórir af hundraði
þeirra rúmlega 1.000 sem spurðir
voru töldu að fréttamenn verðu
ekki nægilega miklum tíma i að
fá upplýsingar staðfestar og 72%
töldu dagblöðin einungis skrifa
um hneykslismál til þess að auka
sölu. Það var viðhorfskönnunar-
stofnunin CSA sem framkvæmdi
könnunina.
Engu að síður töldu 87% að al-
menningur myndi ekki fá að vita
sannleikann í sumum hneykslis-
málum ef fjölmiðlafólk græfist
ekki fyrir um staðreyndir. Bent
var á í Le Monde að fólk á aldrin-
um 18 til 34 hafði harðasta af-
stöðu til fjölmiðla og viðhorf þess
óvægnari en hinna er eldri eru.
Þrátt fyrir þessi neikvæðu við-
horf töldu aðeins 36% að stjórn-
völdum bæri að herða lög um trún-
að og taka alvarlegar á málum
þeirra blaðamanna er brytu þau.
Annar leiðtogafundur Evrópuráðsins 10. og 11. október
París. Morgunblaðið.
Hlutverk ráðsins
skilgreint frekar
LEIÐTOGAR ríkjanna fjörutíu í
Evrópuráðinu hittast í höfuðstöðv-
um ráðsins í Strassborg í Frakk-
landi í lok vikunnar, 10. og 11.
október. Þetta er annar fundur
leiðtoganna, sem hittust í fyrsta
sinn frá stofnun ráðsins 1949 í
Vín fyrir fjórum árum, vegna svipt-
inga í álfunni. Jafnframt er þetta
einn stærsti leiðtogafundur Evr-
ópuríkja hingað til, því ráðið hefur
á þessum áratug stækkað um
helming við inngöngu ríkja í Aust-
ur-Evrópu. Til samanburðar má
nefna að Nató-ríkin eru 16 og í
Evrópusambandinu eru 15 ríki. I
ÖSE eru fleiri ríki en í Evrópuráð-
inu, enda eiga ríki Norður-Ameríku
og Asíu-ríki þar aðild, en hlutverk-
ið takmarkast við öryggismál.
Það er einmitt einn tilgangur
leiðtogafundarins í Strassborg að
skilgreina betur hlutverk Evrópu-
ráðsins miðað við aðrar fjölþjóða-
stofnanir; þing ráðsins og ESB-
þingið fjalla að hluta til um sömu
mál og vísa stundum samþykktum
sín á milli. Vilji er til þess annars
vegar að koma í veg fyrir tvíverkn-
að og hins vegar að styrkja sam-
starfið, sér í lagi þegar neyðar-
ástand ríkir.
Fundur EFTA og ESB
ESB- tengsl verða væntanlega
til umræðu á leiðtogafundinum og
tækifærið notað til fundar leiðtoga
EFTA-ríkjanna með yfirmönnum
Evrópusambandsins. Ráðgert er
að forsætisráðherrar Islands, Nor-
egs og Lichtenstein hitti Hans van
den Broek og Jaques Santer á
föstudag.
EVROPA%
Leiðtogafundurinn mun gefa
yfirlýsingu um stefnu ráðins, sem
byggist á mannréttindum og lýð-
ræði, og setja. áætlun um fram-
kvæmdir fram að fimmtíu ára af-
mæli þess 1999. Hún er i fjórum
liðum, um mannréttindi og lýð-
ræði, félagsmál, öryggi borgar-
anna og menningarleg efni. Áætl-
uninni verður eflaust fylgt fram á
næstu öld, en ísland verður í for-
sæti yfirstjórnar eða ráðherra-
nefndar ráðsins á afmælisárinu.
Frakkar eru nú í forsæti ráð-
herranefndarinnar og það er því
Jacques Chirac Frakklandsforseti
sem formlega býður til leiðtoga-
fundarins í Strassborg. Hann setur
fundinn á föstudagsmorgun. Davíð
Oddsson talar snemma fyrri fund-
ardaginn vegna þess hve styttist í
forystu íslands.
Sveinn Björnsson, sendiherra við
Evrópuráðið, situr í ráðherranefnd-
inni fyrir Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra. Þar hefur hann
verið meðal þeirra sem leggja
megináherslu á að aðildarríki, ný
og gömul, séu trú þeim grundvall-
arreglum um mannréttindi sem
ráðið var stofnað um. Eftirlit með
þessu, af hálfu þingnefnda sem
fara til landanna og svo með
skýrslum ríkisstjórna til ráðherra-
nefndarinnar, er eitt atriðanna sem
leiðtogar landanna munu fjalla um.
Þing Evrópuráðsins óskaði þess í
september að leiðtogarnir greiddu
fyrir slíku eftirliti og beindi því til
ESB að sambandið nýti þetta starf
ráðsins við mat á umsóknum um
aðild.
Tengsl mannréttinda og
félagsmála
Leiðtogarnir ræða einnig nýjan
Mannréttindadómstól, sem starfa
mun allt árið frá nóvember á næsta
ári, stofnun embættis umboðs-
manns mannréttinda og bann við
einrækt manna. Fjallað verður um
vernd minnihlutahópa og víðtæka
félagsmálastefnu Evrópuráðsins,
sem þing þess vill að fái vægi til
jafns við mannréttindamál. Rætt
hefur verið að félagsmálasáttmáli
ráðins verði sameinaður mannrétt-
indasáttmála þess. Ætlunin er að
aðstoða ný lönd í ráðinu á sviði
félagsmála, meðal annars við laga-
setningu, og athygli beinist nú
ekki síst að barnavernd.
Efling þróunarsjóðs Evrópu
verður jafnframt til umræðu,
franski Evrópumálaráðherrann,
Pierre Moscovici, hefur höfðað til
ESB um það, en þetta er félagsleg
lánastofnun Evrópuráðsins, sem
íslendingar hafa fengið talsvert fé
úr. Hert barátta gegn skipulagðri
glæpastarfsemi, eiturlyfjanotkun
og misnotkun nýrrar upplýsinga-
tækni verður ennfremur á minnis-
lista leiðtoganna, þetta eru allt
saman mál sem Evrópuráðið vill
taka á og fulltrúar íslands hafa
með einum eða öðrum hætti beitt
sér í.
Ef þú átt bækumar
Þá eigum við bókahillumar
Beyki - mahogny - eik - svart- eða hvítlakkaðar
B:60 L:115 D:29 kr. 8.320,-
B:60L:202D:29kr. 13.120,-
B:80 L:115 D:29 kr. 9.900,-
B:80 L:202 D:29 kr. 16.270,-
Ljölbreytt úrval
Gott verð
"wsT í' C )
V A
HÚSGAGNAHÖLUN
Bfldshöfðl 20 • 112 Rvík - S:510 8000