Morgunblaðið - 07.10.1997, Side 24

Morgunblaðið - 07.10.1997, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuter Tvær milljónir hlýða á páfa HÁTT í tvær miHjónir manna hlýddu á útimessu um helgina. Var messan haldin við minnismerki Jóhannesar Páls II páfa í Rio de Janeiro i Brasilíu um þá sem létu lífið í heimsstyrjöldinni síðari. Flokksþing breska Ihaldsflokksins Minna. fylgi leiðtog- ans en nokkru sinni Reynt að bjarga ítölsku stjórninni Kommún- istar hvika hvergi Rómaborg. Reuter. ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, hóf í gær viðræður við Fausto Bertinotti, leiðtoga marxistaflokks- ins Kommúnískrar endurreisnar, til að freista þess að afstýra því að stjórnin félli vegna deilu um fjárlög næsta árs. Orðrómur var á kreiki um að Bertinotti léði máls á málamiðlun í deilunni en hann áréttaði andstöðu Kommúnískrar endurreisnar við fjárlagafrumvarp stjórnarinnar eftir að hafa rætt við flokksbræður sína fyrir fundinn með Prodi. Stjórnin hefur þurft að reiða sig á stuðning Kommúnískrar endur- reisnar á þinginu og haldi flokkurinn andstöðu sinríi til streitu er útséð um að fjárlagafrumvarpið verði sam- þykkt. Talið er að frumvarpið geti ráðið úrslitum um hvort Ítalía fái aðild að Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu, EMU, árið 1999. Vantraust samþykkt? Gert er ráð fyrir að Prodi flytji ræðu um fjárlagadeiluna á þinginu í dag. Náist ekki samkomulag við Kommúníska endurreisn gæti for- sætisráðherrann þurft að tilkynna að stjórnin hefði ekki iengur meiri- hluta á þinginu. Það gæti síðan orð- ið til þess að lögð yrði fram tillaga um vantraust á stjórnina. Bertinotti kvaðst hvergi ætla að hvika frá kröfum sínum um að vinnuvikan yrði stytt úr 40 stundum í 35, gerðar yrðu ráðstafanir til að draga úr atvinnuleysi í suðurhluta landsins og að ellilífeyrir yrði ekki skertur. Flokkur hans vill að stytting vinnuvikunnar verði lögleidd fyrir aldamót en Tiziano Treu vinnumála- ráðherra hafnaði þeirri kröfu og lýsti henni sem „sovéskri hagfræði". Kommúnísk endurreisn er andvíg áformum stjórnarinnar um að skerða framlögin til velferðar- og Iífeyriskerfisins um fímm billjónir líra, andvirði 200 milljarða króna. Mario Morti, sem fer með málefni innri markaðar Evrópusambandsins innan framkvæmdastjórnar ESB, sagði að ítalir hefðu skuldbundið sig til að draga úr velferðargreiðsl- unum og yrðu að standa við þær skuldbindingar. London. Daily Telegraph. WILLIAM Hague, leiðtogi íhalds- flokksins, setur þing flokksins í Blackpool í dag í skugga frétta af nýrri skoðanakönnun Gallup-stofn- unarinnar, sem sýna að hann nýtur minni vinsælda en nökkur annar flokksleiðtogi í upphafi starfs og flokkurinn hefur minna fylgi en nokkru sinni það sem af er öldinni. Samkvæmt könnun Gallups hefur íhaldsflokkurinn ekki bætt stöðu sína frá því í þingkosningunum í maí þar sem hann fékk slæma út- reið. Ef eitthvað er hefur bilið milli flokkanna aukist frá í maí. Nýtur Verkamannaflokkurinn nú fylgis 60% kjósenda en íhaldsflokkurinn aðeins 22%. Jafngildir þetta því að Verka- mannaflokkurinn undir forystu Tony Blairs forsætisráðherra hafi aukið fylgið um 16 prósentustig frá kjör- degi en íhaldsflokkurinn tapað 9 stigum á sama tíma. Aðeins 27% stuðningsmanna íhaldsflokksins, eða sem svarar 6% allra kjósenda, telja að Hague myndi standa sig best í starfí forsætisráð- herra af leiðtogum stóru flokkanna þriggja. Einungis 20% allra kjósenda telja hann standa sig vel í starfi leið- toga íhaldsflokksins en 51% kvaðst telja að Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra, sem beið ósigur fyrir Hague í leiðtogakjörinu, hefði verið betur til starfsins fallinn. Clarke virðist ekki hafa gefið upp drauminn um að leiða flokkinn inn í næstu öld því fyrir helgi gagnrýndi hann hvert flokkurinn stefndi undir forystu Hagues. 'Varaði hann við „einfeldningslegri" andstöðu við sameiginlegan gjaldmiðil í Evrópu og flokkurinn mætti ekki verða að samkundu hægriróttæklinga eða gamaldags þjóðernissinna. Áhrifamenn innan íhaldsflokksins með Parkinson lávarð flokksform- ann í broddi fylkingar hófu á sunnu- dag áróðursherferð í þeim tilgangi að styrkja stöðu Hagues áður en flokksþingið hefst. Hélt hann því fram að Hague væri „afar skýr, hæfur og skynsamur ungur maður“ sem ekki hefði fengið tíma til þess að sanna sig. Telja leiðandi menn innan íhaldsflokksins að Hague muni styrkja stöðu sína er kastljós fjölmiðla beinist að flokksþinginu þessa viku. Heseltine að hætta? Michael Heseltine, aðstoðarfor- sætisráðherra Johns Majors í síðustu ríkisstjórn, mun draga sig í hlé á kjörtímabilinu, samkvæmt heimild- um úr röðum frammámanna í Ihalds- flokknum. Segja þeir hann hafa tek- ið nærri sér ósigurinn í þingkosning- unum í vor en hann lék stórt hlut- verk í kosningabaráttunni. Aukin- heldur er hann heilsuveill og sagt er að hann bíði eftir heppilegu tæki- færi til að segja af sér og knýja fram aukakosningar. Endurtaka þarf forsetakosningar í Serbíu og líklega einnig Svartfjallalandi Andstæðingur Milosevic náði ekki kjöri Bel^rad. Reuter. KJÓRSTJÓRNIN í Serbíu sagði í gær að forsetaefni róttækra þjóðern- issinna, Vojislav Seselj, hefði fengið meira fylgi en frambjóðandi sósíal- ista í annarri umferð forsetakosning- anna á sunnudag. Kjörsóknin hefði hins vegar verið of lítil til að kosning- arnar teldust gildar. Líklegt var að einnig þyrfti að efna til nýrra for- setakosninga í Svartfjallalandi, sem er í sambandsríkinu Júgóslavíu ásamt Serbíu, þar sem útlit var fyr- ir að enginn frambjóðendanna fengi meirihluta atkvæða. Samkvæmt kosningalögunum í Serbíu þarf meirihluti þeirra sem eru á kjörskrá að neyta atkvæðisréttar- ins til að kosningamar teljist gildar. Flokkur Seseljs, Róttæki flokkurinn, lýsti því yfir I gærmorgun að kjör- sóknin hefði verið yfír 50% og sak- aði sósíalista um að hagræða úrslit- unum en frambjóðandinn viður- kenndi síðar í útvarpsviðtali að hann hefði ekki náð kjöri að þessu sinni en kvaðst viss um að fara með sigur af hólmi í næstu umferð. „Hvergi í heiminum þarf kjörsókn- in að vera 50% I annarri umferð kosn- inga,“ sagði Seselj. „En við erum sátt við úrslitin og teljum að okkur gangi enn betur í næstu kosningum." Kjörstjórnin sagði að Seselj hefði fengið 49,98% atkvæðanna en Zoran Lilic, forsetaefni sósíalista, 46,99% þegar búið var að telja í 85% kjör- staðanna. Búist er við að lokaúrslit kosninganna verði gerð opinber á fimmtudagskvöld. Talsmaður Sósíalistaflokksins við- urkenndi nauma forystu Seseljs í kosningunum og sagði að kjörsóknin hefði verið 48,68%. Er andvígur Dayton-samkomulaginu Fylgistap sósíalista í forsetakosn- ingunum á sunnudag og í þingkosn- ingunum fyrir tveimur vikum, þar sem þeir töpuðu meirihluta sínum, þykir benda til þess að vinsældir flokksins séu háðar Slobodan Milo- sevic, sem gat ekki gefíð kost á sér aftur í embættið þar sem stjórn- arskráin heimilar ekki að sami mað- urinn gegni því lengur en í tvö kjör- tímabil. Milosevic varð forseti Júgóslavíu í sumar og völd forseta Serbíu voru þá skert. Heimildarmenn í Belgrad sögðu að þrátt fyrir valdaskerðing- una yrði mjög erfltt fyrir Milosevic að sætta sig við að Seselj tæki við forsetaembættinu í Serbíu. Seselj hefur verið lýst sem hægri- öfgamanni og hann hefur verið í nánum tengslum við þjóðernis- sinnana Vladímír Zhírínovskí í Rúss- landi og Jean-Marie Le Pen í Frakk- landi. Seselj er algjörlega andvígur Dayton-samkomulaginu um frið í Bosníu og leggst gegn því að Serbar framselji meinta stríðsglæpamenn. Hann er einnig á móti því að Serbar friðmælist við Króata eða verði við kröfu albanska meirihlutans I Kosovo-héraði um sjálfstjórn. „Sigur Róttæka flokksins myndi merkja að ekki kæmi til greina að Serbar krypu á kné fyrir vestrænu valdi,“ sagði Seselj eftir kosningarn- ar á sunnudag. „Serbar eru ekki handbendi neinna ríkja.“ Fréttaskýrendur segja að Milo- sevic geti ekki haldið velli eftir að sósíalistar misstu þingmeirihluta sinn í september nema með því að ijúfa pólitíska og efnahagslega ein- angrun Júgóslavíu. Hann verði því að fallast á tilslakanir í því skyni að fá Vesturlönd til að aflétta refsi- aðgerðum. Stjórnarerindrekar segja að Seselj myndi hindra slíka viðleitni af hálfu júgóslavneska forsetans ef hann næði kjöri. Kosið að nýju í Svartfjallalandi Milosevic hafði óttast að einn af andstæðingum hans, umbótasinninn Milo Djukanovic, myndi ná kjöri í fyrstu umferð forsetakosninganna í Svartfjallalandi á sunnudag. Kjör- stjórnin sagði þó í gær að Momir Bulatovic, núverandi forseti, sem naut stuðnings Milosevic, hefði feng- ið ívið meira fylgi en Djukanovic en útlit var fyrir að hann fengi ekki meirihluta atkvæðanna, sem þýðir að kjósa þarf að nýju á milli þeirra tveggja. Munurinn á fylgi þeirra var aðeins 2.272 atkvæði, samkvæmt nýjustu tölum. Stuðningsmenn Djukanovic höfnuðu þessum tölum og sögðu hann hafa borið sigurorð af Bulatovic. Nyrup hótar að rjúfa þing POUL Nyrup Rasmussen for- sætisráðherra Danmerkur er reiðubúinn að ijúfa þing og boða til kosninga samþykki þingið ekki efnahagsráðstaf- anir stjórnarinnar sem hún hyggst leggja fyrir þingið í næstu viku. Verndari Hitlers deyr OTTO Ernst Remer, hershöfð- ingi í heijum þýskra nasista, lést á laugardag í Malaga á Spáni. Hann var á 86. aldurs- ári. Remer var yfirmaður líf- varðar Adolfs Hitlers kanslara er gerð var misheppnuð tilraun til að ráða hann af dögum árið 1944. Einnig er Remer sagður hafa komið í veg fyrir tilraunir til að steypa Hitler. Þrír hand- teknir fyrir njósnir BANDARÍSKA alríkislögregl- an, FBI, hefur handtekið tvo karla og eina konu sem grunuð eru um njósnir fyrir Austur- Þjóðveija á áttunda og níunda áratugnum. Eitt hinna hand- teknu var háttsettur lögfræð- ingur hjá varnarmálaráðuneyt- inu bandaríska. Voru þremenn- ingarnir handteknir eftir að tveir þeirra afhentu lögreglu- mönnum í dulargerfi leyniskjöl, en hinir síðarnefndu kváðust rússneskir og suður-afrískir leyniþjónustumenn. E1A1 býður verslunar- ferðir ÍSRAELSKA flugfélagið E1 A1 hyggst örva ferðalög og fylla sæti hálftómra flugvéla sinna á þessum árstíma með því að bjóða verslunarferðir til London á fimmtudögum fyrir 330 pund, eða 38.000 krónur. Lent er að morgni dags, farþegum ekið á kostnað E1 A1 inn að Oxford- stræti og þeir sóttir síðdegis fyrir heimför að kvöldi sama dags. Minna atvinnuleysi í Þýskalandi ATVINNULEYSI minnkaði í Þýskalandi í september en þá voru 4,308 milljónir manna án vinnu í stað 4,372 í ágústmán- uði. Hefur þá ekki verið tekið tillit til árstíðabundinna þátta en slíkar tölur sýndu 4,456 milljóna atvinnuleysi í Þýska- landi í ágúst í stað 4,372. Fækkaði atvinnuleysingjum í vesturhluta landsins úr 2,991 milljón í 2,933 og í austurhlut- anum úr 1,381 milljón í 1,375. Lík Kashmír- gísls fundið? LÖGREGLUSTJÓRI Jammu og Kashmírs í Indlandi sagði í gær, að lík sem graflð hefði verið upp I síðasta mánuði kynni að vera af öðrum tveggja Breta, sem aðskilnaðarsinnar rændu I júlí 1995 og héldu í gíslingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.