Morgunblaðið - 07.10.1997, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Gróð þjónusta?
A TVISVAR með
stuttu millibili hafa
nýlega birst fullyrðing-
ar í Morgunblaðinu um
að þjónusta við sjúkl-
inga sé góð hér á landi.
Annars vegar í Reykja-
víkurbréfi 27. septem-
ber sl. þar sem vitnað
er í stefnuræðu forsæt-
isráðherra sem segir:
„Afram er tryggt að
íslensk heilbrigðisþjón-
usta verður í fremstu
röð meðal þjóða.“ Hins
vegar í greininni Hvert
ber að stefna? 7. sept-
ember sl. þar sem vitn-
að er í skýrslu sem
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið lét gera. Þar er ritað: „í
skýrslunni kemur fram að við búum
nú við góða þjónustu á sjúkrahúsum
okkar, þrátt fyrir að mikið hafi ver-
ið skorið niður á undanförnum
árum.“
Við hvað er átt?
Það getur verið afar viilandi og
í raun skaðlegt að skilgreina hluti
þannig að þeir séu slitnir úr sam-
hengi við umhverfið. Nefna má sem
dæmi það tímabil er lán voru óverð-
tryggð hér á landi á meðan óðaverð-
bólga geisaði. Það jafngilti því að
raunávöxtun var skilgreind sem
ávöxtun án tillits til verðbólgu. Af-
leiðingin var skelfileg, ekki síst fyr-
ir þá sem afhentu bönkunum spari-
fé sitt í góðri trú. Engum heilvita
manni dytti í hug að notast við slíka
skilgreiningu í dag.
Eg hef fylgst náið með þjónustu
við sjúk böm og aðstandendur þeirra
síðan árið 1988, fyrst sem foreldri
en síðan einnig sem þátttakandi í
^ starfi foreldrahópa langveikra
barna. Þegar ég heyri og sé því
haldið fram að þjónusta við sjúkl-
inga sé góð hér á landi þá hrekk
ég við og spyr: „Hvað á viðkomandi
eiginlega við?“ Án efa liggur ein-
hver skilgreining til grundvallar sem
ég þekki ekki. Þó er mér næst að
álykta að þar sé einungis miðað við
störf heilbrigðisstétta. Heilbrigðis-
þjónusta er þó miklu víðtækari -
eða ætti að vera það að minnsta
kosti. Eftirfarandi, sem ekki er eins-
dæmi, færir fólki heim sanninn um
það.
Sum börn fá illvið-
ráðanlega, lífshættu-
lega sjúkdóma. í slík-
um tilfellum er allt gert
til að Iækna bamið og
enginn efast um að
heilbrigðisstarfsfólk
geri allt sem í valdi
þess stendur í því sam-
bandi. Læknavísindum
fer ört fram og á síð-
ustu árum hafa t.d.
orðið verulegar framf-
arir í krabbameins-
lækningum þegar börn
eru annars vegar. En
lækningin er í sumum
tilfellum dýru verði
keypt. Með sterkum og
í raun eitruðum lyfjum, geisla-
skömmtum sem jaðra við að vera
barnslíkamanum ofviða og í sumum
íslendingum hættir til
að leggja ofurkapp á að
finna mein til að laga
með ærnum tilkostnaði,
segir Þorsteinn Olafs-
son, í stað þess að beita
forvörnum til að koma
í veg fyrir þau.
tilfellum skurðaðgerðum tekst oft
hið ótrúlega - að „lækna“ barnið.
Barnið er síðan útskrifað „frískt"
og kemur eftir það í reglulegt lækn-
isfræðilegt eftirlit. Lesendur hafa
eflaust tekið eftir því að orðin lækna
og frískt eru rituð innan gæsalappa.
Ástæðan er sú að sum þessara barna
búa við þvílíkar afieiðingar af sjúk-
dómnum og/eða sjúkdómsmeðferð-
inni að lífsgæði þeirra eru verulega
skert ævilangt. Sumar afleiðingarn-
ar koma jafnvel ekki í ljós fyrr en
löngu eftir að meðferðinni lauk.
Margar þessara afleiðinga eru eigi
að síður vel þekktar hér á landi sem
víðar. Og hvaða þjónustu skyldu nú
þessi börn eiga rétt á frá hendi
stjórnvalda til að mæta hinum nýju
þörfum sínum? Engri!!! Eigi að síður
eru nefndar afleiðingar þess eðlis
að umrædd böm eru langt frá því
Þorsteinn
Ólafsson
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
"\
Verðkr. 7-995
að vera frísk þótt ekki sé hægt að
greina hið upprunalega mein í lík-
ama þeirra.
Þarfir langveikra barna og
aðstandenda þeirra
Beinar og óbeinar þarfir barna
sem greinast með alvarlega sjúk-
dóma geta verið margvíslegar. Þeim
má í stórum dráttum skipta í eftir-
talda flokka:
• Fjárhagslegar þarfir
• Félagslegar þarfir
• Sálfélagslegar þarfir
• Aðstaða á sjúkrahúsum og þjón-
usta heilbrigðisstétta
• Menntun
Á sama hátt og út í hött er að
tala um raunvexti án tillits til verð-
bólgu er óhugsandi að slíta ofan-
greinda flokka úr sambandi hvern
við annan þegar ræða á um þjón-
ustu við sjúk börn og aðstandendur
þeirra. Skoðum nú nokkra liði í ofan-
greindum flokkum.
• Eiga aðstandendur langveikra
barna rétt skv. kjarasamningum
á launuðu fríi til að annast þau
heima eða á sjúkrahúsi?
Svar: Nei, ef frá eru taldir 7 dag-
ar á ári!
• Eiga langveik börn og aðstand-
endur þeirra rétt á félagslegri
þjónustu?
Svar: Nei!
• Eiga langveik börn og aðstand-
endur þeirra rétt á félagsráðgjöf?
Svar: Nei!
• Eiga langveik börn og aðstand-
endur þeirra rétt á sálfræðiþjón-
ustu?
Svar: Nei!
• Er aðstaðan á langstærstu barna-
deild Iandsins viðunandi fyrir
a) sjúklingana, b) aðstandendur,
c) starfsfólk?
Svar í öllum tilfellum: Nei!
• Eiga nemendur í framhaldsskól-
um sem veikjast alvarlega og eru
þ.a.l. lengi frá skóla rétt á sjúkra-
kennslu eða öðrum stuðningi?
Svar: Nei!
Stjórnendur þessa lands munu
eflaust halda áfram að nota þær
skilgreiningar sem þeim henta og
komast að þeirri niðurstöðu að þjón-
usta við sjúklinga sé góð. Ofan-
greindar staðreyndir tala þó sínu
máli. f
Forvarnir
Islendingum hættir til að leggja
ofurkapp á að finna mein til að laga
með æmum tilkostnaði í stað þess
að beita forvörnum til að koma í
veg fyrir þau. Sú þjónusta sem að
ofan er lýst eftir er forvarnir fram-
ar öðru. Veitum fjölskyldum lang-
veikra bama fjárhagslegan stuðning
og félagslega þjónustu sem gerir
þeim kleift að annast börn sín á
mannsæmandi hátt án þess að fjöl-
skyldan eigi á hættu að liðast í sund-
ur. Eflum alhliða stuðning við lang-
veik böm, þ.m.t. menntun grunn-
og framhaldsskólanema til að gera
þeim mögulegt að ná hámarks lífs-
gæðum og þar með að koma í vega
fýrir alvarleg sálræn og félagsleg
vandamál.
Eg hef lengi haldið því fram að
í knattspyrnu sé besta markvarslan
að stjórna vörninni þannig að and-
stæðingarnir fái aldrei marktæki-
færi. Eg vil hvetja ykkur sem hald-
ið í spottana til að vinna á fyrir-
byggjandi hátt líkt og góður mark-
vörður sbr. ofangreint. Með því
móti minnka líkur á að þið þurfið
að endasendast stanganna á milli,
stundum í drullusvaði, og ef illa fer
- að hirða boltann úr netinu.
Tegund: 3092 Tegund: 3067
Litir: Rautt, svart, grænt leður. Litir: Rautt, svart, gult leður.
Stærðir: 36-41 Stærðir: 36-41
Mikið úrval afsvipuðum skóm
5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR • PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
STEINAR WAAGEs#
SKÓVERSLUN •íP
SÍMI 511 8519 #
STEINAR WAAGE x
SKÓVERSLUN
SIMI 568 9212 #
Höfundur er framkvæmdastjóri
Styrktarfélags
krabbameinssjúkra barna.
MUNIÐ SÉRPANTANIR
ÁHÚSGÖGNUM
TÍMALEGA FYRIR
JÓLIN
Mörkinni 3, sími 588 0640
E-mail: casa@islandia.is
Opið bréf til
borgarstjóra og
fjármálaráðherra
Margrét Sólveig
Ríkarðsdóttir Steinsson
í 1. gr. 1. kafla í
lögum um málefni fatl-
aðra nr. 59/1992 er
ber yfirheitið „Mark-
mið og skilgreining“
kemur fram að mark-
mið laganna sé að
tryggja fötluðum jafn-
rétti og sambærileg
lífskjör við aðra þjóðfé-
lagsþegna og skapa
þeim skilyrði til þess
að lifa eðlilegu lífi.
í lögunum er þess
ennfremur getið hvaða
þjónustu skuli veita til
að ná þessum mark-
miðum. Stjórnvöld á
íslandi hafa skrifað
undir og samþykkt stefnuyfirlýs-
ingu Sameinuðu þjóðanna þar sem
kveðið er á um réttindi fatlaðra.
Það er gott að hafa góðan vilja,
skrifa undir og samþykkja göfug
orð á góðri stundu. En það þarf
meira til eða hvað?
Þroskaþjálfar hafa verið í samn-
ingaviðræðum við samninganefnd
ríkis og Reykjavíkurborgar í 10
mán. í þessum samningaviðræðum
hefur lítið sem ekkert þokast í sam-
komulagsátt. Það sem vekur mesta
Hver er faglegur metn-
aður yfirvalda? spyrja
Margrét Ríkarðsdótt-
ir og Sólveig Steins-
son. Getur verið að það
viðhorf sé enn ríkjandi
að fatlaðir einstaklingar
séu annars flokks?
furðu er sú staðreynd að þrátt fyr-
ir að þroskaþjálfar hafa verið ríkis-
starfsmenn um áratugaskeið og í
störfum hjá borginni mjög lengi
virðist sem ekki sé nokkur þekking
á störfum þeirra meðal samninga-
nefndarmanna. Það sem hins vegar
veldur mestum vonbrigðum er sú
staðreynd að þrátt fyrir að samn-
inganefnd ríkis og Reykjavíkur-
borgar hafi ítrekað fengið upplýs-
ingar um störf þroskaþjálfa hefur
ekkert breyst. Við hljótum að ætla
að samninganefndin vinni sam-
kvæmt fyrirmælum þeirra sem yfir
fjármagninu ráða og sendum því
þetta bréf til þeirra og spyijum:
Hver er faglegur metnaður
yfirvalda?
Er það vilji yfirvalda að sú þjón-
usta sem fatlaðir hafa þörf fyrir
og eiga rétt á sé unnin af þekkingu
eða á bijóstvitið eingöngu að ráða?
Viljum við að bömum okkar og
þeim fullorðnu einstaklingum sem
þörf hafa fyrir, sé sinnt af fagfólki?
Á þetta kannski ekki við um alla?
Getur það verið að ennþá sé það
viðhorf ríkjandi að fatlaðir einstakl-
ingar séu annars flokks borgarar?
Því viljum við ekki trúa.
Við teljum hins vegar nokkuð
ljóst að ef yfirvöld ætla að ná þeim
markmiðum sem birtast í þeim lög-
um og þeim yfirlýsingum sem þeir
rCjarðpCöntustöðm*\
□OMDQQO
Viö veg | nr 374; Hvammurfy
í Ölfusi
Garöyrlcjufólk !
Ster/car vííiipliintiir
ípattum fyrir
haustgráðursetningar.
Hagstætt verð. i
Sími 483 4840
hafa ritað undir og samþykkt þá
þurfa fatlaðir á markvissri þjálfun,
uppeldi og umönnun að halda frá
bernsku til fullorðinsára. Þroska-
þjálfar eru sú stétt sem fær í
menntun sinni sérþekkingu til að
meta á heildrænan hátt þarfir fatl-
aðra fyrir þjálfun og umönnun á
öllum aldursskeiðum.
Hvað þarf til?
Öll þau rök sem þroskaþjálfar
hafa notað í samningaviðræðunum
til að ná fram leiðréttingu á launum
sínum hafa verið virt að vettugi.
Vinnuframlag og ábyrgð í starfi á
ekkert að kosta, þekking á ekkert
að kosta. Auðvelt er að sýna fram
á hversu mikið þroskaþjálfar hafa
dregist aftur úr í launum miðað við
þær stéttir sem hafa sambærilegt
nám að baki og voru fyrir ekki svo
ýkja löngu með sambærileg laun.
Það skiptir ekki máli. Því hljótum
við að ætla að það sé mat yfir-
valda, að vinna með fötluðu fólki
krefjist ekki fagþekkingar og eigi
ekkert að kosta. En því í ósköpun-
um er þá verið að nota skattpening-
ana okkar í rekstur skóla sem heit-
ir Þroskaþjálfaskóli íslands og veit-
ir kennslu á háskólastigi? Er ekki
eitthvað bogið við þetta?
Á undanförnum misserum hefur
oft komið fram í umræðunni um
launamál að nauðsynlegt sé að
hækka laun svokallaðra kvenna og
umönnunarstétta. Þroskaþjálfar
eru að stærstum hluta konur en
ekki virðist þetta eiga að virka hjá
þeim. Hvað um góðærið margum-
talaða, eiga þroskaþjálfar ekki að
njóta þess?
Verkfall er orð sem heyrst hefur
oft að undanförnu og er það með
ólíkindum að svo virðist sem við-
semjendur taki ekki við sér fyrr
en það vopn hefur verið brýnt og
skapa þeir með því spennu og
óvissu meðal þeirra sem þjón-
ustuna nota. Verkfall er neyðarúr-
ræði sem þroskaþjálfar munu nota
ef nauðsyn krefur. Komi til verk-
falls þroskaþjálfa er ljóst að marg-
ar stofnanir sem veita fötluðu fólki
þjónustu munu loka, t.d. hæfinga-
stöðvar, dagvistarstofnanir og
skammtímavistanir og á öðrum
stöðum mun þjónusta skerðast
verulega, svo sem á leikskólum hjá
borginni, á Greiningar- og ráð-
gjafastöð ríkisins og víðar.
Það er einlæg von okkar að
samningar náist áður en til verk-
falls kemur. En til þess að svo
megi verða þarf samninganefnd rík-
is og Reykjavíkurborgar að láta
sannfærast um að þroskaþjálfar
settu fram sínar kröfur í fullri al-
vöru og við skorum á yfirmenn fjár-
mála hjá ríki og Reykjavíkurborg
að veita samninganefnd sinni um-
boð til að semja við Þroskaþjálfafé-
lag íslands um mannsæmandi laun.
Með kveðju.
Margrét Ríkarðsdóttir er í
samninganefnd
Þroskaþjálfafélags íslands og
Sólveig Steinsson er formaður
Þroskaþjálfafélags Islands.
I