Morgunblaðið - 07.10.1997, Qupperneq 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Smáfólk
Komdu Magga, Það er rigning Hvað nú ef þú gift- Maðurinn minn
við þurfum að og ég hata fót- ist einhverjum sem mun verða vellauð-
æfaokkur! bolta. þykirgamanað ugur og eiga lúxus-
fara á fótboltaleik? áhorfendastúku.
Ekki reiða þig á
það, Magga!
BREF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylgavik • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Skortur á Ablflex-
bumbubananum á Kúbu
Frá Stefáni Þorgrímssyni:
KÚBA hefur verið mikið í kastljósi
flölmiðla síðastliðin ár og þá sérstak-
lega eftir að austurblokkin hrundi.
Margar greinar og pistlar i ýmsum
blöðum og tímaritum hafa íjallað um
Kúbu þar sem landið er kynnt sem
síðasta vígi kommúnismans, þar sem
fátækt, skömmtun og skortur á öllum
nauðsynjavörum virðist vera þáttur
í hinu daglega lífi fólks. Þeir sem
betur þekkja til aðstæðna á Kúbu
og fylgst hafa með baráttu þjóðarinn-
ar til að fá að stjóma sér sjálfri án
íhlutunar og afskiptasemi heims-
valdavélarinnar í vestri, blöskrar
stundum vitleysan sem haldið er fram
um Kúbu í fjölmiðlum. Ég get ekki
betur séð en að eini tilgangurinn með
þessum ómálefnalegum greinum sé
að sverta ímynd Kúbu á alþjóðavett-
vangi þar sem Kastró er lýst sem
skeggjuðu sadistaskrímsli sem nærist
á því að kvelja kúbani. Ekki hefur
verið Qallað um baráttu þjóðarinnar
við að ná sér upp úr efnahagslægð-
inni sem myndaðist við hrun Sovét-
ríkjanna. Nei, lítið er sagt frá því.
Sápuskortur á Kúbu er fyrirsögn sem
frekar virðist eiga uppá pallborðið
hjá fiölmiðlum. „Sápuskortur"! Ég
spyr, er það eitthvert einsdæmi í lönd-
um Suður- og Mið-Amen'ku? Enga
grein hef ég séð sem fjallar um mann-
réttindabrot Alberto Fujimora forseta
Perú, nei, umíjöllunin skal vera og á
að vera um sápuskort á Kúbu. Ætli
næsta fyrirsögn sem fjölmiðlar slá
upp verði ekki eitthvað á þessa leið:
Skortur á Ablflex-bumbubananum á
Kúbu! Það sem fékk mig_ til að skrifa
þessa grein er tvennt. í fyrsta lagi
vill ég minna fólk á það að viðskipta-
banni Bandaríkjanna á Kúbu verður
mótmælt 8. október. Hist verður á
Ingólfstorgi kl 17:30 ogþaðan verður
haldið upp að bandaríska sendiráð-
inu. Ég hvet fólk eindregið til að
mæta og sýna andstöðu sína við við-
skiptabannið.
I öðru lagi langar mig að minnast
á fyrirbæri sem ég rakst á í 5 tbl.
Mannlífs þessa árs. Fyrirsögn grein-
arinnar var „Á Kúpunni með Hrafni
Gunnlaugssyni og Bimi Blöndal".
Byijað var á að rekja í tveimur línum
spænskunám Hrafns á Kúbu en fljótt
farið út í aðra sálma þar sem mynd-
um Bjöms og hrokafullum textum
Hrafns var skeytt saman og úr því
varð samhengislausasta rökleysa sem
ég hef nokkum tímann lesið. Staða
heilbrigðis- og menntamála var gerð
að léttvægum hlut á meðan yfirgefíð
einbýlishús Du Pont-ættarinnar var
gert að tákni kúbverskrar kreppu.
Gamlir amerískir bílar og ómáluð
hús eiga að sanna fyrir lesandanum
hversu alvarlegt ástandið er á Kúbu
en ekki er hugleitt andlegt eða lík-
amlegt ástand fólksins, sem sýnir
hversu höfundur er upptekinn af lífs-
gæðakapphlaupinu. Getur höfundur
bent mér á nokkuð annað land í
Suður- eða Mið-Ameríku sem státar
af svona góðu mennta- og heilbrigði-
skerfi? Vissi höfundur að skorturinn
á lyfjum og tækjum er að stórum
hluta viðskiptabanni Bandaríkjanna
að kenna? Vissi höfundur að útflutn-
ingur Kúbu gæti aukist um 35% ef
viðskiptabanninu yrði aflétt? Veit
höfundur hvað viðskiptabann er, tek-
ur hann tillit til þess eða minnist á
það einu orði í greininni? Veit höf-
undur mun á sannleika og lygi eða
siðferði og siðleysi?
Ekki ætla ég að velta því fyrir
mér, en staðreyndin er sú að þessi
grein og margar aðrar eru að sverta
mannorð heillrar þjóðar. Hvað vakir
fyrir fólki með svona greinum?
Hvernig væri að birta sannleikann?
Annars vil ég ráðleggja ritstjórum
Mannlífs sem birtu þessa ómálefna-
legu rökleysu að senda Hrafn og
Bjöm í ferð til Santiago höfuðborg
Chile þar sem þeir geta örugglega
fengið að fylgjast með og lært að
byggja íbúðarhús á ruslahaugum.
Einnig vil ég ráðleggja höfundi að
halda öllum samhengislausum rök-
leysum í sínum eigin kvikmyndum
þar sem heil þjóð verður ekki fyrir
barðinu á þeim.
STEFÁN ÞORGRÍMSSON
nemi við Fjölbrautaskólann v. Ármúla,
Laufásvegi 60, Reykjavík.
Hvenær byrjar október?
Frá Ómari Ragnarssyni:
SVARIÐ við þessari spurningu liggur
í augum uppi og hefur í mín eyru
verið staðfest af þeim fræðimönnum
Háskóla íslands sem sjá um tímatal-
ið og almanakið: Október byijar 1.
október, þegar talan einn kemur upp
á dagatalinu, ekki þegar talan núll
var aftasti tölustafur á dagatalinu,
hinn 30. september. Þetta er vegna
þess að tímatal okkar var í upphafi
í smáu og stóru grundvallað á rað-
tölum og það síðan staðfest I latnesk-
um heitum áranna; fyrsta ár eftir
Krist, annað ár eftir Krist, tvöþús-
undasta árið eftir Krist á sama hátt
og fyrsti september, annar septem-
ber, þrítugasti september. Sam-
kvæmt því var árið núll ekki til, ekki
heldur „núllti" september, og tvö
þúsund ár frá fæðingu Krists ekki
liðin fyrr en í enda tvöþúsundasta
árins. Þessari ákvörðun kirkjufeðr-
anna forðum hefur ekki verið breytt.
Þess vegna er árið 2000 síðasta ár
vorrar aldar, ekki árið 1999. Þegar
talan einn kemur upp sem aftasti
tölustafur á dagatalinu hinn 1. jan-
úar á 2001. árinu eftir Krists burð
byija ný öld og nýtt árþúsund. Þetta
verður auðskiljanlegra ef við ímynd-
uðum okkur að hundrað dagar væru
í hvetjum mánuði á sama hátt og
hundrað dagar eru í hverri öld. Þá
myndi síðasti dagur september vera
100. september og fyrsti dagur októ-
ber vera 1. október, þegar talan einn
kemur upp sem aftasti tölustafur á
dagatalinu. Af þessu leiðir að nýbyij-
að Alþingi er ekki hið næstsíðasta á
þessari öld, heldur þingið. 1998-99.
Síðasta heila þing aldarinnar verður
þingið 1999-2000.
Nágrannaþjóðir okkar tala um
„eighties" og “nineties" og „nitten-
hundredetallet" og vissulega verður
flott þegar talan 2000 kemur upp á
almanakinu og sjálfsagt að halda
upp á það þegar síðasta ár aldarinn-
ar byijar og kalla það aldamóta- eða
árþúsundamótaárið. En það breytir
því ekki að nýtt árþúsund byijar
aðfararnótt 1. janúar árið 2001 og
síðasta þingsetning 20. aldar verður
í október árið 2000.
ÓMAR RAGNARSSON,
sjónvarpsmaður
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt I upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.