Morgunblaðið - 18.10.1997, Page 12

Morgunblaðið - 18.10.1997, Page 12
12 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna um málefni Sjómannaskólans Til greina kemur að atvinnugreinin taki að sér reksturinn RISTJÁN Ragnarsson, for- maður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, seg- ist telja það vel koma til greina að rekstri Sjómannaskóla íslands, þ.e. Stýrimannaskólans og Vélskólans, verði breytt á þann hátt að atvinnu- greinin sjái um rekstur hans með samningum við ríkið um greiðslu kostnaðarins við reksturinn, þannig að hann yrði með svipuðum hætti og rekstur Verzlunarskólans er í dag. Hann telur æskilegt að skólinn flytji í nýtt húsnæði í nágrenni Tækniskólans eins og nefnd um framtíðarhúsnæði háskóla telur að eigi að gera. Skólameistarar Stýrimannaskól- ans og Vélskólans telja fráleitt að flytja skólana úr núverandi húsnæði í Sjómannaskólanum í húsnæði við Höfðabakka, og Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins, segist einn- ig vera andvígur þeirri hugmynd. Kristján Ragnarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hugmyndin um að atvinnugreininn tæki að sér rekstur Stýrimannaskólans og Vél- skólans hefði enn sem komið væri ekki verið rædd alvarlega, en áskor- un um slíkt hefði komið fram á fundi með menntamálaráðherra. Eftir því sem hann sjálfur hugsaði meira um það hvort ekki væri rétt að breyta rekstrarformi skólanna á þennan hátt teldi hann það vel koma til greina. „Ég tel að atvinnugreinin eigi að standa frammi fyrir ábyrgð á því hvaða námsefni sé kennt í þessum skólum og hvað henti mönnum að nema til að gegna þeim störfum sem kennd eru í skólunum. Ég tel að atvinnugreinin sé mun hæfari til þess mats heldur en opinberir emb- ættismenn eins og verið hefur. Þetta form sem Verzlunarskólinn er rekinn á tel ég vera miklu nútímalegra og miklu opnara fyrir breytingum og framförum heldur en sá ríkisrekstur sem er á þessum skólum í dag. Ég tel því koma til greina að atvinnu- Veruleg andstaða er meðal stjómenda Sjó- mannaskóla íslands og forystumanna sjó- manna við flutning skól- ans. Formaður LÍÚ er fylgjandi því að flytja skólann ogtelur jafn- framt koma vel til greina að atvinnugrein- in taki að sér rekstur skólans. greinin komi inn í þetta á þennan hátt, en ég get ekki sagt að LÍÚ telji það. Mér finnst að við eigum virkilega að velta því fyrir okkur að verða við þessari áskorun," sagði Kristján. Hann sagði að ef af þessu yrði teldi hann ekki óskynsamlegt að flytja skóiana í annað og hentugra húsnæði og byggja þá þar upp á nútímalegan hátt. Nefndi hann í þessu sambandi flutning Verzlunar- skólans í nýtt húsnæði á sínum tíma, sem vafaiaust hentaði skólanum mun betur en það húsnæði sem skól- inn var áður í. „Að vera að horfa á eitthvert hús sem hið eina rétta til að hýsa svona skóla við breyttar aðstæður er ekki málið. Það eru ekki nægileg rök að Stýrimannaskólinn og Vélskólinn verði til eilífðarnóns í þessu húsnæði þótt á því sé innsiglingarmerki," sagði Kristján. Engin skynsemisrök fyrir flutningi Guðjón A. Kristjánsson, sagði að hann teldi hugmyndina um að flytja skólana vera ranga og óæskilegt að fara þá leið. „Ég byggi þetta á því að hús- næðið er þarna til staðar, en það þarf að vísu að lagfæra það enda hefur það ekki fengið viðhald á und- anförnum árum. Það er ágætlega staðsett fyrir sjómannamenntunina og búið að byggja upp aðstöðu í kringum það bæði með vélasölum fyrir Vélskólann og tækjasölum fyr- ir Stýrimannaskólann. Ég sé engin sérstök skynsemisrök fyrir því að ’flytja þetta og ég er þess vegna andvígur því. Vissulega má laga inn- viði í húsinu, en það þarf jafnt að gera það fyrir þessa skóla og aðra skóla, og það verður ekkert kostnað- arsamara fyrir þá heldur en uppeld- isbraut á fræðslustiginu. Ríkið þarf að sjá sóma sinn í að halda eignum sínum við og láta þær ekki grotna niður,“ sagði Guðjón. Starfsmenn allir á móti flutningi Þeir Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimannaskólans, og Björgvin Þór Jóhannsson, skóla- meistari Vélskóla íslands, segja að þeir telji fráleitt að flytja skólana úr Sjómannaskólahúsinu, og Guðjón Ármann segir kennara skólanna og starfsmenn alla vera á sama máli. „Auðvitað hafa menn tilfinningar til þessa húss eins og ráðherrann segir en þetta er miklu meira en það, því það kostar sennilega 1,5-2 milljarða króna að flytja skólana í þetta gamla iðnaðarhúsnæði sem rætt er um,“ sagði Guðjón Ármann. Hann sagði að Sjómannaskólinn væri á margan hátt tákn sjómanna- stéttarinnar auk þess að vera leiðar- vitinn inn til Reykjavíkur. Þá hefði verið lagt til að á lóð Sjómannaskól- ans yrði byggð sameiginleg félags- miðstöð fyrir Kennaraháskólann og Sjómannaskólann og nær væri að snúa sér að því að gera það. Björgvin Þór sagði að hann sæi ekki að verið væri að leysa neinn vanda fyrir Sjómannaskólann með því að flytja starfsemina í annað húsnæði heldur væri verið að leysa vanda annarra með því. „Þessi flutningur myndi valda miklu róti, en við höfum mikla mögu- leika til að byggja upp og þróa þessa kennslu hérna áfram. Það vita hins vegar allir að húsin hafa verið í nið- urníðslu og við höfum fengið allt of lítið fjármagn til að halda þessu við. En að þetta sé einhver lausn að flytja okkur úr þessu húsnæði og setja okkur inn í verksmiðjuhúsnæði sem aðrir eru að flytja úr þýðir bara að það er verið að setja okkur ansi mikið niður. Það kemur kannski fram í þessu eins og ýmsu öðru það vanmat á verk- og tæknimenntun sem virðist vera dálítið ríkjandi hér í þjóðfélaginu," sagði Björgvin. Staðalbúnaðurinn í Baleno langbak er ríkulegur - m.a. 2 öryggis- loftpúðar, rafmagn í rúðum og útispeglum, samlæsingar, vökva- og veltistýri, toppgrind, upphituð framsæti, útvarp og segulband með 4 hátölurum, vindkljúfur með hemlaljósi að aftan, bensínlok opnanlegt innanfrá, geymsluhólf undir farangursrými og draghlíf yfir farangursrými. AflmíkiU, rúmgóður, öruggur og einstaklega hagkvœmur með notagildið í fyrirrúmi SUZUKI AFL OG ÖRYGGl SUZUKI BÍLAR HF SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sfmi 462 63 00. Eqilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00. Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. iBALENO WAGON 1998 4WD: 1.595.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.