Morgunblaðið - 18.10.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.10.1997, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ 28 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 ÞRIGGJA KYNS A GU FUBÁÐSKLUBBUR SÆMI rokk og Frosti Bergs. að hefja helgareinvigið. Benni fylgist með. SEX gT' ÞRIGGJA kynslóða gufa. Eins ag að hama heim Fyrir tæpum 40 árum opnaði Jónas Halldórsson sundkappi gufubaðsstofu í kjallaranum heima hjá sér á Kvisthaga, sem í rúman aldarfjórðung var --------------------7------------- athvarf fjölda kunnra Islendinga, sem sóttu þangað í gufu, nudd og hvfld frá amstri dagsins. Þegar Jónasi þótti nóg komið á sjötugsafmælinu, fluttu félagarnir sig um set að Austurströnd 1 og opnuðu Gufubaðsstofu Jónasar honum til heiðurs og hafa haldið þar hópinn. Ingvi Hrafn Jónsson hefur verið einn af „gufustrákunum“ í rúm 30 ár og segir frá laugardagseftirmiðdegi á þessum þriggja kynslóða samastað. w ISKRANDI hlátur Jónasar kem- ur eins og hlýr andblær á móti gestinum í bland við skvaldrið í félögunum, sem sitja við spil, tafl, horfa á enska boltann eða eru bara á kjaftatöm. Það er eins og að koma heim, flest andlitin kunnugleg, kveðjumar kumpánlegar og oft kryddaðar einhverju á kostnað þess er inn kemur. Hann svarar fyrir sig í sömu mynt, snarast úr fötunum, fær sér handklæði og skundar inn í gufu. Þegar hurðin er opnuð hellist ofnheit rakamollan á móti, yfirleitt blönduð háværum þjóðfélagsum- ræðum, ekki síst þegar Gulli Berg- mann er í bænum í veraldlegum er- indagjörðum íyrir andlegu miðstöð- ina undir Jökli. Sá nýkomni treður sér niður á milli félaganna, hlustar andartak til að ná áttum og stingur sér inn í umræðumar. Svo er fólk að tala um skvaldur í saumaklúbbum. Það góða við umræðumar í gufu- klefanum, er að í 90 gráðu rakahita hafa menn takmarkað úthald og því tíðar útaf- og innáskiptingar. Um- ræðan er því síbreytileg og fersk og getur á 15 mínútum snúist um fjár- lagahalla, kvótabrask, Björk, fót- bolta, þrjár kjaftasögur, félagaríg (einkum KR-Valur), sjálfsskoðun og laxveiðar. Og hér er aðeins tekið örlítið brot af málaskrá. Gunnar L. Friðriksson nuddari og sjúkraliði er nýtekinn við um- sjón með klúbbnum af Flosa Sig- urðssyni, sem farinn er til Póllands í bisness. Gunnar er að nudda Jónas, sem dæsir af vellíðan og við spyrjum hann hvaða galdraformúla dragi menn á þennan stað áratug- um saman? - Hún er einföld drengur minn, vitneskjan um að hér eigi menn vísan griðastað í dagsins önn og margir koma eftir vinnu þrisvar fjórum sinnum í viku, rétt til að stinga sér inn í gufuna og slappa af áður en farið er heim í kvöldmat. Þeir vita að hér þekkjast flestir, menn geta spjallað ef þeir vilja og þagað ef þeir vilja. Þegar ég opnaði Regn í draumi DRAUMSTAFIR/Kristjáns Frfmanns HAUSTRIGNINGARNAR mar- sera í reglubundnum göngum yfir landið og hreinsa það af syndum sumars, það kastar í kekki með löndum þegar blautum tuskum lægða er slengt yfir með byljum, regnið verðm að ám, þá fljótum og aurskriður renna. Draummyndir átaka sálar og tilfinninga við sjálf og vitund eru áþekkar þessum veðrabrigðum raunverunnar í sam- setningu tákna en gjörólíkar í reynd. Regn draumsins er ekki bundið skiptum tímans heldur sál dreymandans og vitund. Regnið er táknmynd (metaphor) draumsins af ástandi, líðan, tilfinningu ásamt sálrænum eiginleikum og vepjum vitundar. Sem sálræn mynd er regnið oft til staðar þegar sálin fer á flakk og kynnir sig þá í misstór- um dropum eftir lengd ferðarinnar, tilgangi og hvert haldið er. í róleg- um þroskaferðum fer hún sem fín- legur úði, umvefur allt á vegi sínum og sýgur í sig visku. Ef sálin er í uppnámi skellir hún stórum drop- um og dembum í draum þinn, sem þá er heitur draumur, bílar ösla svelginn eða þú ert í stígvélum og tapar þeim. A vegum vitundar er vatn regnsins lifandi vídd, það formar sig eftir dulvitundinni og færir draumum fljótandi fróðleik um falda hæfileika til skilnings á framtíðar sýnum, myndum fortíðar eða færir heim sanninn af ráðgát- um hversdagsins. Hinir duldu dropar eru mannakom á flugi milli vitunarhvela til að efla meðvitund mannsins, auka innsæi hans og skilning á tilverunni, opna honum sýn á sjálfan sig og sjón á aðra. Regnið er margslungið og á það til að hreinsa hugann með endurröð- un þvældra hugsanaforma í hrein- ar raðir skilnings svo þú hrekkur í kút yfir því hvað þú ert skyndilega klár og tær í hugsun. Draumur „Perlu“ „Mér finnst ég sitja á steyptum garðvegg ásamt vinkonu minni Asu. Við sitjum í makindum og horfum inn í garðinn sem var kringum gamalt grátt drungalegt hús. Allt umhverfið var mér ókunnugt, það var rökkur og drungalegt um að litast. Ég var að lýsa fyrir vinkonu minni tveimur grenitrjám sem ég hafði plantað í garðinn fyrir löngu. Annað greni- tréð stendur aftar í garðinum og sést varla en hitt framar. Það sem framar stendur er um mannhæð- arhátt, visið að neðan en heldur meira um sig að ofan og efri grein- amar eru mislangar líkt og tréð bendi til hægri. Allt tréð er heldur ótótlegt og það sama má segja um hitt grenitréð. Ég segi að mér finnist þetta heldur lélegur árang- ur af trjáræktinni en vinkona mín dregur úr því. Þá förum við að velta þvf fyrir okkur hvort að stórt tré sem stendur á milli greni- trjánna dragi úr vexti þeirra. Þetta tré gróðursetti ég ekíd. Það er hávaxið og sterklegt og ekki líkt íslenskum trjám. Það var bert að neðan með slitinn börk og rætur þess lágu að einhverju leyti of- anjarðar og fylltu fremri garðinn. Ég sá slöngu við tréð og segi að það sé nú vel hægt að hafa stjóm á einni slöngu í garðinum. Við stökkvum síðan niður af veggnum utangarðs og þá er þar allt krökkt af slöngum, þær eru minni en sú í garðinum og fannst mér þær ung- ar hennar. Þær vom upphringaðar og hreyfðu sig lítið. Við göngum upp regnvota malbikaða brekku sem stimdi á frá götuljósunum. Það dimmdi og mér fannst ég stíga á slöngur í brekkunni og verð hrædd. Ég tel 8 slöngur og voru þær mislitar og sldnnið á þeim mismynstrað, sú áttunda var rauð- leit. Mynd/Kristján Kristjánsson REGNIÐ formar sig í þig og mig. Ráðning Draumurinn fjallar um þig og þitt innra líf, þroska og sjálfsvitund. Ása er gervingur þíns innri manns (Animusar) og nafnið (sem þýðir kona helguð goðum en getur einnig þýtt fyrsta konan) bendir til að þú sért að ná ákveðnu stigi í andlegum þroska. Húsið og garðurinn er þitt innra sem til þessa hefur verið þér ókunnugt (drungalegt hús, ókunn- ugt umhvrfi og rökkur) en nú verð- ur breyting þar á. Grenitrén eru æska þín og unglingsár sem virðast hafa verið frekar einleit (tréð benti til hægri). Stóra tréð em fullorð- insár þín (að þér fannst það ókunn- ugt segir að þér sé enn ókunnugt um eiginleika trésins). Það er há- vaxið og sterklegt sem bendir til sterks sjálfs og slitið (gamalt) með miklar rætur sem lýsir djúpri vit- und. Slanga sem draumtákn vísar til mænu og tauga sem em líkam- legar tengingar við vitundarsvæði; sál, dulvitund, vökuvitund og yfir- vitund. Slöngumar sem þú taldir vom átta en sú tala er í mítufræði tákn andlegrar fullkomnunar (þroska) sem sú rauðleita síðasta áréttar að lífið bjóði þér. „Svölu“ dreymir „Ég er á gangi úti og það er frekar svalt og dimmt. Þá kemur að mér góðlegur maður í hvítum slopp (mér fannst hann vera læknir) og biður mig að koma með sér. Ég fer inn í nálægt hús með honum. Þegar inn er komið réttir hann mér lykla- kippu með einum lykli á, það var einhvers konar skraut á kippunni sem hann sýndi mér sem vakti mikinn áhuga hjá mér. Læknirinn tók utan um mig og lagði ríka áher- slu á að allt færi vel og bað mig að leggjast niður á bekk þvi mér væri svo illt í bakinu, en ég fann ekki til í bakinu á nokkum hátt og fannst þetta undarlegt og sagði honum það. Hann róaði mig og ég lagðist aftur. Þá kom hjúkrunarkona hon- um til aðstoðar og þau sprautuðu mig með einhverju og sögðu að allt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.