Morgunblaðið - 18.10.1997, Page 40

Morgunblaðið - 18.10.1997, Page 40
.40 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Grunnskólinn í brennidepli MALEFNI grunn- skólans hafa verið mik- ið til umfjöllunar að undanförnu. Til þess Ug0a ýmsar ástæður m.a. yfirtaka sveitarfé- laga á öllum rekstrar- kostnaði grunnskóla 1. ágúst 1996 og yfir- >standandi kjarasamn- ingaviðræður kennara- félaganna og samn- inganefndar launa- nefndar sveitarfélaga. Yfirfærslan Yfirtaka sveitarfé- laganna á öllum rekstr- arkostnaði grunnskól- anna er einn viðamesti verkefna- flutningur frá ríki til sveitarfélaga fyrr og síðar. Markviss vinna var lögð í undirbúning yfirfærslunnar og góð samvinna þar um milli ríkis, sveitarfélaga og fulltrúa kennarafé- laganna. Það var almennt mat sveit- arstjórnarmanna og reyndar einnig -'margra kennara og skólamanna að sveitarfélögin hefðu náð ásættanleg- um samningi við ríkið um flutning tekjustofna til að mæta öllum rekstr- arkostnaði grunnskólanna. Jöfnun- arsjóður sveitarfélaga gegnir lykil- hlutverki í ijármunatilfærslunni og aukið hlutverk hans og nýjar reglur voru forsenda þess að sveitarfélög- unum var gert kleift að taka við hinu nýja verkefni. Við gerð samningsins var tekið tillit til tiltölulega nýgerðra kjara- . samninga við kennara og kostnað- arhækkana sem þeir höfðu í för með sér á samningstíman- um. Einnig var kostn- aðarreiknuð hver ein- asta grein nýrra grunn- skólalaga, svo sem vegna ijölgunar kennslustunda á næstu árum, einsetningar og aukinnar sérkennslu. Jafnframt var sérstak- lega metinn aukinn stofnkostnaður vegna ákvæða um einsetningu skólanna en samkvæmt samningnum leggur ríkið og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga tiltekna Ijármuni til þess verk- efnis á þessu ári og næstu fjórum árum, eða tæplega 2,2 milljarða króna. I heildina tekið tókst yfirfærslan vel og hnökrar í skóla- starfí hafa ekki verið meiri eftir að sveitarfélögin tóku við rekstrinum en áður var. Aukið fjármagn til grunnskólans Sveitarfélögin hafa lagt mikinn metnað í að standa vel að málefnum grunnskólans bæði fyrir og eftir yfír- færsluna. í fjölmörgum sveitarfélög- um hefur grunnskólinn verið for- gangsverkefni bæði varðandi rekst- ur, breytingar á innra starfí og stofnframkvæmdir. Við yfírfærsluna varð jafnframt, fyrir frumkvæði sveitarfélaganna, mikil aukning á þjónustu við skólana með fjölgun skólaskrifstofa og auknum mannafla til að sinna þeirri þjónustu sem fræðsluskrifstofurnar veittu áður. Aldrei fyrr, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hefur jafnmiklum fjármunum verið varið til reksturs grunnskólans. Staðreyndin er sú, að aldrei fyrr hefur jafnmiklum fjármunum verið varið til reksturs grunnskólans. Það á bæði við heildarfjármagn og fjár- magn á hvem einstakan nemanda, sbr. meðfylgjandi súlurit. Aldrei fyrr hefur jafnmiklum fjármunum verið varið til stofnframkvæmda í þeim tilgangi að ná því markmiði að ein- setja alla grunnskóla á næstu fjórum árum og aldrei fyrr hefur jafnmiklum fjármunum verið varið til að endur- mennta kennara og á þessu ári. Það er því afar ósanngjarnt og ijarri öllum veruleika þegar reynt er að gera lítið úr metnaði og vilja sveitarstjórnar- manna til að vinna vel að málefnum grunnskólans og sá málflutningur er tengdur yfírfærslunni og yfírstand- andi kjarasamningaviðræðum. Kjarasamningaviðræðurnar Sveitarfélögin hafa aldrei gert heildarkjarasamning við kennara. Síðast gerðu kennarar heildarkjara- samning við ríkið í mars 1995 eftir langt verkfall. Kjör kennara í dag taka mið af þeim kjarasamningi. Við yfirfærsluna gerðu kennarar GLÆSIUPPBOÐ Á HÓTEL SÖGU SUNNUDACSKVÖLD KL.20.30 Sennilega hafa aldrei verið boðin jafn mörg og dýr verk gömlu meistaranna á einu uppboði. T.d. tvö glœsiverk eftir Jón Stefánsson, 15 myndir eftir Kjarval, t.d. stór Dyrfjalla- ' mynd og mjög fágætar vatnslitamyndir, gerðar í RÓM 1920. Nokkrar myndir eftir Jón Engilberts, m.a. “Kröfuganga”, þekkt mynd frá 1933. Gömul blómamynd eftir Kristínu Jónsdóttm; Heklumynd eftir Júlíönu Sveinsdóttur, Parísar módelmynd frá 1930 eftir Gunnlaug Blöndal, einnig myndir af sjómanni og síldarstúlku. Vatnslitamynd frá því um 1910 eftir Ásgrím Jónsson afHöfða og Laugarnesi. Nokkur verk eftir Þorvald Skúlason, t.d. stór uppstilling frá 1943 og vatnslitamyndir frá París 1940. Þá má nefna verk eftir Jóhann Briem, Erró, Kristján Davíðsson, Karólínu Lárusdóttur, Svavar Guðnason, Jón Þorleifsson, Tolla og Pétur Gaut. SÝNING UPPBOÐSVERKA í GALLERÍ BORG, SÍÐUMÚLA 34, í DAG OG Á MORGUN, SUNNUDAG, KL. 12.00 TIL 18.00. ANTIKBÚÐIN OPIN Á SAMA TÍMA. OPNUNARTILBOÐ 10-60% AFSLÁTTUR. Síðumúla 34 Sími 5811000 Rekstrarkostnaður ríkis og sveitarfélaga vegna grunnskóla samtals í þús. kr. (á verðlagi ársins 1997) (áætl.) Rekstrarkostnaður ríkis og sveitarfélaga vegna grunnskóla á hvern nemanda (á verðlagi ársins 1997) 250.000 225.000 200.000 175.000 150.000 125.000 100.000 75.000 50.000 25.000 0 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 (áætl.) kröfu um að halda öllum réttindum sínum og skyldum óbreyttum og varð það niðurstaðan. Ennfremur var það eindregin ósk samtaka kenn- ara að öll sveitarfélögin í landinu kæmu fram sem einn samningsaðili í kjarasamningaviðræðum við kenn- ara. Sveitarfélögin samþykktu öll þessa málsmeðferð. I mars si. var gengið frá bráðabirgðasamningi kennarafélaganna og samninga- nefndar launanefndar sveitarfélag- anna, þar sem sameiginlegt mark- mið samningsaðila var að taka kjara- samninginn til heildarendurskoðun- ar. Ýmsir sveitarstjórnarmenn og skólamenn hafa haldið því fram að kjarasamningur ríkisins við kennara torveldaði eðlilega framþróun í skólastarfi og í honum væru ýmis atriði sem ástæða væri til að breyta í þeim tilgangi að ná meiri árangri í skólastarfínu. Sameiginleg mark- mið í bráðabirgðasamkomulagi kennara og sveitarfélaga tóku m.a. mið af þessari skoðun. Sveitarstjórnarmenn gera sér fulla grein fyrir að kennarastarfíð er ábyrgðarmikið og að kjör kennara þurfi að vera í samræmi við ábyrgð þeirra og skyldur. Það er jafnframt Ijóst að sveitarstjórnarmenn eru reiðubúnir til að ganga eins langt og þeim framast er unnt til að bæta kjör kennara og þeir eru almennt reiðubúnir til að gera betur við þá en ýmsa aðra starfshópa, sem við hefur verið samið að undanförnu. Frumskilyrði þess að skynsamleg- ur kjarasamningur verði gerður við kennara er að samningsaðilar ræðist við með opnum huga og skipulegum og yfirveguðum hætti. Þjóðfélagið gerir kröfu til þess að slík vinnu- brögð séu viðhöfð í kjarasamninga- viðræðunum, sem nú eru hafnar að nýju og að með þeim hætti verði grunnskólanemendum gefið gott fordæmi um mannleg samskipti. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. THIH ISLENSKA OI'l líAX __inii rocIí - salza - pop - carmen Ne^ra íslenska óperan leitar að söngvurum fyrir Carmen Negra sem er rock - salza - pop útfærsla af óperunni Carmen eftir G. Bizet. Leikstjóri: Stewart Trotter. Tónlistarstjórar: Callum Mcleod og Gunnar Þórðarson. Prufusöngur í íslensku óperunni fimmtudag 30. okt. og föstudag 31. okt. Upplýsingar á skrifstofu íslensku óperunnar, sími 552 7033 Sjónvarp um gervihnött Tilboð: ^ Mac afruglari kr. 26,500 Einstaklmgsbúnaður frá kr. 47,400 Fjölrása búnaður f/fjölbýlishús, - hagstæð verð - L - sértUboð -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.