Morgunblaðið - 18.10.1997, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 18.10.1997, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 53 ! -------------------------------------- til að halda okkar ferðalagi um til- veruna áfram, kærum vini fátækari. Þær minningar sem við eigum um Ellu vinkonu okkar eru gott vega- nesti okkur til handa sem göngum veginn áfram. Minning um það traust, það hlýja viðmót og kærleika sem einkenndi hana, hve annt henni var um samferðafólk sitt og lét sig hag þess varða, munu fylgja okkur Isem hana þekktum alla tíð. Það yndislega heimili sem Ella og Binni höfðu búið sér og börnum sínum stóð alltaf öllum opið og margar góðar stundir leita á hug- ann. Stundir sem hefðu átt að verða svo miklu fleiri. Við Ella höfum verið vinkonur til margra ára, gengið saman í gleði og sorg. Hún studdi mig þegar ég þurfti og eins hef ég reynt að styðja hana. Þessir síðustu mánuðir frá því að Ella veiktist hafa verið erfiðir fyrir okkur öll, fullir af vonum, ósk- um og bænum, en stríðið tapaðist, þrátt fyrir að hún hafi barist full af kjarki, þannig að á stundum undraðist maður hve sterk hún var. Mikið erum við þakklát fyrir hve náin samskipti við höfum haft og þann tíma sem við höfum átt sam- an, á stundum voru heimilin okkar sem eitt, börnin okkar sem þeirra og þeirra börn sem okkar. Ella verður alltaf með okkur, við geymum í hjörtum okkar minningar I um hana sem var svo blíð, ljúf og góð, og hafði mannbætandi áhrif á alla sem hún umgekkst. Elsku Binni, Sigrún Arna, Böðv- ar Dór, Árni og ástvinir, innilegustu samúðarkveðjur, megi góður guð styrkja okkur öll á þessum erfiðu tímum. Hljómfagrar myndir horfínna daga í huganum geymast sem töfrandi glóð. Svo er minning þín ljúf, og lífs þíns saga | að ljós þitt lifir með okkar er varst þú svo góð. (Jónas Rafn Lilliendahl) Margrét K. Erlingsdóttir og fjölskylda. Það var á haustdögum 1981 sem kynni okkar Ellu hófust, að vísu I höfðum við þekkst áður, en við { stofnun Samvinnubankans á Sel- i fossi urðum við samstarfsmenn um ’ nokkurra ára skeið. Við bundumst vináttuböndum sem ekki slitnuðu þótt leiðir okkar skildi er Ella hélt til annarra starfa, fyrst sem bóndi en síðar aftur sem bankastarfsmað- ur en þá hjá öðrum banka hér á Selfossi. í minningunni töluðum við gjarnan um „gullaldarár" þegar Samvinnubankaárin voru rifjuð * upp. Það voru margar ánægju- | stundir sem við áttum saman jafnt i í leik sem í starfi. Ella var einstaklega traustur fé- lagi sem gott var að leita til við lausn hinna margvíslegustu mál- efna sem upp koma í amstri dag- anna. Bankastörf lágu vel fyrir henni og hafði hún aflað sér víð- tækrar reynslu í þeim er yfir lauk. Hún hafði sérlega næmt auga fyrir I spaugilegu hliðunum á tilverunni og hreif fólk með sér svo það var ( sjaldan nein lognmolla í kringum j hana. Það var mikill ánægjukafli í lífi Ellu er hún eignaðist börnin sín tvö og sárt til þess að vita að hún skyldi ekki fá fleiri ár til að njóta þeirra og koma þeim á legg. Fundum okkar Ellu bar síðast saman á heimili hennar seinnipart júlímánaðar. Hún var þá farin að I kröftum en hugurinn og hlýjan var sú sama. Það var einhvem veginn ' þannig að maður fór ávallt ríkari j af fundi Ellu. Innilegar samúðarkveðjur til Binna, Sigrúnar Örnu, Böðvars Dórs svo og annarra aðstandenda. Svanhvít Hermannsdóttir. Látin er langt um aldur fram Elín Árnadóttir. Að baki er erfiður i tími veikinda, en það var í vor sem i Ella greindist með krabbamein í höfði. í veikindum hennar kom vel I í ljós hve marga trygga vini og ættingja hún átti. Allir sem einn reyndu að létta henni lífið eins og hægt var. Of langt mál yrði að telja upp og þakka öllum hennar velunnurum, en þó langar okkur að nefna föður henn- ar, Árna Siguijónsson, sem var hjá henni síðustu vikurnar, jafnt daga sem nætur. Við vitum að það var henni geysilega dýrmætt. Okkur langar að senda elsku Ellu okkar ljóð úr bókinni „í vöku- lok“ eftir Margréti Jónsdóttur. Eg þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. I lífsins bók það lifír samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Eg fann í þínu heita, stóra hiarta, þá helgu tiyggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. Við kveðjum þig, elsku Ella okk- ar, með söknuði og þakklæti. Guð blessi minningu þína. Elsku Binni, Sigrún Arna, Böðv- ar Dór og aðrir aðstandendur. Erf- iður tími er framundan, missir okk- ar er mikill. Guð gefi okkur öllum styrk í okkar miklu sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fjölskyldan Holtagerði 9, Kópavogi. Elsku Ella okkar. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum þig, elsku frænka okk- ar og vinkona. Það er svo stutt síð- an að veikindi þín hófust og grun- aði engan að þau myndu velja þenn- an endi. Hugur manns vill ekki trúa því að þú sért farin frá okkur svo ung en þó svo lífsreynd, alltaf svo lífsglöð og varst svo rík af ham- ingju sem þú deildir með öllum í kringum þig. Orð fá því ekki lýst hversu ósanngjörn manni finnst veröldin vera á svona stundum. Ekki verður hjá því komist að upp komi minningar um þig sem snerta hjörtu okkar svo djúpt og allar þær tilfinningar sem berast um okkur á þessum erfiðu tímum, sem eru svo óþægilegar en samt svo nauðsynlegar. Það virðist allt vera svo svart en við vitum að þér líður nú vel og heldur áfram að lýsa veröldina með brosi þínu og hlýju, megi Guð varðveita þig og styrkja Brynjar, Sigrúnu Örnu og Böðvar Dór á þessari stundu. Snert hörpu mína, himinboma dís. Svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf. Og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr fumtré, sem fann ég út við sjó. Ég fugla skar og líka úr smiðjumó. í huganum til himins oft ég svíf. Og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjöm. Og sumir verða alltaf lítil böm. En sólin gyllir sund og bláan fjörð. Og sameinar með töfrum loft og jörð. (Davíð Stef.) Jón Þór, Kristjana og Aníta Sól. Það ríkir sorg. Fuglarnir syngja öðruvísi, það er angurværð og söknuður í rómn- um. I rauninni er undarlegt, að stjörnurnar hafi skinið í nótt og að sólin hafi komið upp í morgun. Við lát ástvinar verður allt svo dimmt og kalt. Það er eins og slökkt sé á Ijósum alheimsins. Tíminn nem- ur staðar um stund og hugurinn dvelur við minningar. Þú ert farin, elsku vinkona, lögð af stað til föður ljóssins í öruggri leiðsögn sonarins, sem aldrei slepp- ir af okkur hendinni. Þú áttir trúar- vissu, þú trúðir guði fyrir sorgum þínum og áhyggjum. Eg efast um að þú hafir beðið fyrir sjálfri þér. Allt þitt líf snerist um börnin þín, manninn þinn, pabba þinn og aðra sem þér þótti vænt um. Þeirra vegna ætlaðir þú að beijast og vinna þitt sjúkdómsstríð. En að lok- um var þrekið lamað, þrautin var á enda. Það er sárt að hugsa til þess, að eiga ekki eftir að heyra röddina þína framar. Geta ekki notið samvista við þig í gleði og sorg. Draumurinn um heimsókn norður yfir heiðar í sumar, þar sem við ætluðum að vera öll saman með börnunum, rættist ekki. En við höldum fast í góðu minningarnar um allar góðu samverustundirnar. Við vitum líka, að við eigum eftir að eiga margar góðar stundir með Binna og börnunum ykkar, og þá mun hugsunin um þig fylla hjörtu okkar. Börnin þín voru langþráð og þú elskaðir þau heitt. Það er sárara en orð fá lýst, að þau njóti ekki umhyggju þinnar lengur. Litla fjöl- skyldan þín skipar sérstakan sess í huga okkar. Með guðs hjálp von- umst við til, að geta rétt þeim hjálp- arhönd í sorginni. Megi algóður guð stilla náðar- streng hörpu sinnar og strá tónum blessunar og huggunar yfir ykkur elsku Binni, Sigrún Arna, Böðvar Dóri og Árni. Bænir okkar fylgja öllum þeim sem syrgja Elínu Árna- dóttur. Elsku Ella, þín vinátta var heil og sönn. Við kveðjum þig með þakk- læti og söknuði. Úlfar og Elfa. Elsku Ella mín. Þessi samfylgd var of stutt. Allt- of margt ógert. Af hveiju? Þú sem hafðir allt að gefa til þeirra sem nálægt þér stóðu. Manstu heima í Vík, ferðirnar vestur í hesthús að kemba Ljúf? Manstu göngurnar upp á Reynisfjall? Manstu ferðirnar í fjöruna? Manstu kvöldin í fallinni spýtu og standandi trölli? Manstu súkkulaðikökuna hennar mömmu þinnar? Hún var sú besta í heimi! Manstu okkar góðu stundir með Bæa? Þá var lagður grunnur að þeirri vináttu sem stendur enn. Þá var gott að eiga vini sem hægt var að gráta hjá, hlæja hjá og vera bara maður sjálfur. Fyrstu sporin inn í heim hinna fullorðnu lágu saman og þau eru sterk í endur- minningunni. Alltaf vorum við vin- irnir þínir velkomnir heim til þín á Vegamót. Og þar var nú líf og fjör. Alltaf fullt hús, fólk að koma og fara og allir jafn velkomnir. Það var svo gott að vera hjá þér, tala við þig. Alltaf var hægt að ráðfæra sig við þig. Slatti af góðum ráðum og heilbrigð skyn- semi ásamt ótæmandi lífsgleði gerði þig að ómetanlegri vinkonu. Lífið verður tómlegra án þín. Ella og Binni. Óijúfanleg heild síðan þið byijuðuð saman á ungl- ingsárunum. Þegar ég hugsa um annað ykkar þá kemur hitt upp í hugann af sjálfdáðum. Og svo komu sólargeislarnir inn í ykkar líf. Fyrst Sigrún Ama og svo Böðvar Dór. Óréttlátt er þetta þeirra vegna að þurfa að ganga móðurlaus í gegnum lífið. Mikið er þitt hlutverk, Binni minn. Aldrei hefði hvarflað að okkur þegar þið byijuðuð saman að endirinn yrði þvílíkur. Hann er of sár. Mikill er missir ykkar, Árni minn, Sigga Dóra, Siguijón, Hermann, Oddur og Steini. Kæri Binni minn, Sigrún Arna og Böðvar Dór, ég bið guð um að styðja ykkur og styrkja. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. (Úr Hávamálum) Arndís (Dísa) úr Vík. • Fleiri minningargreinar um Elínu Árnadóttur bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. TORFHILDUR SIGURVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR + Torfhildur Sig- urveig Krist- jánsdóttir fæddist í Brúarlandi á Blönduósi 28. ágúst 1924, og ólst upp á Hæli í Torfalækjar- hreppi. Hún lést hinn 13. október síðastliðinn á heim- ili sínu. Foreldrar hennar voru Krist- ján og Guðrún Mar- grét og bjuggu þau í Austur-Húna- vatnssýslu. Systkini Torfhildar eru Guð- mundína Margrét, f. 1915, dáin 10. janúar 1994, Helga, f. 1916, Jónína Alexsandra, f. 1925, Guðný, f. 1930, fvar, f. 1934, Halibjörn Reynir, f. 1936. Nú er hún farin, hún elskulega amma mín, hún kvaddi okkur með bros á vör á sunnudagskvöld um miðnætti. Hennar lífsleið er lokið og hún heldur í þá ferð sem bíður okkar allra. Mig langar til að minnast hennar með nokkrum orðum og kveðja hana hinstu kveðju. Amma var hörkudugleg kona, vann hörðum höndum alla sína tíð. Síðustu árin þeyttist hún á hveijum degi með DV til lesenda í Grinda- vík, og alltaf var hún kát og hress og kvartaði aldrei. Amma var ein af þeim sem allt vildi fyrir alla aðra gera en gleymdi stundum sjálfri sér. Amma var mjög mannblendin manneskja og vann hún hug og hjarta allra hvar sem var og hvenær sem var. Amma var mikil fjölskyldukona og skemmtilegast fannst henni þeg- ar fjölskyldan kom öll saman, t.d. í sumarbústaðarferð, til að eyða saman helgi og syngja og tralla. Svona gæti ég haldið lengi áfram, betri ömmu væri ekki hægt Eftirlifandi eig- inmaður Torfhild- ar er Páll Eyþórs- son, f. 3. júní 1919, og eignuðust þau sex börn sem eru öll á lífi. 1) Anna, f. 24.9. 19435 á fimm börn. 2) Ösk- ar, f. 16.2. 1946, á fimm börn. 3) Haukur, f. 20.12. 1949, á fjögur börn. 4) Ingvar, f. 10.9. 1951, á fjögur börn. 5) Vigdís, f. 27.8. 1957, á þijú börn. 6) Lovísa, f. 12.2. 1960, á eitt barn. Útför Torfhildar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.30. að hugsa sér og ég var svo lánsöm að eiga eina slíka perlu. Kveðjustundina bar skjótt að, alvarleg veikindi hennar skutu upp kollinum í vor og fóru versnandi með hverri vikunni sem leið. En amma var með sterkt hjarta og gafst ekki svo auðveldlega upp. Biðin var löng og erfið, en kallið hennar var komið. Elsku amma, þakka þér fyrir all- ar þær ánægjulegar stundir sem við áttum saman og voru ófáar. Ég sakna þín sárt en minningin um góða ömmu lifir og þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Guð blessi þig, amma mín, varð- veiti þig og gefi þér frið. Elsku afí, guð styrki þig í sorg- inni og alla þá sem eiga um sárt að binda. í bljúgri bæn og þðkk til þín sem þekkir mig og verkin mín ég leita þín, guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ykkar dótturdóttir, Margrét. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og vinur, KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR, Njarðargötu 29, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu- daginn 20. október kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á heimahlynningu Auður Axelsdóttir, Jóhanna Axelsdóttir, Axel Axelsson, Dagbjört Guðmundsdóttir, Sigrún Axelsdóttir, Hjörtur Hannesson, Edda Axelsdóttir, Björn Axelsson, Vilborg Ölversdóttir, Guðmundur Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Krabbameinsfélagsins. t Alúðarþakkir sendum við ölium þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR JÓNSSONAR, Hjallbraut 33, Hafnarfirði, sem lést laugardaginn 20. september sl. Björgvin Sigurðsson, Grétar Þorleifsson, Sigurður Már Sigurðsson, Sigurlín Sigurðardóttir, Þorleifur Sigurðsson, Aðalheiður Einarsdóttir, Margrét Vilbergsdóttir, Hrönn Sigurjónsdóttir, Björgvin Högnason, Lillý Jónsson, Auður Adolfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Guðmundur Þorleifsson, Kristín Þorleifsdóttir, Sigrún Þorleifsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.