Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIGRIÐUR S UMARLIÐADÓTTIR íslensk hross á leið til Nýja-Sjálands FRIEDHELM Sommer, lengst til hægri, heldur í stóðhestinn sem fer til Nýja-Sjálands. Með honum á myndinni eru Bruno Podlech og Hinrik Gylfason en þeir hafa aðstoðað hann við kaup á ís- lenskum hrossum. + Sigríður Sumarliðadóttir fæddist í Tungugröf í Strandasýslu 8. maí 1916. Hún lést í Keflavík 17. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 26. september. Okkur langar að minnast Siggu ráðskonu, eins og við kölluðum hana alltaf, með nokkrum orðum. Hún var fædd og uppalin í Tungugröf í Strandasýslu. Við kynntumst Siggu þegar við vorum unglingsstelpur á Súgandafirði á 8. áratugnum. Hún var þá komin undir sextugt. Við vorum til skiptis ásamt öðrum stúlk- um í vinnu hjá henni við að matreiða og gefa verkamönnum og sjómönn- um að borða. Við kunnum ekki neitt til slíkra verka áður en við hófum störf hjá henni og þannig vildi hún hafa það, sagði oft að hún vildi held- ur hafa ungar stúlkur í vinnu sem ekki kynnu neitt, þá gæti hún kennt þeim að vinna. Reyndar húsmæður vildi hún helst ekki, þá varð ágrein- ingur í eldhúsinu um það hvernig átti að vinna verkin. Svona var Sigga, aldrei nein hálfvelgja. Vinru- dagur hennar var óhemjulangur, hún átti eiim fridag í viku en alla hina dagana vann hún til 22.30 og stund- um lengur. Hún kvartaði samt ekki og virtist aldrei vera þreytt. Vinnan gaf henni mikið og var hennar líf, mötuneytið var í raun heimili henn- ar. Sigga hafði sem ung stúlka geng- ið í Kvennaskólann á Blönduósi og mestallan sinn starfsaldur vann hún við matreiðslu. Kostgangarahópur- inn var fjölbreyttur, margt ungt fólk sem var að fara að heiman í fyrsta skipti og kunni misvel fótum sínum forráð. Einnig voru margir eldri í hópnum sem höfðu farið víða og gengið misvel í lífinu. Sigga var allt- af tilbúin að spjalla og reyna að leið- beina þessu fólki. Hún fylgdist með ástarævintýrum og tók þátt í ástar- sorgunum og hafi hún brosað að okkur í laumi tókst henni að halda því vandlega leyndu. Ekki fer hjá því að í stórum hópi fólks eru alltaf einhveijir sem standa höllum fæti og verða að skotspæni þeirra sem telja sig yfir þá hafna. Nútíminn kallar þetta einelti. Væri eitthvað slíkt á ferðinni, var Siggu að mæta, hún lét það ekki líðast að minni máttar væru hafðir að at- hlægi og sá sem vogaði sér slíkt var samtundis tekinn ómjúklega á beinið og var ekki öfundsverður. Sigga var mikil fjölskyldumanneskja þrátt fyr- ir að líf hennar fengi ekki að þróast á þann veg, hún átti einn son, Þórð, sem var augasteinninn hennar ásamt bömum hans. Þórður hafði ekki alist upp hjá henni nema að hluta, fædd- ur fyrir hjónaband og á fimmta ára- tugnum var sú leið oft valin að börn ólust upp árinars staðar en hjá mæðrum sínum væru aðstæður þannig. Þetta hafði sett mark sitt á Siggu. Þessa reynslu sína nýtti hún þannig að hún studdi ungu stúlkurn- ar mjög vel sem voru að eignast börn. Þannig voru þær margar sem hún í raun gekk í móðurstað. Eftir að Sigga fór frá Súganda- firði fluttist hún til Keflavíkur og bjó þar til æviloka. Að leiðarlokum viljum við þakka Siggu fyrir alla hennar umhyggju og senda aðstand- endum samúðarkveðju. María Játvarðardóttir og María Kristjánsdóttir. IIIXIAH ÞÝSKUR eigandi íslenskra hesta, Friedhelm Sommer, hyggst í byijun nóvember flytja sex íslenska hesta til Nýja-Sjálands á búgarð sem hann á þar. Friedhelm sem er gift- ur nýsjálenskri konu, Elizabeth, hefur átt búgarð þar um árabil þar sem unnið er að endurbótum og munu hestarnir verða fluttir þang- að að þeim loknum. Tilganginn með þessu segir Friedhelm vera þann að kynna ís- lenska hestinn í þessum heimshluta en hann kveðst þess fullviss að hann eigi fullt erindi þangað. Reyndar segir hann það sína bjarg- föstu trú að íslenski hesturinn eigi eftir að ná heimsútbreiðslu, þetta sé aðeins spurning um vilja til að markaðssetja og að sjálfsögðu tíma. En áhuga sinn á íslenska hestinum segir Friedhelm að megi rekja til bakvandamáls sem hann hefur átt við að stríða. Hann hafi stundað hestamennsku á stórum hestum en ekki getað það lengur og því hafi hann leitað nýrra kosta. Hann fór í fyrsta skipti á bak ís- lenskum hestum á íslandi en segir að sér hafi ekki litist meir en svo á gripina og í raun ekki trúað því að þeir gætu borið hann. En eftir einn dag á baki var hann ekki í vafa um að þetta væri rétti hestur- inn og keypti hann fyrsta hestinn af Bruno Podlech á Wiesenhof en Friedhelm býr í Burbach sem er næsta þorp við búgarðinn. í dag eiga Friedhelm og Eliza- beth um 30 íslensk hross og er um helmingur þeirra á íslandi. Sex af þessum hrossum ætla þau með til Nýja- Sjálands en ýmis ljón eru í veginum sem eftir er að ryðja úr vegi. Þar er helst að nefna að aðeins má flytja hross til Nýja-Sjálands frá öðrum löndum innan breska samveldisins sem þýðir að þessi hross sem hann hyggst fara með verða að fara til London og vera þar minnst 20 daga í geymslu til að uppfylla þessi skilyrði. Þá er flutningskostnaður mikill og er verið að reyna að finna ódýrasta kostinn í þeim efnum. Gerði hann ráð fyrir að verða að borga 10 til 12 þúsund mörk eða um fjögur til fimm hundruð þúsund krónur fyrir flutning á hveiju hrossi. En þrátt fyrir þetta væri búið að panta far og færu hrossin 4. nóvember. Hugmyndin væri að selja öll hrossin þegar út kæmi en ekki að hefja ræktun hrossa þama. Þetta væru allt góð reiðhross og þar á meðal einn stóðhestur sem hann keypti af Bruno Podlech. Hann hefði valið hross með fallegum lit og taldi hann líklegt að hrossin mundi vekja verðskuldaða athygli og gæti það orðið kveikjan að út- breiðslu íslenska hestins á Nýja- Sjálandi. Ekki fyrstu íslensku hrossin Aðspurður sagði hann þetta ekki fyrstu íslensku hrossin sem stigju á land í Nýja-Sjálandi því hann vissi um konu sem ætti gamla hryssu af íslensku kyni. „Hún er ekki notuð til reiðar en nú fá Nýsjá- lendingar fljótlega tækifæri til að fara á bak íslenskum hestum," sagði Friedhelm Sommer að lokum. Valdimar Kristinsson AOAUGLVSINGAR ATVIIMIMU- A U G LÝ SINGAR Hálfsdags skrifstofu- starf á ísafirði Starfsmaður vanur tölvubókhaldi óskast til starfa á ísafirði. Vinnutími frá kl. 13—17. Upplýsingar í síma 456 3155. TILK VIMIMIIMG AR Viðtalstímar um fjárlaga- frumvarp 1998 Fjárlaganefnd Alþingis veitir nú eins og undan- farin ár viðtöku erindum frá stofnunum, félög- um, samtökum og einstaklingum er varða fjár- lög næsta árs. Þeim sem vilja, er gefinn kostur á því að fylgja erindum sínum eftir á nefndarfundi. Panta ber tíma eigi síðar en 31. október í síma 563 0700. Viðtöl við fulltrúa stofnana fara fram 3.-5. nóvember, en önnur viðtöl verða eftir nánari ákvörðun nefndar. Fjárlaganefnd Alþingis. TILBOÐ/ÚTBOÐ \ Húsgögn — Tilboð * Sendiráð Bandaríkjanna óskar eftir tilboðum * í notaðan hús- og skrifstofubúnað í eigu sendi- ráðsins. Hlutirnir verða til sýnis á Smiðshöfða 1 (inní portið), laugardaginn 18. októbermilli * kl. 10.00 og 14.00. Aðeinsertekiðviðtilboðum , á staðnum á þeim tíma. Tilboðin verða opnuð * mánudaginn 20. október. TIL SOLU I SMAAUGLYSINGAR Lagersala — mikið fyrir lítið VJERO JVIODA' dömufatnaður barnafatnaður JACKajohes herrafatnaður Nýtt kortatímábil Opnunartími lau. 10—16, sun. 12—18. Laugavegi 97, inngangur bakatil. Handverksmarkaður á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi verður haldinn í dag frá kl. 10—18. Milli 40—50 listamenn sýna og selja vörur sínar. Kvenfélagið Seltjörn sér um kaffiveitingar. HEIMDALLUR FELAGSSTARF Ungt fólk í prófkjöri Til að vinna borgina aftur í hendur sjálfstæðismanna er brýnt mál að ungt fólk veljist í örugg sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu sem fram fer 24. F • U • ~S og 25. október. í kvöld, laugardagskvöldið 18. okt. mun Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna I Reykjavík, halda fund með ungum frambjóðendum (35 ára og yngri). Fundurinn verður haldinn í Valhöll, á Háaleitisbraut 1, og hefst hann kl. 20.00. • Anna Fr. Gunnarsdóttir, útlitshönnuður. • Ágústa Johnson, líkamsræktarþjálfari. • Baltasar Kormákur, leikari. • Eyþór Arnalds, hljómlistarmaður. • Guðlaugur Þór Þórðarson, útvarpsstjóri. • Halldóra M. Staingránsdóttir, snyrtifræðingur. • Kjartan Magnússon, blaðamaður. • Svanhildur Hólm Valsdóttir, háskólanemi. Allir velkomnir. Stjórn Heimdallar. ÝMISLEGT Handverkssýning í göngugötu í Mjódd ídag frákl. 10.00-16.00. FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 568-2533 Sunnudagsferðir 19. okt. Kl. 10.30 Vatnshlíðarhorn — Kálfadalur — Grænavatn. Ný og skemmtileg gönguferð austan Kleifarvatns. Kl. 13.00 Selvogur — Strand- arkirkja. Létt ganga um strönd- ina og margt að sjá. Tilvalin fjöl- skylduferð. Verð 1.400 kr., frítt f. börn 15 ára og yngri. Brottför frá BSÍ, austanmeg- in, og Mörkinni 6. Minnum áskrifendur og aðra á afmælisbókina, Konrad Maurer íslandsferð 1858. Allir ættu að eignast þessa stórmerku bók sem einnig er bráðskemmtileg aflestrar. Ferðafélag íslands. Dagsferð Sunnudaginn 19. okt. Selvogur — Þorlákshöfn. Komið við í Strandakirkju. Brottför frá BSÍ kl.10.30. Verð kr. 1.500/1.800. Ekki missa af áramótaferð- inni! Miðasala stendur yfir á skrifstofu Útivistar. Heimasíða: centrum.is/utivist Miðillinn og heilarinn Brynjar Þormóðsson er kominn aft- ur með heilun, ráðgjöf og fyrri líf. Upplýsingar í síma 551 0682 frá kl. 12.00—14.00 og á kvöldi Frá Sálar- rannsóknar- félagi íslands Bjarni Kristjáns- son miðill verður með opinn um- breytingafund i Garðastræti 8 sunnudaginn 19. október kl. 20.00. Húsið opnað kl. 19.30. Miðasala á skrifstofunni og við innganginn. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Upplýsingar í símum 551 8130 og 561 8130 og á skrifstofunni, Garðastræti 8. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Almenn samkoma og barna- stundir kl. 17.00. „Að fyrirgefa af hjarta..." Ræðu- maður: Þórarinn Björnsson. Einsöngur: Bylgja Dís Gunnars- dóttir. Léttur málsverður til sölu eftir samkomuna. Allir hjartanlega velkomnir. Októbervaka kl. 20.00. Þorvaldur Halldórsson leiðir lof- gjörð. Hugleiðing: Hrönn Sigurð- ardóttir. Fyrirbæn. Vertu innilega velkominn. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00 Allir hjartanlega velkomnir. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.