Morgunblaðið - 18.10.1997, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 18.10.1997, Qupperneq 58
58 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 SLAP 5LAP 5LAP SLAP 5LAP 5LAP 5LAP 5LAP 'h. 5LAP 5LAP 5LAP SLAP 5LAP SLAP 5LAP 5LAP „NIH7A SystuR'"/IíHI/AK EK tCOMA AFTUK C FJAKSIVRIN6 BFTlff ANDAeTAJCJ Tommi og Jenni Ferdinand When the little qirl caught Andy andtook him home,Olaf was left alone. Þegar litla stúlkan hafði tekið Kát var Lubbi einn eftir. What should he do? Should he go on by him5elf,or shouldhe v/ait around and see what happenstoAndy’ 8-29 Hvað átti hann að gera? Átti hann að halda áfram einn, eða átti hann að bíða og sjá hvernig Káti reiddi af? Þetta var ekki min hugmynd .., Þjóðin og auðlindin Frá Guðvarði Jónssyni: NÚ VIRÐIST þolinmæði almenn- ings vera að þrjóta vegna aðgerðar- leysis alþingismanna gagnvart kvótasölu hinna svokölluðu sæ- greifa sem moka með okurbraski milljörðum [ vasa sinn, nánast fyrir ekki neitt. Útgerðarmenn hafa líka fengið leyfi til þess að byggja upp fiskveiðiflota sem er þjóðfélagslega óhagkvæmur til veiða á heimamið- um. Veiðikostnaður á hvert tonn margfalt dýrari en hann þarf að vera. Grunnvinnsla úti á sjó gerir löndunarverð það hátt að land- vinnslan stendur ekki undir vinnslu- kostnaði. Afleiðingin er mikil fækk- un starfa í fiskvinnslu og hinum fjölmörgu fyrirtækjum sem tengjast fiskvinnslu, einnig hefur fjöldi frystihúsa staðið ónotaður og grotna niður með fiskvinnsluvélum sem verða að ryðguðu járnarusli. Þessi atriði valda þjóðfélaginu millj- arða tapi í töpuðum atvinnutekjum, skatttekjum, tolltekjum og eigna- tapi. Nú hafa verið stofnuð samtök um þjóðareign, sem mun ætlað það hlutverk að beita alþingismenn og stjórnvöld þrýstingi, sem leiði til þess að stjórnsýslan starfi í anda þess valds sem alþingiskosningar veita alþingismönnum, að gæta heildarhagsmuna þjóðfélagsins, en færi ekki gullkálfum þjóðarauðinn á silfurfati. Það verður ekki auðvelt hlutverk að ná fram sveigjanleika í stjórnar- stefnu og sannfæra stjórnina um það að tillögur samstakanna verði þjóðarheildinni til heilla. Því er lík- legt að þar verði mörg ljón í vegin- um og ýmsir verði fúsir að afvega- leiða samtökin í stefnumörkun. Verði útgerðarmönnum seldur kvótinn til eignar eins og sumir alþingismenn stefna að, mun kvót- inn ganga kaupum og sölum og manna á milli og sá hljóta sem hæst býður, ekki er ólíklegt að er- lendir aðilar bjóði best og þar með væri þjóðfélagið búið að tapa öllum tekjum af auðlindinni, öðru en sölu- verði kvótans, sem væri bara smá- brot af heildartekjum fullunnins afla. Það liggur heldur ekki alveg ljóst fyrir hvaða hag þjóðfélagið hefur af því að láta útgerðina borga auð- lindaskatt, því það ylli hærra lönd- unarverði og hærri rekstrarkostnaði fiskvinnslunnar. Tekjurnar af fisk- inum skila bestum arði í landvinnsl- unni, því þar eru víðtækustu tekju- áhrifin í þjóðfélaginu. Allt okur- brask útgerðarmanna með kvótann veldur þjóðinni fjárhagslegum skaða. En ekki er ólíklegt að stjórn- völdum finnist kvótabrask auðveld leið til þess að styrkja úthafsveiðar og stofnun fyrirtækja útgerðar- manna á erlendri grund. Fiskurinn í sjónum og miðin eru, og eiga alltaf að vera, eign þjóðfé- lagsins. Það er aftur á móti hlut- verk útgerðarmanna og sjómanna að veiða fískinn, þeir eiga síðan sinn hlut úr ferskfískverðinu eftir að hafa skilað fiskinum til þjóðfé- lagsins. Þetta eiga sennilega alþing- ismenn erfítt með að samþykkja vegna þrýstings frá útgerðarmönn- um sem ekki láta deigan síga í hagsmunabaráttunni. Vonandi leiða hin nýju samtök um verndun þjóðareignar til þess að eignaréttur verði virtara hugtak í hugum stjórnsýslumanna en nú er og að hinn þjóðfélagslegi eigna- réttur verði metinn að jöfnu, hvort heldur menn séu ríkir eða fátækir, svo þeir ríkustu fái ekki nánast ótakmarkaðan yfirráðarétt yfir eignarétti þjóðfélagsins. Svo óska ég hinum nýju samtök- um velfarnaðar í erfiðu þróunar- og endurhæfingarstarfí á heilabúi alþingismanna, þjóðfélaginu til heilla. GUÐVARÐUR JÓNSSON Hamrabergi 5, Reykjavík. Margt býr í myrkrinu! Frá Ásborgu Ó. Arnþórsdóttur: FYRIR skömmu á ráðstefnu um markaðssetningu ferðaþjónustu í dreifbýli hitti ég Hollending sem sagði merkilega sögu úr sínu heima- landi. Sagan var af samtökum sem láta sig umhverfi og náttúru varða og eitt af mörgum markmiðum þeirra er að friða myrkrið. í þéttbýl- um löndum getur jafnsjálfsagður hlutur og góð dimma verið vand- fundinn. Það er nóg af myrkri hér í uppsveitum Árnessýslu og það býr margt í myrkrinu sem áhugavert er að skoða. Við erum líka svo heppin að búa á „heitu“ svæði, það setur mark sitt á menninguna. A þessum árstíma sitja menn í heita pottinum í myrkrinu, horfa á stjörnur og norð- urljós og ræða heimsmálin. Undan- tekningalítið eru heitir pottar við gistiheimili og sumarhús og ekki er síðra að sækja þá heim þótt farið sé að hausta. Fyrir hópa að heim- sækja gróðurhús á veturna í myrkri og helst snjó er mikil upplifun. Flestum er kunnugt að Reykjavík verður menningarborg árið 2000. Eins og fram kom hjá fulltrúa Reyk- víkinga á nýafstaðinni ráðstefnu Ferðamálaráðs á Blönduósi er sjálf- sagt að dreifbýlið slái í takt og komi sinni menningu á framfæri jafnhliða. Það er ljóst að stærstur hluti þeirra sem sækja höfuðborgina okkar heim leggur einnig leið sína út á lands- byggðina. Nú fer í hönd á landsbyggðinni menningarleg háönn. Kórar og leik- félög hefja störf og fundir, tónleikar og mannfagnaðir ná hámarki. Eins og fram kom í könnun sem gerð var meðal gesta hér eru uppsveita- menn jákvæðir í viðmóti og góðir heim að sækja. Hér hafa menn starfað við ferðaþjónustu allar göt- ur síðan Geysir myndaðist í lok þrettándu aldar og það að taka vel á móti gestum er hluti af daglegu lífi. Verið velkomin í myrkur og menningu. ÁSBORG Ó. ARNÞÓRSDÓTTIR ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.