Morgunblaðið - 18.10.1997, Page 72

Morgunblaðið - 18.10.1997, Page 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Ásdís GESTIR voru í góðu skapi og er engu líkara en forsætisráðherrahjónin séu að taka dansspor í tilefni dagsins. i'i Sýningahald Stækkun álversins í Straumsvík formlega tekin í notkun Tveir sækja um Höllina FYRIRTÆKIN tvö, sem nú skipuleggja sjávarútvegssýn- ingar í Reykjavík, hafa sótt um að fá Laugardalshöll til afnota á sama tíma, dagana 1.-4. sept- ember árið 1999. Umsóknirnar verða báðar lagðar fram á fundi stjómar Iþrótta- og tómstundaráðs á mánudaginn, en að mati Omars Einarssonar, framkvæmda- stjóra ÍTR, kæmi það honum vei’ulega á óvart ef einhver nið- urstaða næðist í málinu á þeim fundi. ■ Erindin lögð/22 Kostnaður 1,7 millj- örðum undir áætlun ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Islands, opnaði í gær með formlegum hætti stækkun álversins í Straums- vik. Viðstaddir opnunina voru um 1.500 gestir, þ.ám. starfsmenn, nú- verandi og fyrrverandi, verktakar og aðrir sem tóku þátt í framkvæmdum við stækkun álversins, fulltrúar helstu viðskiptafyrirtækja álversins, alþingismenn og fleiri. Ólafur Ragnar opnaði nýja hluta álversins með því að gangsetja nýja hleifavél. Eftir ávarp forsetans sló vélin taktinn í Steðjakórnum úr óp- erunni II trovatore eftir Verdi. Kór íslensku óperunnar söng undir stjórn Garðars Cortes. Gradualekór Langholtskirkju söng einnig íslensk þjóðlög undir stjórn Jóns Stefáns- sonar. Eykur samkeppnishæfni Stjórnendur ISAL og Alusuisse- Lonza voru mjög ánægðir með hve vel framkvæmdir við stækkun ál- versins gengu. Framkvæmdum lauk þremur mánuðum á undan áætlun og byggingarkostnaður um 1,7 millj- örðum lægri en upphafleg kostnað- aráætlun gerði ráð fyrir. Þetta er u.þ.b. 15% minni kostnaður en reikn- að var með. Samkeppnishæfni ál- versins eykst verulega við þessa stækkun. Framleiðslukostnaður á hvert tonn af áli er nú um 120 dollur- um lægri hjá ÍSAL en meðaltals- framleiðslukostnaður álvera annars staðar í heiminum. Alverið í Straumsvík er eftir stækkun þriðja stærsta álver á Norðurlöndunum og segir forstjóri Alusuisse-Lonza að það sé meðal mikilvægustu fyrir- tækja samsteypunnar. ■ Kostnaður/36 Ræningjar handteknir Grunaðir um tengsl við fleiri en eitt rán FIMM menn hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa rænt verslun- ina Kvöldúlf við Sundlaugaveg í fyrrakvöld. Fór lögreglan fram á 10 daga gæsluvarðhaldsvist yfir fjór- um þeirra. Orðið var við kröfu um 10 daga varðhald yfir einum þeirra um kl. 22 í gærkvöld en mál hinna voru þá enn til meðferðar. Ómar Smári Armannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn segir að menn- irnir séu grunaðir um að tengjast öðrum ránum sem framin hafa verið í borginni að undanfórnu eða búi yf- ir vitneskju um þau. Fjórir mann- anna, 17 og 18 ára unglingar, voru handteknir strax í fyrrakvöld í húsi í austurborginni en sá fimmti síð- degis í gær. ■ Námskeið haldin/9 --------------- Hanes- hjónin ekki framseld HÆSTIRÉTTUR kvað upp í gær þann dóm að Hanes-hjónin skyldu ekki framseld til Bandaríkjanna, en þar áttu þau yfir höfði sér fangelsis- vist fyrir að nema á brott barna- barn Connie Jean Hanes og færa til Islands. Kemst Hæstiréttur að þeirri nið- urstöðu að ekki væru fyrir hendi lagaskilyrði til að framselja hjónin því íslensk stjómvöld hafi ekki gætt að meðalhófsreglunni, þ.e. að þau hefðu átt að kanna hvort leysa mætti málið með vægari ráðum en þvinguðu framsali. Hanes-hjónin vildu í gær ekki tjá sig um þessa niðurstöðu að öðru leyti en þau væru ákaflega ánægð með hana. ■ Hanes-hjónin/37 Ný fískréttaverksmiðja Iceland Seafood tekin 1 notkun Skoðun formanns LÍÚ „Stór dagur í lífi okkar“ *n.v fiskréttaverksmiðja Iceland Seafood Corporation, dótturfélags Islenskra sjávarafurða hf. í Bandaríkjunum, var formlega opnuð í borginni Newport News í Bandaríkjunum í gær að við- stöddu fjölmenni. „Þetta er stór dagur í Iífi okkar starfsmanna Iceland Seafood Corp- oration. Við eigum nú fullkomn- ustu fiskréttaverksmiðju í heimi,“ sagði Hal Carper, forstjóri fyrir- tækisins, m.a. við þetta tækifæri. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ^fáðherra lýsti verksmiðjuna form- lega tekna í notkun og klippti á borða við aðaldyr verksmiðjuhúss- ins. Hann naut dyggrar aðstoðar Joes Frank, borgarstjórans í Newport News, Georges Allen, fylkisstjóra í Virginíu, og Hals Carper, forstjóra Iceland Seafood Corporation. ■ Við eigum nú/6 Morgunbtaðið/Hjörtur Gíslason Utvegurinn gæti rekið Sjó- mannaskólann FORMAÐUR Landssambands ís- lenskra útvegsmanna telur vel koma til greina að sjávarútvegurinn taki við rekstri Sjómannaskóla Islands, þ.e. Stýrimannaskólans og Vélskóla Islands, en skólameistarar skólanna telja fráleitt að skólarnir flytji í hús- næði við Höfðabakka. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, telur að atvinnugreinin sé hæf- ari til að meta hvaða námsefni henti í skólunum og að reka ætti skólana með svipuðum hætti og Verslunar- skólann, sem rekinn sé með mun nú- tímalegri hætti. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands- ins, segist vera andvígur hugmynd- um um flutning skólans. Búið sé að byggja upp aðstöðu við skólann og þvl sé engin skynsemi að flytja. Guð- jón Ármann Eyjólfsson, skólameist- ari Stýrimannaskólans, og Björgvin Þór Jóhannsson, skólameistari Vél- skóla íslands, telja fráleitt að flytja skólana. Sagði Guðjón að kostnað- ur við að flytja skólann væri senni- lega um 1,5-2 milljarðar. Benti hann á að skólinn væri á margan hátt tákn sjómannastéttarinnar auk þess að vera leiðarvitinn inn til Reykjavíkur. ■ Til greina kemur/12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.