Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íslensk sendinefnd í Peking til viðræðna við stjórnvöld Dagmar íris Gylfadóttir ungfrú Norðurlönd Fundur með varafor- sætisráðherra í dag HELGI Ágústsson, róðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu, Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra íslands í Kína, og Jón Egill Egilsson, skrifstofusljóri alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins, hittu í gær hr. Wang varautanrík- isráðherra Kína og ræddu sam- skipti þjóðanna í kjölfar heimsókn- ar varaforseta Tævans hingað til lands á dögunum. Helgi Ágústsson sagði í samtali við Morgunblaðið að í dag yrði fundað með Qian Qichen, utanríkis- ráðherra og varaforsætisráðherra Kína. Vinsamlegur en alvarlegur fundur „Fundurinn með hr. Wang var vinsamlegur, en alvarlegur," sagði Helgi Ágústsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Kínverjar lögðu áherslu á alvöru þessa máls, en af fullri kurteisi. Við skýrðum einnig afstöðu okkar og teljum að þessi fundur hafí verið gott íyrsta skref til að koma samskiptum þjóð- anna í gott horf aftur.“ Helgi sagði að Wang hefði til- kynnt að Qian Qichen væri fús til að hitta íslensku sendinefndina í dag, þriðjudag. „Qian Qichen kom til Islands í apríl 1995 og hitti Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra síðar það sama ár. Það er mjög já- kvætt og mikill heiður að við skul- um ná fundi svo háttsetts manns. Fundur okkar með honum verður lokafundur okkar með kínverskum yfírvöldum í þessari ferð.“ Helgi sagði að á fundinum í gær hefði ekkert verið rætt um hvort Kínverjar myndu gefa sér ákveð- inn tíma til að koma samskiptum þjóðanna í gott horf og engar refsi- aðgerðir af þeirra hálfu hefðu verið ræddar. Þátttakendur í sjávarútvegssýningu fá vegabréfsáritun Um helgina var skýrt frá því í fréttum að Kínveijar myndu hugs- anlega neita að veita íslendingum, sem ætla að sækja sjávarútvegs- ráðstefnu í Peking í byrjun nóvem- ber, vegabréfsáritun. Helgi Ágústsson sagði að samkvæmt upplýsingum kínverska sendiherr- ans á íslandi væri þetta rangt. Is- lendingamir fengju vegabréfsárit- anir sínar. Mikil vinna liggur að baki titlinum DAGMAR íris Gylfa- dóttir, 21 árs Reykja- víkurstúlka, varð hlutskörpust í fegurð- ai-samkeppninni Ung- frú Norðurlönd sem fór fram í Finnlandi í fyrrakvöld. „Þetta var alveg æðislegt. Það hefur verið mikil vinna á bak við keppnina en ég er varla lent ennþá,“ sagði hún skömmu eftir komuna til Kefla- víkur í gærkvöldi. „Þegar þetta var loksins búið varð spennufall hjá mér. Ég veit ekki alveg ennþá hvað titillinn þýðir fyrir mig. Hann gæti þýtt það að ég fengi tilboð en það verður bara að koma í ljós.“ Fegurðarsamkeppnin var haldin á litlu sveita- hóteli og var sent út beint frá henni í sjón- varpi í Finnlandi og Svíþjóð. „Ég er búin að ferðast um Norður- Finnland og hef tekið þátt í tískusýningum. Ég kynntist líka frá- bærum stelpum í keppninni og við ætl- um allar að vera góð- ar pennavinkonur," sagði Dagmar íris. Dagmar íris hefur unnið á sólbaðsstofu og sótt nám í Tölvu- skóla Reykjavíkur. Hún var kjör- in ungfrú Reykjavík í apríl sl. og hafnaði í 3. sæti í fegurðarsam- keppni íslands í lok maí. Unnusti Dagmarar írisar heit- ir Sigfús Jónsson. Dagmar íris Gylfadóttir Fyrsta fraktflugið til Kölnar í gærkvöldi FYRSTA flugið í fraktflutningum Flugleiða til Kölnar var farið í gærkvöldi. Flogið verður sex sinn- um í viku í beinu fraktáætlunar- flugi til borgarinnar. A síðastliðnum fimm árum hafa fraktflutningar Flugleiða aukist um ríflega 60%, úr 11.800 tonnum í 19.000 tonn árlega. Að auki flytur félagið rúm 2.000 tonn af pósti á ári hverju. Vegna aukinna umsvifa í frakt- flutningum hefur félagið leigt sér- staka fraktflugvél af gerðinni Boeing 737. Flugleiðir fljúga nú með frakt til allt að 18 áfangastaða í beinu áætlunarflugi, alls hundrað ferðir í viku. Fraktflutningsgeta félagsins nemur 700 tonnum í viku hverri. Hllfflflillflfis* Morgunblaðið/Björn Blöndal STARFSFÓLK Flugleiða undirbýr fyrsta fraktflugið til Kölnar í gærkvöldi, Músétið brauð var selt í matvöruverslun BRAUÐ sem keypt var í verslun Bónuss á Seltjamamesi á fimmtudag í síðustu viku reynd- ist vera músétið. Kaupendumir leituðu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavfkur og fengu þar gmn- semdir sínar staðfestar. Brauðið var frá Samsölubak- aríi, en ekki er ljóst hvar músin, eða hugsanlega annað nagdýr, hefur komist í það. „Ég fór í verslun Bónuss í framhaldi af þessu máli og meindýravarnir þar em mjög góðar,“ segir Þor- steinn Narfason, hjá Heilbrigðis- eftirliti Kjósarsvæðis. „Það var ekki að sjá nein ummerki eftir mýs í versluninni." Hákon Gunnarsson, fram- kvæmdasljóri Samsölubakarís, segir að fréttir af músétna brauðinu hafi fyrst borist þeim síðastliðið fimmtudagskvöld. „Við höfðum samstundis sam- band við yfirmenn Bónuss og okkur var ijáð að allar viðeig- andi ráðstafanir hefðu verið gerðar til að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur. Músagangur er ekki vandamál hjá Samsölu- bakarfi. Við vinnum eftir nýend- urskoðaðri meindýravarnaáætl- un og höfum bæði okkar eigið gæðaeftirlit og utanaðkomandi verktaka til að taka á þessum málum.“ Kemur fyrir þrátt fyrir góðar meindýravarnir Unnið er að því að koma á innra eftirliti í Bónusverslunun- um og að sögn Jóhannesar Jóns- sonar, kaupmanns í Bónusi, er gert ráð fyrir að því verði lokið um áramótin. I innra eftirliti er meðal annars tekið á meindýra- vörnum. „Hreinlætiseftirlit í Bónusbúðum er eftir öllum kokkabókum," segir Jóhannes. „Ef þetta hefur gerst í okkar búð er það ekki annað en slys, það er ekki eins og allt sé í drullu og skít hjá okkur. Ef þetta hefði verið í stórum stíl hefði verið öðru máli að gegna.“ Reglugerð um innra eftirlit í matvælafyrirtækjum tók gildi í desember 1995 en að sögn Rögn- valds Finnbogasonar, sviðstjóra matvælasviðs hjá Heilbrigðiseft- irliti Reykjavíkur, hefur verið miðað við þriggja ára aðlögunar- tíma. „Matvælaiðnaðurinn er kominn mjög langt að þessu leyti og jafnvel er búist við að á þessu ári verði komið innra eftirlit í öll- um stærri matvælaframleiðslu- fyrirtækjum." Rögnvaldur segir að verslunarkeðjur séu komnar nokkuð skemmra áleiðis en fram- leiðslufyrirtækin, en verst sé þó staðan hjá veitingastöðunum, enda séu þeir margir og oft smá- ir. Rögnvaldur segist ekki muna eftir því að músétnar vörur hafi fundist í öðrum verslunum ný- lega. „En svona slys getur komið fyrir þrátt fyrir bestu meindýra- varnir. Það á ekki að gerast, en gerir það samt.“ Músa verður einkum vart í húsum á haustin, þegar þær leita skjóls undan kuldanum. Þær geta borið ýmsa sjúkdóma í menn, meðal annars nokkrar tegundir salmonellu. Jóhann og Hector enn jafnir BARÁTTA Jóhanns Hjartar- sonar og Jonnys Hectors um Norðurlandameistaratitilinn í skák heldur áfram. Báðir gerðu jafntefli í skákum sínum á Norðurlandamóti VISA í gærkvöldi. Jóhann tefldi við Þröst Þór- hallsson og lenti í kröppum dansi en náði að bjarga skák- inni í jafntefli. Hector tefldi við Hannes Hlífar Stefánsson og komst lítt áleiðis gegn traustri taflmennsku Hannesar. Helgi Áss Grétarsson vann Tigar Hillarp-Persson, Curt Hansen vann Ralf Aakeson, Lars Schandorff vann Jonath- an Tisdal og Einar Gausel vann Rune Djurhuus. Jóhann og Hector eru langefstir með 9 vinninga. 12. umferð verður tefld á Grand Hóteli í dag og mætir Jóhann þá Westerinen og Hector mæt- ir Schandorff. ■ Æsispennandi/37 Þúsund umsóknir um 50 flug- freyjustörf FLUGLEIÐIR höfðu í gær fengið um eitt þúsund umsóknir um 50 ný flugfreyjustörf sem auglýst voru laus til umsóknar fyrir rúmri viku. Umsóknarffestur rann út síðastlið- inn föstudag og er búist við að fleiri umsóknir eigi eftir að berast í pósti. Síðast auglýstu Flugleiðir eftir flug- freyjum í desember 1995 og þá sóttu 1.100 um þau störf sem í boði voru. Að sögn Margrétar Hauksdóttur, deildarstjóra upplýsingadeildar Flugleiða, er félagið að fjölga flug- freyjum vegna þess að ný flugvél er væntanleg í janúar á næsta ári, auk þess sem félagið hefúr bætt við nýj- um ákvörðunarstöðum og aukið flug- tíðni. Margrét sagðist gera ráð fyrir að af umsækjendunum yrðu um 700 kallaðir í sérstakt próf og hluti þess hóps yrði í framhaldi af því kallaður í viðtöl, en endanlega yrði svo valið úr þeim hópi. Stefnt er að því að fyrsta námskeiðið fyrir verðandi flugfreyj- ur verði í lok næsta mánaðar, en fyrstu nýju flugfreyjurnar taka svo til starfa hjá Flugleiðum upp úr næstu áramótum. ------------- Sameining hreppa á Norður-Héraði Úrslitin staðfest FÉ LAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur staðfest úrslit í kosningum um sameiningu þriggja hreppa á Norð- ur-Héraði, Jökuldalshrepps, Hlíðar- hrepps og Tunguhrepps, 19. júlí sl. Tvisvar þurfti að greiða atkvæði um sameiningu. Fyrri atkvæðagreiðslan fór fram 29. mars sl. í bæði skiptin var sameining hreppanna samþykkt og í bæði skiptin voru úrslitin kærð. Amór Benediktsson, oddviti Jök- uldalshrepps, segir að nú verði sam- einingamefnd hreppanna kölluð saman til frekari undirbúnings sam- einingunni. Hann væntir þess að hreppamir þrír verði orðnir að ein- um fyrir áramót en ganga þurfi frá ýmsum lausum endum áður. Félags- málaráðuneytið þarf síðan að sam- þykkja sameininguna. Arnór segir að hreppamir hafi aOir rekið skóla og hafi mestur hluti tekna þeirra runnið til skólahaldsins. Sameiningin einfaldi reksturinn mjög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.