Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umræður um frumvarp jafnaðarmanna um uppboð á veiðiheimildum úr norsk-íslenska síldarstofninum Morgunblaðið/Þorkell ÞINGMENNIRNIR Einar Oddur Kristjánsson og ísólfur Gylfi Pálmason fylgjast með umræðum. Stjórnarliðar ekki fylgjandi frumvarpinu TIL snarprar umræðu kom á Al- þingi í gær eftir að Sighvatur Björg- vinsson, þingflokki jafnaðarmanna, hafði mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fiskveiðar utan lögsögu íslands. Sighvatur sagðist m.a. í framsögu sinni eiga von á því að frumvarpið yrði sam- þykkt þar sem sú skoðun hefði kom- ið fram hjá þingmönnum og ráðherr- um stjómariiðsins eins og til dæmis Einari Oddi Kristjánssyni, þing- manni Sjálfstæðisflokks, Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra á undanfömum dögum að til greina kæmi að skoða þá aðferð að bjóða út veiðiheimildir úr norsk- íslenska síidarstofninum. Einar Odd- ur og Þorsteinn vísuðu þessu hins vegar á bug og höfnuðu hugmynd- um framvarpsins. Megintilgangur framvarpsins sem lagt var fram í gær er, að sögn Sig- hvats, að leggja til að sú stefna verði mótuð varðandi veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum að ákveðið verði í lögum, að í stað veiða með ókeypis aðgangi tiltekinna veiðiskipa og með úthlutun ókeypis aflakvóta í framtíðinni, verði veiði- heimildimar seldar á fijálsum mark- aði til útgerðarfélags skipa sem síld- veiðar geti stundað. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyr- ir því að allar tekjur sem ríkið kynni að hafa af útboðinu renni til að greiða kostnað í þágu sjávarútvegs- ins sjálfs og sjómanna þ.e. til haf- og fiskirannsókna og slysavama sjó- manna, þar á meðal til rannsókna sjóslysa. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra tók það fram að hann hefði talið það koma til álita að bjóða varanlega veiðiheimild út á á upp- SNYRTISTOFAN GUERLAIN REYKjAVÍK ._!■ . 1 ■ 'u |: ri :■ 'É:| IjíÍíj öl ':!■•; ■ j- SMM ALÞINGI boði. Sú leið hefði komið til greina við undirbúning núgildandi laga um fískveiðar utan lögsögu íslands en sátt hefði ekki náðst um hana. „En sú hugmynd er reyndar alls óskyld þeirri sem háttvirtur flutningsmaður var að gera hér grein fyrir og mæla fyrir um. Þar er verið að gera ráð fyrir árlegri skattlagningu með ár- legu útboði veiðiheimildanna sem er allt annar hlutur og ég hélt að hátt- virtum þingmanni væri það vel ljóst,“ sagði hann. Samkomulag við LÍÚ Þorsteinn taldi m.a. að framvarp jafnaðarmanna væri ekki i samræmi við samkeppnisstöðu íslenska sjávar- útvegsins, en með framvarpinu væri verið að leggja á hann nýja skatta þegar hann stæði í harðri sam- keppni á erlendum vettvangi við fyrirtæki sem njóti mikilla ríkis- styrkja. Þorsteinn gerði ennfremur að umtalsefni niðurstöðu Rögnvalds Hannessonar prófessors um að veiði- leyfagjald myndi að stóram hluta koma niður á launum sjómanna og spurði Þorsteinn hvort þetta væra skilaboð jafnaðarmanna til sjó- manna á meðan kjarasamningar væra lausir. Svanfríður Jónasdóttir, þingflokki jafnaðarmanna, sagði að þegar nú- GRAM Á GjAFVERÐI KÆLISKÁPUR GERÐ KF-265 H: 146,5 cm. B: 55,0 cm. D: 60,1 cm. Kælir: 197 I. Frystir: 55 I. TILBOÐ Aðeins kr. 54.990,- stgr. BjÓÐUM 20 GERÐIR GRAM KÆLISKÁPA /panix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI552 4420 gildandi löggjöf um úthafsveiðar hefðu verið undirbúin hefði í fyrstu verið inni ákvæði þess efnis að heim- ilt væri að bjóða upp veiðiheimildir. Síðan hefði ákvæðið horfið úr text- anum og sagði Svanfríður að það hefði verið gert að höfðu samkomu- lagi fulltrúa stjórnarflokkanna við framkvæmdastjóra LÍÚ. Hún spurði í framhaldi af þessu hvort búið væri að gera frekara samkomulag um þetta mál við LÍÚ. Þorsteinn Pálsson hafnaði þessu og sagði svo ekki vera. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur sjávarútvegsnefndar, sagðist ekki vera stuðningsmaður framvarpsins í óbreyttu formi og taldi að með því væri mörgum spumingum ósvarað. Sagði hann m.a. að menn þyrftu að átta sig á því hvort hér væri ætlun- in að leggja til varanlega aðferð eða aðferð sem eingöngu ætti að gilda meðan veiðireynsla væri að myndast yfir eitthvert tiltekið tímabil. Ekki ævarandi Iagasetning Steingrímur sagðist ennfremur telja að sú aðferð að bjóða veiðiheim- ildamar árlega skapaði óvissu um það hveijir myndu fá veiðiheimild- imar hveiju sinni og dragi þar með úr möguleikum manna til að skipu- leggja sig og sinn rekstur þannig að þeir geti hámarkað verðmætin. Sighvatur tók aftur til máls og sagðist ekki vera að leggja til „ævar- andi lagasetningu", heldur lagasetn- ingu sem yrði í gildi þar til henni yrði breytt. Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður sjálfstæðisflokks, tók fram að hann styddi ekki frumvarpið og sagði að það hefði ekkert í för með sér nema kostnað og væri íþyngj- andi fyrir greinina. Hann sagðist ennfremur, af gefnu tilefni, vera þeirrar skoðunar að það ætti að skoða uppboð á veiðileyfum á norsk-íslensku síldinni mjög gaum- gæfilega. En hins vegar sagðist hann ekki hafa í hyggju að leggja fram neinar tillögur um það. „Eg vil að sjálfsögðu ekki leggja til tillög- ur um veiðileyfí hér og nú vegna þess að það er eðlilegt að ég sem stjómarþingmaður hafi samráð við sjávarútvegsráðherra og þá ríkis- stjóm sem ég styð,“ sagði hann. Guðný Guðbjömsdóttir, þingmað- ur Kvennalista, fagnaði frumvarpinu en sagði það vonbrigði að hugsan- legum arði yrði eingöngu varið til sjávarútvegsins. Hún vildi að þar yrði gengið lengra og að arðurinn rynni til þjóðarinnar til dæmis sem framlag til mennta- eða heilbrigðis- mála. Alþingi Breyting á lögum um stjórn fiskveiða GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða á Alþingi í gær. Frumvarpið hefur þann tilgang að afnema að mestu leyti heimildir til framsals veiðiheimilda samkvæmt núgildandi lög>im um stjórn fiskveiða. Gert er ráð fyrir að þeim veiðiheimildum sem ekki nást á fiskveiðiárinu verði skilað til Fiskistofu og þeim síðan úthlutað til annarra skipa gegn umsýslugjaldi. „Markmið frumvarpsins er að einfalda og auka skilvirkni gildandi kerfis um sljórn fiskveiða og renna þannig stoðum undir almennari þjóðarsátt þar um,“ segir í greinar- gerð frumvarpsins. Þar segir ennfremur að erfitt sé að mæla hreinan ávinning í sjávarútvegi af framsali veiðiheimilda. Hins vegar bendi ýmislegt til að framsalið leiði til aukins kostnaðar fyrir greinina og þjóðar- búið í heild. „Ef heldur áfram sem horfir með óbreytt kerfi um stjórn fiskveiða má búast við vaxandi ósætti meðal þjóðarinnar í afstöðu hennar til kvótakerfisins. Við slíkar aðstæður verður ekki unað til langframa og er þvi nauðsynlegt að lögum um stjórn fiskveiða verði breytt þannig að sem flestir geti sætt sig við þau.“ Lífsiðfræðiráð verði stofnað LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að stofnað verði lífsiðfræðiráð til að fjalla um siðfræðileg álita- efni sem tengjast erfðabreytingum á lífverum og einræktun. Flutningsmaðurinn, Hjörleifur Guttormsson, leggur til að líf- siðfræðiráðið fylgist með þróun í líftækni innan lands og erlend- is, veiti stjórnvöldum ráðgjöf og miðli fræðslu til almennings. Jafnframt leggur hann til að endurskoðað verði núverandi kerfi ráðgefandi nefnda hjá hinu opinbera á þessu sviði og stefnt að einföldun þess og samræmingu. „Hörð viðbrögð víða um lönd við fregninni um einræktuðu sauðkindina Dollý er skýr vísbending um að margir telji að vís- indamenn séu nú komnir lengra en góðu hófi gegnir með inngrip í náttúruleg lífsferli," segir í greinargerð með tiliögunni. „Mikils- vert er því að samstaða takist sem víðast um skipuleg viðbrögð, bæði innan þjóðríkja og á alþjóðavettvangi, með það að mark- miði að móta sameiginlegar reglur og viðmiðanir. Afar brýnt er að litið sé heildstætt á þetta stóra viðfangsefni og siðfræðileg gildi fái aukinn sess við mat á því hvert skuli stefna. Þeirri til- lögu, sem hér er flutt um stofnun lífsiðfræðiráðs, er ætlað að vera lóð á þá vogarskál," segir ennfremur í greinargerðinni. Aðgerðir til að mæta mismunandi þörfum drengja og stúlkna LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að mæta mismunandi þörfum drengja og stúlkna í grunnskólum. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Svanfríður Jónasdóttir, þingflokki jafnaðarmanna. í greinargerð með tillögunni segir að ólík staða drengja og stúlkna í skólakerfinu hafi lengi verið til umræðu meðal skóla- manna. Hafa menn einkum haft áhyggjur af því að erfiðleikar og fyrirferð margra drengja bentu til þess að skólinn kæmi ekki nægjanlega til móts við þarfir þeirra og hefðu jafnframt neikvæð áhrif á félagslega stöðu og sjálfsvirðingu stúlkna. Þá er þess m.a. getið i greinargerðinni að drengir taka mun meira af tima kennarans en stúlkur og að menn hafi af því áhyggjur. Samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum eru drengir yfir 70% þeirra nemenda sem taldir eru þurfa sérkennslu í grunnskólunum og er hlutfall kynjanna svipað þegar litið er til þeirra sem nota ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu grunnskólanna. Því er mælst til þess að Alþingi álykti að fela menntamálaráð- herra að skipa nefnd fagfólks í uppeldis- og kennslumálum sem geri tillögur um hvaða uppeldis- og kennsluaðferðum skuli beitt í grunnskólum til að mæta betur mismunandi þörfum drengja og stúlkna. Atvinnusjóður kvenna endurskoðaður DRÍFA Hjartardóttir og Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmenn Sjálf- stæðisflokks, hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að félagsmálaráðherra skipi nefnd sem endurskoði og geri tillögur um framhald á starfi atvinnusjóðs kvenna. Frá árinu 1991 hefur félagsmálaráðherra veitt 20 milljónum króna á ári til styrktar atvinnumálum kvenna og segja flutnings- menn tillögunnar að styrkur úr sjóðnum hafi vafalaust komið mörgum konum vel. Síðan sjóðurinn hóf störf hafa ýmsar að- stæður hins vegar breyst bæði hvað varðar atvinnu- og byggða- þróun og því „er rétt að endurmeta úthlutunarreglur sjóðsins með tilliti til þess,“ segja flutningsmenn. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Lögmenn. Framhald 1. um- ræðu. (Atkvæðagr.) 2. Skaðabótalög. Framhald 1. umræðu. (Atkvæðagr.) 3. Meðferð og eftirlit sjávaraf- urða. Framhald 1. umr. (Atkvgr.) 4. Fiskveiðar utan lögsögu ís- lands. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 5. Umgengni um nytjastofna sjávar. Frh. fyrri umr. (Atkvgr.) 6. Stjórn fiskveiða. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 7. Háskólar. 1. umr. 8. Kennara- og uppeldisháskóli Islands. 1. umr. 9. Örnefnastofnun íslands. 1. umr. 10. Bæjanöfn. 1. umr. 11. Aðgerðir til að draga úr ofbeldisdýrkun. Fyrri umr. 12. Framhaldsskólar. 1. umr. 13. Aðgangur nemenda að tölv- um og tölvutæku námsefni. Fyrri umr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.