Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 37 AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Reglugerðarbyrði og álagning ýmissa þjón- ustugjalda hafa á und- anförnum árum lagst af sífellt meiri þunga á atvinnufyrirtæki á með- an fyrirtækjaskattar hafa almennt verið að lækka. Þar eiga sveitar- félög nokkra sök að máli, þó svo að megin- ábyrgðin liggi hjá Al- þingi og stjórnsýslu rík- isins. Þess verður að gæta að reglugerðarf- argan og óeðlilega há þjónustugjöld veiki ekki samkeppnisstöðu at- vinnulífsins á sama tíma og reynt er að bæta samkeppn- ishæfnina með hóflegri álagningu eiginlegra skatta. Dulbúin skattheimta Á undanfömum árum hefur þró- unin verið sú, að þjónustugjöld og ýmis bein og óbein útgjöld fýrirtækja vegna opinbers eftirlits hafa verið að aukast en beinir skattar þeirra lækka. Þessi þróun hefur einnig átt sér stað erlendis, enda ekkert óeðli- legt að þeir sem nýta sér opinbera þjónustu taki þátt í að greiða kostn- aðinn sem henni fylgir. Hins vegar þarf að gæta þess að gjöldin verði ekki of há og að kröfur hinna opin- beru aðila um eftirlit verði ekki strangari en þörf krefur. Ef slík gjöld eru ákveðin hærri en sem nemur raunkostnaði eða umfang eftirlits er ákveðið víðtækara en þörf krefur, þá er einungis um dulbúna skattheimtu að ræða. Á slíku fékk R-listinn í Reykjavík að kenna vegna álagningar hans á svokölluðu heil- brigðiseftirlitsgjaldi, en umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niður- stöðu í sumar að sú álagning hafí ekki verið í samræmi við lögmæt sjónarmið um töku þjónustugjalda. Sveitarfélögin endur- skoði eftirlitið Þó eftirlit sé í ýmsum tilvikum nauðsynlegt verður að gæta þess að óhagræðið og verðmæt- atapið fyrir atvinnulífið verði eins lít- ið og unnt er. Með því að hafa í huga nokkrar viðmiðunarreglur geta Reykjavík getur, segir Kjartan Magnússon, gengið á undan með góðu fordæmi og reynt að stemma stigu við útþenslu eigin eftirlits- starfsemi. sveitarfélögin sýnt ríkinu gott for- dæmi varðandi þær eftirlitsreglur sem eru á þeirra verksviði. í fyrsta lagi þarf í upphafi að meta hvort eftirlit sé nauðsynlegt og reglulega þarf að endurmeta þörfina. I öðru lagi þarf að meta beinan og óbeinan kostnað, sem fylgir viðkomandi eft- irlitsstarfsemi. í þriðja lagi þarf að samræma starfsemi eftirlitsstofnana. Slíkt sparar kostnað hjá sveitarfélög: unum og einfaldar öll samskipti. I ijórða lagi þarf að meta hvort hið opinbera eigi sjálft að standa að eftir- litinu en æskilegast er að eftirlitið fari sem mest fram innan fyrirtækj- anna, með innra eftirliti og skýrum gæðakröfum. í fimmta lagi þarf það að vera yfirlýst stefna að eftirlits- gjöldin verði eingöngu nýtt til að standa straum af eftirlitinu en sé ekki nýtt sem skattstofn. Borgin sýni gott fordæmi Að undanförnu hefur skilningur á framangreindum sjónarmiðum farið vaxandi og þau var meðal annars að finna í frumvarpi sem forsætis- ráðherra lagði fram á Alþingi fyrir nokkrum árum um eftirlitsstarfsemi hins opinbera. Jafnframt hafa úr- skurðaraðilar eins og umboðsmaður Alþingis gripið ýmis stjórnvöld í landhelgi við að reyna að nýta sér þjónustugjaldaheimildir sem skatt- stofna. Það er hins vegar ennþá sjaldgæft, að eftirlitsreglur styðjist við kostnaðarmat eða úttekt fari fram á nauðsyn eftirits, mismunandi útfærslum þess og kostum þess og göllum. af því tagi, sem hér var lýst. Það væri mikið framfaraskref ef kröfur um mat á eftirlitsþörf og kostnaði verði lögfestar auk þess sem ástæða er til að hvetja stjórn- völd til að hefja grisjun í reglugerð- arfrumskóginum. Þangað til og í því skyni að sýna gott fordæmi geta sveitarfélög eins og Reykjavík geng- ið á undan með góðu fordæmi og reynt að stemma stigu við útþenslu eigin eftirlitsstarfsemi. Slíkt væri mjög til hagsbóta reykvískum at- vinnufyrirtækjum og stuðlað að fjölgun starfa í höfuðborginni. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Uppstokkun í eftirlitsiðnaði Kjartan Magnússon Útflutningur á hátækni Reykjavíkur sé jafnan það góð að við getum boðið hana erlendis. Við eigum að stíga það skref strax að bjóða Færeyingum og Græn- lendingum aðgang að Sjúkrahúsi Reykjavík- ur, að sjálfsögðu gegn eðlilegri þóknun fyrir veitta þjónustu. Þannig eigum við að snúa dæm- inu við. Við eigum að láta Sjúkrahús Reykja- víkur skila borgarsjóði tekjum og skapa um leið fleiri störf. Þetta á að sjálfsögðu að vinnast í fullu samráði við Sjúkrahúsið og stjórnendur þess. Það sama á að gera með aðrar Friðrik Hansen Guðmundsson Reykjavíkurborg á að taka þátt í gjaldeyris- og tekjuöflun þjóðarinn- ar með því að kynna og bjóða erlendis sérfræði- þjónustu stofnana sem sátt er um að verði áfram á hendi borgar- innar. Hér er átt við veitustofnanimar, þjón- ustu Sjúkrahúss Reykjavíkur o.s.frv. Framtíðarmarkmið okkar í atvinnumálum hlýtur að vera að bjóða og selja hátækniþjón- ustu eins og önnur vest- ræn ríki. Þessa þjónustu á að bjóða nágranna- þjóðum okkar og þeim öðmm sem hana vilja kaupa. Stofnanir borgar- innar búa yfír verulegri þekkingu og þær einar eða í samvinnu við önnur fyrirtæki eiga að koma þessari þjón- ustu á erlenda markaði. Við eigum að setja okkur það markmið og hafa þann metnað að þjónusta Sjúkrahúss stofnanir borgarinnar. Borgin á með beinni þátttöku að hvetja til mark- aðssóknar erlendis með það að markmiði að selja eða ýta undir sölu á tækni- og sérfræðiþekkingu, hvort sem það er læknis-, verkfræði-, hug- búnaðarþjónusta eða annað. í fram- tíðinni skiptir mestu að fjölga há- launastörfum á þessum sviðum, ásamt því að efla áfram þær atvinnu- greinar sem við byggjum tilveru Borgin á með beinni þátttöku, að mati Frið- riks Hansens Guð- mundssonar, að hvetja til markaðssóknar er- lendis varðandi tækni- og sérfræðiþekkingu. okkar nú á. Reykjavikurborg getur átt mikinn þátt í að ýta undir og móta slíka framtíð. Höfundur er verkfræðingur og þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. íþróttastarf til betra mannlífs ÓHÆTT er að full- yrða að innan íþrótta- hreyfingarinnar er unn- ið mesta sjálfboðaliða- starf sem um getur hér á landi. Þúsundir karla og kvenna um allt land leggja fram ómælda vinnu og tíma í þágu íþróttastarfs af hugsjón einni saman. í höfuð- borginni bera hverfafé- lögin hita og þunga af íþróttastarfinu og þar er ekki síst lögð áhersla á að laða böm og ungl- inga til þátttöku. Ríki og borg leggja fram fé til íþróttamála auk þess sem foreldrar greiða sjálfir vegna þátttöku barna sinna. Það er mjög brýnt að nýta þessa fjármuni vel svo þeir skili sem bestum árangri. upp á samvinnu sín á milli og mjög nauðsyn- legt er að halda áfram á þeirri braut. Með því móti næst aukin hag- kvæmni og sparnaður í rekstri. Einnig þarf að stórauka samvinnu skóla og íþróttafélaga. Sumir foreldrar spyija hvort það sé ekki nóg að börn þeirra sæki leikfimitíma og hvort þörf sé á að þau stundi íþróttir líka. Ég er þeirrar skoðunar að fella eigi saman leikfimi skólabarna undir 12 ára aldri og iðkun íþrótta með samstarfi skólanna og íþróttafélaga. Með einsetningu skóla eiga börnin að geta lokið íþróttaiðk- un dagsins í skólatímanum í stað Snorri Hjaltason Iþróttaféjögíborginnihafajitjað þess að sækja æfingar á kvöldin. Slíkt sparar ferðir og kostnað. Með því að styrkja starf íþrótta- félaganna enn frekar, sem og ann- arra félaga sem starfa í þágu æsku- lýðsins, er verið að bæta þjóðfélagið. Stórauka þarf samvinnu skóla og íþróttafélaga, segir Snorri Hjaltason. íþróttaiðkun er ekki aðeins heilsu- rækt heldur líka mannrækt. íþrótta- hreyfingin vinnur markvisst að for- vörnum gegn vímuefnum og þróttm- ikið starf hennar er ómetanlegt framlag til betra og heiibrigðara mannlífs. Höfundur er byggingamcistari og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. • m^.uut, vj vútmuiuu Æsispennandi endasprettur SKAK Grand Ilótcl Reykjavík VISA NORDIC GRAND PRIX Þeir Jóhann Hjartarson og Svíinn Jonny Hector eru jafnir, langt á undan öðrum keppendum. 8.-22. október. Úrslit 26. Ra4 - e4 27. dxe4 - dxe4 28. Dxe6 - exf3+ 29. exf3 - Hxe6 30. Rc3 - Hec6 31. Re2? - Ba3! 32. H2b3 - Hc2! 33. Hxa3 - Hxd2 34. Kfl - Hcc2 35. He7 - Hxa2 36. Hxa2 - Hxa2 37. h4 - Rd5 38. He5 - Rb4 39. He8+ - Kh7 40. Hf8 - a5 41. Hxf7 - a4 42. Hb7 - Rd5 43. Rd4 - a3 44. Ha7 - Hd2! 45. Rb3 - Hb2 og hvítur gafst upp, því eftir 46. Hxa3 - Re3+ 47. Kgl - Rc2 tapar hann JÓHANN og Hector hafa hlot- manni. ið átta og hálfan vinning af tíu Minningarmótið um mogulegum, sem er frabær • — árangur á svo öflugu móti. Það er reyndar með ólíkindum að tveir skákmenn séu með þetta hátt vinningshlutfall. Jóhann vann afar mikilvægan sigur á föstudags- Kristján Eðvarðsson kvöldið þegar hann lagði Norðurlanda- meistarann, Curt Hansen, að velli með svörtu í bar- áttuskák. Þar með slokknaði síðasti vonarneisti Danans um að hann þyrfti ekki að skilja við titilinn hér á ís- landi. Jonny Hector hefur teflt mjög frísklega, en ekki af alveg eins miklu öryggi og Jóhann. Hann á líka eftir að mæta öflugri andstæðingurn í lokaumferðun- um þremur. í síðustu umferðinni á morgun mætir hann Curt Hansen. Það má búast við æsispenn- andi lokaumferðum. Ellefta um- ferðin var tefld í gærkvöldi en í kvöld mætir Jóhann Westerinen og Hector teflir við Schandorff. Það er greinilegt af aðsókninni á mótið að skákáhugamenn kunna vel að meta baráttuskákir og vilja ekki missa af úrslita- augnablikinu þegar það kemur. Taflið hefst í dag kl. 16, en síð- asta umferðin á morgun kl. 14. Jóhann jafnaði taflið gegn Norðurlandameistaranum og eft- ir u.þ.b. 30 leiki sá Hansen sér þann kost vænstan að bjóða jafn- tefli. En Jóhann ákvað að af- þakka gott boð og freista gæf- unnar. Dananum urðu síðan á mistök og Jóhann náði öruggu frumkvæði og vann peð. Hann knúði síðan fram furðuskjótan Arnór Björnsson Haustmót Taflfélags Reykja- víkur var í ár haldið til minning- ar um Arnór Björnsson, skák- meistara, sem lést í fyrra. Krist- ján Eðvarðsson vann verðskuldað- an sigur á mótinu, hlaut sjö og hálfan vinning af ellefu mögulegum. Sævar Bjarnason varð annar með sjö vinn- inga. Þeir mættust innbyrðis í næstsíð- ustu umferð og þá sigraði Sævar. En hann tapaði klaufa- lega fyrir Jóni Árna Halldórssyni í síð- ustu umferðinni á sunnudaginn og þá gat Kristján tryggt sér efsta sætið með því að semja um jafntefli í sinni skák við Þorvarð F. Ólafsson. Þar sem hvorki Kristján né Sævar eru félagar í Taflfélagi Reykjavíkur, þurfa næstu menn, þeir Sigurður Daði Sigfússon, Jón Viktor Gunnarsson og Berg- steinn Einarsson, að heyja auka- keppni um meistaratitil félags- ins. Keppt var í fjórum flokkum á mótinu. Alls voru keppendur tæplega eitthundrað talsins. Skákstjóri var Ólafur S. Ás- grímsson. Úrslit urðu þessi: A-flokkur: 1. Kristján Eðvarðsson 7'A v. 2. Sævar Bjamason 7 v. 3. -5. Sigurður Daði Sigfússon, Jón Viktor Gunnarsson og Bergsteinn Ein- arsson 6'/! v. 6. Einar Hjalti Jensson 6 v. 7. -8. Amar E. Gunnarsson og Júlíus Friðjónsson 5'A v. o.s.frv. B-flokkur: 1. Jón H. Bjömsson 9 v. 2. -4. Davíð Kjartansson, Jóhann H. sigur í endataflinu. Það leikur Ragnarsson og Halldór Garðarsson ekki nokkur vafi á því að Jóhann 8'A v. er í afar góðu formi þessa dag- ana. Hvítt: Curt Hansen Svart: Jóhann Hjartarson Enski leikurinn 1. c4 - e5 2. Rc3 - Rc6 3. Rf3 - Rf6 4. g3 - Rd4 5. Bg2 - Rxf3+ 6. Bxf3 - Bb4 7. Db3 - Bc5 8. d3 - 0-0 9. 0-0 - He8 10. Bd2 - c6 11. Hacl - h6 12. Da4 - Bf8 13. Hfdl - d6 14. b4 - Bg4 15. Bxg4 - Rxg4 16. b5 - Dd7 17. bxc6 - bxc6 18. f3 - Rf6 19. Hbl - Hec8 20. Kg2 - De6 21. Hb7 - d5 22. cxd5 - cxd5 23. Db3 - Hc6 24. Hbl - a6 25. Hb2 - Hac8 5. Stefán Kristjánsson 7'A v. 6. Matthías Kormáksson 6'A v. o.s.frv. C-flokkur: 1. Ingi Þ. Einarsson 8 v. 2. -4. Hjalti R. Ómarsson, Baldur H Möller og Kjartan Thor Wikfeldt 7 v. 5.-6. Guðjón H. Valgarðsson og Kristján Ö. Elíasson 6'A v. o.s.frv. D-flokkur (opinn): 1. Andri H. Kristinsson 8’A v. 2. Harpa Ingólfsdóttir 8'A v. 3. Sindri Guðjónsson 8'A v. 4. Ómar Þ. Ómarsson 7 'A v. 5. -7. Anna B. Þorgrímsdóttir, Krist- ján F. Kristjánsson og Baldvin Þ. Jó- hannesson 7 v. o.s.frv. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson VISA BIKARMOTIÐ Stiq 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 VINN. 1 J.-A. Nielsen, Fœr. 2.310 0 0 ’/2 'A 0 0 0 0 'A 0 1VS 2 Jóhann Hiartarson 2.605 1 1 ’/2 'A 'A 1 1 1 1 1 814 3 T. Hillarp-Persson. Sv. 2.445 1 0 0 'A 0 0 'A 0 'A 'A 3 4 R. Akesson, Svlþi. 2.520 'A '/2 1 1 0 ’A 0 'A 'A 'A 5 5 J. Tisdali, Noreqi 2.480 ’A % '/2 0 0 'A ’A 1 'A 414 6 J. Hector, Svlþióð 2.470 1 % 1 1 1 1 'A 1 1 'A 814 7 L. Schandorff, Danm. 2.505 1 0 1 % ’A 'A ’A 1 1 0 6 8 Curt Hansen, Danm. 2.600 1 0 '/2 'A V4 1 'A 0 'A 1 514 9 Helqi Ass Grétarsson 2.475 1 0 0 'A 'A 'A 'A 0 % 0 314 10 Þröstur Þórhallsson 2.510 '/2 'A 'A 'A 0 'A 1 0 0 0 3’/2 11 H. Westerinen, Finnl. 2.410 1 'A 0 0 'A 'A 0 0 0 1 3’/2 12 R. Diurhuus, Noreqi 2.525 1 ’/2 0 0 0 1 1 1 1 0 514 13 E. Gausel, Noreqi 2.540 0 ’/4 V4 ’A 'A 1 'A 'A 1 1 6 14 Hannes Hllfar Stefáns. 2.545 1 0 'A V4 'A 0 1 1 0 1 ■ 5 'A Xzt UJi OJáJlV 13 UjJSl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.