Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 19 ÚRVERINU Agreimngur er milli Sjómannasambandsins og LIU um Urskurðarnefnd sjávarútvegsins „ÚRSKURÐARNEFNDIN er ónýt enda hefur það gerst ítrekað, að útgerðarmenn hafi ekki farið eftir niðurstöðum hennar," sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands íslands, í viðtali við Morg- unblaðið en verðmyndunarmálin verða, að sögn Sævars, krafa sjó- manna númer eitt, tvö og þijú í komandi kjarasamningum. Kristján Ragnarsson, formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, segir aftur á móti, að Sjómannasambands- forystan geti ekki nefnt neitt dæmi um, að skip hafi verið gert út á annað en nefndin hafi ákveðið og það horfi þannig við útgerðinni, að milli hennar og sjómanna sé enginn ágreiningur um fiskverð. Úrskurðarnefndin tók til starfa eftir kjarasamninga útgerðarmanna og sjómanna í júlí 1995 og er hún skipuð þremur fulltrúum frá útgerð- inni, þremur frá sjómönnum og tveir dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur skiptast á um að vera oddamaður. Tók hún fyrir um 20 mál fyrsta árið, sem hún starfaði, aðeins tvö á þessu ári en alls eru þau um 25 frá upp- hafi. Hafa þau öll snúist um fis- kverð og í öllum tegundum, bolfiski, rækju, loðnu og síld, og skiptast nokkuð jafnt milli bátaflokka. Segja mörg dæmi um að niðurstaðan sé hunsuð Sævar segir, að nefndin hafi lokið öllum málum, sem til hennar hafi verið vísað, en það hafi hins vegar komið fyrir hvað eftir annað, að við- komandi útgerðarmaður hafi ekki farið eftir niðurstöðunni. „Þetta hefur gerst í Stykkishólmi í rækju, í Grundarfirði, austur á Fjörðum í síld og síðan gerðist það í Siglufirði, að Þormóður rammi hélt mannskapnum í nokkurs konar gísl- ingu í sjö vikur með því að lýsa yfir, að ekki yrði farið eftir úrskurði nefndarinnar. Ef þeir vísuðu máli til hennar, yrðu skipin ekki gerð út og önnur skip fengin til að veiða. Þann- ig var þessu haldið í sjö vikur þar til mennirnir skrifuðu undir mjög lágt rækjuverð," sagði Sævar. Sagði hann, að nefndin hefði átt að koma að þessu máli en ekki gert það vegna þess, að mennirnir fengu ekki að vísa því til hennar. Þarna hefði eðli- legur farvegur málsins verið eyði- lagður. Sævar sagði, að samtök útvegs- manna hefðu að sínu mati ekkert gert til að beita sína menn agavaldi en sjómenn hefðu alltaf unað dómi Úrskurðarnefndar þótt þeir hefðu verið missáttir við hann. Svo kæmi líka til, að samkvæmt samningum ætti fiskverð að liggja fyrir áður en farið er til veiða en það væri undan- tekning fremur en regla ef svo væri. Oft fréttu menn það fyrst við upp- gjör 15. næsta mánaðar hvað þeir hefðu fengið fyrir aflann. Óþolandi nálægð „Annað er svo, að menn eru sett- ir í þá stöðu að þurfa að standa frammi fyrir útgerðarmanninum og þrátta um verð í tíma og ótíma og það gengur bara ekki upp. Það er verið með alls konar hótanir ef þeir fallast ekki á þetta eða hitt, þá verði bara fenginn annar bátur og menn- irnir geti farið að leita sér að vinnu annars staðar," sagði Sævar og lagði áherslu á, að verðmyndunin yrði meginmálið í væntanlegum kjara- samningum við útgerðina. Sævar sagði að eitt mál skæri sig úr í tengslum við þennan verðmynd- unarvanda. Það væri deilan milli áhafnarinnar á Hvannabergi ÓF við Þormóð ramma-Sæberg hf. í Ólafs- firði og snerist hún um tonn á móti tonni viðskiptum. Það hefði nú farið sjö sinnum fyrir dómstóla og færi líklega í áttunda sinn. „Fyrst var málinu vísað frá á tveimur dómsstigum vegna þess, að við byggðum kröfuna á lögum og samningum en hefðum við aðeins vísað í samninga hefði Félagsdómur dæmt það tækt. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og Félagsdómur en síðan fórum við með það fyrir hann aftur og bentum þá aðeins á samningana. Þá þótti það tækt. Út- gerðarmenn vísuðu þeirri niðurstöðu Verðmyndunin verður helsta bitbein í komandi kjaraviðræðum Hitt er þó alveg ljóst, að útgerðar- menn gera ekki út á annað verð en Úrskurðarnefnd ákveður." Kristján sagði, að Sævar Gunn- arsson tæki stundum stórt upp í sig eins og til dæmis með Eyvind Vopna. Kom það fram í Morgunblaðinu í fyrradag að áhöfnin hefði fengið, 42,50 kr. fyrir kg af rækju, sem landað var í Boiungarvík, og sagði Sævar þá, að það væri eitthvert ljót- asta dæmið, sem hann þekkti. Skiptar skoðanir eru á því hvort búið sé að eyði- leggja starfsemi Úrskurðarnefndar sjávarútvegs- ins sem komið var á í síðustu kjarasamningum og skera átti m.a. úr ágreiningsefnum um fís- kverð. Formaður Sjómannasambandsins fullyrðir að útgerðarmenn hafi eyðilagt hana en formaður LÍÚ segir engin dæmi um að gert sé út á annað verð en nefndin hafi ákveðið. tii Hæstaréttar en hann staðfesti niðurstöðu Félagsdóms. Efnisleg niðurstaða í fimmtu umferð fékkst efnisleg niðurstaða og Félagsdómur sagði, að það væri ólöglegt að láta sjómenn taka þátt í kvótakaupum með þeim hætti, sem útgerðin hafði gert. Og hann gerði meira. Hann hvatti út- gerðirnar til að gera upp við sjómenn í samræmi við samninga. Þetta var í mars sl. en þegar ekkert gerðist, boðaði Sjómannafélag Ólafsfjarðar til fundar í maí þar sem samþykkt var að efna til verkfalls til fullnustu dóminum eins og lög heimila. Út- gerðin vísaði verkfallsboðuninni til Félagsdóms en þar unnum við málið enn einu sinni,“ sagði Sævar. Sævar segir, að þegar hér hafi verið komið hafí útgerðin borgað 40% af kröfunni og þá hafí deilan ekki lengur snúist um, að hún neit- aði að borga, heldur um upphæðina. Því hafi ekki lengur verið stætt á verkfalli. „Og þeir borguðu bara 40% til undirmanna í Sjómannafélagi Ólafsijarðar en ekkert til yfirmanna. Nú eru undirmenn með málið fyrir héraðsdómi til að innheimta afgang- inn og vafalaust vinnum við það og þá fer það trúlega fyrir Hæstarétt, áttunda málsmeðferðin." Sævar sagði, að sjómenn gætu ekki búið við þetta lengur. Við þess- ar aðstæður færi Sjómannasam- bandinu ekki að veita af að hafa alla lögfræðinga í landinu í sinni þjónustu. „Þegar efnislega niðurstaða lá fyrir 5. mars sl. fórum við þess á leit við Kristján Ragnarsson, að hann áréttaði hana með yfirlýsingu til umbjóðenda sinna en hann sagði við okkur, mig og Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóra Sjómannasam- bandsins: „Það mun ég aldrei gera.“ Ég veit, að Fiskifréttir gengu hart eftir ummælum hans um dóminn og þremur vikum eftir að hann féll, höfðu þær eftir honum, að hann væri engin mamma útgerðarmann- anna. Þessi maður skrifaði undir samninginn við okkur,“ sagði Sævar að lokum. Alltaf farið eftir niðurstöðu Úrskurðarnefndar Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði að útgerðarmenn hefðu í öllum tilfellum farið eftir niður- stöðu Úrskurðarnefndar og þau tvö mál, sem komið hefðu upp á þessu ári, hefðu verið leyst með samning- um milli viðkomandi útgerðarmanns og áhafnar eftir að þau komu fyrir nefndina. Vegna þess hefði hún ekki þurft að úrskurða um þau. „Á Ólafsfirði var um það að ræða, að þar var skip á rækju, veiddi af heimildum annarra, og það kom enginn ágreiningur upp fyrr en eftir á. Félagsdómur sagði ekkert um það hvað ætti að greiða, aðeins, að það ætti að taka tillit til keyptra veiði- heimilda en að hve miklu leyti eða hvernig hefur ekki verið útfært. Um það er enn deilt,“ sagði Kristján og tók fram, að enginn ágreiningur væri um, að ólöglegt væri að láta áhöfn taka þátt í kvótakaupum. „Fiskverð er hins vegar fijálst, um það er hægt að semja. Þar var aftur á móti pottur brotinn því að menn höfðu ekki sinnt því að ganga frá því með lögformlegum hætti. Skip eru ekki gerð út án heimilda „Þarna var um að ræða ruslrækju og verðið því lágt. Mannskapurinn stóð frammi fyrir því að fá tiltekið verð og halda áfram að veiða eða fara í land þar sem veiðiheimildirnar voru búnar. Flóknara var það mál ekki enda er ekki hægt að gera út skip án heimilda, kvótakerfið leyfir það ekki. Hjá Sjómannasambandinu leita menn til Úrskurðarnefndar þegar þeim finnst ástæða til en hinn daginn segja þeir, að hún sé ónýt. Þeir geta ekki nefnt neitt dæmi um, að skip hafi verið gert út á annað en nefndin hefur ákveðið. Þeir leita um land allt að óánægjunni en finna hana ekki,“ sagði Kristján Ragnars- son. iiUB’JiIUIliiiO “ Btuuui^ 22.-25. októbei ævi gó Gerðu ntýraleg >ð lcauD Enn fleiri tilboð í Gnn stærri Kringlukast- BLAÐIÐ kemur með ffÉII Morgunbiaðinu Mviair á morgun VÖri KRINGMN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.