Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 45 FRETTIR Fjallað um hlut kvenna í sveitar- stjói’nuni STERKARI saman er yfirskrift átaks sem Jafnréttisráð hefur tekið frumkvæði að, en markmið þess er að hvetja til þess að hlutur kvenna verði tryggður á framboðs- listum flokkanna sem í samvinnu við jafnréttisnefndir víða um land hefur haldið fundi um þetta mál- efni. Er nú komið að Reykjavíkur- borg. í kvöld, þriðjudagskvöld, standa Jafnréttisnefnd Reykjavík- urborgar og samstarfshópur Jafn- réttisráðs um átak fyrir fundi á Kornhlöðuloftinu undir yfirskrift- inni Sterkari saman. Ávarp flytja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Elín R. Líndal formaður Jafnréttisráðs. Linda Blöndal gerir grein fyrir at- hugun Skrifstofu jafnréttismála á hlut kvenna við síðustu sveitar- stjórnarkostningar og Hildur Jóns- dóttir jafnréttisráðgjafi Reykjavík- urborgar fjallar um stöðu jafnréttis- mála í Reykjavík m.t.t. starfsáætl- ana borgarstofnana í jafnréttismál- um. Þá munu tveir karlar, Pétur Jónsson frá Reykjavíkurlistanum og Árni Sigfússon frá Sjálfstæðis- flokknum, fjalla frá sjónarhóli karla um áhrif kvenna og jafnréttissjón- armiða innan borgarstjórnar og nefnda borgarkerfisins. Loks munu fréttamennirnir Sig- ríður Arnardóttir, Pétur Pétursson og Súsanna Svavarsdóttir beina spurningum til Bryndísar Kristj- ánsdóttur, formanns Landssam- bands Alþýðuflokkskvenna, Hauks Más Haraldssonar, formanns Kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsfélag- anna í Reykjavík, Vigdísar Hauks- dóttur, varaformanns fulltrúaráðs framsóknarfélaganna i Reykjavík, og Ellenar Ingvadóttur, formanns Landssambands sjálfstæðiskvenna, um hvernig þeirra flokkar hyggjast tryggja hlut kvenna og áhrif jafn- réttissjónarmiða við komandi kosn- ingar. Meðal annars verður leitað svara við spurningunni hvort próf- kjör og skuldbindingar gagnvart jafnréttissjónarmiðum geti farið saman. Fundarstjóri er Steinunn V. Ósk- arsdóttir, formaður jafnréttis- nefndar Reykjavíkur. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 20.30. Námskeið fyrir neyðarsímverði TIL að auka öryggi þeirra sem hringja í neyðarnúmerið 1-1-2 stendur ný yfir námskeið fyrir neyð- arsímverði Neyðarlínunnar hf. og hefur fyrirtækið fengið tvo þekkta sérfræðinga frá Bandaríkjunum til að leiðbeina á námskeiðinu. Námskeið Neyðarlínunnar, sem allir starfsmenn fyrirtækisins taka þátt í er haldið í samvinnu við Rauða kross íslands, Sjúkraflutn- ingaskólann og Center for Emerg- ency Medicine, Pittsburgh. Kennar- ar á námskeiðinu eru dr. Ronald N. Roht, sérfræðingur og aðstoðar- prófessor í bráðalækningum, og Michael McGrady, þjálfunarstjóri neyðarsímsvörunar í Pittsburgh (911). Er þess vænst að reynsla og þekking Bandaríkjamanna á þessu sviði skili ser þannig að neyð- arsímsvörun á Islandi verði með því besta sem nú þekkist í heimin- um. Á námskeiðunum er farið yfir atriði um það hvernig veita skuli aðstoð í gegnum síma þar til hjálp berst á slysstað. Lýkur hveiju nám- skeiði með prófi. Jafnframt er þátt- takendum kennt að taka að sér frekara námskeiðahald fyrir neyð- arsímverði og aðra þá sem vinna við símsvörun hjá neyðarsveitunum í landinu. ÓLI H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs. Gunnar Tómasson, forseti SVFÍ, og Þórhallur Ólafsson, formaður Um- ferðarráðs. U mferðaröryggisfull- trúar í alla landshluta næsta sumar RÁÐNIR verða umferðarörygg- isfulltrúar i alla landshluta á næsta sumri. Umferðarráð og Slysavarnarfélagið stóðu sam- eiginlega að umferðarátaki síð- astliðið sumar og var tilgangur- inn að stuðla að auknu öryggi í umferðinni á Suðurlandi. Sér- stakur umferðaröryggisfulltrúi var ráðinn í tæpa tvo mánuði og var litið á þetta sem tilrauna- verkefni. Á formannafund slysavarnar- deilda Slysavarnarfélags ís- lands fyrr í þessum mánuði komu Oli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, og Þórhallur Ólafsson, formaður Umferðarráðs og aðstoðarmað- ur dómsmálaráðherra. Þar til- kynnti Þórhallur að Umferðar- ráð hefði tekið ákvörðun um framhald á samstarfi við SVFÍ og verða ráðnir umferðarörygg- isfulltrúar í alla landshluta næsta sumar. í því felst að fólk verður ráðið til þessara starfa í 2-3 mánuði næsta sumar og er það von þeirra sem standa að þessari ákvörðun að hún verði til þess að auka öryggi í umferðinni. Ur dagbók lögreglunnar Akstur undir áhrifum og án réttinda 17.-20. október UM HELGINA voru rúmlega 500 mál færð til bókunar hjá lögregl- unni í Reykjavík. Höfð voru afskipti af 155 öku- tækjum vegna stöðu þeirra, þar af voru fimm ökutæki fjarlægð með kranabifreið. Þá voru 16 öku- menn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Vítaverður akstur án ökuskírteina Síðdegis á föstudag veittu lög- reglumenn athygli ökumanni á gatnamótum Laugavegar, Suður- landsbrautar og Kringlumýrar- brautar þar sem hann virtist vís- vitandi tefja umferð. Ökumaður sinnti ekki fyrirmælum lögreglu um að stöðva aksturinn heldur ók bifreiðinni gegn umferðarreglum, meðal annars gegn rauðu ljósi, auk þess að aka bifreiðinni oft yfir umferðareyjar. Loks reyndi hann að yfírgefa bifreiðina og hlaupa brott. Er lögreglumenn náðu honum á hlaupum veitti hann mótspyrnu við handtöku. Öku- maðurinn var fluttur á lögreglu- stöð en hann hafði tekið bifreiðina ófrjálsri hendi og hafði ekki öku- réttindi. Annar ökumaður sem lögreglu- menn hugðust hafa afskipti af ók á lögreglumann og lögreglubif- reið. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis en auk þess fundust efni í bílnum sem talin eru fíkniefni. Lögreglumaðurinn slasaðist á fæti. Þjófnaður Tveir piltar voru handteknir á föstudag er þeir voru að stela hlut- um af ökutækjum á bílasölu í austurborginni. Piltarnir reyndu að komast undan á hlaupum er lögreglan kom á vettvang. Þeir voru handteknir og fluttir á lög- reglustöð. Á föstudagskvöld fór unglinga- hópur inn á veitingahús í miðborg- inni og náði í á annan tug áfengis- flaskna. Lögreglumenn við störf í miðborginni handtóku nokkra þeirra síðar um kvöldið. Ungling- arnir voru fluttir á lögreglustöð og síðan sóttir af foreldrum. Menn í höfninni Lögreglu barst tilkynning kl. 18 á laugardag um að maður væri í sjónum í Reykjavíkurhöfn. Lögreglumenn náðu honum upp og var hann þá nokkuð kaldur og þrekaður. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þá barst löreglu önnur tilkynn- ing um mann í sjónum í Reykjavík- urhöfn um kl. 4 að morgni sunnu- dags. Lögregla bjargaði mannin- um á land og hann var síðan flutt- ur til aðhlynningar á slysadeild. Fyrirlestur um seg’ulómsmynd- un á sveimi HÁKON Guðbjartsson flytur fyrir- lestur um Segulómsmyndun á sveimi (Diffusion MRI) á vegum Nemendadeildar IEEE á íslandi. Hákon lauk námi í rafmagnsverk- fræði við Háskóla íslands 1990 og síðar doktorsgráðu í Electrical Eng- ineering and Computer Science við Massachusetts Institute of Techn- ology (MIT) 1996. Fyrirlesturinn byggist á rannsóknum á segulómun sem Hákon stundaði við Brigham and Women’s Hospital, Harvard Medical School, frá 1993-1996. Fyrirlesturinn verður haldinn á morgun, miðvikudag, í stofu 158, VR-II, kl. 16.30. Fyrirlesturinn er í tengslum við málstofu í rafmagns- og tölvuverk- fræði. Þrír jarðfræði- fyrirlestrar VETRARSTARF Jarðfræðafélags íslands hefst með þremur gesta- fyrirlestrum dr. R.S.J. Sparks, eld- fjallafræðings við háskólann í Brist- ol í Englandi. Dr. Sparks er staddur hér á landi í boði Sigurðarsjóðs, sem stofnaður var í minningu Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings. Fyrir- lestrarnir, sem eru á ensku, verða allir haldnir í Lögbergi, húsi lög- fræðideildar Háskólans, í stofu 101. Fyrsti fyrirlesturinn verður á morgun, miðvikudag kl. 20.30, og nefnist „The eruption of the Soufri- ere Hills Volcano, Montserrat“. Eins og kunnugt er hófst gos í Soufriere eldfjallinu á eyjunni Montserrat í Karíbahafinu í júlí 1995 eftir 400 ára hlé og stendur enn. Tveir síðari fyrirlestrarnir, „The physical volcanology and evol- ution of the Lascar Volcano, Chile“ og „The cause and consequences of pressurisation in lava dome er- uptions", verða báðir haldnir síð- degis fimmtudaginn 23. október og hefst sá fyrri kl. 16. Segir si g úr sljóm Minjaverndar PÁLL V. Bjarnason, arkitekt, FAÍ, hefur sagt sig úr stjórn Minjavernd- ar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Páll sendi frá sér á laugardag og fer hér á eftir: „Vegna frétta Morgunblaðsins um málefni Iðnó og framkvæmda við endurbyggingu hússins vil ég undirritaður taka fram að ég hef nú þegar sagt mig úr stjórn Minja- verndar. Ég hef tekið þessa ákvörð- un vegna þeirrar orrahríðar sem gerð hefur verið að mér vegna meintra tengsla minna við verk- takafyrirtækið Gamlhús ehf. Ég var ekki aðalmaður í stjórn Minja- verndar þegar ákvörðun var tekin um að ganga til samninga við nú- verandi verktaka í Iðnó og var kosinn í stjórn þann 23. september sl. Ég hef því setið sem aðalmaður í stjórn Minjaverndar í 25 daga samfleytt. Ég hef hins vegar setið sem varamaður í stjórninni undan- farin tvö ár. Ég tek þessa ákvörðun ekki vegna þess að ég telji að seta mín í stjórn Minjaverndar hafí valdið hagsmunaárekstrum í þessu verki, enda er það hvorki á verksviði arki- tekta né á þeirra ábyrgð að ráða eða gera samninga við verktaka og iðnaðarmenn. Eg tel þetta hins Símaráðgjöf „UMSJÓNARFÉLAG einhverfra vekur athygli á símaráðgjöf sem stendur aðstandendum einhverfra til boða þriðjudagskvöld í septem- ber og október milli kl. 20 og 22. Þriðjudagskvöldið 21. október mun Sólveig Guðlaugsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og fjölskylduráðgjafi, veita ráðgjöf. Hún veitir m.a. ráð- gjöf varðandi kennslu og umönnun barna á forskólaaldri. Og hagnýt ráð varðandi vandamál sem upp geta komið í daglegu lífi einstakl- inganna. vegar vera rétta ákvörðun eins og staðan er nú til þess að þetta um- tal geri ekki endurbyggingu þessa merkilega húss tortryggilegri en orðið er. Utboð á endurbyggingarverk- efnum eru mjög erfið í framkvæmd í heild sinni, sérstaklega þegar um er að ræða hús eins og Iðnó, sem er eitt af þeim merkilegustu sem til eru í íslenskri byggingarsögu. í slíkum verkum eru mjög margir óvissuþættir, oftast svo að útboð er nánast marklaust vegna auka- verka og óvissuþátta. Þar að auki er mjög varhugavert að láta lægsta tilboð ráða hvernig staðið er að endurbyggingu húss á borð við Iðnó. Á hinn bóginn er hægt að bjóða út einstaka verkþætti svo sem glugga- og hurðasmíði, málun o.fl. eins og gert hefur verið í þessu tilviki. Iðnó er ein af okkar dýrmætustu perlum í menningarsögulegu og byggingarsögulegu tilliti og ber okkur skylda til að kasta stundar- hagsmunum fyrir róða við endur- byggingu hússins. Það á eftir að standa um ókomna tíð í þeirri mynd sem það verður nú endurbyggt í og verður því að vanda til verksins. Byggingin var sú fínasta sem til var á landinu er hún reis árið 1897 og var stolt íslenskra iðnaðar- manna, sem lögðu allan sinn metnað í hana, hver á sínu sviði. Salurinn var gerður eftir þingsal Alþing- ishússins hvað skreytingar snertir og var meira að segja íburðarmeiri en hann. Af því má sjá að íslenskir iðnaðarmenn ætluðu ekki að vera eftirbátar Balds og þeirra Dana sem byggðu Alþingishúsið. Eg tel því rétt að láta ekki smá- mál sem þetta vera að vefjast fyrir og óska síðan eindregið eftir því að við sem að endurbyggingunni störfum fáum að vinna okkar verk í friði.“ Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Mike Purves, útgáfustjóra Fishing News International: „Þrátt fyrir þær fullyrðingar sem fram hafa komið að undan- förnu hefur stuðningur okkar við „Fish Tech Iceland ’99“ ekkert breyst. Sýning þessi er skipulögð á ís- landi og við höfum stutt hana af tveimur ástæðum: í fyrsta lagi var það skoðun okkar (og atburðarásin að undanförnu hefur réttlætt hana fullkomlega), að Nexus Media hefði sýnt dómgreindarskort með því að reyna að neyða þátttakend- ur í sýningunni til að samþykkja árið 1998 sem sýningarár, gegn skýrum óskum þeirra sjálfra. í öðru lagi berum við traust til ís- lenskra skipuleggjenda „Fish Tech ’99“-sýningarinnar og að þeir hafi til að bera þá kosti, hæfni og sköp- unargáfu sem þarf til að setja upp fyrsta flokks alþjóðlega sýningu með aðstoð frá okkur. Við ítrekum það sem við höfum áður sagt: Ákvörðun um hvort sýningin verður haldin er í höndum íslensku þátttakendanna. Þeir hafa rétt til að úrskurða í þessu máli og við munum virða þá ákvörðun þeirra þegar hún hefur verið tek- in. Ekkert bendir til þess enn að þeir séu búnir að ákveða sig, dóm- ur hefur ekki verið kveðinn upp þrátt fyrir óskhyggju Nexus. Jafnframt vekjum við athygli á því, að í opnu bréfi sem Nexus ritaði þátttakendum í sýningunni er því haldið fram, að það sé „ómögulegt“ að halda sýninguna í september 1999 vegna skuldbind- inga þeirra við „Danfish“-sýning- una í Álaborg. (Það getur vel páss- að sé haft í huga hvað þeir eru fáliðaðir.) En hvað með þær skuld- bindingar núna? íslenskir þátttak- endur ættu að leita svara við þeirri spurningu áður en þeir ákveða sig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.