Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 23 Nýr innanríkis- ráðherra í Danmörku Kaupmannahöfn. Morgunbladið. TORKILD Simonsen borgarstjóri Árósa var í gær útnefndur innan- ríkisráðherra Dana. Birte Weiss, sem verið hefur innanrikis- og heilbrigðisráðherra, mun að eigin ósk láta af störfum innanríkisráð- herra, en verður áfram heilbrigð- isráðherra. Poul Nyrup Rasmuss- en forsætisráðherra tilkynnti um breytinguna í gær, sem sam- stundis tók gildi. Ráðstöfunin er talin marka aðhaldssamari stefnu í málefnum útlendinga. í Árósum eru einstök hverfi með háu hlutfalli innílytjenda og atvinnuleysingja og Simonsen hefur margsinnis hvatt stjórnina til að takmarka aðflutning útlend- inga og freista þess að dreifa þeim víðar en nú er. Simonsen er jafnaðarmaður og hefur verið firna vinsæll sem borgarstjóri, en búist var við að hann færi að draga sig í hlé frá stjórnmálum eftir langan feril. Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið hefur Danski þjóðar- flokkurinn rakað til sín fylgi, ekki síst frá Jafnaðarmannaflokknum. Þjóðarflokkurinn hefur nú fjóra þingmenn, en ef skoðanakannanir gengju eftir fengi hann 21 og yrði fjórði stærsti flokkurinn. Það eru þessar hræringar, sem Nyrup Rasmussen ætlar vísast að stemma stigu við með tilnefningu hins vinsæla og aðhaldssama Simonsens. D/ELUR SKEIFUNNI 3E-F SÍMI 581 2333 ■ FAX 568 0215 lilLEÍMT Astandið í Brazzaville sagt vera að færast í eðlilegt horf Lissouba flúinn til Burkina Faso París, Kinshasa, Ouagadougou. Reuters. PASCAL Lissouba forseti Kongó, sem beið ósigur fyrir uppreisnar- sveitum Denis Sassou Nguessos í síðustu viku, er flúinn til Burk- ina Faso, að sögn blaðsins Obser- verteur Paalga. Af opinberri hálfu hefur ekki verið staðfest að Lisso- uba hafi sótt um hæli í Ouagado- ugou en blaðið bar fyrir sig ónafn- greinda háttsetta embættismenn og sagði að fjöldi fólks hefði ver- ið í fylgdarliði Lissouba. Jacques Rummelhardt, tals- maður franska utanríkisráðu- neytisins, sagði í gær, að ástand- ið væri að færast í eðlilegt horf í kongósku höfuðborginni, Brazzaville, og einnig í olíuborg- inni Pointe Noire. Á báðum stöð- um gengu sveitir uppreisnar- manna rænandi og ruplandi um götur og tóku angólskar sveitir, sem komu til hjálpar sveitum Sassous, virkan þátt í því í Pointe Noire. Fólk sem flúði um helgina frá Brazzaville til Kinshasa, handan Kongóárinnar, skýrði frá mikils- háttar ránsferðum hermanna í borginni og sagði upplausnará- stand þar ríkjandi. Rummelhardt hafði aðra sögu að segja í gær. „Ástandið er að breytast til betri vegar, verslanir hafa verið opnað- ar á ný og fyrirtæki hafið starf- semi og almennar flugsamgöngur eru hafnar aftur. Við höfum og móttekið yfirlýsingu frá Denis Sassou Nguesso um vilja hans til að mynda nýja stjórn sátta og einingar í landinu," sagði hann. PALLALVFTUR ÞÓR HF Reykjavfk - Akurayrí Reykjavík: Ármúla 11 -sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 VARIST EFTIRLÍKINGAR! íslenskt Sjómannaalmanak Fiskifélags Islands byggir á áratuga reynslu. Almanakið er í stöðugri endurskoðun að ábendingum þeirra er best þekkja til. Fiskifélag íslands biður viðskiptavini sína að ganga úr skugga um við kaup á auglýsingum hvort ekki er örugglega um að ræða Islenskt Sjómannaalmanak Fiskifélags Islands. Fiskifélagið mun áfram gegna skyldum sínum við íslenska sjómenn með því að gefa út Islenskt Sjómannaalmanak - hið eina sanna. Auglýsingasími 568 4411, fax 568 4414 FISKIFELAG ISLANDS Fiskifélagsútgáfan í Sjómannaalmanakinu er m.a. íslensk skipaskrá með myndum, ítarlegur lagakafli sem skylda er að hafa um borð í hverju skipi, nýjustu flóðatöflur og vitaskrár auk annarra upplýsinga um hafnir og margt fleira sem sjófarendum gagnast. HIÐ EINA SANNA JÓMAN NAALM ANA / rúm 70 ár hefur aðeins verið til eitt íslenskt Sjómannaalmanak, gefið út af Fiskifélagi Islands. Á næstu vikum kemur það út í 73. sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.