Morgunblaðið - 21.10.1997, Page 24

Morgunblaðið - 21.10.1997, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Einræktun mennskra líffæra? Angelsen fær á bauk- inn í norskum blöðum NORSKIR fjölmiðlar hafa sumir hverjir brugðist ókvæða við yfír- lýsingum Peters Angelsen sjávar- útvegsráðherra um aðgerðir sem hann vill beita til að koma í vejg fyr- ir Smuguveiðar Islendinga. I leið- urum tveggja dagblaða er Angel- sen sendur tónninn og biðjast leið- arahöfundar undan þvílíkum stríðsyfirlýsingum gagnvart bræðraþjóð og í Stavanger Aften- blad er auk þess lagt til að Islend- ingum verði úthlutað kvóta í Smug- unni. Þá segir Dagsavisen Ar- beiderbladet frá því að Knut Vollebæk utanríkisráðherra hafí verið svo lengi að „hreinsa upp“ eftir Angelsen, að hann hafi misst af fyrsta sameiginlega kvöldverði ríkisstjómarinnar. I leiðara Aftenposten segir að það sé furðulegt að ríkisstjórn með guðfræðing í broddi fylkingar kjósi að hefja starf sitt á stríðsyfirlýs- ingu í garð norrænna frænda á Is- landi. A það er minnt að Angelsen lagði til, skömmu fyrir atvæða- greiðsluna um Evrópusambands- aðild 1994, að Norður-Noregur myndi segja sig úr lögum við suð- urhlutann, yrði aðild samþykkt. Ekki sé ástæða til að líta á yfirlýs- ingar hans nú af sama alvöruleysi, því Angelsen hafi stuðning í stjóm- arsáttmálanum. I honum gangi rík- isstjómarflokkamir „mjög langt í því að brennimerkja „rányrkjuna" í Smugunni". Leiðarahöfundurinn segir stefnu Miðflokksins, flokks Angelsens, löngum hafa verið her- skáa í norðri en ekki sé ástæða til að halda slíkri stefnu á lofti. Sigldi í strand „Peter Angelsen sjávarútvegs- ráðherra sigldi í strand áður en hann lagði opinberlega af stað,“ segir í Stavanger Aftenblad um málið. Ráðherrann er sagður hafa „þjófstartað" með yfirlýsingum sínum og telur leiðarahöfundur að orðalag og skoðanir hans eigi ekki að vera til marks um stefnu stjórnarinnar gagnvart öðmm löndum, og „alls ekki gagnvart lít- illi bræðraþjóð. Sem betur fer hafa forsætisráðherrann og utan- ríkisráðherrann dregið úr óskyn- samlegum jrfirlýsingum Angel- sen....yið teljum að stjómin eigi að veita íslendingum kvóta í Smug- unni, af sögulegum og haffræði- legum ástæðum og til að viður- kenna mikilvægi veiðanna fyrir bræðraþjóð okkar í vestri. En þá verða Islendingar líka að taka þátt í samstarfi um hvernig nýta skuli stofnana í Barentshafi." BREZKUM vísindamönnum við há- skólann í Bath hefur tekizt að ein- rækta höfuðlaus froskafóstur, en það gæti þýtt að „framleiðsla" mennskra líffæra gæti orðið mögu- leg með aðferðum líftækninnar. Frá þessu var greint í The Sunday Times um helgina. Hinum höfuðlausu froskafóstrum hefur ekki verið leyft að lifa lengur en í viku, þar sem samkvæmt brezkum lögum er dýrafóstur ekki skilgreint sem slíkt fyrr en það er vikugamalt, en vísindamennimir telja að tæknin sem notuð er til að búa þau til gæti nýtzt til að rækta mennsk líffæri til flutninga í eins konar fósturbelg sem komið væri fyrir í gervimóðurlífi. Ef mögulegt verður að einrækta menn - og margir vísindamenn trúa því að það verði hægt eftir að einræktaða ærin Dolly kom í heim- inn - er hugsanlegt að með því að leggja þessi tvö vísindaafrek sam- an verði hægt að útvega fólki sem þarf á líffæraflutningum að halda Iíffæri sem yrðu einræktuð úr þeirra eigin frumum. Þannig yrði' hættan á að líkaminn hafnaði nýja líffærinu útilokuð auk þess sem loksins yrði hægt að svara síauk- inni eftirspurn eftir Iíffærum til ígræðslu. Með því að rækta hluta úr fóstri eða einstök líffæri væri hægt að fara fram hjá löggjöf sem setur líf- tækninni hömlur og siðferðilegum fyrirvöram, þar sem „líffæra- belgirnir" sem notaðir yrðu til líf- færaframleiðslunnar hefðu engan heila eða miðtaugakerfi og féllu þannig ekki undir skilgreiningu fósturs. „Þetta er ekki siðferðilegt vanda- mál, þar sem það væri ekki verið að gera neinum mein,“ sagði Lewis Wolpert, líffræðiprófessor við Uni- versity College í London. „Þetta er spuraing um hvort almenningi þyk- ir þetta ganga eða ekki og það er háð „ógeðs“-áhrifunum.“ Þingkosningar í Galicíu á Norðvestur-Spáni vísbending um stjórnmálastöðuna á landsvísu Fraga styrkir stöðu stjórn- ar Þjóðar- flokksins Spænski Þjóðarflokkurinn vann sigur í þingkosningum sem fram fóru í Galicíu á * sunnudag. Asgeir Sverrisson segir frá nið- urstöðum kosninganna og einstökum ár- angri Manuels Fraga, sem forðum var einn af samstarfsmonnum einræðisherrans Francisco Francos. JÓÐARFLOKKURINN (PP) vann mikilvægan sigur í þing- kosningum sem fram fóru í Galicíu á Norðvestur- Spáni á sunnu- dag. Úrslitin eru persónulegur stór- sigur fyrir Manuel Fraga, forseta sjálfsstjórnarinnar í Galicíu, og enn ein sönnun þeirrar sérstöðu sem hann nýtur í spænskum stjórnmál- um. Niðurstaða kosninganna er hins vegar áfall fyrir stjórnarandstöðuna og þá einkum Sósíalistaflokkinn (PSOE) en þetta voru fyrstu kosn- ingamar á Spáni frá því að Þjóðar- flokkurinn komst til valda í höfuð- borginni, Madrid, eftir sigur í þing- kosningunum í mars í fyrra. Grannt var fylgst með kosningun- um í Galicíu enda lá fyrir að þær gætu gefið vísbendingu um stöðu spænskra stjómmála á landsvísu nú um stundir. Aðstæður vom einnig um margt merkilegar. Fjórir stjóm- arandstöðuflokkar, Sósíalistaflokk- urinn, tveir vinstri flokkar og sam- tök umhverfisvemdarsinna í Galicíu, höfðu myndað bandalag í því skyni að fella stjóm Fraga og Þjóðar- flokksins. Sósíalistaflokkurinn átti frumkvæði að myndun þessa banda- lags og var það í anda boðskapar hins nýja leiðtoga flokksins, Joaquín Almunia, sem lagt hefur ríka áherslu á að ná samkomulagi við stærstu samtök spænskra vinstrisinna, Izquierda Unida, og sagt að flokkar þessir eigi að sameinast um það markmið að fella stjórn José María Aznar, forsætisráðherra Spánar, í næstu þingkosningum árið 2000. Niðurstaða kosninganna í Galicíu er því áfall fyrir Almunia og stefnu hans. Fyrirsögn leiðara dagblaðsins E1 País, sem löngum hefur verið hallt undir PSOE, vísaði óbeint til þessa í gær: „Tilraunin hefur mis- tekist“. Þjóðernissinnar í stórsókn Þjóðarflokkurinn hefur haft hrein- an meirihluta á þingi Galicíu undan- farin átta ár og engin breyting varð þar á. Flokkurinn fékk 41 mann kjörinn, tapaði raunar tveimur þing- sætum en hefur áfram þægilegan meirihluta á þingi þar sem 75 menn sitja. Þjóðarflokkurinn fékk 51,6% atkvæða sem er nokkurn veginn sama fylgi og í kosningunum 1993. Vinstri flokkarnir fengu hins vegar 15 þingmenn nú en höfðu áður 19. Þessir sex þingmenn sem Þjóðar- flokkurinn og stjómarandstaðan töpuðu fóru hins vegar yfir til Þjóð- emissinnaflokks Galicíu (BNG), sem jók fylgi sitt um sjö prósentustig. Úrslit kosninganna eru því einnig söguleg fyrir þær sakir að þjóðernis- sinnar í Galicíu eru nú orðnir annað stærsta stjómmálaafl sjálfsstjórnar- héraðsins og leiðandi í andstöðunni við PP þar. Þessi mikla fylgisaukn- ing BNG þýðir því að Galicía hefur bæst í hóp Katalóníu og Baskalands, þar sem flokkar þjóðemissinna hafa löngum verið ráðandi stjómmálaöfl. Kosningaþátttaka var 66,3%, hin mesta frá 1980 er Galieía fékk sjálfs- stjórn en um 2,5 milljónir manna vora á kjörskrá. Morgunblaðið/EPA MANUEL Fraga, forseti sjálfssljórnarinnar í Galicíu (t.h.), á kosningafundi í Vigo í vikunni ásamt José María Aznar, forsætisráðherra Spánar. Fraga á einstakan stjórnmálaferil að baki sem spannar tæp 40 ár. Endist honum líf og heilsa mun rætast sá Kosningamar í Galicíu leiða ný pólitísk sannindi í Ijós og undirstrika önnur, sem löngum hafa verið við- tekin. Líkt og í öðrum lýðræðisríkj- um er það efnahagurinn sem ræður mestu um það hvemig Spánverjar kjósa að verja atkvæði sínu. I þessu tilliti era úrslitin í Galicíu traustsyf- irlýsing við stjóm Þjóðarflokksins og Aznar forsætisráðherra enda eru hagtölur um margt óvenju hagstæð- ar á Spáni nú um stundir þótt at- vinnuleysið sé enn gífurlegt eða um 20%. I öðra lagi gefa úrslitin til kynna að Spánverjum séu kosninga- bandalög lítt að skapi og kann það að hafa veraleg áhrif á landsvísu. I þriðja lagi sýnir hin mikla fylgis- aukning BNG að þjóðernissinnar era enn að sækja í sig veðrið í spænskum stjórnmálum. Um tvö síðastnefndu atriðin gildir að áhrif þeirra kunna að verða til langtíma á landsvísu, sem aftur era heldur slæm tíðindi fyrir stjórnarandstöðuna og þá eink- um Sósíalistaflokkinn. Pólitísk hamskipti En úrslitin í Galicíu verða ef til vill lengst í minnum höfð vegna persónu- legs sigurs Manuels Fraga, forseta sjálfsstjórnarinnar, en hann verður 75 ára í næsta mánuði. Fraga hefur löngum haft sérstöðu í spænskum stjómmálum en með sigrinum í Galicíu hefur hann tryggt sér stöðu í hópi merkustu stjómmálamanna Spánar á síðari hluta aldarinnar. Ferill Fraga er raunar með slíkum ólíkindum að Ijóst má heita að ein- ungis maður mikilla stjórnmálahæfi- leika gæti hafa náð að tryggja sér þvílíkt langlífi á vígvellinum. Fraga var einn stofnenda PP á síðari hluta draumur hans að vera forseti Galicíu kjörtímabil hans rennur út árið 2001. áttunda áratugarins en hafði áður verið um margra ára skeið ráðherra í stjórn Franciscos Franco einræðis- herra. Fraga var ráðherra upplýs- inga- og ferðamála á áranum 1962- 1969 áður en hann gerðist sendi- herra einræðisstjórnarinnar í Lund- únum 1973 þar sem hann starfaði til 1975 en það ár gekk Franco á fund feðra sinna. Vitanlega hefui- ákaft verið sótt að Fraga vegna tengsla hans við Franco og einræðisstjómina. Þær árásir hefur hann jafnan staðið af sér og komist upp með að halda því fram að hann hafi tekið við ráðherra- embættum í einræðisstjórninni til þess að koma á breytingum innan frá. Fraga hefur aukinheldur tekist að tryggja sér stöðu leiðtoga á lands- vísu með því að stýra sjálfsstjórninni í Galicíu á síðustu átta áram. Og hann var helsti stofnandi og hug- myndafræðingur Þjóðarflokksins, sem nú er orðinn leiðandj afl í spænskum stjómmálum og heldur um stjómartaumana í Madrid. Það verður að teljast mikill árangur og merkilegur þegar haft er í huga að fyrrum ráðherra einræðisstjórnar- innar gegndi lykilhlutverki við að skipulagningu og stofnun þessara helstu stjórnmálasamtaka spænskra hægrimanna. Hætti við að hætta Fraga boðaði árið 1993 að hann myndi ekki verða aftur í framboði, kvaðst vilja njóta efri áranna og vera með fjölskyldu sinni. E1 País sagði frá því í frétt á dögunum að skoðana- kannanir PP í Galicíu hefðu leitt í ljós að meirihluti flokksins á þingi gæti verið í hættu ef Fraga leiddi er ný öld gengur í garð en þriðja ekki listann. Fraga hefði á hinn bóg- inn ekki sætt miklum þrýstingi enda væri staða hans innan flokksins svo sterk að jafnvel Aznar forsætisráð- herra hefði engin tök á að hafa áhrif á hann, hvað þá að fá hann til að skipta um skoðun. Eiginkona Fraga lést í fyrra og var getum að því leitt að andlát hennar hefði ráðið mestu um að hann ákvað að gefa kost á sér eina ferðina enn. Greinilegt var á sjónvarpsmynd- um af kosningafundum Fraga í Galicíu að það var einkum eldra fólk sem studdi hann. Málflutningurinn getur og verið prýðilega forn þegar hann nær sér á flug og oftlega mátti heyra hann fara börðum orðum um „sósíalistana og kommúnistana“ og skaðleg áhrif þeirra í spænsku sam- félagi. Fraga var hins vegar Ijúfur á manninn í gær og kvaðst í viðtali við spænska ríkissjónvarpið vera tilbú- inn til samstarfs við önnur stjórn- málaöfl í Galicíu. Var þeim orðum trúlega einkum beint til þjóðernis- sinna og hins vinsæla leiðtoga þeirra, Xosé Manuel Beiras. Joaquín Almunia sagði í gær að úrslitin í Galicíu hefðu valdið sósí- alistum vonbrigðum og bætti við að nú færi í hönd „tímabil endurmats.“ Þótt Almunia og flokksmenn hans hafi orðið fyrir höggi er Ijóst að stríðinu gegn ríkisstjórn Aznars for- sætisráðherra er engan veginn lokið þótt þessi orrusta hafi tapast. Að- stæður í Galicíu voru um margt sér- stakar og erfiðar stjórnarandstöð- unni þar auk þess sem Manuel Fraga er gangandi sönnun þess hverju ná má fram í stjórnmálum með seiglu, hörku og óbilandi sjálfs- trausti.__________________________j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.