Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 MORGUNELAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdir vegna 200 kílóvolta Búrfellslínu hafnar á Hengilssvæðinu Línuvegnr liggur um hverasvæði Landsvirlqun er að láta leggja veg á Heng- ilssvæðinu vegna Búrfellslínu. Þessa dagana eru þungavinnuvélar á vegum Landsvirkjun- ar að ryðja slóða, sem liggur m.a. í gegnum hverasvæðið á Ölkelduhálsi. Pétur Gunn- arsson kynnti sér málið. Vegargerðin byggist á samþykki sem gefið var með skipulagi frá árinu 1991, áður en lög um mat á umhverfisáhrifum tóku gildi árið 1993. Samkvæmt skipu- laginu var Landsvirkjun heimiít að leggja 220 kílóvolta lína milli Búrfellsvirkjunar og Reykjavíkur. Landsvirkjun sótti síðan nýlega um að fá að leggja 400 kV línu í stað 220 kV línu á þessari leið. Umhverfisráðherra kvað upp þann úrskurð nýlega að skylt væri að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum áður en sam- þykki fengist fyrir lagningu 400 kV línu. Meðal þeirra aðila sem mót- mælt hafa því að Landsvirkjun hefjist handa við framkvæmdir áður en niðurstaða mats á um- hverfisáhrifum liggur fyrir eru Náttúruverndarsamtök íslands. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjun- ar, getur mat á umhverfisáhrifum vegna 400 kV línu hins vegar ekki hnekkt leyfi Landsvirkjunar til þess að leggja 220 kV línuna á sama stað. Hið sama hefur komið fram hjá Magnúsi Jóhannessyni, ráðuneyt- isstjóra í umhverfisráðuneyti. „Þær framkvæmdir sem búið var að veita leyfi fyrir áður en lögin um mat á umhverfisáhrifum tóku gildi eru ekki matsskyldar. Það er því þarna ótvírætt leyfi fyrir 220 kV línu en það er ekki leyfi fyrir 400 kV línu án þess að hún fari í mat á umhverfisáhrifum," var haft eftir Magnúsi í Morgun- blaðinu 9. þessa mánaðar. Hverasvæði á borð við Námaskarð og Krýsuvík Árni B. Stefánsson, augnlækn- ir í'Reykjavík, ér einn þéirra-sem mótmælt hefur vegargérðinni. Hann hefur m.a. sent umhverfis- ráðherra kæru vegna fram- kvæmdanna og hyggst ganga á fund iðnaðarráðherra og um- hverfisráðherra vegna þeirra. Mótmælin beinast að lagningu línunnar á 20 km kafla frá Búr- felli í Grímsnesi að Orrustuhól á Hellisheiði en einkum og sér í lagi að 5 km svæði milli Kyllis- fells í Grafningi og Orrustuhóls á Hellisheiði. Þar fer línan í gegnum hverasvæðið við Ölkelduháls, auk þess sem Árni segir línuna mun bera við himin á kafla frá Hellis- heiði. Árni B. Stefánsson fer hörðum orðum um vinnubrögð Lands- virkjunar: „Landsvirkjun er að fara inn í þessa framkvæmd á vægast sagt hæpnum forsendum og ætlar að keyra málið í gegn út á það að þeir fái síðan leyfi fyrir miklu stærri línu. Það er ekki raunhæft að byggja 220 kíló- volta línu. Þannig að ef þeir fá ekki leyfi fyrir 400 kV línunni eru þeir að fara djúpt ofan í vasa skattborgaranna með vafasamar framkvæmdir. Þeir ætla að ryðja sér þarna braut með offorsi til þess að vera komnir svo langt að ekki verði aftur snúið þegar loks- ins eitthvað verður gert í málinu. Hofuðverk Gunnars Gunnarssonar Fjallkirkjan Sagnabálkurinn um Ugga Greipsson er eitt af meistaraverkum íslenskra nútímabókmennta. Þetta er ný útgáfa í sígildri þýðingu Halldórs Laxness, prýdd myndum eftir Gunnar Gunnarsson yngri. iMllSHL muAmmmm MN 09 mennlng Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Síöumúla 7 * Sími 510 2500 Ljósmynd/Árni B. Stefánsson JARÐÝTA ryður vegarslóða á hverasvæðinu í Ölkelduhálsi. Árni B. Stefánsson tók myndina á föstu- dag en nú er unnið að framkvæmdum á svæðinu milli Ölkelduhnjúks og Álftatjarnar. Þetta eru mjög sérkennileg vinnu- brögð.“ Arni segir að þarna eigi að leggja línuveg yfir hverasvæði sem standist samanburð við hverasvæðin í Námaskarði og Krýsuvík. Þarna sé vinsælt úti- vistarsvæði með stikuðum göngu- leiðum fyrir almenning. Þá bendir hann á að raforka sé flutt til borgarinnar með fjórum stórum línum sem liggja sunnan Hveragerðis og yfir Hellisheiði og segist telja að nær hefði verið að láta Búrfellslínu fylgja þeirri leið. Samráð við umhverfis- og iðnaðarráðuneyti Þorsteinn Hilmarsson segir að um leið og úrskurður um að um- hverfisáhrif 400 kV línunnar skyldu metin lá fyrir nýlega hafi stjórn Landsvirkjunar samþykkt að freista þess að fá samþykki fyrir 400 kV línunni og jafnframt að halda opnum öllum möguleikum til að byggja þá 220 kV línu sem samþykki er fyrir. „Við þurfum að hafa línu á þessari leið næsta haust til að tryggja viðunandi ör- yggi í raforkuflytningi til suð- vesturhornsins," segir Þorsteinn. Hann segir að samráð hafi verið haft við iðnaðar- og umhverfis- ráðuneyti áður en framkvæmdir við slóðann hófust. 400 kV lína hefur nær fjórfalda flutningsgetu á við 220 kV línu og Þorsteinn segir nú ljóst að smærri línan verði fullnýtt fljót- Iega eftir að hún verður tekin í notkun vegna nýrra stóriðjufram- kvæmda. Til þess að geta fullnægt eftirspurn umfram þau verkefni, sem nú liggja á borðinu, þurfi því að auka flutningsgetuna. Ekki óskaleið Landsvirkj unar Þorsteinn segir að línuleiðin, sem samþykkt var fyrir 220 kV og er nú til umfjöllunar varðandi 400 kV línu, sé ekki sú sem Lands- virkjun hefði helst kosið. „Línan átti að liggja nálægt Hveragerði; um háls norðan í Ing- ólfsfjalli og síðan austan og norðan við Hveragerði og þar upp í Hellis- heiðina. Það komu fram andmæli heimamanna og landeigenda, sem töldu þetta þrengja óeðlilega að Hveragerði því það eru háspennu- línur sunnan við þjóðveginn líka. Náttúruvemdarráð taldi línuna bera við himin og vera of áber- andi. Þannig að það er niðurstaða skipulagsvinnunnar á sínum tíma að finna þessa lausn og færa lín- una norðar inn á Hengilssvæðið.“ Þorsteinn sagði að ekki hefði verið talið að heimamenn felldú sig við að byggja upp línuna sunnan við þjóðveginn, líkt og Árni B. Stef- ánsson ræðir um. Þorsteinn segir að samkvæmt skipulagi sé gert ráð fyrir því að orka jarðhitasvæðisins á Ölkeldu- hálsi verði nýtt í framtíðinni auk þess sem gert er ráð fyrir útivist á svæðinu. Öll þau sveitarfélög sem Búrfellslína liggur um hafa veitt samþykki sitt. Hann segir samninga við landeigendur vel á veg komna en ljóst sé að á ein- hveijum stöðum þurfi að taka land eignarnámi. Ekki er fullljóst hver er eigandi hverasvæðisins á Öl- kelduhálsi. Það svæði telja bæði Hitaveita Reykjavíkur og ríkis- sjóður sér til eignar. Nýtt bókhaldskerfi tekið upp hjá Reykjavíkurborg Bókhaldið til sjö borgarstofnana SAMKVÆMT samþykkt borgar- ráðs og borgarstjórnar hafa sjö borgarstofnanir tekið yfir eigið bókhald, vistun skjala og eftirlit með_ greiðslum. Að sögn Óskars G. Óskarssonar borgarbókara er markmiðið að flýta fyrir og bæta upplýsingagjöf en allt eftirlit fer nú frám hjá stofnunum sem sjá um eigin íjárveitingar. Þær stofn- anir, sem um er að ræða, eru FræðslumiðstÖðin, íþróttá- og tómstundaráð, Félagsmálastofnun, Dagvist barna, embætti borgarg- verkfræðings, Ráðhúsið og Vatns- veitan. Óskar sagði að bókhaldskerfið væri frá árinu 1971 og þætti bams síns tíma og að eftir úttekt sem gerð var á rekstri borgarinnar þeg- ar Reykjavíkurlistinn tók við hafi fljótlega verið ákveðið samkvæmt ábendingu endurskoðenda að taka upp nýtt kerfi. „Það var búið að margtala um að þetta gengi ekki lengur. Bókhaldið yrði að fara út í stofnanirnar til að auka upplýs- ingahraðann," sagði hann. „Állar stofnanir eru áhugasamir um að fá bókhaldið til sín þannig að öll skráning fari þar fram ásamt vist- un skjala og eftirliti. Það hefur verið stefnan að færa störfin út enda býður nýja tölvuöldin upp á það.“ Breytingar í mótun Óskar sagði að þessar breyting- ar væru í mótun og erfitt að segja til um hver kostnaðurinn yrði. All- ar breytingar væru kostnaðarsam- ar hvort sem væri vinnuafl eða ný tæki. Sagði hann að eitthvað væri að vísu um tilflutning í starfi og að fjórir fyrrum starfsmenn bók- haldsdeildarinnar í Ráðhúsinu væru komnir til starfa hjá stofnun- um enda hefði dregið verulega úr álagi í Ráðhúsinu. „Þetta er að mótast og ég þori ekki á þessari stundu að segja til um hvort breyt- ingin mun hafa í för með sér auk- inn kostnað, aukastörf eða sparn- að,“ sagði hann. „Þetta er ákvörð- un sem var tekin og segja má að þarna sé farin sú leið að ná í betra upplýsingakerfi þó að það kosti kannski meira.“ Eftir sem áður mun bókhalds- deildin í Ráðhúsinu sjá um bókhald annarra minni stofnana svo sem í menningarmálum, fyrir slökkvilið- ið o.fl. auk þess sem deildin mun halda utan um nýja kerfið, gefa út ársreikninga og aðrar upplýs- ingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.