Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997
MIIVINIIUGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
NÍELS ELÍS KARLSSON
blikksmiður,
Furugrund 56,
Kópavogi,
lést sunnudaginn 19. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðrún Jóna Árnadóttir,
Björk Níelsdóttir, Steinn H. Gunnarsson,
Karl Níelsson,
Sigurbjörg Níelsdóttir,
Árni Níelsson, Margrét Eysteinsdóttir,
Jens Níelsson, Elísabet María Jónsdóttir,
María Níelsdóttir, Auðunn Jónsson
og barnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
sonur og bróðir,
SKAPTI GÍSLASON,
Stekkjarkinn 17,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu sunnudaginn 19. október.
G. Kolbrún Sigurðardóttir,
Erla María Skaptadóttir,
Sólrún Linda Skaptadóttir,
Kolbrún Karen Sigurðardóttir,
Sigríður Vilhjálmsdóttir
og systkini.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir,
tengdafaðir og afi,
KRISTMANN HREINN JÓNSSON
frá Efra Hóli í Staðarsveit,
Höfðagötu 27,
Stykkishólmi,
lést á St. Fransiskuspítalanum, Stykkishólmi,
föstudaginn 17. október.
Árný M. Guðmundsdóttir,
Edda Sóley Kristmannsdóttir, Jón Ingi P. Hjaltalín,
Kristján Viktor Auðunsson, Hildur K. Vésteinsdóttir,
Þröstur Ingi Auðunsson, Wioletta Maszota,
Arna Dögg J. Hjaltalín, Alfreð Már J. Hjaltalín.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
MAGNEA INGVARSDÓTTIR,
Snorrabraut 56,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 23. október kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Karitas-samtökin eða Krabbameinsfélagið.
Magnús Jónsson,
Kristbjörg Kristjánsdóttir, Agnar Guðlaugsson,
Magnús Björn Magnússon, Svala Hafsteinsdóttir,
Ingibjörg Herta Magnúsdóttir, Halldór Kristjánsson,
Magnea, Agnes, Hafsteinn, Sólveig og Magnús.
+
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
FRIÐJÓN SIGURÐSSON
fyrrv. skrifstofustjóri Alþingis,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu-
daginn 23. október nk. og hefst athöfnin
kl. 13.30.
Áslaug Siggeirsdóttir,
Kolfinna Gunnarsdóttir,
Sigurður H. Friðjónsson,
Jón G. Friðjónsson, Herdís Svavarsdóttir,
Ingólfur Friðjónsson, Sigrún Benediktsdóttir,
Friðjón Örn Friðjónsson, Margrét Sigurðardóttir
og barnabörn.
HALLVARÐUR
KRISTJÁNSSON
+ Hallvarður
Kristjánsson,
bóndi að Þingvöll-
um í Helgafells-
sveit, fæddist á
Þingvöllum í Helga-
fellssveit 18. sept-
ember 1928. Hann
lést á sjúkrahúsinu
í Stykkishólmi 14.
október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin María
M. Kristjánsdóttir
húsfreyja, f. 10. ág-
úst 1898, d. 15. des-
ember 1987, og
Krislján Jóhannson bóndi á
Þigvöllum, f. 7. maí 1891, d. 3.
ágúst 1984. Systkini hans eru
þijú, Krislján, f. 1919, Ingi-
björg, f. 1922, og Unnur, f.
1923.
Hallvarður kvæntist 31. des-
ember 1954 eftirlifandi eigin-
konu sinni, Sigurlín Gunnars-
dóttur, f. 17. maí 1936. Foreldr-
ar hennar voru Lilja Elísdóttir
f. 1907, d. 1964, og Gunnar
Stefánsson, f. 1903, d. 1980.
Hallvarður og Sigurlín eignuð-
ust fjögur börn: 1) Kristín Mar-
ía lyfjatæknir, f. 2.júní 1956,
búsett í Reykjavík. Börn: Hall-
varður Guðni, f. 1982, og Alda
Rún, f. 1991. 2) Hilmar, raf-
virkjameistari, f. 10. júlí 1957,
kvæntur Hönnu Jónsdóttur
Kvaddur er í dag elskulegur
tengdafaðir minn, Hallvarður
Guðni Kristjánsson. Fyrstu fund-
um okkar bar saman haustið 1986,
ég var þá aðeins 19 ára mennta-
skólastelpa úr Reykjavík komin til
að heimsækja foreldra kærasta
míns Kristjáns, yngsta sonar þeirra
hjóna á Þingvöllum. Mér er það í
fersku minni er við ókum niður
Lönguborgina í yndislegu nóvemb-
erveðri hversu fagurt bæjarstæðið
var, alveg niður við sjó þar sem
fegurð Breiðafjarðar blasti við mér
ásamt mikilfengi fjallasýnar Ljósu-
fjalla og Drápuhlíðarfjalls. Snyrti-
mennska á bænum var einstök,og
veit ég að þau hjónin lögðu mikinn
metnað sinn í að allt væri í röð og
reglu, hvert sem litið var, í smíða-
húsið, íjósið jafnvel hjallann. í
mörg fjósin hefi ég komið en aldr-
ei minnist ég þess að geta gengið
á sokkaleistunum inn eftir gangin-
um, slíkt var hreinlætið. Móttökur
þeirra Sillu og Halla mun ávallt
verða mér minnisstæðar, hlýjan og
gestrisnin var með eindæmum og
fann ég strax hversu vel mér leið
innan um þau. Á þeirri stundu
grunaði mig ekki hversu miklum
tíma ég átti eftir að veija inni á
heimili þessa góða fólks en næstu
fjögur sumur stunduðum við Krist-
ján grásleppuveiðar, fórum á skak
og línuveiðar frá bænum jafnframt
því að við tókum virkan þátt í al-
mennum sveitastörfum. Ég held
að honum Halla hafi nú ekki bein-
línis litist á blikuna er við stungum
uppá því við þau hjónin að ég
myndi fara á sjóinn með honum
Kristjáni en smátt og smátt vann
ég traust hans. Ég man hversu
mikið kapp ég lagði á að sýna
honum að ég gæti þetta alveg, dró
netin uppúr netakassanum með
miklu offorsi en hann leit á mig
og kímdi. Hann hafði kímnigáfu
sem mér féll vel í geð og spilaði
ég óspart á hana. Þessi kafli lífs
míns er án efa einn sá gjöfulasti
og dýrmætasti í reynslusafn lífs
míns og þar átti Hallvarður
tengdapabbi stóran hlut að máli.
Líf Hallvarðar lá á mörkum
tveggja tíma, þar sem hann stund-
aði búskap á þeim tima er búnaðar-
hættir eru á okkar tíma taldir
frumstæðir, hann var virkur þátt-
takandi í þróun og var fljótur að
tileinka sér nýja tækni. Þetta sá
ég, er hann var með fyrstu bænd-
um til að hefja hirðingu heyja með
rúllubaggavél í stað hinna hefð-
þroskaþjálfa, f. 18.
mars 1958, þau eru
búsett í Stykkis-
hóhni. Börn: Kári,
f. 1983, og ísak, f.
1988. 3) Hrafnhild-
ur uppeldisfræð-
ingur og kennari,
f. J8. júní 1963, gift
Sumarliða Ásgeirs-
syni matreiðslu-
meistara, þau eru
búsett í Stykkis-
hólmi. Börn: Björn
Ásgeir, f. 1985, Sig-
urlín, f. 1989, og
Fanney, f. 1991. 4)
Kristján, rafmagnsverkfræð-
ingur, f. 4. maí 1967, kvæntur
Elinu Sigurgeirsdóttur tann-
iækni, f. 9. febrúar 1967, þau
eru búsett í Bandarríkjunum.
Börn: Halia f. 1992 og Katla f.
1994.
Um 25 ára aldur fluttist Hall-
varður úr foreldrahúsum til
Grundarfjarðar þar sem hann
stundaði sjó ásamt öðrum verka-
mannastörfum þar til hann
fluttist aftur til Þingvalla ásamt
konu sinni og hóf búskap i sam-
vinnu við foreldra sína. Jafn-
framt bústörfum gegndi hann
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
svejt sína allt til dauðadags.
Útför Hallvarðs fer fram frá
Stykkishólmskirkju i dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
bundnu heybagga og hvarf þar
með að mestu leyti hið líkamlega
erfiði er þeir kröfðust. Þetta gerði
honum kleift að sjá um heyskap
að miklu leyti þetta siðasta sumar
er hann lifði þótt þungt væri hald-
inn af þeim sjúkdómi sem dró hann
til dauða. Jafnframt þvi sem hann
sinnti störfum sínum til sjós og
lands lagði hann gjörva hönd á tré
og járn þar sem hvert það verkefni
er hann leysti endurspeglaði vand-
virkni hans og samviskusemi, enda
bar Þingvallaheimilið þess ljósan
vott.
Halli var hafsjór af fróðleik og
sögum frá þeim tíma er hann var
sjómaður frá Grundarfirði, sagna-
gáfa var honum í blóð borin og var
þreyttist hann seint á sögusögnum.
Minnist ég margra góðra bjartra
nátta er við sátum tvö við eldhús-
borðið yfir kaffibolla þar sem ég
gat lifað mig inní sögurnar hans
af mikilli ánægju. Snemma á árinu
1990 fór Hallvarður að kenna þess
meins er núna, sjö árum seinna,
varð honum að aldurtila. Raunar
var á þeim tima ómögulegt að gera
sér í hugalund að hann myndi
nokkurntíma yfirbugast, hann
barðist fram á það síðasta með
ótrúlegri seiglu en tók því sem að
höndum bar með æðruleysi. Minn-
isstætt er um þetta leyti á síðasta
ári er við hvöttum þau Sillu og
Halla að koma og heimsækja okkur
til Norður-Karólínu. Útlitið var
svart allan septembermánuð þar
sem hann lá þungt haldinn á
sjúkrahúsi, ég man að ég talaði
við hann í síma og kvaðst hann
ákveðinn í að koma, hvað sem það
kostaði. Og það stóð heima, um
miðjan október sóttum við þau til
Baltimore og voru það miklir fagn-
aðarfundir, við áttum indælar þijár
vikur saman. Hann naut þess að
vera þarna í hlýindunum og veður-
blíðunni, innan um sonardætur sín-
ar sem kunnu vel að meta athygli
frá ömmu og afa. Síðustu mánuðir
hafa verið erfiðir og þungbærir þar
sem veikindin náðu yfirhöndinni,
hann vissi sjálfur jafnvel og aðrir
að hveiju dró og leitaðist hann við
að undirbúa brottför sína eftir því
er kraftar hans leyfðu, hann sá
meðal annars til þess að koma öll-
um vélum fyrir í hús, og ganga frá
því sem honum frekast var unnt.
Efst er í huga mér þakklæti fyrir
að hafa getað átt samleið með svo
stórbrotnum manni, sem hann
Halli var, þakklæti fyrir að dætur
okkar hafi geta notið samvista með
honum á Þingvöllum í sumar þótt
allt of stuttur tími hafi gefist okk-
ur síðustu tvö árin sökum fjarvista
okkar erlendis. Elsku Silla mín, ég
bið góðan guð að styrka þig í þinni
miklu sorg, missirinn er mikill fyr-
ir okkur öll en minningin um hann
Hallvarð mun ávallt standa okkur
ofarlega í huga og verma okkur
þegar söknuðurinn og sorgin sækja
á.
Farðu sæll til herrans heima
hreina, góða sterka sál.
þínir niðjar þér ei gleyma,
þar til tæmist lífsins skál.
Þegar lýjumst vér að verki
vilji birta þrek og trú.
þá sé oss þín minning merki
meir og betur stríddir þú.
(M. Jochumson.)
Elín Sigurgeirsdóttir.
í dag er til moldar borinn á
Helgafelli Hallvarður Kristjánsson
bóndi á Þingvöllum. Leiðir okkar
Hallvarðar hafa óhjákvæmilega
legið saman síðasta áratuginn þar
sem hún Elín dóttir mín varð þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að sameinast
fjölskyldu þeirra Þingvallahjóna.
Enda þótt skuggi þess sjúkdóms
sem nú hefur runnið sitt skeið hafi
síðustu árin hvílt yfir heimilinu hef-
ur æðruleysi þeirra verið undravert.
Persónuleika Hallvarðar verður
einna best lýst með orðum gengins
vinar okkar beggja, Þóris Kr. Þórð-
arsonar, sem taldi hann helst minna
á enskan aðalsmann.
Hann var vel máli farinn, sögu-
maður góður og hafði greinilega
af að miðla ríkulegum sjóði þekk-
ingar og reynslu sem fáum er léð.
Hann elst upp á tímum breytinga
í þjóðlífinu og skynjaði manna best
þær hræringar sem urðu á atvinnu-
vegum okkar jafnt til lands og sjáv-
ar og tók virkan þátt í uppbygg-
ingu með hliðsjón af þeim breyting-
um. Hvar svo sem hjálpar var þörf
varði hann starfskröftum sínum til
vinnu utan heimilisins, byggingar,
smíðar og raflagnir, allt lék þetta
í höndum hans enda ber ásýnd
Þingvallaheimilisins ljósan vott
hagleiks jafnt til huga og handar
þess eljumanns sem nú er horfinn
okkur sjónum. Minnisstæð er ferð
okkar um blómlegar byggðir Skot-
lands fyrir sjö árum, hér hafði fag-
maður næmt auga fyrir hleðslum
og öðrum mannanna verkum sem
byggja á reynslu og þekkingu lið-
inna kynslóða og prýða blómlegar
sveitir þeás lands. Éinnig ferðuð-
umst við saman um víðar lendur
Karolinafylkis í Bandaríkjunum.
Hér voru einnig landkostir að hans
skapi þó frábrugðnir væru þeir
okkar heimabyggðum. Við gengum
saman á Helgafell fyrir nokkrum
misserum og við blöstu byggðir
Breiðaijarðar. Hér var ríki Hall-
varðar, hér þekkti hann hveija
eyju, hólma og tanga svo langt sem
augað eygði.
Að leiðarlokum þökkum við hjón-
in samfylgdina og vottum Sigurlín
og fjölskyldunni okkar dýpstu sam-
úð.
Sigurgeir Kjartansson.
í dag kveðjum við tengdaföður
minn, Hallvarð Kristjánsson. Ör-
þreyttur og slitinn leggst hann nú
til hinstu hvíldar. Þótt svo við
kannski búumst við dauðanum, þá
virðist sem við séum aldrei honum
viðbúin. Það er margs að minnast
nú, þegar litið er til baka, og margt
að jiakka.
Ég kveð að leiðarlokum góðan
vin, tengdaföður og afa minna
drengja með einlægri þökk fyrir
allt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hanna Jónsdóttir.