Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 11 FRÉTTIR Úthlutun aflaheimilda á úthafskarfa á Reykjaneshrygg og rækju á Flæmingjagrunni Verðmæti afsalaðra afla- heimilda innan við 4% Miklu munar á verð- mæti þeirra aflaheim- ilda sem úthlutað var á úthafínu fyrr á þessu ári og þeim aflaheimild- um sem þeim skipum sem fengu úthlutun var gert að skila innan ís- lensku lögsögunnar í staðinn, eins og fram kemur í umfjöllun Hjálmars Jónssonar. GANGVERÐ á varanlegnm aflakvóta úthafskarfa á Reykjaneshrygg og rækju á Flæmingjagrunni var í kringum 200 krónur kílóið eftir að veiðiheimildum íslendinga á stofnunum var úthlutað fyrr á þessu ári. Um er að ræða varanlega aflahlutdeild sem úthlutað er á einstök skip í samræmi við afla- reynslu undanfarinna ára. Úthlutað var 45 þúsund tonna heildarkvóta á úthafskarfa til 51 skips og 6.800 tonna rækjukvóta til 42 skipa. Hvor- ugur kvótinn hefur náðst allur í ár, en áætia má að verðmæti heildark- vótans sem úthlutað var miðað við þessi jaðarverð sé í kringum 10 milljarðar króna. Samkvæmt lögum um úthafs- veiðar sem sett voru á Alþingi milli jóla og nýárs í vetur getur sjávarút- vegsráðherra sett það skilyrði fyrir úthlutun aflahlutdeildar á einstök skip að þau afsali sér aflaheimildum innan lögsögu íslands á móti sem nemi allt að 15% af þeim aflaheim- ildum sem úthlutað er reiknað í þorskígildum. Þær útgerðir sem ekki geta uppfyllt þessi skilyrði, til dæmis vegna þess að þær eiga ekki aflaheimildir innan íslensku lögsög- unnar, skulu samkvæmt lögunum sæta skerðingu á úthlutuðum afla- heimildum sem þessu nemur. Sjávarútvegsráðherra ákvað að þau skip sem fengju úthlutað karfa- heimildum þyrftu að skila inn sem næmi 8% af úthlutuðum aflaheim- ildum og vegna rækjunnar þurfti að skila 4% af úthlutuðum aflaheim- ildum. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að það hefði verið mat á aðstæðum og hvernig þessar veiðar hefðu komið til og þróast sem hefði ráðið því að þetta var niðurstaðan. „Það var auðvitað alveg ljóst að það voru engin nákvæm vísindi þar á bak við,“ sagði hann ennfremur. 300 milljónir vegna ufsans Samanlagt afsöluðu skip sér veiðiheimildum á nærfellt tvö þús- und þorskígildistonnum innan ís- lensku lögsögunnar vegna þessa. Langmest var um það að ræða að skip afsöluðu sér veiðiheimildum á ufsa eða sem nemur um 7,5% af heildarveiðiheimildum á þeim stofni. Það jafngildir um 3.600 tonnum af óslægðum fiski, en tæp- um 2.900 tonnum af slægðum. Al- gengt verð á varanlegum veiðiheim- ildum á ufsa á síðasta fískveiðiári var ekki fjarri 100 krónum og má því lauslega áætla að verðmæti af- salaðra veiðiheimilda á ufsa nemi tæplega 300 milljónum króna vegna úthlutunar úthafskarfans og rækj- unnar. Einnig afsöluðu sum skip sér veiðiheimildum í öðrum tegund- um, svo sem skarkola, grálúðu, steinbít og ýsu, en þar var um mjög lága aflahlutdeild að ræða í öllum tilvikum. Má því gera ráð fyrir að verðmæti afsalaðra aflaheimilda vegna úthlutunar varanlegs kvóta á úthafskarfann á Reykjaneshrygg og rækjuna á Flæmingagrunni nemi innan við 350 milljónum króna. Samkvæmt þessum útreikning- um er því verðmæti úthlutaðra afla- heimilda innan við 4% af þeim veiði- heimildum sem úthlutað var á út- hafinu á þessar tvær fisktegundir. Rétt er að leggja áherslu á að svona útreikningar eru háðir takmörkun- um af ýmsu tagi og ætti fremur að taka sem vísbendingu um verð- mæti en nákvæmt mat. Verðið verð- ur til í viðskiptum með lítinn hluta þeirra aflaheimilda sem úthlutað er í heildina og er iðulega um að ræða skipti á veiðiheimildum. Þá má nefna að þær útgerðir sem fengu úthlutað kvótanum hafa á undanförnum árum í mörgum til- vikum lagt í mikinn kostnað til að afla sér aflareynslu vegna þessara veiða, en þær hafa líka notið ávaxt- anna af því að afli á þessum miðum hefur jókst mikið í kjölfarið vegna frumkvæðis þeirra. Standa undir veiðieftirliti Eins og fyrr sagði hefur allur kvótinn sem úthlutað var í ár á Reykjaneshrygg og Flæmingja- grunni ekki náðst og útseð er með að hann náist allur. Úthlutaður heildarkvóti á karfa var 45 þúsund lestir og hafa nú veiðst um 33 þús- und tonn. Fimm þúsund tonn hafa veiðst af rækju á Flæmingjagrunni af 6.800 tonna heildarkvóta. Ekki er hægt að færa aflaheimildir milli ára á þessum stofnum og þvi fellur sá kvóti niður sem ekki næst fyrir áramót. Veiðarnar á þessum stofnum eru háðar samningum við aðrar þjóðir. Fundur í NEAFC-nefndinni sem hefur með veiðar á karfanum að gera verður haldinn í næsta mánuði og þar skýrist hver heildarkvótinn verður og hversu mikið kemur í hlut íslendinga. Heildarkvótinn á þessu ári var ákveðinn 158 þúsund tonn og skiptist kvótinn þannig milli ríkjanna að Evrópusambandið er með 23 þúsund tonn, Rússar með 41 þúsund tonn, Norðmenn með 6 þúsund tonn, Pólveijar með 1.000 tonn og Grænlendingar og Færeyingar eru sameiginlega með 40 þúsund tonn. Ekki hefur verið ákveðinn heildarkvóti á rækju á næstu ári, en líkur eru taldar til þess að hann verði svipaður og í ár. Á Flæmska hattinum verða út- gerðir að standa straum af kostn- aði af því að veiðieftirlitsmaður sé um borð og greiða þær 15 þúsund krónur á hvern úthaldsdag. Það gjald á að standa undir kostnaði vegna eftirlitsins, en gerir það ekki fyllilega, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Kostnaður vegna eftir- litsins þar var mjög mikill á síðasta ári. Þá nam hann 95 milljónum króna, en kostnaðurinn í ár er áætl- aður 35 milljónir króna. Útgerðum er einnig gert að standa undir kostnaði vegna veiði- eftirlits Fiskistofu almennt og greiddi útgerðin um 110 milljónir króna á síðasta almanaksári vegna þess. Áætlað er að veiðieftirlits- gjaldið verði liærra í ár eða sem nemur 120 til 130 milljónum króna. Gjaldið er í tvennu lagi í aðalatrið- um. Annars vegar eru greiddar 14.135 krónur vegna leyfis til veiða í atvinnuskyni og síðan eru greidd- ar 155 krónur vegna hvers úthlut- aðs þorskígildistonns. Þá er útgerðinni gert að greiða gjald til Þróunarsjóðs sjávarútvegs- ins. Gjaldið nam samanlagt um 560 milljónum króna á síðasta fiskveiði- ári og áætlað er að gjaldið skili Þróunarsjóði um 600 milljónum króna á yfírstandandi fiskveiðiári. I reglugerð segir að gjaldið skuli nema 1.160 krónum vegna hvers úthlutaðs þorskígildistonns. Út- gerðinni er einnig gert að greiða fleiri gjöld til Þróunarsjóðs sjávarút- vegsins samkvæmt lögum um sjóð- inn, eins og til dæmis fast gjald sem miðast við brúttórúmlestaíjölda skipa. Þá er eigendum flskvinnslu- húsa gert að greiða gjald til sjóðs- ins í samræmi við fasteignamat. Andlát KRISTJÁN SIGUR- MUNDS- SON KRISTJÁN Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Crystal, lést í Landspítalanum í Reykjavík föstudaginn 17. október sl. eftir skamma sjúkdómslegu. Kristján var á 93. aldursári. Kristján var fæddur að Fossá á Barðaströnd 3. september árið 1905. Hann var sonur Sigurmundar Katrínusar Guðmundssonar og Kristínar Kristjánsdóttur. Kristján var ekki orðinn tvítugur þegar hann hélt til Reykjavíkur og hóf sölu- mennsku og stundanði hana þar til hann stofnaði sælgætisgerðina Crystal við Víðimel í Reykjavik. Kristján rak sælgætisgerðina méð nokkru umfangi í mörg ár en síð- ustu árin vann hann einn og fram- leiddi konfekt og páskaegg fram yfir áttrætt. Margir Reykvíkingar og þá sérstaklega vesturbæingar minnast þess að hafa komið til Kristjáns í sæigætisgerðina fyrir páska og keypt hjá honum páska- egg- Kristján var þekktur laxveiði- maður og stundaði laxveiðar fram á níræðisaldur. Var hann um tíma leigutaki Laxár í Leirársveit og hafði einnig Svartá í Svartárdal og Laxá í Dölum til leigu og endur- leigði þær útlendingum. Eiginkona Kristján var Guðný Jóhannsdóttir en hún lést árið 1993. Kristján lætur eftir sig tvo upp- komna syni. IÐNAÐARHURÐIR Rýminiarðalá vegna breytinga 10-40% afsláttur Fataskápar, skenkar, borðstofuborð, rúm, stólar, myndir, kistur, borðbúnaður o.fl. Anttfebú&ín ^— Ai iQti irQtræti *Jor /t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.