Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 38
öS ÞRIÐJ IDAGUR 21. OKTÖBER 1097 MORGUNBLAÐIÐ + Steinunn Guðný Magnúsdóttir var fædd í Nýlendu við Hvalsnes í Mið- neshreppi 14. ágúst 1917. Hún lést á Landspitalanum 13. október síðstliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Bjarni Hákonarson, bóndi í Nýlendu, f. 12.6. *■ 1890, d. 11.10. 1964, og kona hans Guð- rún Hansína Stein- grímsdóttir, f. 13.2. 1891, d. 15.12. 1987. Systkini Steinunnar eru: Olafur Hákon, f. 1919. Kona hans er Svala Sigurðardóttir. Björg Magnea, f. 1921, d. 1980, gift Ólafi Guðmundssyni. Einar Marinó, f. 1924. Kona hans er Helga Aðalsteinsdóttir. Gunnar Reynir, f. 1925. Kona hans er Sigurlaug Zophaniasdóttir. Hólmfríður Bára, f. 1929, gift Bryiyari Péturssyni. Tómasína Sólveig, f 1932, sambýlismaður hennar er Jóakim Snæbjörns- son. Steinunn giftist Skúla Krist- jáni Halldórssyni tónskáldi 14. maí 1937. Börn þeirra: 1) Magn- ús, f. 1937. Fyrir hjónaband eignaðist Magnús son, Sigurð Hannibal. Móðir hans er Guð- ríður Hannibalsdóttir. Kona Magnúsar: Sylvia Guðmunds- dóttir. Þeirra börn eru Skúli og Asta Olga. Magnús og Sylv- ia skildu. Sambýliskona Magn- „En fyrst þú gast svo góðs til mín, get ég þá nema minnst til þín ættprýði mín og minna!“ Svo segir í einu ljóði Jónasar Hallgrímssonar og á vel við þegar við kveðjum elskulegu föðursystur okkar, Steinunni Guðnýju Magnús- dóttur, sem lést á Landspítalanum 13. þessa mánaðar. Steina var okkur systkinunum í senn mikil og góð frænka, ráðgjafi og vinur. Allt sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem var í æsku eða á fullorðinsárum, lét hún sig varða. Ávallt var hún fyrst til að samgleðjast ef tilefni gafst og einn- ig fyrst með hughreystingarorð og góð ráð ef eitthvað bjátaði á. Skipti þá hvorki máli staður né stund. Notaði hún þá hin ýmsu meðul sem sjaldan brugðust. Höfðaði hún gjarnan til sinnar eigin reynslu og hvernig hún hefði brugðist við í sömu aðstæðum. Ekki má heldur gleyma hinum meðulunum, sem hún gjarnan bar með sér í handtösk- unni hvert sem hún fór og miðlaði öðrum óspart. Steina fékk í vöggu- gjöf dyggðir og hæfileika sem hún gat nýtt sér til vaxtar og þroska á gæfuríkri ævi. Hún hafði til að bera fegurð, yndisþokka, einstakt skop- skyn og góða greind. Þetta gæti ef til vill verið persónulýsing í skáld- sögu en svo sannarlega voru þetta einkenni Steinu frænku. Ótal minningar frá uppvexti okk- ar tengjast heimili Steinu og Skúla á Bakkastígnum, sumarbústaðnum við Hafravatn og Nýlendu, æsku- stöðvum föður okkar og Steinu systur hans, en þau voru einkar samrýnd og máttu varla hvort af öðru sjá og sjaldan ríkti lognmolla í þeirra samskiptum. Mátu þau hvort annað mikils. Steina var með afbrigðum ættrækin og nutu þess ungir og aldnir í stórum hópi ætt- menna hennar og Skúla. Steina var af þeirri gerð að allt hennar ævi- skeið lifði hún lífinu lifandi og lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hún var hvatvís og fljóthuga og þótti sumum að það jaðraði við stjórnsemi, svo áköf gat hún orðið þegar hún lét sig eitthvert mál varða. Fólk sem naut hennar nær- ' veru varð ósjálfrátt snortið af lífs- gleði hennar og lífsýn. Hugðarefnin úsar er Svava Björnsdóttir og eiga þau einn son, Björn. 2) Unnur, gift Kristjáni Sig- urjónssyni. Þeirra börn eru Steinunn, Jóhanna Katrín, Margrét, Siguijón (látinn), Katrín og Kristín Ólína. Steinunn ólst upp hjá foreldrum sínum til fimm ára aldurs, en þá var hún send í fóstur til föðursystur sinnar Guðrúnar Hákonardótt- ur og manns hennar Magnúsar Þórarinssonar á Bakkastíg 1, Reykjavík, en í því húsi hefur hún átt heima síðan. Hún var þó jafnan sumarlangt hjá for- eldrum sínum í Nýlendu. Stein- unn lauk prófi frá Gagnfræða- skóla Reykvíkinga og var óreglulegur nemandi i Sam- vinnuskólanum. Auk húsmóð- urstarfa vann hún sem bókari eða gjaldkeri hjá nokkrum fyr- irtækjum í Reykjavík (Bíla- smiðjunni, Sænska frystihús- inu, Steinavör og fleirum), en lengst af starfaði hún hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Seinustu starfsárin vann hún við gæslu á Þjóðminjasafninu. Útför Steinunnar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. voru mörg og merkileg. Má þar nefna íslenskar jurtir en hún hafði óbilandi trú á lækningamætti þeirra. Tónlistin skipaði einnig stór- an sess í lífi Steinu frænku enda hvernig mætti annað vera þar sem Skúli Halldórsson tónskáld, eigin- maður hennar, var sá sem stal hjarta hennar um tvítugsaldurinn þegar hún var fögur yngismey í Reykjavík. Steina og Skúli voru einstaklega samhent hjón og áttu því láni að fagna að eiga sameiginleg áhuga- mál og gátu notið þeirra saman í meira en hálfa öld. Að leiðarlokum viljum við systkinin þakka Steinu frænku samfylgdina og sendum Skúla, Unni, Magnúsi og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Systkinin úr Hrauntungunni. Það verður seint klukkumar munu hafa stanzað þá legg ég af stað. Nóttin mun anda hægar nótt svefn nótt alkyrr mið nótt. Þá hverf ég loksins burt loksins þá það verður mjög seint þá mun ég fara frá ykkur. (Sigfús Daðason.) Elskuleg tengdamóðir mín, Steinunn Magnúsdóttir, er farin frá okkur. Við Steina litum ávallt á okkur sem tengdamæðgur þótt leiðir okk- ar Magnúsar, sonar hennar, hafi skilið fyrir átta árum. Þegar vel lá á okkur, áttum við það jafnvel til að monta okkur svolítið yfir því hve sambúð okkar undir sama þaki, eins og hún var vön að kalla hana, var alla tíð snurðulaus. Þótt ótrú- legt megi virðast varð okkur aldrei sundurorða og teljumst þó báðar ákveðnar konur. Sennilega var það fyrst og fremst hreinskiptni Steinu að þakka. Hún var einstaklega hrein og bein, kom ávallt til dyranna eins og hún var klædd. Hún var hispurs- laus í tali, notaði oft áhrifarík og kjarnmikil orð og stóð á sannfær- ingu sinni. Undir skelinni, sem stundum gat virst dálítið hijúf, sló hjarta úr gulli. Aldrei mátti hún neitt aumt sjá og fram á síðustu stundu, í eigin veikindum, var hug- ur hennar hjá ýmsum vinum og ættingjum sem hún vissi að áttu um sárt að binda. Þótt hreinskiptni og rík réttlætis- kennd, kraftur og elja séu ef til vill eiginleikar sem fyrst koma upp í hugann þegar hugsað er til Steinu, fylgir skopskynið þar fast á eftir. Áf því hafði hún fengið ríkulegan skammt í vöggugjöf. Ég minnist þess til dæmis að skömmu eftir að útvarpsstöðin Bylgjan hóf göngu sína mátti heyra þar einn daginn tilkynningu sem var á þessa leið: Þeir sem stálu ísskáp fyrir framan Bakkastíg 1 í morgun, vinsamlegast komi og nái sér í hillur og skúffur. Svona var lífið í kringum hana, alltaf fullt af uppákomum og skemmtilegheitum. Það var þó ekki síst lífsstíll hennar sem kryddaði svo oft tilveru okkar sem nutum náinna samvista við hana. Hún var hröð í hugsun, suðræn að skap- lyndi og gefinn sá sjaldgæfi eigin- leiki að glæða hversdagsleikann lífi og koma okkur endalaust á óvart. Hún hafði takmarkaða biðlund, vildi drífa í hlutunum, hamra jámið á meðan það var heitt eins og hún sagði svo oft. Hún elskaði ljóð og tónlist, hún elskaði lífið en þó umfram allt Skúla. Stundum átti hún það til að skamma hann hreint voðalega, nánast eins og hann væri fulltrúi alls þess sem miður fer hér á jörð, en í hennar augum jafnaðist samt enginn á við hann. Eg hitti Steinu fyrst fyrir tutt- ugu og níu árum. Mér varð strax ljóst að hún var engin venjuleg kona. Móðir mín hafði reyndar sagt mér að hún væri með fallegri kon- um í Reykjavík en ég minnist þess ekki að hafa velt því fyrir mér þegar ég sá hana. Persónuleikinn, látæðið og fasið urðu yfirsterkari. Þrátt fyrir að sennilega óraði hvoruga okkar fyrir því að við ætt- um eftir að eiga nær þriggja ára- tuga samleið, fékk ég þá strax fyrstu kennslustundina af mörgum í hennar lífsins skóla. Hún tók mig fljótt undir sinn vemdarvæng, reyndist mér ætíð sem önnur móð- ir og saman tókumst við á við tilver- una í sínum margvíslegu myndum. Steina var sannkölluð dóttir gamla Vesturbæjarins. Hér þekkti hún hvern krók og kima og gat rakið sögur húsa og fjöiskyldna marga áratugi aftur í tímann. Hún hafði einstakt minni og naut þess að deila reynslu sinni og fróðleik með öðrum. Frábært hefði verið ef skráð hefði verið niður það sem hún hafði frá að segja á sinn litríka hátt. Steinu var ekkert óviðkomandi. Hugur hennar var bundinn við að færa allt í lífi sínu og umhverfi til betri vegar, skipti þá ekki máli hvort um var að ræða heimilislaus- an kött, barn sem hún taldi vera í reiðileysi, nagla eða stein sem ein- hver gæti rekið sig á. Sumarið 1974, þegar hringvegurinn var ppnaður, fórum við báðar austur í Öræfi með tveggja vikna millibili. Ég hafði meðferðis poka sem í var töng og hamar til að fjarlægja vír- spotta sem Steina hafði rekið aug- un í á brúarstólpa við Jökullónið og taldi mikla slysagildru! Þetta fannst henni sjáifsagt og átti erfítt með að sætta sig við að öðrum þætti það ekki líka. Hún hugsaði fyrir öllu fram á síðustu stund og ekki gleymdi hún að biðja mig að koma á framfæri sérstöku þakklæti til starfsfólksins á deild 12G á Landspítalanum fyr- ir einstaka hlýju og góða umönnun. Steina hvarf frá okkur þegar mið var nótt og alkyrr. Við ástvin- ir hennar höfum misst mikið en missir Skúla er mestur. Ég kveð tengdamóður mína með ást og virð- ingu. Blessuð sé minning hennar. Sylvía Guðmundsdóttir. „Hver ertu? Hvaðan kemurðu? Hvert ferðu?“ Þetta eru áleitnar spurningar þegar við veltum fyrir okkur lífi manneskjunnar, lífi allra manna eða lífi okkar sjálfra og nánasta samferðafólks. Þótt okkur virðist, ekki síst þegar við erum ung, að þetta séu einfaldar spurn- ingar, er lífíð svo stríðið og hrekk- víst að eftir því sem við öðlumst meira af svokölluðum þroska, verð- ur smám saman ljósara að okkur endist ekki aldur til að fá svör við þeim. Aftur á móti eyðir maðurinn í glímuna við þessar sakleysislegu spumingar megninu af þeim hluta tíma síns og iðju sem við í sjálfsupp- hafningaráráttu okkar köllum and- legt líf. Lesandinn getur verið alveg ró- legur. Ég ætla ekki að þreyta neinn með vangaveltum mínum um til- gang og eðli lífsins. Svör mín verða, eins og vitneskja mín, einföld og grunn. Þau eru einungis rammi utan um fáein kveðjuorð til konu sem var vinur minn alla mína full- orðinstíð. Hver var hún? Hún var Steinunn Guðný Magnúsdóttir, dóttir Magn- úsar Hákonarsonar og Guðrúnar Steingrímsdóttur í Nýlendu á Hvalsnesi, yst á Reykjaneskaga. Hún ólst að mestu upp hjá föður- systur sinni, Guðrúnu, og manni hennar, Magnúsi Þórarinssyni, skipstjóra, á Bakkastíg 1, vestast í Vesturbænum í Reykjavík. Þar bjó hún þegar ástir tókust með henni og samstarfsmanni hennar, Skúla Halldórssyni, á skrifstofu Strætisvagna Reykjavíkur eftir að Hitler komst til valda í Þýskalandi og áður en spænska borgarastyij- öldin hófst. Hún var ægifögur, vönduð að allri gerð, siðprúð og heilsteypt. Skúli var að byija að fást við tónsmíðar. Hann skrifaði handa henni vals og færði henni. Það var fyrsta ástleitnin sem hann áræddi að sýna henni. Hvaðan kom Steina? Ég veit ekki hvaðan, utan það sem ættern- ið segir. Við verðum líklega að trúa því að það vaxi pálmatré suður með sjó! Svo suðræn var Steina bæði í útliti og skaphöfn, að það var ekki fyrr en ég kom suður að Miðjarðarhafi að ég kynntist kon- um sem svipaði til hennar. Suðrænt útlit er reyndar ekki svo sjaldgæft á íslandi, en þau funheitu viðbrögð sem Steina sýndi á augabragði, einkum ef henni mislíkaði, hef ég ekki þekkt hjá öðrum íslenskum konum. Skúli og Steina giftust í maí 1937 og hófu búskap á neðstu hæðinni á Bakkastíg 1. Niðri óx nýtt líf, börnin Magnús og Unnur fæddust, en uppi fækkaði, Guðný amma Steinu hvarf og síðan fóstur- foreldrarnir. Þá fyllti fjölskylda Steinu og Skúla húsið. Það eru næstum fjórir áratugir síðan ég tók að venja komur mínar á Bakkastíg 1 að heimsækja Magnús son þeirra, fóstbróður minn. Það er varla of- mælt að í því húsi hafi ég verið heimagangur allar götur síðan og umgengist íbúa þess, börn, tengda- dóttur og barnabörn Steinu og Skúla, eins og þeir væru mín eigin fjölskylda. Á heimili Skúla og Steinu ríkti alla tíð gleði, glæsimennska og rausnarskapur. Steina var kraft- mikil myndarhúsmóðir. Gestagang- ur var mikill. Píanistinn og tón- skáldið Skúli Halldórsson er gleði- maður og þau hjónin voru alla tíð afskaplega vinmörg, vinsæl og trygglynd. Fjölskyldur beggja eru líka stórar og samheldnar. Steina var vel gefin kona, fróð, greinargóð og nákvæm. Þegar ég skrifaði ævisögu Skúla, „Lífsins dóminó", naut ég góðs af þessum eiginleikum hennar og kynntist því enn betur hversu annt henni var um að fara aldrei fijálslega með sannleikann. Hún lá reyndar aldrei á skoðunum sínum, til dæmis ef henni þótti framferði okkar strák- anna ábótavant, ég tala nú ekki um Skúla, sem oft fékk orð í eyra, og ekki aldeilis verið að spá í það hvort aðrir heyrðu til. En þegar Steina hafði sagt það sem henni lá á hjarta, var því lokið frá hennar hálfu. Hún var með eindæmum hreinskiptin manneskja. Hvert fór Steina? Ég get svo sem ekkert fullyrt um það fremur en annað. En ef hún hefur farið á þann stað þar sem prestarnir lofa svo vammlausum manneskjum ör- uggri vist, og ef það er tilfellið að einn og einn vandræðagemlingur sleppi inn um Gullna hliðið, þá er það áreiðanlegt að Lykla-Pétur hefur aldrei fengið betri engil til liðs við sig að segja svörtum sauði til syndanna en hana Steinu. Og þótt ég viti að Skúli saknar Steinu, eins og við hin sem þótti vænt um hana, vona ég að hann doki sem lengst við Steinulaus. Enda liggur ekkert á. Það væri ólíkt henni að bregðast honum, þótt einhver stund liði. Örnólfur Árnason. Eiginlega kynntist ég Steinu fyrst í gegnum eldhúsgluggann minn. Ég var með þvottaburstann á lofti, þegar ég sá hana koma gangandi upp Vesturgötuna. Að sönnu vissi ég, að hún var kona hans Skúla, tónskáldsins, og móðir hans Magga, skólabróður míns. En við höfðum aldrei átt stund saman til að kynnast verulega. Hún var glæsileg þar sem hún fór, skartbúin með hatt á höfðinu, rómantísk, jafnvel skáldleg í sérvizku sinni - því að hún hafði sinn stíl, hún Steina. Og leiksviðið var gatan, gatan hennar, því að hversu oft hafði hún ekki gengið upp þessa sömu götu. Gengið með kynslóðunum, frá því að hún var sjálf barn. „Góðan dag, litla barn, góðan dag.“ Þetta var konan, sem skáldin höfðu ort til, og ég horfði öfundaraugum á eftir henni - enn með burstann á lofti - þar til hún hvarf niður Bakkastíginn. Ég reyndi að rifja upp fyrir mér lagið hans Skúla, eitthvert víðfrægasta og umdeildasta lag sem skrifað hefur verið, „Dómínó, Dómínó, ertu frönsk eða fædd hér á landi?“ Þetta var Steina með sitt suðræna yfir- bragð og „temperament", eins og Skúli segir alltaf. Augun voru dimm og skörp. Þau horfðu í gegn- um mann, skildu allt. .. .„Augun er sendu mér sólskin og vor í svartnætti drauma minna." Þessi fallega hending er úr kvæði, sem Vilhjálmur frá Skáholti orti til Steinu. Kveikjan að því var vals, sem Skúli hafði tileinkað konu sinni. Svona var Steina umvafin listamönnum og bóhemum alla sína tíð, alveg frá því að hún var lítil stelpa með síðar fléttur og var tek- in í fóstur í stóra húsið við Bakka- stíginn. Svo var það snemmsumars á þessu ári, að -nér auðnaðist sú gæfa að eiga dagstund með Steinu og Skúla. Heima í stofunni þeirra. Þar er stór sófi, arinn og svartur flygill. Ég hafði beðið þau um við- tal, beðið þau að segja mér frá æskuárum og daglegu lífi, eins og það var fyrr á öldinni. Steina tók mér opnum örmum. Mér fannst eins og hún hefði verið að bíða eftir mér. Hún hikaði aldrei, sagði viðstöðulaust frá, kryddaði frásögn sína með fjörlegum mannlýsingum og sögum úr tilhugalífinu. Hún sagði frá lífinu í þessu stóra, göf- uga húsi og öllu því litríka fólki, sem hafði komið við sögu þess. Ég skynjaði, að þetta var lífsreynd en hamingjusöm kona, kona sem leit með fögnuði yfir farinn veg. Hver dagur hafði verið henni dýrmætur. Undir lokin settist hún við flygilinn og spilaði eftirlætislag móður sinn- ar, írskt þjóðlag „The last Rose“. Hringnum var lokað. Hún var aftur komin heim. Komin heim til mömmu. Það er sjónarsviptir að Steinu. Vesturgatan verður aldrei söm á ný. Við, nágrannarnir, þökkum samfylgdina. Bryndís Schram. • Fleiri minningargreinar um Steinunni Guðnýju Magnúsdóttur bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. STEINUNN GUÐNÝ - MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.