Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 MINNINGAR SIG URBJÖRN EIRÍKSSON -4- Sigurbjörn Ei- ■ ríksson fæddist á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði 5. desember 1925. Hann lést á Land- spítalanum í Reykjavík 10. október síðastlið- inn. Foreldrar: Ei- ríkur Stefánsson, bóndi á Gestsstöð- um, f. 30. júní 1892 í Tungu í Fá- skrúðsfirði, d. 12. okt. 1962, og k.h. Guðrún Jónsdóttir, f. 22. júní 1897 i Geithellnahr. S-Múl., d. 21. apríl 1969. Þau eignuð- ust sjö syni er upp komust og er einn þeirra eftirlifandi, Sigmundur Eiríksson, bóndi á Gestsstöðum, f. 16. okt. 1922. Sigurbjörn kvæntist 1947 Hjördísi Þorbjörgu Guðjóns- dóttur, f. 22. apríl 1921 í Bæ, Bæjarhr., A-Skaft., þau skildu, foreldrar Guðjón Bjarnason, bóndi í Bæ í Lóni, og kona hans Guðný Sig- mundsdóttir. Börn þeirra: a) Guðný, f. 1. júní 1948, maki Ingþór Arnórsson, b) Eiríkur Rúnar, f. 8. apríl 1950, maki Kristín Kui Rim. c) Gestur, f. 14. jan. 1953. Barnsmóðir og sambýliskona: Gróa Herdís Bær- ingsdóttir, f. 27. júlí 1933 í Bjarnar- höfn í Helgafells- sveit, Snæf., for- eldrar Bæring El- íasson, bóndi, Bjarnarhöfn, síðar Stykkishólmi, f. 9. maí 1899, d. 30. maí 1991, og kona hans Árþóra, f. 23. des. 1904 á Rauðhálsi, Dyrhólahreppi, V-Skaft., d. 17. mars 1990. Börn þeirra: d) Helga, f. 15. mars 1954, maki Stefán Gunnarsson, (e) Bæring, f. 14. des. 1958, maki Kolbrún Jónsdóttir, f) Sigur- björg, f. 8. mars 1964, maki Þórir Rafn Halldórsson. Barnsmóðir: Arnbjörg Hans- en, f. 12. júní 1938 í Færeyj- um, sonur þeirra g) Sigmar, f. 20. nóv. 1971. Sigurbjörn var kunnur veit- ingamaður í Reykjavík og hrossabóndi. Útför Sigurbjörns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég fékk ekki kvatt þig eins vel og ég vildi. Veit nú að kærkominn loks færðu frið. Með fjölskyldu og vinum er skarð fyrir skildi. Söknuður fylgir þér hærra á svið. Af mannvonsku kraminn og kalinn á hjarta sem Kristur forðum fyrirgafst þeim, nú sérðu framtíð þér brosandi bjarta breiða út faðm sinn. Velkominn heim. Sárt er þín saknað, hugljúfi hlynur. Hann þerrar tárin sem verndar þig nú. Einlægur varstu, einstaki vinur; veit þú ert sæll. Það er von mín og trú. Fegurst blóm falla - já það er haustið, farfuglar kveðja og halda á braut. Ég þakka þér alla tíð tryggðina og traustiú, trúi að farsæld þér falli í skaut. Guðmundur Hermannsson. Fallinn er frá kær vinur sem markaði djúp spor í lífí mínu og fjölskyldu minnar. Áður en ég kvæntist vorum við miklir mátar og skemmtum okkur oft saman og áttum viðskipti. Alltaf var það með sóma og gagnkvæmu trausti. Aldrei bar skugga á. Þegar börn mín uxu úr grasi lét hann velferð þeirra sig varða. Það sem stendur upp úr er þegar Sigurbjörn gaf dóttur minni folald undan topp- gæðingi þessa lands, Sörla 653. Sikill var hann skírður og er tfmar Iiðu og dóttir mín hafði náð tökum á hestamennskunni, vann hún hvert mótið á fætur öðru. í mörg ár nutum við gleðinnar af um- gengninni við Sikil í uppvexti dótt- ur minnar Grímu Sóleyjar og svo stoltsins yfir árangrinum á mótum og glæsileikans á velli. Svo kom reiðarslag, Sikill fékk spatt og nýtur hann nú lífsins í haga. Þang- að er hann heimsóttur á góðum stundum. Fagnar hann þá komu okkar með því að taka sig út úr stóðinu og brokka til komumanna. Annars er hann óljúfur að láta ná sér ef aðrir reyna að nálgast hann. Þegar Sigurbjörn frétti hvernig komið var fékk dóttir mín annan hest, glæsilegan og lofar góðu þegar tímar líða; geðslagið og glæsileikinn bera það með sér. Kærleikur Sigurbjörns var ein- stakur og hvað hann gat fyrirgef- ið hrottalegar árásir og níð - það er fáum gefið. Trúmaður var Sigurbjörn mikill, reiddi sig á mátt guðs og fyrirgefningu, bað í hljóði fyrir andstæðingum og óvildarmönnum - þeir ættu nú að líta til baka og biðja um miskunn. Vegir guðs eru órannsakanlegir, faðmur hans er opinn þeim sem biðja og finna til sársauka yfir því liðna. Eitt það furðulega var að rógur kom manni á þing og þar til æðstu metorða. Það er oft gleypt hrátt sem sagt er til óhróðurs, smjattað á því og nánast engin leið að veij- ast því. Það kemur stundum yfir rógbera að þeir sjá hvers orð og æði hefur leitt til og bugast yfir gjörðum sínum. Sigurbjörn hefur nú þegar veitt fyrirgefningu og beðið þeim mis- kunnar sem orð og gjörðir naga. Sigurbjörn gerði mörgum gott sem ekki hefur farið hátt, það var hans háttur. Ég veit að þeir sem reynt hafa það þakka guði kynnin við Sigurbjörn. Ég kveð Sigurbjöm með vissu um birtu sem umlykur hann nú og allir þrá. Guð blessi minningu þína, Sigurbjörn, og gefi þér frið. Grímur Marinó Steindórsson. • Fleiri minningargveinar um Sigurbjörn Eiríksson bíða birting- arogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Kveðja til langafa Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Laini Marie Dollison, Gunnar Alexander Sigurbjörnsson, Aron Ivar Sigurbjörnsson. Faðir okkar, + GUÐMUNDUR ÞORGEIRSSON, Lækjargötu 10, Hafnarfirði, andaðist á heimiii sínu aðfaranótt mánudagsins 20. október. Guðmundur E. Guðmundsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Með söknuði við kveðjum þig, elsku afi okkar. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar, bróður og barnabarns, KRISTJÁNS ÞÓRS KRISTJÁNSSONAR. Kristján Hlöðversson, Þórdís ívarsdóttir, Hjalti Kristjánsson, Hlöðver Oddsson, Birna Júlíusdóttir, fvar H. Jónsson. Ragnhildur R. Þórarinsdóttir. Sigurbjörn, Jens, Hjördís Lóa, Arnór og íris. Kammerkór Langholtskirkju - Jón Stefánsson Með listrænan metnað - Sími 894 1600 H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H ^ Simi 562 0200 .. LXXIXXXXIXXXl Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 HOTEL LOFTLEIÐIR. ICBLA N DAIR HOTEl. S Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA + Móðir okkar, HELGA ÁGÚSTA EINARSDÓTTIR, Reynimel 76, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. október. Guðlaug Gunnarsdóttir, Þóra Gunnarsdóttir. + Faðir okkar, 1 KRISTJÁN G. SIGURMUNDSSON, JmfrHk m*. lést föstudaginn 17. október. V7 .0 j|&‘ '''ÖSj Smári Kristjánsson, Snæbjörn Kristjánsson. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SVEINN ÓLAFSSON Orinda, Kaliforníu, lést laugardaginn 18. október. Ásta Lóa Bjarnadóttir og börn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN SIGURÐSSON, Snorrabraut 56, Reykjavík, sem lést að morgni mánudagsins 13. október sl., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykja- vík í dag, þriðjudaginn 21. október, kl. 15.00. Guðmundur Hermannsson, Adda Hermannsdóttir, Óli Jón Hermannsson, Sigurður G. Hermannsson, Hermann Hermansson, Katrín Hermannsdóttir, Eiríkur Á. Hermannsson, Valdimar O. Hermannsson, Snorri G. Hermannsson, Örn Hermannsson, Helgi Magnús Hermannsson, Gunnar Hermannsson, Auður Guðmundsdóttir, Ólafur Óskarsson, Kristfn E. Jónsdóttir, Sigrún A. Ámundadóttir, Fanney Jóhannsdóttir, Brynjar Stefánsson, Kristín Hjálmarsdóttir, Sigurbjörg Pétursdóttir, Sjöfn Guðnadóttir, Guðlaug L. Brynjarsdóttir, Björk Baldursdóttir, Sigrún Þorbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR, Hæðargarði 35, verður gerð frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 22. október kl. 15.00. Halldór Geir Lúðvíksson, Birgir Lúðvíksson, Helga Brynjólfsdóttir, Þorgeir Lúðvíksson, Valdís Gróa Geirarðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. #' + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför bróður míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, VIGGÓS SIGURJÓNSSONAR frá Skefilsstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Skagfirðinga og einnig til * starfsstúlkna og vistmanna á deild 6 á Dvalarheimili aldraða á Sauðár- króki. Gunnar Sigurjónsson, Margrét Viggósdóttir, Búi Vilhjálmsson, Sigríður Viggósdóttir, Helgi Friðriksson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.