Morgunblaðið - 21.10.1997, Page 47

Morgunblaðið - 21.10.1997, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 47 BREF TIL BLAÐSINS Þjóðar- auður á glámbekk Frá Einarí Eríingssyni: FÓLK byggði sér hús í sjávarþorp- unum vegna ftjálsræðis til sjávarafl- ans. Þær forsendur til lífsafkomu hafa ekkert breyst. Krókaveiðar ættu að vera öllum frjálsar. Stað- bundið veiðarfæri eins og krókarnir valda ekki eyðileggingu á óðölum fiskistofnanna. Það eru nefnilega fleiri tegundir en maðurinn sem eiga sér heimkynni, og það ætti að virða þeirra rétt til búsetu. En það gerir ekki trollið né dragnótin, sem valta yfir allt, jafnt gróður sem annað líf í sjónum. Það sem selst á mörkuðun- um er hirt, hinu er hent dauðu í sjó- inn aftur. íslendingar ættu að verða fyrstir til að banna þau veiðarfæri sem valda sannarlega tjóni á lífríki, byqa á að segja trollarana út fyrir 50 mílna lín- una, en láta krókaveiðarnar um að grisja allt þar fyrir innan. Skynsamur bóndi veit að hagsælla er að rýja sauðkindina en flá, upp á viðhald stofnsins að gera. Hinn aímenni borg- ari lifir ekki á því að 1272 sægreifi (eftir 8% reglunni) ryksugi auðlindina með gloríutrollum og flytji aflann úr landi til vinnslu; það þurfa fleiri en þessir menn að framfleyta sér og sínum. Nýju samtökin sem nefna sig Þjóðareign koma vonandi því fólki til góða sem nú er að hrökklast frá sín- um óðölum vítt um landið vegna þess að sægreifinn flutti úr plássinu með kvótann sinn yfir í annað pláss eða til fullvinnslu úti á sjó og skilur heilu byggðarlögin eftir í svelti. Spurningin er: Eigum við að láta það yfir okkur ganga, að lénsveldi verði komið á hér á landi? Ég held að enginn sem ann þjóðinni óski þess. Það er sannfæring mín að ekki verði látið við fiskstofn- anana sitja, heldur muni næsta skref varða öll ábatasöm fyrirtæki, hvori sem það eru eigulegar jarðir eða eitt- hvað annað. Þeir sem eignast auð- lindir hafsins verða ekki í neinum vandræðum með að gleypa restina. Við ættum að horfa til bananalýð- veldanna sem víti til vamar og stöðva þessa óheillaþróun áður en það verð- ur um seinan og ekki verður við neitt ráðið. EINAR ERLINGSSON, Heiðarbrún 74, Hveragerði. A Arétting BENEDIKT Brynjólfsson ritaði bréf í Morgunblaðið sl. sunnudag þar sem hann kvaðst ekki vera sáttur við svar sem hann fékk við fyrir- spurn sem hann sendi ráðherra. Þar sem nafn ráðherrans kom ekki fram er rétt að geta þess, að um var að ræða svar við fyrir- spum, sem bréfritari sendi Finni Ingólfssyni iðnaðar- og viðskipta- »*ór\ViorrQ Stóll aida Hönnun Richard Sapper Verð kr. 6.950, kr. 6.600 stgr. Mörkinni 3, sími 588 0640 casa@treknet.is Opið bréf til formanns Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar Frá Karíi Jóhanni Ormssyni í DV hinn 10. september sl. segir Sjöfn Ingólfsdóttir: „Þegar konur úr Framsókn ráða sig til Reykja- víkurborgar fylgir því fastráðning og ákveðinn réttindapakki sem líta má á sem kjarabót.“ Ég spyr: Hvers virði er fastráðning hjá Reykjavíkurborg um þessar mund- ir - þegar horft er til nýlegra upp- sagna vagnstjóra hjá SVR? I áratugi hefur opinberum starfsmönnum verið haldið á lúsar- launum með þeirri röksemd að þeir væru fastráðnir, þ.e. ömggari í starfi en aðrir. Við sem höfum unnið hjá því opinbera í áratugi segjum: Öryggi fastráðningar er lítils virði þegar og ef forstöðu- menn beita uppsögnum með sama hætti og forstjóri SVR. Þetta veit formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkur, Sjöfn Ingólfsdóttir, jafnvel og aðrir. Hún veit líka að félagar í Verkakvenna- félaginu Framsókn og Verka- mannafélaginu Dagsbrún telja sig tapa allt að 30% af launum við færslu til Reykjavíkurborgar. Hvað hefur Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar gert til að rétta hlut vagnstjóranna sem sagt var upp? Heldur Sjöfn að hún geti set- ið á friðarstóli ef hún lætur sem félaginu komi uppsagnirnar ekkert við? Sjórn Starfsmannafélagsins þarf að vakna af þyrnirósarsvefni og taka á máli vagnstjóranna og annarra félagsmanna sem brotið er á. Það er ekki verkefni stjórnar- innar að þjóna pólitíkusum R-list- ans. Það er af sú tíð að Reykjavíkur- borg var það sveitarfélagið sem hæstu launin greiddi. Nú mun borgin vera í sjöunda sæti, hvað laun og skuldir áhrærir. KARL JÓHANN ORMSSON, deildarfulltrúi. ÞÓR HF Reykjavík - Akureyri 4» & a ft o Fo?r v/írd Hom* R#b*d Op*n Fkrif S(«þ Loo*Uon: fMtc://wv.Iu»lrw.H/ulr«fcnWm IVhol'tHov? ||WM,«C001?~|| 6«H(mU0(i«~| | No'í ilöowii || rooplo j| vertu Lýsinghf, íip.iknió e.t'n/f' Vertu alltaf á nýjum bíl ÁH PES5 AO OOEIOA LOKAAFBODOUN ...þegar þú tekur ákvörðun um greiöslutilhögun. Með BÍLASAMNINGI Lýsingar hf. getur þú endurnýjað bílinn þinn á þriggja ára fresti án þess að greiða lokaafborgun en áfram greitt sömu lágu mánaðargreiðslurnar og nú geturðu nýtt þér internetið til að reikna dæmiö til enda. ÞÚ EBT VIÐ STÝRIÐ OG LÝSIHG HF. ER ÞÉR SAMFERÐA Reiknið sjálf hvernig bílasamningurinn lítur út miðað við ykkar forsendur. Slóðin er: www.lysing.is Sveigjanlegri greiðsluform Möguleiki á framlengingu samnings Greiðsludreifing á allt að 48 mán. Jafnar mánaðargreiðslur Engir ábyrgðarmenn Leigutaki verður þó að vera orðinn 25 ára Lýsing hf. er f elgu eftirtalinna aðila: w II 11 • SUÐURLANDSBRAUT 22 • StMI 533 1500 • FAX 553 1505

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.