Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Þjóðarsarp-
ur/förunautar
MYNPLIST
Listaskálinn
Ilveragcrdi
MÁLVERK/SKÚLPTÚR
GUNNARÖRN
HAUKUR DÓR
Opið virka daga frá 12-18. Um helg-
ar frá 12-22. Til 26. október. Að-
gangur 300 krónnr.
Seilzt í þjóðarsarpinn
GUNNAR Örn helgar athöfnum
sínum inngang í sýningarskrá með
frásögn af einum nafnkenndari
myndlistarmönnum aldarinnar. Sá
sagði eitt sinn við nemendur sína:
Ef þið gerizt málarar þáer það líkt
því að skera úr sér tunguna. Eftir
það verðið þið að tjá ykkur í mál-
verki en ekki orðum. Og þar sem
Gunnar hefur aldrei í myndlistar-
skóla komið telur hann þetta síður
gilda um sig. Leyfir sér þar af leið-
andi að tjá sig í nokkrum orðum
um framlag sitt:
„Einn af kostum þess að eldast
er að maður sér sjálfan sig í öðru
samhengi, ætli það sé ekki það að
fá rólegra yfirbragð, eða eins og
unga fólkið segir að það slokkni á
manni. Gæti verið að maður upp-
lifði sig í sögulegu samhengi, nei,
nei, það er nú eitthvað sem hljómar
eins og antík. En talandi um antík
þá er eitthvað sem veldur því að
ég hef mikla ánægju af því að heim-
sækja öll þessi nýju byggðasöfn sem
rísa upp um land allt. Þar fínn ég
fyrir tengingu við mína forfeður og
menningararfleifð sem ég er stoltur
af, arfleifð sem mér líður vel með,
arfleifð sem ég fínn að er hluti af
eðli mínu, sem býr með mér. Út frá
þessari skynjun eru þessi málverk
mín sprottin sem þú sérð hér áhorf-
andi góður. Því hef ég kosið að
gefa þeim öllum samheitið „Seilzt
í þjóðarsarpinn“.“
Inntak þessa alls hefur franski
rithöfundurinn André Maurois
(1885-1967) þjappað saman í eina
setningu: „Þá fyrst er reynslan dýr-
mæt þegar hún hefur kostað þján-
ingu sem sett hefur merki sitt á
líkama og sál.“
Ungir og reynslulitlir á lífíð gera
sér síður grein fyrir þessum stað-
reyndum þegar þeir hafna fortíð-
inni, sem er í raun tímabundið
ástand, afleiðing óheilbrigðrar og
öfugsnúinnar þróunar. Að vísu er
kviknað á kertinu, en það á vel að
merkja eftir að lifa og brenna, því
lengur þeim algjörar lýsir birtugjaf-
inn. Dúkar Gunnars eins og túlka
landvættina og hið ófreska í lands-
laginu, bera í sér kraft undirheima,
sem eiga ekki til fegurð yfírborðs-
ins, einungis þau reginöfl er öllu
stjórna. Úr pentskúf hans drjúpa
ekki fagrir og hvellir litir né há-
stemmdar lýsingar á landslaginu,
heldur er hér á ferð samsemd ger-
andans með jarðskorpunni og undr-
um hennar. Það sem að baki býr og
í iðrum hennar æsist upp í mennsk-
ar myndheildir, afmyndaðar af
átökum við rafmagnað allífið. Litið
til baka skýrir fomnorræn list ýmis-
legt í norrænu sköpunarferli sam-
tíðar, öðru fremur er inntak hennar
sálin að baki allra hluta, gegnsýrir
hana og gerir alveg sérstaka. Þetta
eigum við norrænir og þetta er inn-
an okkar landhelgi. Sálin í Strind-
berg, Ibsen, Munch, Einari Bene-
diktssyni og mörgum fleirum, sem
GUNNAR Örn; Seilzt í þjóðarsarpinn.
HAUKUR Dór; Um þjáningu.
sóttu sér drifkraft og eldsneyti í
andrými norrænnar sögu.
Skúlptúrar listamannsins, sem
eru málaðir tréstallar og málað
gijót gegna auðsjáanlega því hlut-
verki að skipta salnum og auka á
styrk innsetningar verkanna í rým-
ið og rækta það hlutverk vel. Hins
vegar var erfíðara að átta sig á
þeim einum og sér, þótt gijótið sé
allavega í góðu samræmi við dúk-
ana...
Myndir um förunauta
Haukur Dór gengur sem fyrr út
frá því leiðarstefi í myndum sínum,
að listin sé náttúra að viðbættum
manninum. Hann er nú búsettur á
Stokkseyri eftir margra ára. dvöl
erlendis og nálægðin við íslenzk
náttúrumögn virðist hafa eflt með
honum jarðbundnari sköpunarkraft.
Nöfn mynda hans bera einnig með
sér að hann leiti aftur til fortíðar
og í íslenzka sögu að myndefnum
sem svo aftur gefur þeim aukna
fyllingu, meiri víddir. Hinn taum-
lausi tjákraftur, sem einkenndi
vinnubrögð Hauks, er þó enn til
staðar en virðist hafa náð meiri
tökum á honum í svipmestu mál-
verkum hans, eins og blásvörtu
myndinni „Eyvindur & Halla 11“
(22). Að ekki sé talað um þá sem
fylgir skrifínu og hefur óvenju milt
þróað og efniskennt yfirbragð, þótt
undir kraumi.
Hinn ástþrungni undirtónn er til
staðar sem alltaf áður eins og við
blasir er inn er komið, skiliríið nefn-
ist enda „Fijósemisgyðja" (37) og
er afar fjörlega málað. Og þrátt
fyrir að Haukur sé hallur undir
nokkra tvíræðni í myndum sínum,
sem gerir þær að eins konar felu-
myndum sem getur tekið tímann
sinn að átta sig á, er hann meira
en liðtækur í hlutvaktari formheild-
um sem kemur skýrast fram í
myndinni „Móðir & barn“ (34). Þá
eru mjög samræmdir jarðlitir í
myndunum „Á tímamótum" (28)
og „Mótun" (29).
Þetta er sterk sýning og vel upp
sett, og að gefnu tilefni má koma
fram, að svo er sem salurinn hafí
tvö andlit, í öllu falli er aðkoman
áberandi önnur að kvöldi dags við
rafmagnsljós en að degi til. Ljósið
jafnara að kvöldi og heldur mynd-
verkunum betur saman, hins vegar
er snöggtum lengra á milli þeirra
við dagsljós.
Bragi Ásgeirsson
Vannýttur
miðill
Gamalt
oggott
LEIKUST
Kaí fileikhúsið
IEIKIIST
Morgunblaðið/Ásdís
„FLUTNINGURINN var einstaklega geðfelldur," segir Sveinn
Haraldsson m.a. í dómi sínum. Hákon Leifsson og Guðrún Ás-
mundsdóttir í hlutverkum sínum.
REVÍAN í DEN
Höfundur handrits: Guðrún Ás-
mundsdóttir og ýmsir gamlir revíu-
höfundar. Leikstjórar: Guðrún Ás-
mundsdóttir og Hákon Leifsson.
Höfundur hreyfinga: Helena Jóns-
dóttir. Baktjald: Þórarinn B. Leifs-
son. Ljósahönnuður: Ævar Gunnars-
son. Undirleikari: Carl Möller. Leik-
arar: Aldís Baldvinsdóttir, Carl Möll-
er, Guðrún Ásmundsdóttir, Hákon
Leifsson og Rúrik Haraldsson.
Sunnudagur 19. október.
MARGIR sakna gömlu revíanna,
gráta að þær séu liðnar undir lok og
velta fyrir sér hvort ekki væri hægt
að endurvekja formið á þessum síð-
ustu og verstu tímum. Þeim sömu
mætti benda á að revíumar lifa enn
í dag í þeim íslenskum skemmtiþátt-
um í sjónvarpi sem eru skilgetið af-
kvæmi þeirra. Hefðinni hefur verið
haldið við í árvissu áramótaskaupi og
nú allra síðustu ár t.d. af Spaugstofu-
félögunum, og má til dæmis nefna
síðasta þáttinn í ríkissjónvarpinu.
Undirritaður hafði miklar efasemd-
ir um að hægt væri að blása lífi í lík-
ið þannig að einhver mynd yrði á
skepnunni. Þótti líklegast að hún yrði
andvana fædd. Ef gluggað er í gaml-
ar revíur slær það lesandann einmitt
hvað þær eru háðar tíð og tíma. Þess
vegna var undrunarefni hvað þessir
þættir, sem fluttir voru í Kaffíleikhús-
inu í fyrrakvöld, lifnuðu við í flutn-
ingi leikaranna. Skýringin er tvíþætt:
Annars vegar var flutningurinn ein-
staklega skemmtilegur og líflegur og
hins vegar voru þau brot sem flutt
voru valin af þekkingu og natni.
Guðrún Ásmundsdóttir hefur valið
til flutnings söngva og atriði þar sem
skemmtilegheitin eru nógu tímalaus
til að kitla hláturtaugar nútímaleik-
húsgesta. Auk þess ættu þeir sem
yfirgefið hafa unglingsárin og komist
klakklaust á miðjan aldur að kannast
við lögin, en Guðrún hefur valið í
bland mörg þekktustu revíulögin sem
glumið hafa í útvarpi löngu eftir að
hætt var að leika verkin sem þau
voru tekin úr. Fyrir áhugamann um
leikhús var einmitt sérstaklega at-
hyglisvert að fá að heyra lög þessi í
samhengi.
Utan um þetta er svo klastrað
kynningaratriðum almennt um sögu
revíanna. Þar var farið fljótt yfír sögu
og brugðið leiftursnöggt upp
skyggnumyndum af höfundum og úr
leikhúslífi þess tíma. Skyggnusýning-
in var hreint út sagt í klúðri á frum-
sýningu en var að sögn í lagi á aðalæf-
ingu þannig að von er að þetta
skemmi ekki sýningamar frekar.
Einnig var almennt fjallað um bæjar-
brag í Reykjavík og tíðaranda á þess-
um árum og var nokkuð um að efnið
hæfði ekki þeim tíma sem um var
rætt, t.d. var sungið lag og ljóð sem
var frumflutt við lýðveldistökuna
1944 í atriði sem greinilega vísaði til
fyrri tíma. Má vera að þessi kynning
standi fyrir sínu ef allt gengur eins
og smurt en á frumsýningu bliknaði
hún í samanburði við hin eiginlegu
revíuatriði og spumingin er hvort
hefði ekki mátt hafa meira af þeim
og minna af hinu.
Flutningurinn var einstaklega geð-
felldur. Aldís Baldvinsdóttir var
stjama kvöldsins, söng vel, lék betur
og tók sig best út á sviði. Flutningur
hennar á „Mamma, hann er að blikka
mig...“ var einstakur og sérstaklega
athyglisvert hvað Aldís hefur sterkan
karakter og getur sagt mikið með
einni lítilli hreyfíngu eða augnatilliti.
Rúrik Haraldsson var líflegur og bráð-
fyndinn, og sérstaklega má nefna
atriðið þar sem hann situr við sauma.
Guðrún Ásmundsdóttir var hér í ess-
inu sínu, notaði gamalkunna takta
úr gamanleik sínum sem hér áttu
fullkomlega við. Revíulögin nutu sín
vel hjá henni, fallega sungin og
kraftalega og skemmtilega túlkuð.
Hákon Leifsson lék á als oddi í túlkun
sinni, vantar nokkuð upp á í reynslu
en kraftur, kímni og þor allt til stað-
ar. Carl Möller tók sig vel út í leik,
auðvitað fyndnastur í „Mömmuleikn-
um“ við Aldísi. Hann var einnig glúr-
inn og traustur undirleikari.
í heild kom þessi sýning skemmti-
lega á óvart og auðséð að þeir áhorf-
endur sem á annað borð þekktu eitt-
hvað til revíanna skemmtu sér kon-
unglega. Og það er aldrei að vita
nema yngri kynslóðir sem eru aldar
upp á efni sem er undir áhrifum af
revíunum fínni þama líka eitthvað við
sitt hæfí.
Sveinn Haraldsson
Sunnudagslcikhúsið
ÞRÍR MORGNAR
eftir Friðrik Erlingsson. Leikstjóri:
Gísli Snær Erlingsson. Leikaran
Benedikt Erlingsson og Halldóra
Geirharðsdóttir. Stjóra upptöku:
Marteinn St. Þórsson. Mymíataka:
Jón Víðir Hauksson, Dana F. Jónsson
og Gylfl Vilberg Árnason. Hljóð:
Gunnar Hermannsson. Lýsing: Arni
Baldvinsson. Búningar: Stefanía Sig-
urðardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir.
Leikmynd: Olafur Engilbertsson.
Tónlist: Ólafur Gaukur. Tónlistar-
upptaka: Atli Dan. H(jóðsetning:
Agnar Einarsson. Klipping: Gísli
Snær Erlingsson og Marteinn St.
Þórsson. Samsetning: Einar Stein-
grímur Sverrisson. Ríkissjónvarpið,
sunnudagur 19. október
ÞEGAR ég skrifaði dóm um
fyrsta verk Sunnudagsleikhúss Rík-
issjónvarpsins fyrir hálfum mánuði
lýsti ég þeirri von að fjölbreytileiki
myndi ríkja varðandi efni, efnistök
og höfunda. Þessi von daprast með
hverjum sunnudegi. Síðastliðið
sunnudagskvöld bar fyrir augu
þriðja verkið eftir Friðrik Erlings-
son, þriðja verkið skrifað í anda
viðburðarsnauðs raunsæis.
Hugmyndin að Þremur morgnum
er í sjálfu sér ágæt, lýst er þremur
morgnum með tíu ára millibili í lífí
reykvískra hjóna. Fyrsti morguninn
brá upp mynd af ástleitnu ungu
pari sem setur samband sitt ofar
öðram og „ómikilvægari“ þáttum
lífsins. Annar morgun sýndi okkur
sama parið, fast í hefðbundnum
kynhlutverkum, fúllynt að kýta yfir
ómerkilegu dægurþrasi. Sá þriðji
og síðasti lýsti síðan óspennandi
hjónum á miðjum aldri sem virtust
nokkuð sátt við sig sjálf og hvort
annað, laus úr viðjum kynjatog-
streitunnar (hún komin með fílófax
og hann farinn að baka brauð).
Undir lok fyrsta atriðis kemur í
ljós að von er á bami. I lok síðasta
atriðis er gefið í skyn að dóttirin
sé að hefja sama feril og foreldrarn-
ir hafa lifað. Áhorfandi hlýtur að
vona að svo sé ekki. Vel getur ver-
ið að hið flata, tíðindalausa „raun-
sæi“ sem ræður ríkjum í þessu verki
hafi almenna skírskotun, en þó svo
sé fellur þetta verk einfaldlega á
því hvað það er viðburðasnautt og
leiðinlegt. Orðaskipti hjónanna vora
með ólíkindum ómerkileg og ég á
bágt með að trúa að megininntakið
í samræðum hjóna við morgunverð-
arborðið á íslandi snúist um klukk-
una og bílinn. Það vantar í þetta
verk allan skáldskap, það vantar
að tekist sé á við tungumálið af
innlifun og hugmyndaauðgi. Það
er ekki nóg að fá ágæta hugmynd,
það verður að vinna úr henni á
hugmyndaríkan hátt. Hérna skorti
sárlega skapandi úrvinnslu. Sjón-
varpsinnskot sem staðsetja verkið
í tíma hveiju sinni bæta hér engu
við.
Benedikt Erlingsson og Halldóra
Geirharðsdóttir eru fínir leikarar
og skiluðu sínu skammlaust. Hvað
varðar sviðsmynd og myndatöku
gildir það sama og um efniviðinn:
möguleikar miðilsins hrapallega
vannýttir.
Soffía Auður Birgisdóttir