Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Fjórir slasaðir eftir umferðarslys , Sinnti ekki stöðvunar- merki lögreglu FJÓRIR slösuðust, þar af þrír alvar- lega, þegar ökumaður bifreiðar sem ekið var með miklum hraða eftir Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði missti stjórn á henni og lenti á tveimur ljósastaurum. Slysið varð rétt fyrir klukkan fímm á sunnu- dagsmorgun. Lögreglumenn sem voru við eftirlit við Hafnarfjarðar- veg höfðu skömmu áður gefíð öku- manninum stöðvunarmerki, en hann sinnti því ekki. „Bíllinn kom að og virtist í fyrstu ætla að stoppa, en ökumaðurinn hætti síðan við og keyrði á brott," segir Egill Bjamason yfírlögreglu- þjónn í Hafnarfirði. „Sjónarvottar tala um að bíllinn hafí verið á mikl- um hraða og ökumaðurinn er grun- aður um ölvunarakstur." Að sögn Egils lögðu lögreglu- menn af stað á eftir bílnum, sem var öflugur amerískur sportbfll, en sáu ekki aftur til hans fyrr en þeir komu að slysinu, sem varð skammt frá mótum Reykjavíkurvegar og Álftanesvegar. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur eru farþeg- amir þrír, tvær konur og einn karl- maður, allir mikið slasaðir og liggja á gjörgæsludeild, en ökumaðurinn slasaðist minna. -----» ♦ ♦--- Bygginga- deild annast framkvæmdir við Iðnó STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að byggingadeild borgarverkfræð- ings verði falið að taka við og ann- ast yfírstjóm endurbóta á Iðnó en ekki verktakafyrirtækinu Gamlhús ehf. „Þetta er viðurkenning á þeim sjónarmiðum sem ég hef sett fram í málinu," segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson. Hann segir að forstöðu- manni byggingadeildar hafí verið falið að ganga þannig frá málinu að það verði endanlega samþykkt á fundi stjórnar Innkaupastofnunar næstkomandi mánudag. Hann segir að þessi niðurstaða þýði að byggingadeild verði sam- ræmingaraðili verktöku og hafí yf- irstjóm verksins en geti síðan sam- ið beint við málara og aðra verk- taka sem vinna einstaka verkþætti og kynnt stjóm Innkaupastofnunar slíka samninga. Þessi niðurstaða sé í samræmi við skilning stjórnar Inn- kaupastofnunar á því hvemig standa ætti að verkinu. Ekki samstaða milli sjómannasamtakanna GUÐJÓN Amar Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fískimanna- sambandsins, segir flest benda til að sjómannasamtökin muni ekki standa saman í komandi kjaravið- ræðum. Vélstjórafélag íslands hef- ur boðað verkfall á stóru skipunum um næstu áramót. Guðjón Amar segir að 7-8 vikur taki að greiða atkvæði um verkfall og boða það. Hugsanlegt verkfall hjá Farmanna- og fiskimannasambandinu geti þvi ekki hafíst um áramót. Vélstjórafélag íslands hefur boð- að verkfall hjá vélstjórum, sem starfa á skipum með stærri aðalvél en 1501 kw frá og með næstu ára- mótum hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Helgi Laxdal, for- maður félagsins, sagðist hafa rætt við forystu Sjómannasambandsins og Farmanna- og fískimannasam- bandsins í sumar um hvemig þeir ætluðu sér að fylgja kröfum sínum eftir, en engin svör fengið. Þess vegna hefði Vélstjórafélagið ákveð- ið að boða til verkfalls. Vélstjórar væm auk þess með kröfu um auk- inn skiptahlut, sem hin samtökin væru ekki með og því væri eðlilegt að vélstjórar fylgdu þeirri kröfu eftir. Helgi tók fram að samstaða væri milli sjómannasamtakanna um aðrar kröfur, t.d. hvað varðar kvótabrask. Breytt hlutaskipti gætu kallað á nýja kröfu Guðjón Amar sagðist líta svo á að það væri útséð um að samstaða yrði með sjómannasamtökunum. „Vélstjórar eru búnir að boða til aðgerða á hluta flotans út af sér- kröfu sinni. Þeir hafa auðvitað fullt frelsi til að möta kröfur og fylgja þeim eftir. Við höfum ekki verið uppi með sérkröfur, en höfum sagt sem svo, að ef aðrir ná umtalsverð- um kjarabótum fyrir sitt fólk þá lítum við svo á að Farmannasam- bandið geti líka sótt samskonar hækkanir fyrir sína umbjóðendur." Forystumenn Sjómannasam- bandsins og Farmanna- og fiski- mannasambandsins hafa undan- farnar vikur verið á fundum víða um land til að kynna sjómönnum stöðu kjaramála. Forystumenn Vél- stjórafélagsins hafa ekki verið á þessum fundum, en þeir hafa rætt við sína félagsmenn sérstaklega. Guðjón Arnar og Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins, segja að þessari funda- herferð ljúki um mánaðamótin og þá verði teknar ákvarðanir um næstu skref. Guðjón Arnar sagði að megin- kröfur sjómanna væru um að tekið yrði á kvótabraski og fískverðs- ákvörðun. Eins væri greinilegt að sjómenn þyrftu að veija þá samn- inga sem þeir hefðu gert um sjó- mannaafsláttinn. Hann sagði að skilaboð sjómanna á fundunum væru skýr. Forystan yrði að ná samningum við útgerðarmenn og ef það tækist ekki án þess að þeir fengju umboð til að boða verkfall þá myndu sjómenn veita það um- boð. 7-8 vikur tekur að boða verkfall Guðjón Amar sagði að það tæki 4-5 vikur fyrir sjómenn að Iáta greiða atkvæði um boðun verkfalls. Sfðan þyrfti að boða það með þriggja vikna fyrirvara. Það væri þess vegna ljóst að ef Farmanna- og fískimannasambandið myndi boða verkfall þá gæti það ekki kom- ið til framkvæmda fyrr en eftir áramót. Hann sagði að við þær breytingar sem gerðar voru á vinnu- löggjöfinni hefði ekkert verið tekið tillit til sérstöðu sjómanna. Það væri hins vegar búið að búa svo um hnútana að forysta LÍÚ þyrfti ekkert að velkjast í vafa um hvort stuðningur væri við aðgerðir, en í verkfallinu 1995 hefði formaður LÍÚ sakað forystu sjómannasam- takanna um að boða til verkfalls án þess að sjómenn hefðu almennt staðið á bak við hana. Guðjón Arnar sagði að síðustu ár hefði ekkert gerst í samningum sjómanna við útgerðarmenn fyrr en komið hefði verið út í harðar að- gerðir. Því miður benti ekkert tii þess að þessi vinnubrögð hefðu breyst. Ekki hefur verið haldinn fundur í kjaradeilu sjómanna og útgerðar- manna síðan í júlí sl. þyrluí Esjuna ÞYRLA Landhelgisgæslunn- ar, TF-SIF, var síðdegis á sunnudaginn send til að sækja mann sem slasast hafði í hlíð- um Esju. Maðurinn hafði hrapað nálægt toppinum í fjallinu austanverðu, við Þver- fellshorn. Ekki var hægt að lenda þyrlunni í grenndinni og því voru læknir og sigmaður send- ir niður til að hlúa að hinum slasaða sem meiðst hafði á baki og á fæti. Hann var síðan hífður upp í þyrluna og fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur. Morgunblaðið/Sigurgeir Sigurjónsson. HINN slasaði hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar við Þverfellshorn í Esjunni. Sóttur með Kirkjuþing sett í dag Síðasta þing und- ir forsæti biskups KIRKJUÞING hefst í dag, og er það hið síðasta sem núverandi þingfulltrúar sitja, og hið síðasta sem haldið er undir forsæti hr. Ólafs Skúla- sonar biskups. Á næsta kirkjuþingi verða leikmenn í meirihluta og mun einn þeirra verða kjörinn þingfor- seti. Meginviðfangsefni þings- ins verður mótun starfs- reglna um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar í kjölfar nýrra laga sem taka gildi um næstu áramót. Undanfama mánuði hafa verið starfandi sex nefndir sem skipaðar vom af kirkjur- áði til að ijalla um þessi mál og munu fímm þeirra leggja fram drög að starfsreglum í mismunandi málaflokkum á þinginu. Ekki er þó gert ráð fyrir að ganga endanlega frá reglunum fyrr en á næsta þingi. Kirkjuþingið mun einnig fjalla um málefni samkyn- hneigðra, um líkamlega og andlega áreitni innan kirkj- unnar og um jafnréttismál. Meðal annars verður til um- ræðu tillaga um að konur verði að minnsta kosti 40% fulltrúa í öllum nefndum og ráðum kirkjunnar. Sjómenn taka ákvörðun um verkfallsboðun í byijun nóvember * t I \ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.