Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Verðbréfafyrirtæki segja rekstur hlutabréfasjóða ekki trufla aðra starfsemi Sjóðimir meðhöndlaðir eins og aðrir viðskiptavinir FORSTOÐUMENN fjögurra af stærstu verðbréfafyrirtækjunum hér á landi eru ekki sammála þeirri skoðun Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskips, að rekstur hlutabréfasjóða þeirra skapi vandamál eða hagsmunaárekstra hvað varðar ráðgjöf í verðbréfam- iðlun. Þeir fagna hins vegar þess- ari umræðu og segja alltaf hægt að bæta markaðinn. í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag sagði Hörður það vera áhyggjuefni hversu grunnur hluta- bréfamarkaðurinn væri. Hann sagði að sér sýndist sem ráðgjöf væri takmörkuð og ekki byggð á rann- sóknum, íhugunum eða íhygli. Þá væri það spuming hver byggi til væntingar markaðarins og á hvaða forsendum. „Ég held að þessi fyrir- tæki geti ekki stefnt að öðru en að gera hlutina betur en þau eru að gera í dag. Það er einn vandi í þessum fyrirtækjum að þau em einnig að kaupa og selja fyrir sig sjálf eða sjóði sem tengjast þeim náið,“ sagði Hörður meðal annars. Þorsteinn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðarbankans Verðbréfa, segist sammála þeirri skoðun Harðar að rannsóknum á þessu sviðið sé nokkuð ábótavant þó hann telji ekki að illa sé að þeim staðið. „Þetta er ungur mark- aður og hann er að byggja sig upp. Ef maður horfir til erlendra markaða sér maður að þar starfar sérhæfður hópur manna við að greina fyrirtæki og ég held að þetta eigi eftir að þróast hér líka. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarð- ar að markaðurinn er tiltölulega lítill og viðskiptin lítil eftir því, bæði að fjölda til og stærð. Þetta á því eftir að takmarka þann mannafla og það fé sem hægt er að setja í slíkar greiningar hér. Við munum þó leggja okkar lóð á vogarskálarnar í því.“ Þorsteinn segist hins vegar ekki sammála því að starfræksla verð- bréfasjóða sé eitthvað að þvælast fyrir verðbréfafyrirtækjunum í ráðgjöf og miðlun til annarra við- skiptavina. Þar sé um algerlega aðskilda starfsemi að ræða. Fjölmargir aðilar móta vænt- ingar um afkomu fyrirtækja Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segist sammála mörgu því sem fram hafi komið í máli Harðar. Hann segir að vissulega megi alltaf bæta verðbréfamarkað- inn og fyrirtækið vinni stöðugt að því. Hann fagni því að jafn stór fjárfestir og Eimskip ljái máls á þessum málum. „Ég er hins vegar ekki sammála þeirri skoðun Harðar að ráðgjöf verðbréfafyrirtækjanna byggi ekki á miklum rannsóknum. Þvert á móti eru unnar talsverðar rann- sóknir hér og má í því samhengi t.d. benda á umfangsmikla grein sem birtist í fréttabréfi okkar í maí sl. þar sem farið var yfir stöð- una og því spáð að gengi hluta- bréfa myndi fara lækkandi, líkt og raunin hefur orðið.“ Sigurður segir að hvað varði spurningu Harðar um hver hafi skapað þær væntingar sem gerðar hafí verið til afkomu fyrirtækja á verðbréfamarkaði í ár, þá sé því að svara að enginn einn aðili skapi slíkar væntingar heldur sé það markaðurinn í heild. Þar komi vissulega til væntingar innan verð- bréfafyrirtækjanna en einnig væntingar stærri fjárfesta á borð við Burðarás. „Hvað varðar mögulegan hags- munaárekstur milli sjóðastarfsemi fyrirtækisins og verðbréfamiðlunar þá er rétt að benda á að við erum sett undir mjög strangar reglur hvað þetta varðar og heyrum jafn- framt undir eftirlit Bankaeftirlits Seðlabankans og Verðbréfaþings íslands. Við leggjum mikla áherslu á að halda þessum tveimur hlut- verkum algerlega aðskildum og sjóðir okkar eru meðhöndlaðir á sama hátt og aðrir góðir viðskipta- vinir.“ Sigurður segir þetta líka vera nátengt langtímahagsmunum verðbréfafyrirtækja því ef fyrir- tækin yrðu uppvís að því að mis- nota sjóðina á einhvem hátt þá myndi það einungis leiða til þess að þau myndu glata trausti og við- skiptum. „Kaupum hvorki né seljum í samkeppni við viðskiptavini“ Sigurður B. Stefánsson, for- stöðumaður Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, segir ummæli Harð- ar hafa verið þarft innlegg en þau snerti hins vegar VÍB ekki, enda hafí fyrirtækið endurskipulagt starfsemi sína um síðustu áramót, m.a. með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir mögulega hagsmuna- árekstra. „Hér eru engin viðskipti með hlutabréf eða skuldabréf í nafni fyrirtækisins. Viðskiptastofa ís- landsbanka annast útgáfu og miðl- un hlutabréfa og skuldabréfa en VÍB er hins vegar einvörðungu með ávöxtunarstarfsemi og eignastýr- ingu. Við emm því aldrei að kaupa eða selja í samkeppni við viðskipta- vini okkar,“ segir Sigurður. Sjóðirnir meðhöndlaðir eins og hver annar viðskiptavinur Gunnar Helgi Hálfdanarson, forstjóri Landsbréfa, segist fagna skoðanaskiptum um málefni verð- bréfafyrirtækjanna, enda sé slíkt ætíð til bóta. Hann tekur hins veg- ar undir með Sigurði Einarssyni, að það séu fleiri aðilar en verð- bréfafyrirtækin sem móti vænting- ar markaðarins. „Það eru ekki bara verðbréfafyr- irtækin sem mynda þennan mark- að heldur eru þar einnig á ferðinni stórir ijárfestar sem hafa mikil áhrif á markaðinn, sem og umfjöll- un fjölmiðla. Það geta t.d. verið á ferðinni blokkir fjárfesta sem kaupa og selja hlutabréf út frá sínum hagsmunum. Þeirra reikn- ingsdæmi er oft allt annað en ann- arra aðila á markaðnum. Okkur, sem erum í þessum rekstri, er Ijós mikil ábyrgð okkar. Hvað okkur varðar hér í Lands- bréfum þá er þetta hið eilífa verk að gera betur það sem við erum að gera og við teljum að við höfum staðið okkur vel.“ Gunnar Helgi segir að mjög skýrar reglur gildi um verðbréfam- iðlun samhliða rekstri hlutabréfa- sjóða innan fyrirtækisins. „Við telj- um okkur hafa gengið hvað lengst í þessum aðskilnaði bæði hvað varðar skipulag í húsakynnum og almennum verklagsreglum innan- húss,“ segir Gunnar. Aðspurður um hugsanlegan hagsmunaárekstur og hvort verð- bréfamiðlarar séu hæfir til ráðgjaf- ar um hlutabréf í fyrirtækjum sem sjóðir viðkomandi fyrirtækis hafi fjárfest í segir Gunnar að Lands- bréf fylgi mjög ákveðinni stefnu. Sjóðir fyrirtækisins séu meðhöndl- aðir eins og hveijir aðrir viðskipta- vinir. Þeir séu fyrst og fremst lang- tímafjárfestar sem séu ekki að elt- ast við skammtímasveiflur. „Ef við tökum íslenska fjársjóð- inn sem dæmi þá settum við hann á fót vegna þeirrar trúar okkar að mikil vaxtartækifæri væru til staðar í íslenskum sjávarútvegi, sér í lagi vegna aukinnar alþjóðavæð- ingar. Þrátt fyrir lækkanir að und- anförnu er þessi grundvallarskoð- un óbreytt og sjóðurinn hagar fjár- festingum sínum í samræmi við það.“ FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR AUGLÝSIR SKÍÐAFERÐIR TIL SVISS OG C0L0RAD0 1998 Sviss: jV Boöíö veröur ii|)|i á 4 hroltfarir tíl liins fjölhreytta og skemintílecja skíðasvæð|s í Crans lVlontana í Sviss: 7. febrúar 1 víka kr. 57.900, 2 viknr kr. 78.900. 14. fehrnar 1 víka kr. 57.900. Páskaferð 6 dacjar kr. 47.300. Innifallð í veröi cr flui) lil Luxeinborcjar. fluyvallarskattur, akslm lil uy frá Grans- Monlana, yistimj í tveyyja inanna licrlicryí með moryiinverði oy Islensk fararstjórn. Einníij yefsl koslur á ilyrari yislinyn meö M? læði. Páskaferð 10 dagar verö kr. 100,100. ' Innifalið í veröi er lliiy uni Ainsterdam tíl Ziiricli oy lieim Irá Genl, lloyvallar skatlnr, akslur milli lluyvallar oy Crans-Montana. yíslíny i Iveyyja liianna herberyþ i á Ijöyurra sljörnn lióteli með 1/2 læöi oy íslensk lararstjórn. | Coloratlo: Eitl stórkostleijasta skiöasvæði Klettafjallanna er Vail í Colorado. Þarnjað bjóðum víð tveyyja vikna lerö jiann 12. febrúar. Verðkr. 169 500. Innilalid í vnrði er llny lil Denver, akslor mílli floyvallar oy Vail, yisliny í tveyyja manna herlieryi á yóðii lióleli í miðjiim skiöabamuin oy islensk lararstjóm. ’ , Leitiö nánari uppplysinga hjá utanlaridstleild okkar. „ Ferðaskrífstofa GUDMUNDAR JÓNASS BORGARTÚNI 34 SÍMI 511 1515 IL HWA Kóreu gínseng • Lífræn ræktun. • Hvert hylki er 500 mg. • Gæðastaðfesting yfirvalda fylgir pakkanum. • Háþróuð stöðluð afurð. Dreifing: Logaland ehf. Panelplötur Hvítar og ómálaðar. Sérpöntun sérlita. Teinar, bæklingahólf, rammar, og framhengi fyrir herðatré í miklu úrvali. dQbrOfnasniöjffl Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 -kjarni máhins! Fyrstu við- skiptin með SH-hréf FYRSTU viðskiptin urðu með hluta- bréf í Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna í gær á Opna tilboðsmarkaðn- um þegar seld voru bréf fyrir um 2,3 milljónir króna. Bréfin voru seld miðað við gengið 5,63-5,64. Alls voru 14 kauptilboð í hlutabréf SH við lokun markaðarins og 5 sölutil- boð. Þá vakti það athygli á hlutabréfa- markaðnum í gær að um 4,5% hækkun varð á gengi hlutabréfa í íslenskum sjávarafurðum hf., en þá urðu fyrstu viðskiptin eftir að formlega var staðfest að fyrirtækið hefði keypt fískréttaverksmiðjuna Gelmer í Frakklandi. Síðustu við- skipti gærdagsins urðu á genginu 3,45 og hafa bréfin nú hækkað um 15% frá því það spurðist út í síð- ustu viku að IS væri að kaupa fisk- réttaverksmiðjuna. Á Verðbréfaþingi námu heildar- viðskipti með hlutabréf 14 milljónum króna og lækkaði hlutabréfavísital- an um 0,15% frá þvi á föstudag. ---------------- Byggingar- visitala lækk- arum 0,1% HAGSTOFAN hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verð- lagi um miðjan október 1997. Vísi- i talan reyndist vera 225,6 stig og 1 lækkaði um 0,1% frá september 1997. Þessi vísitala gildir fyrir nóv- ember 1997. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn er 722 stig. Lækkun vísitölunnar stafar að bæði af árstíðabundnum verðlækk- unum á byggingarefni og gengis- breytingum. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,8%. Undanfarna þijá mánuði hefur vísi- tala byggingarkostnaðar lækkað ’ um 0,1% sem jafngildir 0,5% verð- j hjöðnun á ári. j Hagstofan hefur reiknað launa- vísitölu miðað við meðallaun í sept- ember 1997. Er vísitalan 158,5 stig og hækkar um 0,3% frá fyrra mán- uði. Samsvarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, er 3467 stig í nóvember 1997. ----------------------- í Málstofa á Bifröst BJARNI Ármannsson, nýráðinn for- stjóri Fjárfestingabanka atvinnulífs- ins, heldur fyrirlestur á málstofu Samvinnuháskólans miðvikudaginn 22. október nk. Nefnir hann fyrir- lestur sinn „Þróun og horfur á ís- 1 lenskum fjármálamarkaði". Málstofan fer fram í Hátíðarsal j Samvinnuháskólans á Bifröst og k hefst kl. 15.30. Eru allir velkomnir. ------»■.♦■,4--- Microsoft hefur áhuga á Tele-Com 1 Seattlc. Routers. MICROSOFT hugbúnaðarfyrirtæk- j ið kann að fjárfesta allt að einum milljarði dollara í kaplasjónvarps- risanum Tele-Communications Inc. samkvæmt blaðafréttum. Talsmenn fyrirtækjanna kalla fréttirnar sögusagnir og vilja ekk- ert um þær segja. Sérfræðingar segja að slík fjár- festing kæmi heim og saman við j þá yfirlýstu stefnu Microsofts að k ráðast í valdar ljárfestingar í því . skyni að stuðla að samruna sjón- » varps og tölvutækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.