Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Formaður Fram um viðræður við Kringluna Engu breytt án sam- starfs við borgina SVEINN Andri Sveinsson, formaður Knattspyrnufélagsins Fram, segir að svæði, sem nefnt hefur verið að nota megi undir byggingu bíla- geymslu og fleiri mannvirkja fyrir Kringluna, verði ekki ráðstafað án samstarfs við Reykjavíkurborg. „Það hefur alltaf komið skýrt fram að við myndum aldrei selja lóðina eða breyta ráðstöfun skipu- lags hennar nema í nánu samstarfi við borgina," sagði Sveinn Andri. „Borgarstjóri veit þetta og það er enginn misskilningur þar á ferðinni." Ekki léð máls á að selja landið Fram hefur átt viðræður við for- ráðamenn Kringlunnar um afnot af svæðinu, meðal annars þá hugmynd að reisa þar bílageymslu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið á fimmtu- dag að landi Fram við Safamýri hefði verið úthlutað sem íþrótta- svæði og gæti hún ekki séð að hægt væri að breyta því án þess að borgar- yfirvöld hefðu neitt um það að segja. „Það hefur ekki verið léð máls á því af okkar hálfu að selja landið," sagði Sveinn Andri. „Hér kemur hins vegar tvennt til, annars vegar höfum við heyrt af áhuga Kringlumanna á þessu svæði og hins vegar höfum við heyrt hugmyndir um að leggja Miklubrautina í stokk þannig að til yrði nýtt byggingarland yfir gatna- mannvirkjunum. Þetta tvennt varð til þess að við vildum ganga tii könn- unarviðræðna við Kringlumenn bæði til að kynna þeim okkar framtíðará- form og hins vegar til að komast að því hvaða áætlanir þeir hefðu.“ Fram fékk svæðið að gjöf Sveinn Andri sagði að væri lagt mat á verðmæti umrædds svæðis sem lóð undir verslunarstarfsemi væri hann ekki í vafa um að verðmætið væri yfir einum milljarði króna. „Það er hins vegar ljóst að kæmi einhvern tíma til þess að þetta land yrði selt þá gaf Gunnar Thoroddsen Fram þetta svæði á fimmtugsafmæli fé- lagsins árið 1958 og fer væntanlega enginn annar að taka pening fyrir það,“ sagði Sveinn Andri. Olíumengnnin í Seyðisfirði mun meiri en tilkynnt var í fyrstu Of seint að setja upp mengunargirðingu HAFNARSTJORI á Seyðisfirði seg- ir að svo virðist sem skipstjóri hafi gefið hafnarverði rangar upplýs- ingar um umfang ollumengunar þegar olía fór þar í sjóinn sl. þriðju- dag. Það var ekki fyrr en morgun- inn eftir að ljóst varð að mengunin var mun meiri en menn héldu og þá var of seint að grípa til að- gerða, að sögn Þorvaldar Jóhanns- sonar, bæjarstjóra á Seyðisfirði, sem jafnframt er hafnarstjóri. Verið var að dæla gasolíu um borð í togarann Hólmadrang en svo virðist sem slysið hafi orðið þegar verið var að dæla milli tanka. Þor- valdur segir að hafnarvörður, sem er eini starfsmaðurinn við höfnina, hafi verið upptekinn á vigt þegar skipstjórinn tilkynnti um mengun- ina og ekki komist til að líta eftir henni. Slysið hefði verið kynnt eins og það væri minniháttar og því hafi ekki verið talin hætta á ferð- um. „Svo verða menn varir við það morguninn eftir að þetta hafi senni- lega verið eitthvað meira og þá er orðið allt of seint að grípa til ein- hverra aðgerða til að reyna að hemja þetta. Það hefði verið hægt að setja út mengunarvarnagirðingu, en í þessu tilfelli dreifir olían svo fljótt úr sér að við hefðum ekkert ráðið við hana. Nú þarf bara að reyna að fyrirbyggja eins og frek- ast er kostur að svona eigi sér stað aftur,“ segir Þorvaldur. Aðgerðaleysi yfirvalda gagnrýnt Vilmundur Þorgrímsson æðar- bóndi, sem reynt hefur eftir megni að bjarga fuglum, segir að um 30 fuglar hafi drepist á fyrstu dögun- um og kveðst þess fullviss að slysið muni kosta um hundrað fugla lífið þegar upp verði staðið. Lítið sé hægt að gera þeim til bjargar, ná- ist ekki til þeirra mjög fljótlega eftir að þeir lenda í olíunni. Hann gagnrýnir hafnar-, bæjar-, heil- brigðis- og lögregluyfirvöld á staðn- um fyrir aðgerðaleysi í mengunar- málum og segir mál sem þetta iðu- lega þögguð niður. Nú er hann ásamt fleirum að safna gögnum um þetta mál og önnur viðlíka og í undirbúningi er kæra til umboðs- manns Alþingis. Þorvaldur segir málið í réttum farvegi og gerir ráð fyrir að það verði kært. Siguijón Andri Guð- mundsson, varðstjóri hjá lögregl- unni á Seyðisfirði, segir að gerð hafi verið venjuleg vettvangskönn- unarskýrsla um málið og hún sé komin til fulltrúa sýslumanns. Þangað fari hún svo væntanlega til sýslumannsins á Hólmavík, þar sem togarinn Hólmadrangur á heima- höfn. 1 í I fi í [ I - L I Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Nýir vegir opnaðir á Suðurnesjum HRINGTORG er á veginum skammt frá hesthús- um Hestamannafélagsins Mána en þar liggja leið- ir til allra átta, þ.e. út í Garð, til Keflavíkur og Sandgerðis. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar umdæmisverkfræðinqfs Vpcrawprðar ríkisins á Reykjanesi, er verið að leggja síðustu hönd á framkvæmdir við þessa vegi og er gert ráð fyrir að þeir verði opnaðir fyrir umferð í vikunni en verið er að merkja þá og setja upp ljósastaura við hrinortorffið. Frábær fyrirtæki 11. Einstaklega falleg og snyrtileg gjaTa- og blómaverslun í hjarta Reykjavíkur. Góð umboð fylgja með fyrir innflutning. Föst viðskipta- sambönd. Laus strax vegna veikinda. Besti sölutíminn framundan. 2. Þekkt lítil snyrtivöruverslun til sölu. Er með eigin innflutning og sér- lega ódýrar vörur. Mörg góð umboð fylgja með. Er staðsett í verslunar- miðstöð. Nú er rétti tíminn til að taka við slíkri verslun. 3. Lítil frábær heildverslun með þekktar vörur sem búið er að markaðs- setja. Hægt að hafa í heimahúsi. Góð viðskiptasambönd. Sanngjarnt verð. 4. Frábært markaðssölufyrirtæki með yfirburða aðstöðu í margmiðlun. Innflutningur og umboðslaun. Lítil yfirbygging en endalausir sölu- möguleikar. Möguleikar til markaðssetningar sem fáir hafa. 5. Lítil og vel staðsett ritfanga- og bókaverslun, ein sú þekktasta í borginni. Selur einnig vörur sem enginn annar er með. Mikill annatími framundan. 6. Söluturn í frábæru hverfi enda mánaðarvelta 5,5 millj. Verðhugmynd 13,5 millj. 7. Kaffihús í miðborginni með léttvínsleyfi. Verð aðeins 3,5 millj. Höfum trausta kaupendur að eftirtöldum fyrirtækjum: 1. Fyrirtæki tengt sjávarútvegi. 2. Stórum heildverslunum í ýmsum vöruflokkum. 3. Stóra og góða vélsmiðju á höfuðborgarsvæðinu. 4. Framleiðslufyrirtæki fyrir landsbyggðina. 5. Tæknilegt hugbúnaðarfyrirtæki. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Creutzf eldt-Jakob sjúkdómurinn Ekki greinst hér síðan 1995 GUÐMUNDUR Georgsson, prófessor og forstöðumaður á Keldum, segist annað veifið fá tilfelli til rannsóknar þar sem grunur er um Creutzfeldt-Jak- ob sjúkdóminn, en hann hefur ekki greinst hér á landi síðan 1995. Þrjú tilfelli af sjúkdómn- um hafa greinst hér á landi, það fyrsta árið 1967, annað 1968 og það síðasta 1995. Aðspurður um ný tilfelli seg- ir Guðmundur að svo virðist sem það hafi á einhvern máta spurst að hugsanlega væri ein- hver nýiega látinn sem hefði verið með þennan sjúkdóm en sjálfur kveðst hann ekki kann- ast við það. Á hinn bóginn seg- ir hann menn nú betur vakandi fyrir einkennum sjúkdómsins og telur það ekki stór tíðindi að annað veifið komi fram til- felli sem geta líkst honum. Dómurinn í máli Hanes-hjónanna Málinu lokið af hálfu dómsmála- j ráðuneytisins „HÆSTIRETTUR komst að þeirri niðurstöðu að lagaskilyrði fyrir framsali Hanes-hjónanna væru ekki fyrir hendi. Dómsmálaráðuneytið mun kynna bandarískum yfirvöld- um þessa niðurstöðu formlega í þessari viku og þar með er málinu lokið af hálfu ráðuneytisins," sagði Stefán Eiríksson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu, í samtali við Morgunblaðið. í niðurstöðu Hæstaréttar sagði að íslensk stjórnvöld hefðu ekki gætt meðalhófsreglunnar við með- ferð sína á máli Hanes-hjónanna. Þau hefðu haldið að sér höndum, en ekki gengið til móts við réttmæt sjónarmið Hanes-hjónanna, sem vildu ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld um framgöngu málsins. Neikvætt fordæmi Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins sendi bandaríska sendi- ráðið íslenska utanríkisráðuneytinu bréf eftir að dómur Héraðsdóms í málinu féll í júlí sl. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að skil- yrði framsals væru ekki fyrir hendi og vísaði þar til upplýsinga um að ómannúðleg meðferð gæti beðið hjónanna í fangelsi í Maricopa-sýslu í Arizona. í bréfinu lýsti sendiráðið því yfir að neitun á framsali með þessum rökum væri neikvætt for- dæmi í samskiptum ríkjanna á sviði löggæslu og dómsmála. Meðferð framsalsmála endurskoðuð? Stefán Eiríksson sagði í gær að | engin viðbrögð bandarískra stjórn- | valda hefðu borist dómsmálaráðu- neytinu eftir dóm Hæstaréttar. Að- spurður hvort til greina kæmi að ráðuneytið myndi aðstoða Hanes- hjónin við samningaumleitanir við bandarísk stjórnvöld í kjölfar dóms- ins ítrekaði hann að af hálfu ráðu- neytisins væri litið svo á að málinu væri lokið. „Þessi dómur gefur okk- g ur þó fullt tilefni til að kanna hvort við þurfum að endurskoða meðferð « framsalsmála í ráðuneytinu. Samn- | ingar um framsal, gagnkvæma að- stoð í sakamálum og flutning dæmdra manna byggjast fyrst og fremst á gagnkvæmum skilningi beggja ríkja. Það kann að vera að þessi niðurstaða hafí áhrif á sam- bærileg mál, ef við óskum framsals frá Bandaríkjunum. Hins vegar byggjast samningamir líka á virð- 1 ingu fyrir réttarkerfum ríkjanna og , ég á ekki von á að dómur Hæstarétt- ar hafí alvarlegar afleiðingar varð- I andi framtíðarsamskipti þjóðanna á þessu sviði,“ sagði Stefán Eiríksson. Hjálparstarf Rauða kross íslands erlendis Læknir til starfa í Kenýa EINAR Hjaltason skurðlæknir fór til Kenýa sl. sunnudag en þar mund hann mun starfa sem sendifulltrúi Rauða kross íslands næstu mán- uði. Einar mun starfa á sjúkrahúsi Alþjóðaráðs Rauða krossins í Lokic- hokio í norðurhluta Kenýa þar sem hlúð er að fólki sem á um sárt að binda vegna borgarastyrjaldarinnar í Suður-Súdan. Hluti sjúklinganna hefur áverka vegna jarðsprengna og á sjúkrahús- inu eru framleiddir gervilimir og veitt endurhæfing. Tveir aðrir sendifulltrúar Rauða kross íslands starfa á sjúkrahúsinu í Lokichokio; Pálína Asgeirsdóttir yfirhjúkrunar- - fræðingur og Eygló Ingadóttir hjúkrunarfræðingur. * Einar Hjaltason er 52 ára gam- all. Hann hefur starfað á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur undanfarin ár og hefur gegnt margvíslegum sjálfboðnum störfum fyrir Rauða kross íslands. Hann er fyrsti lækn- irinn sem starfar fyrir Rauða kross íslands erlendis um langt árabil. Auk Einars em átta sendifulltrúar I að störfum fyrir Rauða kross íslands j í Júgóslavíu, á Kákasus-svæðinu, í i Aserbaídsjan, Tadsjikistan, Ka- sakstan, Kenýa og Sierra Leone.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.