Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 1
100 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
239. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Gordon Brown reynir að eyða óvissu um EMU-stefnu
Stjórnin gagnrýnd
fyrir hringlanda
Reuters
Krefjast svara í Alsír
ÖRYGGISSVEITIR hafa hert að-
gerðir gegn skæruliðum í Alsír
en sveitarstjórnarkosningar hefj-
ast þar á fimmtudag. Um helgina
myrtu félagar í herskáum sam-
tökum heittrúarmanna 21
óbreyttan borgara en öryggis-
sveitir skutu 12 skæruliða í fyrir-
sát í kjölfarið.
Um 65.000 manns hafa látið líf-
ið í ofbeldisöldunni sem gengið
hefur yfir Alsír frá því að eftir að
stjórnvöld aflýstu kosningum ár-
ið 1992 af ótta við stórsigur heit-
trúarmanna. í gær leysti lög-
regla upp mótmælagöngu fólks
sem krafðist upplýsinga um af-
drif ættingja sem horfið hafa
sporlaust. Saka mannréttinda-
samtök stjórnvöld um að standa
að baki mannshvörfunum. Þessi
kona hélt uppi mynd ættingja
sem ekkert hefur spurst til í
nokkur ár.
Lundúnum. Reuters.
GORDON Brown, fjármálaráð-
herra Bretlands, gaf í gær í skyn að
ekkert yrði af aðild Bretlands að
Efnahags- og myntbandalagi Evr-
ópu, EMU, í bráð, en orðrómur
hafði á síðustu vikum gefið tilefni til
að ætla að ríkisstjórn Verkamanna-
flokksins hygðist stefna að EMU-
aðild litlu síðar en því verður hleypt
af stokkunum. Brown sagði að
snemmbúin EMU-aðild landsins
væri mjög ólíkleg og áður en af
henni gæti orðið yrði Bretland að
njóta nokkurra ára stöðugleika-
tímabils.
Fjármálamarkaðirnir brugðust
hart við þessum orðum ráðherrans
og sérfræðingar í fjármálaheimin-
um gagnrýndu Brown fyrir hringl-
andahátt með stefnu stjómvalda í
viðkyæmu og mikilvægu málefni.
„Eg hef ítrekað sagt að mjög
ólíklegt sé að Bretland verði með
frá upphafi,“ sagði Brown í ræðu
sem hann hélt yfir kauphallar-
starfsmönnum í Lundúnum, þar
sem hann kynnti nýtt kauphallar-
viðskiptakerfi.
„Ef við gerumst ekki aðilar 1999
þarf Bretland á stöðugleikatímabili
án spákaupmennsku [með brezka
pundið] að halda, á meðan Bretland
reynir að standast efnahagsprófin
fimm sem ég hef lagt drög að,“
sagði Brown.
Við þessi orð ráðherrans tók vísi-
tala brezka verðbréfamarkaðarins
djúpa dýfu. Vísitalan hafði hækkað
á síðustu vikum vegna orðróms um
að ríkisstjórn Tonys Blairs hygðist
koma Bretlandi í EMU mjög fljót-
lega eftir 1999.
„Stöndum ekki í veginum"
Tony Blair forsætisráðherra tjáði
Helmut Kohl, kanzlara Þýzkalands,
í gær að hvað svo sem Bretar
ákvæðu að gera varðandi þátttöku í
EMU, væri það ekki ætlun þeirra
að standa á nokkum hátt í veginum
fyrir því að aðrar Evrópuþjóðir taki
sig saman og láti verða af mynt-
bandalaginu áður en Bretar telja
þátttöku tímabæra.
Blair fullvissaði Kohl um þetta í
framhaldi af gagnrýninni sem
stjórn hans hefur orðið fyrir vegna
óvissunnar um EMU-stefnuna.
■ Snemmbúin aðild/22
Alþjóðahvalveiðiráð
Varað við
innbyrðis
átökum
Mónakó. Reuters.
RAINIER fursti af Mónakó gagn-
rýndi aðildarríki Alþjóðahvalveiði-
ráðsins (IWC) fyrir innbyrðis átök
er hann setti 49. ársfund ráðsins í
gær og sagði ágreining þeirra geta
leitt til þess að samtökin
splundrist. Sjálfur sagðist furstinn
andvígur hvalveiðum og sagði, að
Mónakó myndi um alla ókomna
framtíð leggjast gegn hvalveiðum í
atvinnuskyni.
Ágreiningur er í ráðinu um hvort
aflétta eigi hvalveiðibanni frá 1982
eða festa það í sessi til framtíðar.
Japanir og Norðmenn vilja aflétta
banninu á hvalategundum á borð
við hrefnu sem mælingar benda til
að sé gnótt af. Langflest hinna að-
ildarríkjanna 39 eru andvíg hval-
veiðum í atvinnuskyni og er talið
að hatrammar deilur muni verða
um þær á ársfundinum.
Irar hafa nú freistað þess að
rjúfa sjálfhelduna og lagt fram
málamiðlunartillögu sem gengur út
á að takmarkaðar strandveiðar
verði leyfðar til innanlandsneyslu
gegn því að veiðar á úthöfunum
verði bannaðar og einnig vísinda-
veiðar.
Búist er við að tillaga Ira lífgi
upp á umræðurnar en fæstir gera
ráð fyrir að hún nái fram að ganga.
Irar eru taldir hafa ríki Evrópu-
sambandsins (ESB) á bak við sig
og Norðmenn og Bretar hafa lýst
stuðningi við markmið tillögunnar
en með ýmsum fyrirvörum þó.
Á óvart hefur komið að alþjóð-
legu nátturuverndarsamtökin
World Wildlife Fund hafa lýst
stuðningi við írsku tillöguna. Telja
þau það einu leiðina til þess að end-
urreisa tiltrú hvalveiðiráðsins.
Reuters
Krefjast afsagnar
forsætisráðherra
Bangkok. Reuters.
A verði
í Brazza-
ville
ÁSTANDIÐ í Brazzaville, höfuð-
borg Kongó, er sagt vera að
færast í eðlilegt horf eftir fimm
mánaða bldðug átök. Enn ganga
menn þó um ruplandi og ræn-
andi og á það ekki síst við um
liðsmenn Cobra-sveita Denis
Sassous Nguessos, sem kom
Pascal Lissouba frá völdum í
síðustu viku. Hefur valdataka
hans dregist þess vegna. Þessir
Cobra-menn héldu uppi eftirliti í
miðri höfuðborginni í gær.
■ Lissouba fiúinn/23
ÞUSUNDIR manna gengu í gær
um götur höfuðborgar Tælands og
kröfðust afsagnar forsætisráðherr-
ans, Chavalit Yongchaiyudh, sem
þeir segja að hafi mistekist að leysa
efnahagsvanda landsins. Þá hefur
þrýstingur aukist mjög á hann að
stokka þegar upp í ríkisstjórninni
en fjármálaráðherra Tælands,
Thanong Bidaya, sagði af sér í gær.
Chavalit vildi ekki tjá sig um
kröfur mótmælenda en sat á
daglöngum, lokuðum fundi með
ráðgjöfum sínum. Hann hét upp-
stokkun á ríkisstjórninni í síðasta
mánuði er vantrauststillaga á hana
var felld. Hins vegar hefur sú upp-
stokkun dregist og gætir mikillar
óvissu um hana. Hennar gætti ekki
síst á fjármálamörkuðum þar sem
hlutabréf féllu um þrjú prósentu-
stig í gær. Baht, gjaldmiðill
Tælands, hefur fallið um 40% frá
því í júlíbyrjun.
Mótmælendur voru flestir úr
hópi mennta- og kaupsýslumanna.
Talsmaður hersins hét því að ekki
yrðu höfð afskipti af kröfugöngun-
um en herinn hefur staðið fyrir 17
valdaránum og valdaránstilraunum
frá því að einveldi var afnumið í
Tælandi.
Mið-Austurlönd
Ross
orðvar
Ramallah á Vesturbakkanum. Reuters.
DENNIS Ross, sáttafulltrúi Banda-
ríkjanna í Mið-Austurlöndum, var
orðvar að loknum fundi ísraelskra og
palestínskra embættismanna í gær
og sagði að meta þyrfti árangur frið-
arumleitana fyrir botni Miðjarðar-
hafs í athöfnum, ekki aðeins í orðum.
Ross hafði milligöngu um fund
Davids Levys, utanríkisráðherra
ísraels, og Mahmouds Abbas, aðal-
samningamanns Frelsissamtaka Pal-
estínu (PLO), og var það þáttur í til-
raunum til að flýta störfum nefnda
sem báðir aðilar eiga sæti í og fjalla
um atriði sem enn er ágreiningur um
frá bráðabirgðasamkomulaginu er
gert var 1995.
Hafa Palestínumenn kvartað und-
an því að ekkert hafi áunnist á
nefndafundum undanfarinn hálfan
mánuð. Israelar fullyrða hins vegar
að á fundum nefndanna hafi náðst
„umtalsverður árangur".
--------------
Rafbylgju-
held föt
Tókýó. Reuters.
JAPANSKIR fataframleiðendur
eru nú að leggja síðustu hönd á
fatnað sem á að veija menn fyrir
rafsegulbylgjum sem tölvur, far-
símar og sjónvörp senda frá sér.
Efasemdarmenn telja hins vegar
að fötin komi að Iitiu gagni þar
sem höfuðið sé óvarið.
Fötin endurspegla auknar
áhyggjur manua af áhrifum raf-
segulbylgna á líkamann. Að sjá
eru þau eins og hver önnur jakka-
fót og dragtir en í efnið er ofinn
örmjór silfurhúðaður nælonþráður
sem á að endurvarpa allt að 99%
bylgnanna sem margir telja skað-
legar.