Morgunblaðið - 21.10.1997, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.10.1997, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 29 Morgunblaðið/Ásdis INGIBJÖRG Stefánsdóttir, Tryggvi Axelsson og Kristín S. Kvaran eru í úthlutunarnefnd tækjakaupasjóðs foreldra. Foreldrar útvega kennslutækin Foreldrar bama í Garðaskóla í Garðabæ hafa undanfarin ár rekið sjóð til að kaupa tölvur og önnur tæki handa skólanum. Mark- miðið er að auðvelda nemendum námið. Morgnnblaðið/Ásdís ARNALDUR, Garðar Steinn, Brynhildur, Hreinn og Sigurlaug hugsa um vísindi. A LIÐINNI viku gáfu nokkur fyr- irtæki í Garðabæ Garðaskóla góðar gjafír i formi tækja fyrir tilstuðlan foreldra í skólanum. Astæðan var bæði afmæli skólans og að foreldrar hafa verið með sér- stakan tækjakaupasjóð í tíu ár. í úthlutunarnefnd sjóðsins núna sitja Ingibjörg Stefánsdóttir, Tryggvi Axelsson og Kristín S. Kvaran. „Markmiðið með tækjakaupasjóðnum er að útvega skólanum tæki sem sveitarfélaginu ber ekki skylda til að kaupa,“ segir Tryggvi Axelsson, „for- eldrar í Garðabæ vilja einfaldlega að skólinn sé betur tækjum búinn en aðrir skólar." Tryggvi segir að það fullnægi ekki metnaði foreldra fyrir hönd bama sinna að skólinn fylgi meðaltalinu og því sé árlega gíróseðill sendur heim til foreldra, núna upp á 1.800 krón- ur, og ef þeir greiði hann renni pen- ingurinn í tækjakaupasjóð. Sennilega hafa um sex til sjö milljónir safnast frá upphafi með þessu móti. „Við viljum að skólinn sé búinn bestu mögulegu kennslutækjum," segir Tryggvi. Ingibjörg nefnir að núna séu í Garðaskóla tvö tölvuver, 10 eða 12 fullbúnar tölvur handa kennurum og betur útbúnar raungreina-, smíða-, tónlistar- og teiknistofur en í öðrum skólum samkvæmt hennar upplýsing- um, leirgerðarofn, góður búnaður í matsölu nemenda og heimilisfræði- stofunni, svo eitthvað sé nefnt. „Markmiðið er að örva nemendur," segir Tryggvi, „og fullnægja betur þörfum kennara. Við viljum t.d. að börnin fái rétta heimsmynd en það var ekki fyrr en núna sem nýtt heims- kort var gefið af fyrirtæki til að leysa af hólmi það gamla með landamærum fyrrverandi Sovétríkja og Júgóslavíu í öllu sínu veldi.“ Ingibjörg segir að með átakinu um að leita til fýrirtækja um stuðning við tækjakaup handa skólanum hafi tekist að útvega hluti sem annars hefðu ekki staðið nemendum til boða fyrr en eftir nokkur ár og það hefði verði leitt fyrir þá 600 unglinga sem nú eru hér í 7.-10. bekk. Tækin sem fyrirtækin gáfu voru meðal annars tölvur, ferðasnældutæki með geisla- spilara, magnarakerfi, myndbönd og íslenskar orðabækur. Tryggvi segir í lokin að góð mennt- un sé eins og púsluspil, samspil margra þátta, og því þyrfti bæði að stunda mannrækt í skólum og búa þá góðum tækjum. „Við viljum gera góðan skóla betri,“ segir hann. sé rétt til getið. SKILGREININGIN „Dyggð er mannleg fullkomnun sem felst í að efla vitsmuni sína, rækta tilfinningar, samband sitt við aðra menn og halda sjálfstæði sínu,“ er svar á silfurfati handa nemendum til að læra utanbókar, að mati Brynhildar Sigurðardóttur kennara sem í sumar var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna til að rannsaka samband heimspeki og náttúrufræðikennslu í grunn- skólum. En hvað vantar þá? „Spurningarnar,“ segja nem- endur hennar í Heimspekiskólan- um í Reykjavík, „við þurfum að læra spurningarnar til að skilja svörin betur. Það er of mikil áhersla á staðreyndirnar í skólun- um.“ Brynhildur birti nú í október grein í Morgunblaðinu um gildi þess að kenna börnum heimspeki- lega hugsun um leið og þau stunda raungreinarnar. Hún heldur því fram að eftir raungreinanám í ís- lenskum grunnskólum kunni nem- endur einstök efnisatriði en hafi ekki endilega tileinkað sér vísinda- lega hugsun. í framhaldi af grein hennar var ákveðið að spyrja nem- endur hennar í Heimspekiskólan- um hvort þeir teldu að hún hefði eitthvað til síns máls. Hugtökin verða skiljanlegri Nemendur hennar í vísinda- heimspeki og Hreins Pálssonar skólastjóra eru Arnaldur Jón Gunnarsson, Garðar Steinn Ólafs- son og Friðrik Steinn Friðriksson úr Hagaskóla, Sigurlaug María Hreinsdóttir, Austurbæjarskóla, Þórir Örn Sigvaldason, Hvassaleit- isskóla, og Andri Edward Ársæls- son, Álftamýrarskóla. Þau voru sammála um að heimspekin kæmi þeim að notum við að rökstyðja, skilgreina og uppgötva fleiri sjón- arhom á málunum. „Faðir hverrar námsgreinar er oftast einhver grískur heimspek- ingur,“ segir Andri Edward, „hvers vegna ættum við þá ekki að læra heimspeki? Ég veit um strák sem skildi ekki skipunina „rökstyðjið svarið" fyrr en hann lærði heim- speki.“ „Mér finnst við skilja hugtökin betur,“ segir Friðrik Steinn. „Próf eru oft bara til að mæla hvað maður hefur lært mörg svör á ákveðnu tímabili," segir einn. „Heimspekin hjálpar mér í eðlis- fræði,“ segir annar en þau hafa flest stundað heimspeki í nokkrar annir í Heimspekiskólanum. Svo fóru þau að velta fyrir sér muninum á efni, orku og anda. „Við getum fundið fyrir efninu, orkan hefur mælanleg áhrif á okk- ur, en andann get ég ekki mælt,“ sagði Garðar Steinn Ólafsson og samræður hófust. Einnig veltu þau fyrir sér hvort hægt væri að treysta skilningarvitunum, skynvillum, ásýnd hlutanna og hvort allt væri litlaust ef liturinn er aðeins í ljós- inu. Vanrækt hugsunaraðferð Eftir rannsókn sína í sumar seg- ist Brynhildur hafa komist að þeirri niðurstöðu að heimspekin sé mikil- vægur grunnur sem náttúrfræði- nám hvíli á. „Bamaheimspekin er hugsunaraðferð sem ætti að gera nemendur sjálfstæðari í vinnu- brögðum, en þessi aðferð er oft vanrækt í íslenska skólakerfinu,“ segir Brynhildur sem hefur tveggja ára kennslureynslu. „Aðferðin er ekki kennd í Kennaraháskólanum, kennaranemar eru ekki þjálfaðir í að halda uppi samræðum í bekkj- um og í tillögu að Uppeldisháskóla eru aðeins 3 einingar af 120 til- einkaðar þessari aðferð." Hún segir hefðina andsnúna heimspekinni og að námskrá grunnskóla einkennist ennþá af áherslunni á þekkingaratriðin en ekki skilninginn. Brynhildur hefur kynnt sér nokkrar erlendar rannsóknir um þetta efni og orðið var við viðleitni til að kenna nemendum vísindalæsi og er það einmitt gert með því að efla samfélagslega sýn á vísindin og beina augum nemenda að spumingunum sem leiddu til svar- anna. Hún segist að lokum sjálf hafa í sinni kennslu fallið í þá gryfju að nota hugtök án þess að láta nemendur velta þeim fyrir sér. „I tvö ár notaði ég hugtakið massi í eðlisfræðikennslu, en svo komst ég að því að nemendur áttuðu sig ekki á þessu hugtaki. En hvað er massi?“ Júlíus Vífil í 4. sætið Júlíus Vífill býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu úr vióskiptum og listum sem gefa honum góða fótfestu og víösýni í flóknum viðfangsefnum borgarstjórnar. Festa og forysta Framsýni og ábyrgó Spurningar í aðalhlutverki Heimspekin hjálpar bömum til að skilja vísindin betur fullyrti kennari nýlega. Hér er kannað hjá nemendum hans í Heimspeki- skólanum hvort þetta í félagsmálastarfi hefur Júlíus Vífill reynst ráðagóður baráttumaöur og boðberi nýrra hugmynda. Inngangur að skjalastjórnun Námskeið haldið 27. og 28. okt (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 13.000. Bókin, „Skjalastjómun" innifalin. Skráning hjá Skipulagi og skjölum í síma 564 4688, fax 564 4689. Stuðningsmenn Nýjar bækur • ÖKUNÁMIÐ er eftir Guðna Karlsson og er ætluð ungum og verðandi ökumönnum sem eru að búa sig undir bílpróf. Kennt er hvernig á að aka bíl við ýmsar að- stæður, veitt undirstöðuþekking um bílinn og búnað hans, öll umferðar- merki og reglur eru útskýrðar, og að lokum er kafli um slys og skyndi- hjálp. Bókin kemurnú út í endurskoð- aðrigerð, með fj' ida skýringar- mynda ogmyndum afumferðar- merkjunum. Hún er 120 bls. að stærð. Útgefandi er Mál og menn- ing. Verð: 2.480 kr. Viö þörfnumst manns í borgarstjórn sem valinn hefur verið til trúnaðarstarfa og nýtur trausts samferðamanna sinna. skölar/námskeið skjalastjórnun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.