Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 27 • • 011 verk Beethovens g'efin út ÞÝSKA útgáfufyrirtækið Deutsche Grammophon hefur gefið út öll verk Ludwigs van Beethovens í tilefni af 100 ára afmæli útgáfunnar á næsta ári. Alls eru það 87 geisladiskar. Það sem ekki hefur áður heyrst eru kant- atan „Der glorreiche Augenblick“ samin árið 1814, ófullgerð ópera og þjóðlög, að því er segir í Svenska Dagbladet. Tónlistargagnrýnandi blaðsins segir hluta þess sem ekki hefur ver- ið gefið út vera dauflegar tónsmíðar og ekki að ástæðulausu að það hafi ekki komið út fyrr en nú. Verkin skýri engu að síður þá mynd sem upp hafi verið dregin af Beethoven. Tónskáldið hafi einungis gefið það út sem hann hafi verið fullsáttur við og því gefi þessi ókláruðu verk nýja mynd af honum. Ýmsar merkar upptökur er að finna í heildarsafni Deutsche Grammophon, þeirra á meðal er fimmta sinfónía Beethovens í flutn- ingi Berlínarsinfóníunnar undir stjóm Arthur Nikisch frá árinu 1913. -----------» ♦ ♦----- Lessing lýk- ur ævisög- unni ekki ÞRÁTT fyrir að gagnrýnendur hafi langflestir verið stórhrifnir af tveim- ur fyrstu bindum sjálfsævisögu bresku skáldkonunnar Dorisar Less- ing, hyggst hún ekki ljúka við hana. Öðru bindi sögunnar „Walking in the Shade“ (Gengið í skugganum) lýkur árið 1962 og treystir Lessing sér ekki til að halda áfram, þar sem það muni valda allt of mörgum hugar- angri. Þetta kemur fram í viðtali sem The Guardian átti við Lessing fyrir skemmstu. Þar segir hún að á sjö- unda áratugnum hafi fjöldi ungs fólks átt athvarf hjá sér, fólk sem átti við ýmiskonar vanda að etja, og vill hún ekki ýfa upp gömul sár með því að riíja þessi ár upp. Fyrsta bindi ævisögunnar segir frá uppvaxtarárum Lessing í Ródesíu en annað bindið hefst við komu hennar til Lundúna árið 1949 með son og handrit að fyrstu skáldsögu sinni. En þrátt fyrir að Lessing hafi sett endapunktinn á ævisögu sína hefur hún ekki lagt pennann frá sér. Hún vinnur nú að nýrri bók, sem fjallar um ýmis ævintýri sem systk- ini lenda í. Lofið TÓNLIST Hljömdiskar KÓR AKUREYRARKIRKJU Sljómandi: Björn Steinar Sólbergs- son. Einsöngvarar: Sigrún Hjábntýs- dóttir, Sigrún Ama Amgrímsdóttir, Óskar Pétursson. mjóðfæraleikarar: Anton Hevesi, orgel, Sveinn Sigur- bjömsson og Hjálmar Sigurbjöms- son, trompet. mjóðritað í Akureyrar- kirkju 9.-13. maí 1997. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Útgefandi: Skálholtsútgáfan og Kór Akureyrarkirkju. ISBN 9979-826-8. Framleiðsla: Skref. SÚCD003. Á ÞESSUM geisladiski er flutt úrval af söngvum úr kórbókinni Dýrð, vald virðing, 50 kirkjulegir söngvar fyrir blandaða kóra sem Skálholtsútgáfan gaf út haustið 1996 (uppl. úr bæklingi). Hér er um að ræða lofsöngva, sálma, bænir og tilbeiðslu - eins og vera ber, allt mjög vel sungið undir agaðri en fremur látlausri (sem HIÐ ÍSLENSKA bók- menntafélag gefur út margar bækur á árinu, nokkrar í samvinnu við aðra. Sum rit félagsins eru endur- prentuð vegna mikilla vinsælda, eins og til dæmis Lærdómsritin Ríkið og Um skákiskaparlistina. Fyrr á árinu kom út Tíma tal. Saga úrsmíði á íslandi. Sagt frá sigurverki og tímamælum. Höfundur er Edda Kristjáns- dóttir. í bókinni er rakið uppliaf og framvinda úrsmíða á ís- landi, lýst störfum, verkfærum og vinnubrögðum, einnig greint frá fornu tímatali. Saltfiskur í sögu þjóðar er eftir Valdimar Unnar Valdimarsson og Halldór Bjarnason. Saltfiskverkun og -verslun eru gerð skil í bókinni og lýst sölu- og markaðsmálum erlendis. Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis kom út í vor. Þetta eru þættir í stjórnmálahagfræði eftir Hannes H. Gissurarson þar sem Smith, Hayek, Marx, Keynes og Friedman koma við sögu. Sóun náttúruauð- linda og fyrirkomulag fiskveiða við strendur ís- lands er meðal efnis. Viðeyjarstofa og kirkja er bók sem Bókmenntafé- lagið dreifir, en útgefend- ur eru Viðey og Reykjavík- urborg. Höfundur er Þor- steinn Gunnarsson. Bygg- ingasaga þessara sögu- frægu steinhúsa frá 18. öld er rakin og greint frá breytingum sem gerðar hafa verið á þeim. Skæðagrös er rit til heiðurs Sigurjóni Björns- syni sjötugum. Nítján höf- undar eiga efni í ritinu, ferðasögur, ljóð, greinar um fornleifar, náttúrusýn, sálfræði, handritarann- sóknir, byggðasögu og fleira. Siðbreytingin á íslandi 1537- 1565. Byltingin að ofan er eftir Vilborgu Auði ísleifsdóttur. Gerð er grein fyrir hugsjónum siðbreytingarmanna og íslensku miðaldasamfélagi. Þættir úr sögu vestrænnar menningar. Frá 1848 til okkar daga er eftir Guðmund J. Guð- mundsson og Ragnar Sigurðs- son, bók í sama flokki og Forn- öldin, Miðaldir og Nýöldin 1492-1848. Nýir inngangsfyrirlestrar um sálkönnun er eftir Sigmund Freud í þýðingu Sigurjóns Björnssonar. Ritið er sjálfstætt Hvata- lífið og saltfisk- urinn framhald af Inngangsfyrirlestr- um um sálkönnun 1 og 11. „Kenn- ingar um kvíða og hvatalífið (árásarhvöt), sálfræði kvenna, yfirskilvitleg fyrirbæri og kom- múnisma", segir í kynningu. . Saga hugsunar minnar um sjálfan mig og tilveruna er eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna- Núpi. Haraldur Ingólfsson bjó til prentunar. „Eitt frumlegasta rit sem íslenskur heimspeking- ur hefur skrifað," segir í kynn- ingu, en í bókinni leitar höfund- ur svara við grundvallarspurn- ingum mannlegrar tilveru. Rekstrarsaga innréttinganna eftir Lýð Björnsson er í Safni til Iðnsögu íslendinga. Innrétt- inga Skúla Magnússonar land- fógeta er minnst sem fyrstu til- raunar til að stuðla að efnahags- legu sjálfsforræði landsmanna og leysa þá úr vítahring einok- unar. Spriklið í sporðinum Með spriklið í sporðinum. Saga SH1942-1996,2. bindi er eftir Olaf Hannibalsson og Jón Hjaltason. Rakin er saga Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, fjallað um tilurð samtak- anna, uppbyggingu, bar- áttuna við að hasla sér völl og dótturfyrirtækin, Jökla og Umbúðamiðstöð- ina. Yfir lönd, yfir höf. Saga dótturfyrirtækja SH er- lendis 1942-1996 er 3. bindi SH-sögunnar og skrifað af Jóni Hjaltasyni, Hjalta Einarssyni og Ólafi Hannibalssyni. Fyrsta bindi, Frystihúsin, þar sem gerð er grein fyrir öllum fiskframleiðendum innan SH, var áður komið út á vegum SH. Gullkista þvottakvenna er heimildasafn og endur- minningar Huldu H. Pét- ursdóttur um Þvottalaug- arnar i Laugardal. Ritverk Sigurðar Nor- dals, alls 12 bindi, eru til- tæk hjá Bókmenntafélag- inu, en þau hafa markað djúp spor í menningar- sögu Islendinga. í þeim er mikið efni sem ekki hefur verið birt áður. Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill ásamt ritgerðum Bríetar Bjarn- héðinsdóttur og Páls Bri- em um kvenfrelsi og með inngangi eftir Auði Styrk- ársdóttur, er 33. Lær- dómsrit Bókmenntafé- lagsins. í bókinni eru end- urútgefnir textar sem mótuðu umræðu íslendinga um undi- rokun kvenna og réttindi þeirra. Meðal endurprentaðra bóka Bókmenntafélagsins eru Eddas and sagas eftir dr. Jónas Krist- jánsson, Undir oki siðmenningar eftir Sigmund Freud, Ríkið eftir Platon, Um skáldskaparlistina eftir Aristóteles og Siðferði og mannlegt eðli eftir Pál S. Ardal. Hið íslenska bókmenntafélag gefur út Skírni, en hausthefti þessa 171. árgangs tímaritsins er væntanlegt bráðlega. Ritstjór- ar eru Jón Karl Helgason og Róbert H. Haraldsson. Hádegis- tónleikar í Norræna húsinu HILMAR Jensson gítarleikari leikur á hádegistónleikum á veg- um tónleikanefndar Háskóla Is- lands í Norræna húsinu á morg- un, miðvikudag. Hilmar hefur flutt djass- og spunatónlist og leikið með fjöl- mörgum innlendum sem og er- lendum tónlistarmönnum á þeim vettvangi. Að þessu sinni mun hann flytja eigið verk, í fjórum hlutum er nefnist „Stilla I-IV“. Verkið er eins konar hálfspuni, þar sem unnið er eftir fyrirmæl- um og innan ákveðins ramma. Reynt er að túlka þá ró er mynd- ast við síendurtekningu hljóða, jafnvel þó þau sín á milli verði ómstríð og séu oft hver fyrir sig óstöðug, segir í kynningu. Verk- ið er samið fyrir rafgítar og „fe- edback" og tekur um 25 mínút- ur í flutningi. Dagskrá háskólatónleika má nálgast á vefnum: http://www.hi.is/gunnag/ tonlist/tonleikar.html. Damask í ís- lenskum heim- ilisiðnaði GUÐRÚN Bjarnadóttir „Hadda“ kynnir handofna hör- og ull- ardúka í versluninni íslenskum heimilisiðnaði til 1. nóvember. Dúkarnir verða til sölu í verslun- inni. Hadda nam almennan vefnað í Svíþjóð, stundaði nám í lista- deild Lýðháskólans í Eskilstuna í Svíþjóð og við myndlistarskól- ann á Akureyri. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og haldið einkasýningar. Kynningarfyr- irlestur í MHÍ SÓLVEIG Aðalsteinsdóttir myndlistarmaður heldur kynn- ingarfyrirlestur og sýnir skyggnur í fyrirlestrarsal MHÍ í Skipholti 1, á morgun, miðviku- dag, kl. 20.30. I fyrirlestrinum íjallar Sólveig um eigin myndlistaferil og við- horf til myndlistar. Ókeypis að- gangur. Ólafur Hannibalsson Jón Hjaltason Sigurður Nordal Sigmund Freud vorn Drottin er einnig gott og blessað!) stjórn hins ágæta organista kirkjunnar, Björns Steinars Sólbergssonar. Kórinn virkar þó ekki mjög fersk- ur - raddirnar ekki „ungar“ áferð- in hefðbundin - þ.e. fremur hæg og án verulegra tilþrifa og hríf- andi hljóma. Auðvitað helgast þetta að nokkru leyti af efninu enda ekki verið að syngja Bach, þó hygg ég að kirkjan eigi hlut að máli, hljómburðurinn e.t.v. við hæfi í messum en of mikill til að góður kórsöngur fái notið sín á hljómdiski. Einsöngurinn mjög góður (ekki í fyrsta skipti sem Oskar vekur athygli mína); Sigrún frábær. Flest eru þetta gömui og þekkt lög, mörg fögur og vinsæl - og væntanlega sígild, þótt fæst þeirra standi undir titli disksins, enda þekki ég ekkert tónskáld sem það gerir nema Jóhann Sebastian. (Annað mál er um suma textana, t.d. þegar höfundurinn heitir Hall- grímur Pétursson.) Þó vil ég sérstaklega minnast á fimm síðustu lögin, Gegnum Jesú helgasta hjarta og Vertu Guð fað- ir, faðir minn eftir Jakob Tryggva- son við texta séra Hallgríms, Ó, undur lífs eftir Jakob Hallgríms- son við texta Þorsteins Valdimars- sonar} sálmaforleikur Jóns Hlöð- vers Askelssonar Dýrð, vald, virð- ing, þar sem Björn Steinar situr sjálfur við orgelið, og útsetning Jóns Hlöðvers á þjóðlaginu sem sálmurinn er sunginn við. Allt inni- legar og failegar tónsmíðar, sem í látleysi sínu þjóna textanum vel (sem sannar kannski að tónlistin þurfi ekki að keppa við textann, og er maður þá e.t.v. kominn í mótsögn við sjálfan sig). Undirleik á orgel á þessum hljómdiski annast Antonia Hervesi; ennig koma við sögu tveir alveg stórfínir blásarar (trompet), Sveinn Sigurbjömsson og Hjálmar Sigur- björnsson, og var þeirra sárlega saknað þegar þeir hættu að blása. Oddur Björnsson STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Verð: 3.995 Tegund: 290555 Litur: Svartir Stærðir: 28-35 Ath.: Einnig dömustærðir 36-41 lcr. 5.495 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR • POSTSENDUM SAMDÆGURS STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN SÍMI 551 8519 Toppskórinn steinar waage A Veltusundi v/ Ingólfstorg, skÓverslun ^ # sími 552 1212 SIMl 568 9212 #>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.