Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Undarlegur leiðari
Morgunblaðsins
MORGUNBLAÐIÐ
leggur þriðjung af leið-
araplássi sínu í dag,
fimmtudaginn 16. októ-
ber, undir orðaskipti
okkar Halldórs As-
grímssonar á þingi um
undirbúning að mögu-
^ggri heimsókn íslenskr-
ar viðskiptasendinefnd-
ar undir forystu utan-
ríkisráðherra til Indó-
nesíu. Fyrirsögnin sem
Morgunblaðið velur um-
íjöllun sinni er „Undar-
legt upphlaup" og á
væntanlega að vísa til
framgöngu undirritaðs
sem tók mál þetta upp.
Telji Morgunblaðið
það undarlegt að þingmaður á Al-
þingi íslendinga taki ástand mann-
réttindamála í Indónesíu upp og geri
við það athugasemdir að íslendingar
velji það ríki sérstaklega út úr til að
efla við viðskipti og bæta samskipti
þá verður að hafa það. Morgunblaðið
r'æður sínum skoðunum. M;n skoðun
er hins vegar sú að þessi leiðari og
upphlaup Morgunblaðsins í honum
sé ákaflega undarlegt. Morgunblaðið
gefur sér ýmsar forsendur til að
ganga út frá í umfjöllun sinni sem
alls ekkert eiga skylt við það sem
sagt var á þingi. Þannig er í 2. máls-
grein þessa leiðara, undir fyrirsögn-
inni Undarlegt upphlaup, talað um
að reglulega komi upp kröfur um að
stöðva beri „viðskipti" og .jafnvel
samskipti" við tiltekin
ríki. A hvorugt var
minnst af minni hálfu
þegar ég tók fyrirhug-
aða ferð til Indónesíu
upp. Síðar í leiðaranum
segir orðrétt „þótt
margt megi gagnrýna í
stjórnarfari Indónesíu
verður vart séð að það
réttlæti að þetta ríki,
eitt hið fjölmennasta í
heimi, sé sett í pólitíska
sóttkví". Þetta eru orð
Morgunblaðsins en ekki
mín. Ég minntist ekkert
á pólitíska sóttkví né
neitt í líkingu við það.
Það sem ég gagnrýndi
var að ríkið Indónesía
skyldi vera á lista yfir þau lönd í
Asíu sem til greina kæmi að fjölmenn
íslensk viðskiptasendinefnd heim-
sækti á næsta ári undir forystu utan-
ríkisráðherra. Gagnrýni mín lýtur að
því hvers eðlis slík heimsókn er, ekki
hinu að ég krefjist þess að alls engin
samskipti séu höfð við Indónesíu.
Það liggur í augum uppi að þegar
farið er í ferð sem hefur þann sér-
staka tilgang að bæta samskipti og
efla viðskipti vakir það ekki fyrir
mönnum að nota ferðina til þess að
flytja gestgjöfunum óþægileg, póli-
tísk skilaboð eða vera með aðfinnslur
við þá. Eða finnst Morgunblaðinu eða
öðrum líklegt að fjöldi forystumanna
úr íslensku atvinnulífi Ieggi það á sig
að fylgja Halldóri Ásgrímssyni í ferð
Mín skoðun er sú, segir
Steingrímur J. Sigfús-
son, að þessi leiðari og
upphlaup Morgunblaðs-
ins í honum sé ákaflega
undarlegt,
sem hefur þann tilgang að mótmæla
mannréttindabrotum og aðeins til að
veita honum móralskan stuðning.
Nei, svo er auðvitað ekki. Allir vita
að slíkar ferðir eru famar til þess
að njóta gestrisni og góðvildar og
láta jákvætt andrúmsloft við slíkar
kringumstæður smyija hjólin í þágu
aukinna viðskipta. Það gegndi allt
öðru máli ef utanríkisráðherra, eins
og reyndar margir erlendir ráðamenn
hafa á síðustu misserum gert, færi
gagngert til Indónesíu til þess að
koma á framfæri óánægju íslenskra
stjórnvalda með ástand mannrétt-
indamála þar á bæ.
Varðandi þann boðskap í þessum
leiðarabút Morgunblaðsins að á kröf-
um manna um siðferðislegt aðhald í
alþjóðasamskiptum sé gjaman sá
hængur að ekki eigi eitt yfir alla að
ganga þá tek ég það ekki til mín
heldur þvert á móti. Það sem einmitt
fer í taugamar á mér er hræsnin og
tvískinnungurinn sem gjarnan veður
uppi í framgöngu Vesturlanda hvað
þetta snertir. Ef einræðisherrar og
Sigfússon
herforingjar em taldir makka rétt
miðað við hagsmuni Vesturlanda hef-
ur þeim gjaman verið hampað og
hossað og horft framhjá mannrétt-
indabrotum í löndum þeirra en síðan
em mannréttindin tekin upp og höfð
ofarlega á blaði þegar það hentar í
pólitískum eða viðskiptalegum til-
gangi. Samskipti Bandaríkjamanna
og vestrænna ríkja við „þróunarlönd
og þriðja heiminn" eru öll meira og
minna eitt himinhrópandi dæmi um
þetta. Það orðalag í leiðara Morgun-
blaðsins að ekki sé rétt að setja ríkið
Indónesíu eitt hið ijölmennasta í
heimi í „pólitíska sóttkví" vekur líka
athygli eða em það orðin rök í hugum
Morgunblaðsmanna fyrir því að með-
höndla mannréttindabrot Indónesa
öðra vísi en annarra að á ferðinni
sé eitt ijölmennasta ríki heims? Spyr
sá er ekki veit.
Mannréttindabrot
Indónesa og þróun mála
Óþarfi ætti að vera að tíunda stöðu
mála í Indónesíu. Allt frá því að indó-
nesískur her réðst inn í Austur-Timor
og þar hófust einhver hroðalegustu
ijöldamorð og nánast þjóðarmorð á
seinni áratugum hefur ástand mála
verið skelfilegt. Langtímum saman
var þar háð „gleyrnt" stríð og Indó-
nesar gátu farið sínu fram að veru-
legu leyti án utanaðkomandi þrýst-
ings eða athygli heimsbyggðarinnar.
Allan tímann hafa grimmileg mann-
réttindabrot, fangelsanir og pynting-
ar átt sér stað. Forystumenn Áustur-
Timora hafa verið hundeltir. Þegar
þeir José Ramos Horta og Carios
Bela hlutu friðarverðlaun Nóbels í
fyrra varð að vísu veraleg breyting
á og mun meiri þrýstingur hefur
verið á stjómvöld í Indónesíu. Erlend-
ir ráðamenn hafa í auknum mæli
lagt leið sína til Indónesíu gagngert
í því skyni að mótmæla ástandinu
og styrkja andófsöfl og leiðtoga and-
ófsmanna á Austur-Timor sem Indó-
nesar hafa marga hveija fangelsað.
Eftir sem áður er ástandið þannig
að einhveijir ljótustu kaflar í skýrsl-
um samtaka eins og Amnesty Inter-
national eða Human Rights Watch
fjalla einmitt um stöðu mála í Indó-
nesíu.
Síðast en ekki síst ber að nefna
ofsóknir indónesískra Stjórnvalda á
hendur verkalýðshreyfingunni. Ný-
lega héldu verkalýðssamtökin þar í
landi eins konar aðalfund eða árs-
þing, eða öllu heidur reyndu að halda,
því stjórnvöld gripu inn í og styttu
þingið, nánast ieystu það upp. Fjöldi
þátttakenda var fangelsaður þ.ám.
margir af helstu forystumönnum í
verkalýðshreyfingunni og einstökum
verkalýðsfélögum. Svo mikið var of-
forsið að m.a.s. erlendir gestir og
blaðamenn voru fangelsaðir og sak-
aðir um að hafa sótt ólöglega fundi,
aðferð sem indónesísk stjórnvöld nota
gjarnan gegn verkalýðshreyfingunni.
Þessum ofsóknum á hendur verka-
fólki og samtökum þess í lndónesíu
hafa verkalýðssamtök víða um heim
mótmælt, þ.á m. norrænu verkalýðs-
samtökin og málið mun verða tekið
upp innan Alþjóða vinnumálastofnun-
arinnar.
Hér verður ekki farið fleiri orðum
um stöðu mála í Indónesíu og mann-
réttindabrot þar. Landið hefur um
árabil haft nokkra sérstöðu sem eitt
allra versta harðstjómar- og kúgun-
arríki heimsins þar sem mannrétt-
indabrot, fangelsanir, pyntingar og
síðast en ekki síst útbreidd spilling
og gífurleg auðsöfnun ráðamanna er
daglegt brauð. Þeir sem ekki vita af
þessu hafa fylgst illa með alþjóðamál-
um hverra svo sem gistivinir þeir
lqosa að vera.
Höfundur er þingmaður fyrir
Alþýðubandnlagið, Norðurlandi
eystra.
Þegar réttvísin
brestur
SAMKVÆMT lögum
um stjóm fiskveiða eru
allir nytjastofnar á Is-
landsmiðum sameign
þjóðarinnar. Markmið
laganna er að stuðla að
vemdun og hagkvæmri
nýtingu þeirra og
tryggja með því trausta
wStvinnu og byggð í
landinu. Úthlutun veiði-
heimilda samkvæmt
lögum þessum myndar
ekki eignarrétt eða
óafturkallanlegt for-
ræði einstakra aðila yfir
veiðiheimildinni. Eins
og kunnugt er hefur
sj ávarútvegsmálaráð-
herra heimilað undanfarin ár að
fiskurinn sé veðsettur af útgerð-
araðilum fyrir tugi milljarða og
heimilað sölu, leigu og kaup afla-
heimilda að vild. Öllum ætti að
vera löngu ljóst að nytjastofnar
innan fiskveiðilögsögunnar eru
ekki lengur sameign þjóðarinnar
~í)g sá nýtingarréttur sem handhaf-
ar kvótans hafa fengið er í raun
jafngildi eignarréttar. Kvótar
ganga í erfðir, kvótum er skipt við
hjúskaparslit og hvers konar brask
með aflaheimildir er viðhaft undir
formerkjum hagræðingar og hag-
kvæmni án tillits til byggðarsjón-
armiða, kjara sjómanna og fisk-
vinnslufólks. Öll meginatriði og
markmið laga um fiskveiðistjórnun
hefur verið þverbrotin án þess að
löggjafar- og framkvæmdavaldið
aðhafist neitt og dómsmálaráð-
'herra sem jafnframt er sjávarút-
vegsmálaráðherra beygir höfuð
sitt í auðmýkt og hlýðni fyrir „eig-
endum“ auðlindarinnar. Þeir sem
bera hag þjóðarinnar fyrir bijósti
vilja að útgerðarfyrirtækin greiði
veiðileyfagjald sem renni óskipt í
ríkissjóð, sem afgjald fyrir aðgang
að sameiginlegri auðlind þjóðar-
innar. Vissulega er það spor í rétta
átt, en það tryggir
ekki hlut fiskvinnsl-
unnar um samkeppni
um aflann við er-
lenda aðila né hags-
muni smábátaút-
gerðarinnar og
smærri byggðarlaga
víðsvegar um landið.
Það kemur ekki held-
ur í veg fyrir að fisk-
veiðiheimildir safnist
saman á fáa lögaðila
eins og nú er. Mikill
ávinningur væri þó
ef allur óunninn fisk-
ur færi í gegnum
sölukerfi fiskmark-
aða.
Það er sannarlega lítið eftir af
lýðræðisskipulaginu þegar nokkur
stórútgerðarfélög geta sölsað und-
ir sig meirihluta fiskveiðiheimilda
og ráðstafað að eigin geðþótta, án
þess að eigandi auðlindarinnar
(þjóðin) geti neitt að gert. Þjóðin
hefur ekki afsalað sér eignarrétti
sínum og ekki heldur gefið þing-
mönnum sínum neitt umboð til
slíks gjörnings. Það er því augljós
staðreynd að ríkisstjórn og meiri-
hluti alþingismanna hefur brugðist
skyldum sínum gangvart þjóðinni
og leyft LÍÚ og öðrum hagsmuna-
aðilum að ráðstafa og meðhöndla
fiskveiðiheimildir að eigin geð-
þótta.
Vilji menn leita orsaka þeirrar
ógæfu sem við nú búum við varð-
andi fiskveiðistjórnun, gerðist það
1984 þegar farið var að úthluta
fiskveiðiheimildum á skip (kvóta),
en spillingin og braskið heltók
þessa atvinnugrein árið 1990 þeg-
ar heimilað var að framselja, leigja
kvóta og veðsetja óveiddan fisk
fyrir tugi milljarða, án nokkurrar
lagaheimildar. Þá hafa stærstu
útgerðarfélögin bókfært kvótann á
margföldu markaðsverði til að ná
fram hækkun á hlutabréfamark-
Kristján
Pétursson
Ráða fjármunir gjörðum
stjórnmálamanna? spyr
Kristján Pétursson,
sem segir kvótabraskið
stuðla að meiri byggða-
röskun og óréttlæti en
nokkur önnur stjóm-
valdsaðgerð.
aði. Kvótinn hefur orsakað meiri
byggðaröskun og óréttlæti en
nokkur önnur stjórnsýsluaðgerð
síðustu áratugi. Þjóðin stendur
frammi fyrir þeirri óhugnanlegu
staðreynd,að nokkur útgerðarfélög
hafa yfirráðarétt yfir meirihluta
fiskveiðiheimilda innan lögsögunn-
ar (hundruð milljarða) og geta ráð-
stafað þeim að eigin vild. Van-
burða- og valdalitlir embættismenn
virðast litlu sem engu ráða um
framgang þessara mála og rík-
isstjórn og alþingismenn róa ýmist
á stjórn- eða bakborða í pólitísku
hagsmunadekri sínu. í þessum
málum hefur sannast áþreifanlega
eins og reyndar oft áður, að fjár-
munir ráða fyrst og síðast aðgerð-
um flestra stjórnmálamanna, hug-
sjónir og heiðarleiki er eitthvað
sem þeir leggja á borð fyrir kjós-
endur í alþingiskosingum og á tylli-
dögum. Fólkið í landinu verður að
skilja til fullnustu að þjóðarhags-
munir eru í veði, aðgreina blekk-
ingar frá staðreyndum og trúa
ekki á mátt „kaldrar skynsemi" í
stjórnmálum, heldur eigin íhugun.
Við þurfum gerbreytingu á pólit-
ísku hugarfari og þeim hagsmuna-
anda, sem nú spillir stjórnmálum.
Vonandi rís upp sú alda í næstu
alþingiskosningum sem skolar burt
þeirri einokun, efnishyggju og
óréttlæti sem hefur undanfarin ár
verið að festa rætur í auknum
mæli. Friður í þjóðfélaginu byggist
á réttvísi, óhlutdrægum og heiðar-
legum sámskiptum og umhyggju-
semi fyrir öllum.
Höfundur er fyrrverandi
deildarstjóri
Á heimavelli
MARKÚS Möller
hagfræðingur hefur
undanfarið fengist við
að leiðrétta ýmsar vill-
ur mínar, enda sé ég
ekki á heimavelli í
hagfræðinni, eins og
hann segir hróðugur.
En hver skyldi vera á
heimavelli í deilunni
um veiðigjald, sem
Markús vill, en ég
ekki? Sú deila snýst
ekki um hagkvæmni,
enda er núverandi
kvótakerfi bersýnilega
hagkvæmt, heldur
réttlæti, því að veiði-
gjaldssinnar vilja í
nafni þess gera fiskveiðiarðinn upp-
tækan. Réttlæti hefur fram að þessu
verið talið á heimavelli okkar stjórn-
málaheimspekinga, þótt sjálfur sé
ég andvígur einkaleyfisveitingum
um fræðileg viðfangsefni.
Þegar við horfum af sjónarhóli
stjórnmálaheimspekinnar á físk-
veiðar við ísland, áður en kvótakerf-
ið kom til sögu, sjáum við, að út-
gerðarmenn sköðuðu þá hver annan.
Þótt skortur væri á físki í sjónum,
var aðgangur að fiskistofnum óheft-
ur, svo að útgerðarmenn flykktust
á miðin. Þeir tóku ekki tillit til þess,
að þeir voru að veiða hver frá öðr-
um, leggja kostnað hver á annan.
Þeir voru í eins konar gildru, þar
sem keppni hvers manns að eigin
hag leiddi til þess, að allir töpuðu í
leikslok. Fiskveiðiarðurinn fór í súg-
inn í of miklum kostnaði. Nú er til
sú réttlætisregla, eins og John Stu-
art Mill gerði grein fyrir, að menn
megi gera það, sem þeir vilja, öðrum
að skaðlausu. Því aðeins geti verið
réttlætanlegt að skerða frelsi
manns, að hann skaði með því aðra.
Kvótakerfíð leysti vandann. Eftir
að aðgangur að fiskistofnum var
bundinn framseljanlegum kvótum,
myndaðist eðlilegt verð á þeim, svo
að útgerðarmenn hættu að flykkjast
á miðin. Um leið og þeir eignuðust
kvóta, hættu þeir að veiða frá öðrum
en sjálfum sér. Fiskistofnunum var
í raun skipt upp á milli þeirra, sem
stundað höfðu veiðar,
svo að hver varð ábyrg-
ur fyrir sínu í stað þess,
að áður voru allir
ábyrgðarlausir. En
krafa veiðigjaldssinna
er ekki, að frelsið til að
veiða sé takmarkað við
það, sem ekki skaðar
aðra, eins og gert var
með kvótakerfinu, held-
ur að ríkið taki allt frelsi
til að veiða af mönnum
og veiti þeim það aftur
gegn háu gjaldi!
Með kvótakerfinu
fékk hópur manna
vissulega einkarétt til
að nýta auðlind, sem
áður var óheftur aðgangur að. Nú
er til sú réttlætisregla, sem John
Locke setti fram, að menn megi
helga sér hluti úr skauti náttúrunn-
ar, ef þeir skerða ekki með því hag
annarra. Vandséð er, hvernig út-
Um leið og þeir eignuð-
ust kvóta, hættu þeir
að veiða frá öðrum en
sjálfum sér, segir
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson í fjórðu
grein sinni.
gerðarmenn geta skert hag annarra
Islendinga með því að hafa áfram
frelsi til að nýta fiskistofnana. Öðru
nær: Bættur hagur útgerðarinnar
vegna kvótakerfísins skilar sér von
bráðar í bættum hag þjóðarinnar.
Þeir, sem þurfa nú að kaupa sér
kvóta til að geta veitt, tapa ekki
heldur öðru en því tækifæri, sem
þeir höfðu áður til að skaða aðra
með veiðum frá þeim.
Höfundur er prófessor í
stjórnmálafræði við H&skóla
Islands.
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson