Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 39^ HERMANN SIG URÐSSON + Hermann Sig- urðsson fæddist í Reykjavík 27. maí 1923. Hann lést á Landspítalanum að morgni mánudags- ins 13. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Guðbrandsson, skipstjóri hjá Kveldúlfi, f. 25.4. 1886, d. J943, og Eyríður Árnadótt- ir, f. 30.6. 1896, d. 1983. Eftirlifandi systkini Hermanns eru: Oddbjörg, Katrín og Sig- urður. Látinn er Sigurjón. Hermann giftist Rúnu Guð- mundsdóttur 13.4. 1946. Þau skildu. Sonur Hermanns og Rúnu er Guðmundur, maki Auður Guðmundsdóttir. Hinn 26.5. 1951 giftist Hermann El- ínborgu Óladóttur, f. 25.11. 1928. Elínborg lést 28. október síðastliðinn. Foreldrar Elín- borgar voru Arnlín (Adda) Árnadóttir f. 20.6. 1905, d. 1985, og ÓIi J. Ólason, stór- kaupmaður, f. 16.9. 1901, d. 1974. Börn Hermanns og Elín- borgar eru: 1) Adda, maki Ólaf- ur Óskarsson. 2) Óli Jón, maki Kristín E. Jónsdóttir. 3) Sigurður G., maki Sigrún A. Ámunda- dóttir. 4) Hermann, maki Fanney Jó- hannsdóttir. 5) Katrín, maki Brynj- ar Stefánsson. 6) Eiríkur Árni, maki Kristín Hjálmars- dóttir. 7) Valdimar Oddgeir, maki Sig- urbjörg Pétursdótt- ir 8) Snorri Goði, maki Sjöfn Guðna- dóttir. 9) Örn, maki Guðlaug L. Brynjarsdóttir. 10) Helgi Magnús, maki Björk Baldurs- dóttir. 11) Gunnar, maki Sigrún Þorbjörnsdóttir. Barnabörn Hermanns eru 35, og bama- barnaböm 3. Hermann gegndi ýmsum störfum í gegnum árin, m.a. starfaði hann hjá ísafold, rak eigin bókabúð, annaðist fram- kvæmdir í Færeyjum en siðustu 20 árin starfaði Hermann hjá Samkeppnisstofnun. Útför Hermanns fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Harpa mín er harmi slegin, hljóður geng ég áfram veginn. Sólin leggst að svefni fegin, sigla heim þín gðmlu tár. Dómsins þungi, dýrt skal gjalda. Dynur á mig regnið kalda. Þrár og sorgir þúsundfaldar, þyrpast að mér hryggum svein. Einn ég stend og einn ég kalla út í sortans kytrur allar. Dimmir skjótt og degi hallar, daprir vindar nísta bein. Svif á braut þá sofnar treginn, svanir leiða rétta veginn. Hún þín bíður hinumegin, hjartkær móðir mín. Ástarkveðjur. Ykkar sonur, Helgi Magnús. Elsku pabbi Þá er víst komið að kveðjustund sem kom svo skyndilega. Þegar ég kvaddi þig rétt fyrir 7 að kvöldi hinn 12. þ.m. hvarflaði ekki að mér að þetta yrði okkar síðasta sam- verustund í þessu jarðlífi. En ég veit að á móti þér hefur tekið opinn armur hennar móður minnar og þinnar heitt elskuðu eiginkonu, El- ínborgar Óladóttur, sem kvaddi okkur fyrir tæpu ári eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Í hennar erfiðu veikindum stóðst þú eins og klettur við hlið hennar allt fram á síðustu stund. Mér eru minnisstæðir síðustu dagamir sem mamma lifði. Þá gisti ég oft hjá þér í rúminu hennar mömmu. Hinn 27. okt., þegar við fórum heim neðan af Landspítala seint um kvöldið, vissum við í hvað stefndi og að kallið kæmi fyrr en seinna. Við settumst niður í eldhús- inu og ræddum mjög opinskátt um lífið og dauðann og það sem á und- an hafði gengið í hennar veikindum. Eg veit að þessi umræða var hvorki þér né mér létt, en hún veitti mér styrk þegar kallið kom þá um nótt- ina, og ekki síður nú þegar þú hef- ur kvatt okkur. Þín verður sárt saknað, ekki síst af barnabömunum sem svo oft höfðu áhyggjur af þér, að þér leiddist að vera einum. En þau hugga sig þó við það að vita að þú sért kominn til ömmu Boggu. Það var sama á hveiju gekk, þú hafðir alltaf tíma til að sprella að- eins við þau. Þú varst alla tíð heillaður af haf- inu og öllu sem tengdist því. Það kom stundum fyrir að ég þurfti að ná í þig og þú varst ekki að vinna eða heima, þá bytjaði ég að fara bryggjurúnt eða út á Granda, því þar eyddir þú oft mörgum stundum. Elsku pabbi, ég veit að þetta eru fátækleg kveðjuorð, en í gegnum hugann streyma þúsundir minninga sem erfítt er að koma á blað, frá liðnum ámm með mömmu og þér. Ég þakka fyrir þær minningar og mun geyma þær í hjarta mér. Þar sé ég sólu fegri á súlum standa höll í dýrð svo dásamlegri, hún drifín gulli’ er öil. Þar sé ég fylking fríða og fagurbrúna sveit um ljóssins sali líða með ljóssins ásýnd blíða í unaðs aldinreit. (V. Briem) Ég bið góðan Guð að geyma þig og mömmu þangað til við hittumst aftur. Ykkar sonur, Eiríkur Arni. Feijan hefur festar losað farþegi er einn um borð mér er ljúft - af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fýrir liðinn dag. (J.Har.) Elskulegur tengdafaðir minn er látinn svo snöggt, að við sem eftir sitjum eigum erfítt með að átta okkur á því. En ég veit að hann vildi fara snöggt þegar kallið kæmi, og ósk sína fékk hann sem betur fer upp- fyllta. Síðastliðið ár var búið að vera honum erfítt, því að hann hafði misst hana Boggu sína fyrir tæpu ári. Oft fann ég að hann var leiður og þreyttur, hann sagði við mig um það leyti sem hann flutti, að hann hugsaði oft til Boggu og spyrði: „Af hverju skildir þú mig eftir?“ Alveg er ég viss um að hún hef- ur heyrt til hans og því var tíminn ekki lengri á milli þeirra. Samband þeirra var sterkt, svo þau hafa ekki getað hvort án annars verið lengur. Elsku Hermann, við áttum marg- ar góðar stundir saman, mikið spjallað og hlegið, að vísu vorum við ekki alltaf á sama máli, en það var sem betur fer svo sjaldan. Ég dáði það í fari þínu hvað þú gast alltaf verið kátur og gert grín að sjálfum þér. Ýmislegt gast þú gert fyrir barnabörnin þín. Stund- um var spurt. „Er hann afi galdra- maður?“, þá galdraðir þú peninga og tyggjó út um eyrun á þér, hreyfð- ir í þér tennurnar, þóttist vera með nammiverksmiðju í einu herbergi, því þú áttir alltaf eitthvað gott í þessa litlu munna. Þín mun sárt verða saknað á mínu heimili, því það var alltaf gott og gaman að fá þig í heimsókn. Takk fyrir allt. Mér þykir vænt um þig. Því skal ei með hryggð í huga horfa eftir sigldri skeið. Allra bíður efsti dapr, enginn kýs sér far né leið. Trú á þann, sem tendrar lífíð, tryggir sátt og frið í deyð. (J. Har.) Þín tengdadóttir, Fanney. í minningu afa míns. Alltaf þegar ég hugsa um afa minn kemur upp í huga mínum létt- leiki og spaugsemi. Við töluðum mikið saman og ég gat sagt afa allt. Það var frábært þegar ég var lítill snáði og fékk að gista hjá afa og ömmu. Ég vissi þá, að við afí ættum eftir að gera margt skemmti- legt. Oftast þegar við vorum saman fórum við niður á höfn að skoða skipin sem voru inni, og um leið fræddi hann mig um ýmislegt sem við kemur sjómennsku. Ég var mikið hjá afa síðasta einn og hálfa mánuðinn. Kom ég oft til hans í hádegishléinu í skólanum og alltaf gaf hann mér gott að borða. Við sátum og töluðum um allt milli himins og jarðar. Ég á ekkert nema frábærar minningar frá samveru- stundum okkar, enda var afí alveg frábær karl. Hann gerði óspart grín að mér og að öllu mögulegu. Þau andartök munu aldrei úr lífi mínu hverfa svo lengi sem ég lifi. Ég sakna þín sárt, afí, en ég veit að þar sem þú ert niðurkominn líður þér vel. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hermann Sigurðsson. í dag kveðjum við samstarfsfólk á Verðlagsstofnun félaga okkar Hermann Sigurðsson. _ Hann hóf störf 1. febrúar 1977. Á þeim tíma var hann búsettur í Amarbæli í Ölfusi en fluttist síðar til Reykjavík- ur. Hann starfaði fyrst sem eftirlits- maður en gegndi síðar stöðu yfireft- irlitsmanns. Hermann lét af störf- um í júlí 1993 þá kominn á eftir- launaaldur eftir farsælt og gott starf fyrir stofnunina. Hermann átti ákaflega gott með að umgangast fólk og hans glaða lund og glettni létti öllum störfín. Hann var einstaklega góður ferða- félagi og í erfíðum ferðum út á land missti hann aldrei góða skapið. Honum var gefín góð frásagnar- gáfa og erfiðleikar í ferðum fyrir stofnunina reyndust honum oft upp- spretta skemmtilegra frásagna síð- ar. í starfi var hann aðgætinn, kurteis og skapaði sér hvarvetna vinsældir, jafnvel meðal þeirra sem hann starfsins vegna varð að hafa afskipti af. Hann setti aldrei upp þungan embættismannasvip heldur skein glaðværð hans ætíð í gegn. Með þessum orðum kveðjum við gamlan vinnufélaga þakklát fyrir samverustundirnar. Börnum Her- manns og fjölskyldum þeirra send- um við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hermanns Sig- urðssonar. Samstarfsfólk á Verðlagsstofnun. Elsku afi og tengdapabbi. Nú er komið að kveðjustund, sem kom allt of fljótt. En við huggum okkur við að nú fáið þið, þú og amma Bogga, loksins að njóta þess að vera saman sem þið eigið svo sann- arlega skilið, eftir allt sem eftir ykkur liggur. Mikið ofsalega varstu skemmtilegur, alltaf var stutt í grínið. Þær eru ófáar sögumar sem Olafur Örn sagði í leikskólanum um hann afa Hemma, hann var sko enginn venjulegur afí, átti riffíl og var þvílíkur galdramaður að það endaði með því að fóstrurnar tóku ekki annað í mál en að fá að sjá þennan frábæra afa Hemma. Það var eins og augun ætluðu út úr sumum þegar þú galdraðir ómælda peninga sem hrundu út úr eyrum barnanna niður í skattpott þannig að glumdi í. Nei, það verður ekki um þig sagt að þú hafir verið það allra leiðinlegasta, síður en svo. Þú varst alltaf svo viðræðugóður og þoldir nú alveg að það væri skotið á þig og er ég viss um að þér lík- aði það ekki síður en mér. Elsku besti afi og tengdapabbi, takk fyrir allt. Nú bíður amma Bogga eftir þér og leiðir þig yfir. Ólafur Orn og Björk. Kveðjur frá Ameríku Hjónin Hermann og Elínborg hafa horfið sviplega frá þessum heimi með innan við árs millibili. Það má segja að það sé lýsandi fynr samheldni þeirra. Ég leiði hugann til baka til þess tíma þegar ég var svo lánsamur að kynnast þeim Hermanni og Elín- borgu í gegnum son þeirra Helga. Þar sem hann kynnti mig fyrir þeim á heimili þeirra á Laugarásveginum var mér tekið með hlýju og opnum örmum eins og þeim var tamt. Þar sem ég og Helgi tengdumst sterk- um vinaböndum á unglingsárum voru heimsóknir tíðar á heimili Hermanns og Boggu. Ekki stóð á góðum ráðleggingum frá Hermanni til okkar drengjanna sem við vorum að stíga okkar fyrstu skref á full- orðinsbrautinni. Og þegar ég lenti í erfíðleikum þá steig Hermann fram og bauð aðstoð sem var vel þegin. Þau voru samstillt hjón og miklir dugnaðarforkar sem virtust aldrei skipta skapi og alltaf var jafngott að sækja þau heim. Engin hjón þekkjum við sem voru jafn rík að eiga öll þessi heilbrigðu böm en eins má segja að það eiga ekki all- ir foreldra eins og Hermann og Elínborgu. Nú er Hermann farinn á góðan stað þar sem hann og Elín- borg eru saman á ný og ekkert getur aðskilið aftur. Það hryggir okkur að geta ekki fylgt ykkur hjón- um síðustu spor ykkar hér á jörð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fenp að kynnast þér. (Ingiþj. Sig.) Hermann og Elínborg, Drottinn geymi ykkur. Böm, tengdaböm, barnabörn og barnabamaböm. Guð gefí ykkur styrk og huggun í sorg ykkar. Friðþjófur, Lilja, Sólveig Auður og Ingibjörg, New Jersey. Elsku afí minn, þú hvarfst svo skyndilega úr lífí mínu. Ég man þegar ég var lítil, hve gaman var að koma til þín, þú varst alltaf tilbúinn að leika við mann og það var alveg sama sagan þegar maður eltist, þú tókst manni alltaf opnum örmum. Nú þakka ég fyrir allar stundirn- ar sem ég fékk að vera með þér, ekki síst dagana í sumarbústaðnum í sumar. Auðvitað hefði ég viljað að stundirnar yrðu fleiri, en þú varst kallaður til að gleðja aðra hinu- megin - þar á meðal hana ömmu - og þar veit ég að þér líður vel. Valgý Arna Eiríksdóttir. Elsku afi. Okkur systkinin lang- ar til að kveðja þig og þakka fyrir^. allt. Við vitum að Bogga amma hefur tekið vel á móti þér. Nú eruð þið saman á ný. Eins og þú sagðir oft afi, ég ætla einn hring á höfn- inni og vita hvort allt sé ekki í lagi, við fylgjumst með því fyrir þig- Hafið blánar og breytir svip. Birtir til lofts og hlíða. Á höfninni liggja hundrað skip, hundrað skip - og bíða. Áður sigldu þau blásandi byr, því betur sem meira hvessti. Nú mega þau bíða og bíða kyr, bundin við hlekkjafesti. Alltaf dreymir þau úthöf blá r' og æsast við sjávamiðinn. Eina vonin er að sjá þau ungu - sigla á miðin. (Davíð Stefánsson) Elsku afi, í hjörtum okkar geym- um við gleði þína og glettni. Góður Guð geymi þig og ömmu. Óli Jón, Lukka og Ellen. Elsku Hermann afi, nú ert þú horfinn úr þessum heimi. Mín^ huggun á þessari sáru stund er sú trú mín að þú hafir átt góða endur- fundi við Boggu ömmu. Ég vil nota þetta tækifæri til að minnast ykkar beggja í örfáum orðum. Er sárasta sorg okkar mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur úr skýjum Ijósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgr.) Til ykkar var alltaf gott að koma. Hjá ykkur var alltaf nota- legt að vera. Frá ykkur streymdi alltaf hlýja. Ég þakka allar sam- verustundirnar og vil að þið vitið hvað mér þykir innilega vænt um ykkur. Við mamma munum alltaf minn- ast ykkar af hlýhug, þín, amma mín, sem einstaklega vel gerðrar og fágaðrar mannesku sem geisl- aði af lífskrafti, þín, afi minn, fyr- ir geislandi kímni og húmor. Sam- an voruð þið glæsilegt og sjarmer- andi par. Guð leiði ykkur á lífsins vegi. Kær kveðja frá Alexöndru litlu. Elsku pabbi og systkini, við mamma vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Linda Óladóttir. 0 Fleiri minningargreinar um Hcrnmnn Sigurðsson bíða birting* ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. SKEMMUVEGI 48, 200 KÓF 57-6677/FAX: 557-8410 I stónim og rúmgóðum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.