Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Verðkönnun Samkeppnisstofnunar Allt að 90% verðmunur á hreinsun gluggatjalda ALLT að 90% verðmunur er á hreinsun gluggatjalda hjá efnalaug- um á höfuðborgarsvæðinu og allt að 88% verðmunur á hreinsun jakka- peysu. Þetta kemur fram í verð- könnun sem starfsfólk Samkeppnis- stofnunar gerði nú í byrjun október hjá 27 efnalaugum á höfuðborgar- svæðinu. Að sögn Kristínar Fær- seth deildarstjóra hjá Samkeppnis- stofnun var sambærileg könnun gerð í september fyrir tveimur ár- um. Hefur verðið á þessari þjónustr hækkað að meðaltali um 9% síða.i þá. Kristín segir að rétt sé að taka fram að hreinsun á pilsi miðast við þröngt pils en oft þarf að greiða aukalega fyrir hreinsun á víðum pilsum eða pilsum með fellingum. Þá miðast hreinsun á kvenblússu við fína blússu á borð við silkiblússu en oft er ódýrara að láta hreinsa aðrar blússur. Stuttar kápur módýrari Þá bendir hún á að eins og fram kemur í töflunni kostar jafn mildð að hreinsa kápu með og án hettu eða skinnkraga hjá sumum efna- laugum. í nokkrum efnalaugum er sama gjald íyrir hreinsun á öllum kápum og rykfrökkum en í mörgum tilfellum er ódýrara að láta hreinsa stutta kápu. Þegar taflan er skoðuð má sjá að verulegur verðmunur er milli efna- lauga, sérstaklega þegar hreinsun á jakkapeysum, silkiblússum og gluggatjöldum er annarsvegar. Kristín tekur fram að hvorki sé lagt mat á þjónustu fyrirtækjanna né gæði hreinsunarinnar, heldur er ein- göngu um verðsamanburð að ræða. Verðkönnun hjá efnalaugum Jakki Buxur Pils Peysa Jakka- peysa Silki- blússa Kápa Kapa meo hettu / skinnkraga Ryk- frakki tjöld pr. kg. Efnalaug Árbæjar, Hraunbæ 102, Rvík 550 550 i 550 400 550 620 950 950 950 550 Efnalaug Garöabæjar, Garöatorgi 3, Garðabæ 585 585 585 450 450 650 1080 1080 1080 650 Efnalaugin Björg, Efstalandi 26, Rvik 580 580 520 450 550 690 980 1040 620 Efnalaugin Björg, Háaleitisbraut 58-60, Rvík 580 580 520 450 580 690 980 1040 1040 620 Efnalaugin Fönn, Skeifunni 11, Rvík 590 590 590 360 590 715 1050 1050 1050 1) Efnalaugin Glitra, Rauðarárstíg 33, Rvik 570 570 570 360 510 510 990 990 950 570 Efnalaugin Glæsir, Bæjarhrauni 4, Hafnarfirði 550 550 550 450 550 690 970 970 970 550 Efnalaugin Glæsir, Hverafold 1-3, Rvík 580 580 580 425 580 425 1010 1010 1010 570 Efnalaugin Holts-Hraðhreinsun, Dalbraut 3, Rvík 580 580 580 300 500 700 900 1000 975 580 Efnalaugin Hraði h.f., Ægisíðu 115, Rvik 580 580 580 365 580 690 1035 1035 1090 835 Efnalaugin Hreinn, Hólagarði, Lóuhólum 2-6, Rvik 550 550 550 350 440 660 900 1020 990 550 Efnalaugin Hreinf og klárt, Nýbýlavegi 26, Kóp. 540 540 540 340 540 430 880 880 890 540 Efnalaugin Hvíta Húsið,- Kringlunni 8-12, Rvík 580 570 570 350 580 680 930 990 990 580 Efnalaugin Katia, Laugarásvegi 1, Rvík 590 590 590 380 590 680 1050 1050 1050 590 Efnalaugin Kjóll og Hvítt, Eiðistorgi 15, Seltj.nesi 575 575 575 460 575 650 1150 1250 1150 575 Efnalaugin Mosfellsbæ, Háholti 14, Mosfellsbæ 550 550 550 400 500 650 850 900 900 440 Efnalaugin Nóatúni, Nóatúni 17, Rvík 580 580 580 460 580 700 1030 1030 1030 580 Efnalaugin og þvottahúsið Drífa, Hringbr.119, Rvík 540 540 540 450 450 500 990 990 990 600 Efnalaugin Perlan, Langholtsvegi 113, Rvík 560 560 560 450 560 680 1010 1010 1010 560 Efnalaugin Svanlaug, Engihjalla 8, Kópavogi 580 580 580 475 475 685 1000 1000 1000 620 Efnalaugin Úðafoss sf., Vitastig 13, Rvik 580 580 580 430 550 660 975 975 1045 620 Fatahreinsun Kópavogs, Hamraborg 7, Kópavogi 560 560 560 410 610 520 940 940 1000 560 Fatahreinsunin Snögg sf., stigahlíð 45-47, Rvík 500 500 500 300 400 600 800 895 895 500 Grýta hraðhreinsun, Borgartúni 27, Rvík 530 530 530 325 325 640 850 939 939 530 Nýja Efnalaugin, Ármúla 30, Rvik 590 570 530 450 550 630 990 1200 990 690 Nýja Fatahreinsunin, Reykjavikurvegi 64, Hafnarf. 560 560 560 450 500 610 895 895 895 550 Þvottahús og efnalaug, Hraunbrún, Hafnarfirði 525 525 525 330 400 450 850 850 1000 525 JPH / Lægsta verð 500 500 500 300 325 425 800 850 890 440 j Hæsta verð 590 590 590 475 610 715 1150 1250 j 1150 835 W Mismunur á lægsta og hæsta verði 18% 18% 18% 58% 88% 68% 44% 47% 29% 90% Heimild: Samkeppnisstonfun, okt. 1997 1) Kr.210m2 Fjöreggið afhent á matvæladegi MATVÆLADAGUR Matvæla- og næringarfræðingafélags Islands (MNÍ) var haldinn sl. laugardag undir yfirskriftinni Matvæli á nýrri öld. Dagurinn var í formi ráðstefnu- halds eins og undanfarin ár en jafn- framt var Fjöregg MNÍ veitt sem viðurkenning til fyrirtækis fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Að þessu sinni féllu verðlaunin. í skaut Lýsi hf. fyrir afurðina Krakkalýsi. Viðurkenningin er veitt með stuðningi Samtaka iðnaðarins og fjöldi tilnefninga barst, fleiri en nokkru sinni fyrr. Að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar aðstoðar- framkvæmdastjóra Samtaka iðnað- arins, vöktu fjórar tilnefningar sér- staka athygli; Fiskafurðir-lýsisfélag hf. fyrir Orkulýsi og Orkufjör, Víðir hf. fýrir Fiskisælu, Fiskirúllur og sjávarréttasúpur, og Næringarráð- gjöfin hf. og Samskip fyrir sam- starfsverkefnið „Breytt mataræði um borð í Mælifelli". í dómnefnd sátu Elín Björk Jó- hannesdóttir, Sól-Víking, Jón Gísla- son, Hollustuvemd ríkisins, og Sveinn Hannesson, Samtökum iðn- aðarins. í umsögn hennar segir m.a.: „Krakkalýsið er unnið á sér- stakan hátt þannig að magn A- og D-vítamína verður hæfilegt fyrir börn. í ráðlögðum dagskammti af Krakkalýsi er einnig meira af ómega-þremur fitusýrum en í venjulegu lýsi, en þær eru taldar hafa margvísleg áhrif á vöxt og við- gang ungviðis. Flöskur eru litlar, sem gerir það að verkum að lýsið nýtist á stuttum tíma, þ.e.a.s. það ætti aldrei að verða of gamalt í ís- skápnum. Merkingar á umbúðum eru vandaðar, einfaldar og aðgengi- legar bæði hvað varðar innihald og notkunarleiðbeiningar." Fjöreggið var nú afhent í fimmta sinn en áður hefur Emmess-ísgerð hlotið viðurkenningu íyrir vöruna ísnál, Mjólkursamsalan fyrir Fjör- mjólk, Manneldisráð fyrir framlag sitt til fræðslumála og Sláturfélag Suðurlands fyrir vöruþróun. Spurt og svarað um neytendamál A A að hætta að flokka rusl? í KJÖLFAR viðtals sem birtist í september við Ögmund Einarsson framkvæmdastjóra Sorpu um verð- fall á mörkuðum fyrir pappír til endurvinnslu hafa lesendur Morg- unblaðsins verið að velta fyrir sér hvort borgi sig að hætta að flokka rusl. Svar: ,^AJls ekki,“ segir Ragna EIGUM VIÐ AÐ GERA'ÐA STRAX? AUSTIN POWERS BROSIR MED REISN Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! Halldórsdóttir umhverfisfræðingur hjá Sorpu. Hún bendir á að meðan söfnunarkerfið sé starfrækt eigi fólk endilega að halda flokkun áfram. „Heimsmarkaðsverð á papp- ír er ekki það sama fyrir alla flokka sem Sorpa sendir út til endur- vinnslu. Verðfall á bylgjupappa varð hvað mest og þar á eftir koma dag- blöð, tímarit og gæðapappír. Verð á femum hélst óbreytt. Sorpa er með þriggja ára samning við fyrirtækið Norsk Returkartong sem tekur við fernum frá fyrirtækinu. Meðan þessi samningur er í gildi stendur endurvinnsla á fernum af öllum gerðum undir sér.“ Ragna vill eindregið hvetja neyt- endur til að safna femum í poka, loka vel fyrir og setja í næsta papp- írsgám. Þá segir hún ennfremur að enn borgi sig að flokka dagblöð og tímarit. „Löggjafarvaldið þarf síðan að taka ákvörðun um næsta skref. A að hverfa aftur um sex ár og hætta allri flokkun eða setja lög og reglu- gerðir sem styðja við og viðhalda árangrinum sem náðst hefur?“ Morgunblaðið/Arnaldur VIÐ verðlaunaafhendinguna sl. laugardag, frá hægri Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Elías Þorvarðarson, sölumaður hjá Lýsi hf., og Andri Þór Guðmundsson, fjármálastjóri Lýsis hf., sem heldur á verðalaunagripnum, handunnu íslensku glerverki frá Gleri hf. í Bergvík. Pistasíuhneturnar hættulausar í BYRJUN september bannaði ESB innflutning á pistasíuhnet- um frá íran eftir að hið skaðlega efni aflatoxin greindist í hnetun- um í hollenskum og þýskum rann- sóknum. Samstundis voru allar íranskar pistasíuhnetur hérlendis innkallaðar og sala og dreifing á þeim bönnuð. Hnetur Hagvers ekki með óæskileg efni Hagver hefur um árabil selt íranskar pistasíuhnetur og í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að hneturnar hafi ávallt hlotið vottun hjá þýsku innflutn- ingsfyrirtæki áður en þær koma hingað til lands. Hagver sendi sýni af hnetunum til Hollustu- verndar ríkisins til greiningar í kjölfar innköllunarinnar. „Eftir rannsóknir á hnetunum var ljóst að engin óæskileg efni mældust í þeim og hefur Hollustuvernd rík- isins því heimilað dreifingu og sölu á pistasíuhnetum merktum Hagveri að nýju.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.