Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Nemendur örvaðir til vísinda Átta ára nemendur í Melaskóla eru hvattir til að leysa stærðfræðidæmin með eigin að- ferðum og eru aldir upp sem vænir vísinda- menn. Gunnar Hersveinn hitti kennara þeirra sem fengu styrk til að vinna með nemendum að alþjóðlegu verkefni um um- hverfísvemd með aðstoð fjarskipta. NÝJUNGAR í stærðfræði- kennslu, náttúrufræði og íslensku hafa ein- kennt skólagöngu nem- enda fæddra árið 1989 í Mela- skóla og hafa þeir jafnframt notið þess að hafa sömu kennarana frá byijun náms. Krökkunum er skipt í fimm bekki sem Edda Péturs- dóttir, Úlfhildur Jónasdóttir, Mar- ía Sophusdóttir, Kristjana Skúla- dóttir og Valgerður Hallgríms- dóttir stjórna. „Þetta er þriðja árið sem við höfum náið samstarf um kennsl- una, meðal annars um breytt form á stærðfræðikennslu sem hefur verið að ryðja sér til rúms bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlönd- unum,“ segja þær. „Hugmyndin að forminu er svokölluð CGI að- ferð, Cognitively Guided Instruct- ion og byggist hún á virðingu fyr- ir barninu og hugsun þess.“ Stærðfræði með sínu nefi Upphafið að breytingunni á stærðfræðikennslunni má rekja til þess að Kristjana og María fóru á námskeið Bandaríkjamanns á veg- um Endurmenntunar- stofnunar Kennarahá- skólans og kenndu þær síðan Eddu, Úlfhildi og Valgerði aðferðina. Hefðbundna leiðin er að kenna börnum fyrir- fram ákveðnar aðferðir og skeyta ekki um þær aðferðir sem þeim er eig- inlegt að nota. í nýju aðferðinni er dæminu snúið við. „Börnin fá að glíma við þrautir og hugmyndin er að þau læri meira á því að leysa dæmin með sínum eigin aðferðum, og í ljós kemur að þau finna lausnirnar," segir Kristjána. „Síðan eiga þau að útskýra fyrir öðrum hvernig þau fóru að þessu.“ Börnin, sem nú eru átta ára, uppgötva að til eru fleiri en ein aðferð til að leysa' dæmi og þau skilja lausnirnar. Hinsvegar gerist það iðulega að ef fullorðinn kenn- ir þeim sína aðferð, að þau geti ekki útskýrt lausnirnar fyrir öðr- um. „Markmiðið er skilningur og árangurinn hefur verið mjög góð- ur,“ segir Kristjana, „þau skrifa jafnvel „gaman, gaman“ í vinnubækurnar sínar.“ „Nýja aðferðin útilokar ekki vinnu með hefbundnar kennslu- bækur í stærðfræði samhliða," segir Valgerður. „Aðferðin hjálpar þeim Iíka í íslenskunni, því þau þurfa að tjá sig um lausnirnar frammi fyrir öðrum og skýra framsögn sína,“ í alþjóðlega verkefninu eru nemendur hvattir til að hugsa sjálf- stætt fremur en að muna „rétt“ svör. segir Edda. Hún telur einnig að þrautadæmin efli sjálfstæða hugs- un barnanna og vinnubrögð, því kennarinn þarf að hlusta á þau, virða hugsunarháttinn og má ekki stýra þeim fyrirfram ákveðna leið. „Þau virðast kunna meira en bæði þau sjálf og aðrir gera ráð fyrir.“ Steinar til alls vísir Kennararnir fímm í 3. bekk eru einnig á námskeiði um náttúru- fræðikennslu á vegum Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur og Kenn- araháskóla íslands og efnið þar nýta þær í öllum námsgreinunum. „Við hittumst hálfsmánaðarlega og á námskeiðinu vinnum við ákveðin verkefni í eðlisfræði, efna- fræði eða líffræði,“ segja þær. Eitt verkefni sem þær gerðu í skólanum hét „Myndun og mótun lands - jarðvegur - steinar. Börn- in komu með steina í skólann og gerðu ýmsar tilraunir eins og að telja þá og flokka, búa til súlurit. Þau mældu ummál steinánna, vógu þá, könnuðu meðal annars lögun þeirra og áferð og settu þá í vatn og athuguðu litabreytingar. Þau söfnuðu líka orð- tökum með orðinu steinn eins og „steini létti af hjarta einhvers", bjuggu til veggspjöld og rifjuðu upp mannanöfn með steinsheitum og gerðu steinaþrautir í stærð- fræði. „Vinnubrögðin sem þau tileinka sér eru ekki síður mikilvæg en þekkingin sem þau öðlast,“ segir Úlfhildur, „þau eru vísindaleg því bömin lesa fyrir- mælin, setja fram tilgátur, gera tilraunir og skrá niðurstöður." Alþjóðlegt nemendanet National Geographic Edda; María, Valgerður, Krist- jana, Ulfhildur og Ragnheiður, tölvufræðikennari skólans, byija á næstu önn á verkefni sem styrkt er af Þróunarsjóði grunnskóla Reykjavíkur. Það er alþjóðlegt og stjórnað af National Geographic félaginu. Námsverkefnið fellur undir umhverfisvernd og byggist meðal annars á tölvusamskiptum við nemendur frá öðrum löndum. „Við nýtum okkur fjarskipta- tækni og námsefnið á að gera nemendum kleift að rannsaka viðfangsefnið eins og vísinda- menn. Vinna nemenda er frum- rartnsókn og mun niðurstaðan bæta upplýsingum við það sem áður var vitað um viðfangsefnið," segir María. Verkefnið kalla þær „Of mikið sorp?“ og munu kennarar þýða Morgunblaðið/Kristinn KRISTJANA Skúladóttir, Valgerður Hallgrímsdóttir, Úlfhildur Jónsdóttir, Edda Pétursdóttir og María Sophusdóttir í Melaskóla. ii* ÁHÖLD og tæki nemenda í náttúrufræðikennslu. og staðfæra námsgögn með þraut- skipulögðum verkefnum. Nem- endur leita hinsvegar svara við eftirfarandi spurningum: Hversu mikið sorp fellur til hjá okkur? Hvernig er sorpið samsett? Hvern- ig losa mismunandi samfélög sig við sorp? Hvaða áhyggjur hafa samfélög af sorpi? Hvernig getum við dregið úr myndun sorps? Námsefnið heitir The National Geographic Kids Network og munu nemendur sameinast í al- þjóðlegu samstarfi við að kanna vísindaleg viðfangsefni. Nálgunin er þverfagleg og á að sameina náttúrufræði, landa- fræði, samfélagsfræði, málnotk- un, stærðfræði og tölfræði, og eru nemendur sérstaklega hvattir til að hugsa sjálfstætt frekar en að muna „rétt“ svör. Kennararnir í Melaskóla segjast búast við að þetta verkefni víkki sjóndeildarhring nemendanna vegna fjarskiptanna við erlenda nemendur. „Svo geta þau borið sig saman til dæmis við jafnaldra sína í Bandaríkjunum,“ segir Mar- ía. En verkefnið krefst tækja og tóla og verklegra framkvæmda eins og að safna rusli, hnattlíkana og landakorta, voga og tölva og annarra áhalda. Góð aðstaða til raungreina- kennslu kostar peninga og fengu kennarar 3. bekkjar í Melaskóla aðeins þriðjung af áætluðum kostnaði við verkefnið „Of mikið sorp?“ og verða því aðeins með eina tölvutengingu við nemenda- netið og þurfa að gæta sparnaðar í öllum tækjakaupum. Þrautalausnir ÞRAUTALAUSNIR eru að ná fótfestu sem höfuðatriði í stærð- fræðikennslu barna. Við lausn á þrautum er aðalatriðið að efla rökræna hugsun með nemend- um og vinnuferlið skiptir meira máli en útkoman. Kennarinn leyfir nemendum að fara eigin ieiðir í leitinni að lausn og venur þá á að lilusta á sjónarmið annarra nemenda. Oft vinna þeir að lausn í hóp- vinnu en einnig einir og jafnvel í samkeppni hver við annan. Hugmyndin er að byggja upp spennu og skemmtun í stærð- fræðitímum og að þrautalausnir verði fastur liður í kennslunni. Vinnubrögðin eru rakin hér, en tilgangurinn er að vinnubrögðin lifi áfram með nemendum eftir að námi lýkur og að þeir geti beitt þeim í daglega lífinu. 1. Lesa og skilja út á hvað þraut- in gengur, finna hvað er gefið og hvað ekki. Hugleiða og ræða um hvað þrautin snýst áður en hafist er handa. 2. Hugsa og gera áætlun um leið- ir til að leysa þrautina. 3. Prófa sig áfram með því að teikna mynd, gera lista, töflu og leita þannig að reglu eða mynstri. 4. Rekja dæmin til baka ef hægt er. 5. Búa til einfaldara dæmi og leysa það fyrst ef hægt er. 6. Eftir að niðurstaða er fengin ber að fara aftur yfir og sann- reyna hvort lausnin sé rétt. 7. Athuga hvort aðrar lausnar- leiðir eru til. Spyija hvernig aðrir fóru að og tjá sig um sína aðferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.