Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 242. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sviptingar í kauphöllum Hong Kong, New York. Reuters. VERÐHRUN á verðbréfamörkuð- um í Hong Kong í gær hafði áhrif á verðbréfamarkaði um allan heim. Þegar kauphöllinni í Hong Kong var lokað í gær hafði gengi verð- bréfa lækkað um meira en 10%, sem er metlækkun á einum degi. Þetta hafði bein áhrif á viðskipti á mörkuðum í Evrópu, Bandaríkjun- um og víðar. Brezka kauphaliarvísitalan FTSE lækkaði um rúm 3% og á Wall Street var lækkunin yfir 2%. Sömu sögu var að segja af viðskipt- um dagsins á mörkuðunum í París og Frankfurt, sem og í öðrum minni kauphöllum Evrópu. Kauphallarspámenn í Bandaríkj- unum áttu þó ekki von á að neikvæð áhrif á mörkuðum þar yrðu lang- vinn. Peter Cardillo, rannsóknarfor- stjóri Westfalia Investments, sagð- ist telja að eftir að fyrstu viðbrögð yrðu um garð gengin myndu fjár- festar snúa sér til Bandaríkjanna í leit að öruggri höfn. Búast má við að gjaldmiðlar í Astralíu og á Nýja-Sjálandi falli í kjölfar þróunarinnar í Asíu þar sem efnahagur þeirra byggist að miklu leyti á viðskiptatengslum við álfuna. ■ Fyrsti prófsteinn/22 Reuters ÞAÐ VAR handagangur í öskjunni hjá þessum verðbréfasölum í Chicago í gær, í kjölfar hruns á verðbréfamarkaði í Hong Kong. Lítil kjörsókn í Alsír MILLJONIR manna tóku í gær þátt í fyrstu kosningunum til sveitar- og héraðsstjórna í Alsír í sjö ár. Alsírsk stjórnvöld sögðu kosningarnar, sem fóru fram undir ströngu öryggiseftirliti, vera lokaáfangann í tilraunum til að koma á lýðræði í landinu að nýju eftir sex ára borgara- stríð sem hefur kostað á að gizka 65.000 manns lífið. Fáir kjósendanna voru þó vongóðir um að kosningarnar leiddu til friðar í landinu. tirslita er ekki að vænta fyrr en á morgun. Skömmu fyrir lokun kjörstaða var kjörsóknin að sögn stjórn- valda 56%, en mun minni í höfuð- borginni Algeirsborg, þar sem myndin var tekin. Hundruð manna hafa látið lífið í sprengju- tilræðum og íjöldamorðum ís- lamskra uppreisnarmanna í höf- uðborginni og nágrenni hennar og öryggissveitir voru því með mikinn viðbúnað við kjörstaðina. Ekki kom þó til átaka í borginni í gær. Innanríkisráðherrann ákvað að kjörstöðum í 11 af 48 kjördæmum Alsírs skyldi haldið opnum einum tíma lengur, þar á meðal í Algeirsborg. Fólk hvatt til að sniðganga kosningarnar Rúmlega 80.000 manns úr 37 flokkum voru í framboði til 15.000 sæta í sveitar- og héraðs- sljórnum. Kosningarétt hafa 16 milljónir Alsírbúa. íslamska frelsisfylkingin (FIS) hvatti fólk til að sniðganga kosningarnar, en hreyfíngin var bönnuð eftir að sljórnvöld aflýstu þingkosn- ingum í landinu árið 1991 til að hindra að hún kæmist til valda og stofnaði íslamskt ríki. títlægir leiðtogar FIS sögðu að ekkert lát yrði á blóðsúthell- ingunum nema ráðamennirnir féllust á viðræður við fslömsku stjórnarandstöðuna. Reuters Evrópudómstóllinn úrskurðar að sænska áfeng-iseinkasalan standist Evrópurétt Stjórnvöld á N orðurlöndum anda lettar SÆNSKA áfengiseinkasalan brýt- ur ekki í bága við lög Evrópusam- bandsins en rýmka verður reglur hennar um kaup á áfengi, að því er segir í forúrskurði Evrópudóm- stólsins í Lúxemborg sem kynntur var í gær en undirréttur í Land- skrona í Svíþjóð skaut máli gegn kaupmanninum Harry Franzén, sem seldi áfengi í verslun sinni, til dómstólsins. Yfirvöld í Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi önduðu léttar er niðurstaðan var ljós en fullyrt hafði verið að hún kynni að boða endalok einkasölu hins opinbera á áfengi í þessum löndum. „Sigur fyrir heilbrigði almenn- ings,“ sagði Margot Wallström fé- lagsmálaráðherra þegar dómurinn lá fyrir í gær. Sagði hún að hann væri viðurkenning á rökum sænsku stjórnarinnar að einkasalan væri nauðsynleg til að styðja við heil- brigði þjóðarinnar. Wallström sagði að þegar á þessu ári yrðu gerðar nauðsynlegar lagabreytingar til að koma til móts við dóminn. Hingað til hafa áfengis- búðirnar verið lokaðar á laugardög- um, en Wallström ýjaði að því að það gæti breyst eftir dóminn. Kaupmannasamtökin, sem stutt hafa málflutning Franzéns, segja að eftir dóminn muni gjöldum fækka og með frjálsari innflutningi muni samkeppnin vísast aukast. Þetta tvennt muni væntanlega leiða til lægra áfengisverðs. Áfengiseinkasölu borgið Yfirvöld í Finnlandi fógnuðu nið- urstöðunni í gær. Terttu Huttu- Juntunen, aðstoðarfélags- og heil- brigðismálaráðherra, sagði niður- stöðu dómsins sanna að Evrópu- sambandið hefði skilning á því að stefna Norðurlandaþjóða í áfengis- málum væri hluti hugmyndafræð- innar að baki velferðarkerfinu. Huttu-Juntunen tók hins vegar fram að breytinga væri þörf á fyrir- komulagi áfengissölu og að færa yrði verð á áfengi nær því sem ger- ist í öðrum ESB-löndum. Hinn nýi félagsmálaráðherra Noregs, Magnhild Meltveit Kleppa, fagnaði niðurstöðu dóm- stólsins, sem hún sagði þýða að norsku áfengiseinkasölunni væri „borgið". Steingn'mur Ari Arason, aðstoð- armaður fjármálaráðherra, segir álit Evrópudómstólsins undirstrika að ekki hafi fundist viðunandi lausn á því hvernig samræma eigi heil- brigðis- og viðskiptasjónarmið við sölu áfengis. Steingrímur Ari segir það vekja athygli að dómstóllinn virðist ekki taka afstöðu til þess hvort gild rök séu fyrir einokun út frá heilbrigðis- sjónarmiðum. Ljóst sé að viðunandi lausn sé ekki fundin á fyrirkomu- lagi áfengissölu. Því sé öðruvísi háttað í Svíþjóð en hér á landi og því óljóst hvaða áhrif niðurstaða dómstólsins hafi hérlendis. „Islensk stjórnvöld hafa einnig sætt gagnrýni. I nýlegu áliti Sam- keppnisstofnunar er kallað á laga- breytingar, m.a. um aðskilnað smá- sölu- og heildsölustarfsemi. Málið er til athugunar í nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar þar sem verið er að skoða það með tilliti til viðskipta- hátta, forvarnarstarfs og eftirlits." ■ Dómur ekki byggður/32 ■ Breytingar aðeins/32 • • Oryggis- ráðið hótar Irökum Sameinuðu þjóðunum. Reuters. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti í gær ályktun þar sem hótað er að takmörk verði sett við ferðum íraskra embættismanna. Rúss- ar, ásamt fleirum, sátu hjá við atkvæðagreiðslu, þrátt fyrir að Bandaríkjamenn og Bretar hefðu sæst á þá málamiðlun að takmörkununum verði ekki fylgt eftir tafarlaust. Atkvæði féllu þannig í gær- kvöldi að fulltrúar tíu þjóða af fimmtán, sem setu eiga í ráðinu, lýstu yfir stuðningi við ályktun- ina. Fimm sátu hjá, fulltrúar Rússlands, Frakklands, Kína, Egyptalands og Kenýa. I hótun- inni felst að embættismönnum Iraks verði meinað að fara til útlanda. Astæðan er sú að Irak- ar hafa meinað vopnaeftirlits- mönnum SÞ að ganga úr skugga um að írösk stjórnvöld hafi látið af tilraunum til smíði gereyðingarvopna. Skilyrði Rússa Rússneskir stjórnarerindrek- ar kváðust sitja hjá, aðallega vegna þess að SÞ og Bretar hefðu ekki viljað fallast á að fellt yrði út úr ályktuninni það skilyi-ði að eftirlitsmenn SÞ semji lista yfir þá Iraka sem hafi hindrað rannsóknarstörf eða flug frá því í júní. Bandaríkjamenn og Bretar höfðu bundið vonir við að Rússar fengjust til að styðja ályktunina þar sem það hefði gefið henni meira vægi. Úrslit atkvæða- greiðslunnar þykja staðfesta klofning í öryggisráðinu í afstöð- unni til þess hvernig Irak skuli meðhöndlað, kiofning sem á upp- tök sín í Persaflóastríðinu 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.