Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Einn er upp til fjalla HINN 15. október síðastliðinn hófust ijúpnaveiðar hér á Is- landi. Það má því gera ráð fyrir því að margir veiðimenn séu á heið- um uppi við veiðar, sér til ánægju og yndis- auka. Rannsóknir sýna að aðeins vottar fyrir aukningu ijúpna- stofnsins, og margir séð mikið af rjúpu nú í haust. Varp ijúpunn- - ar virðist því hafa tek- ist vel í vor. Afar brýnt er að veiðimenn sendi Náttúrufræðistofnun merki af fuglum sem þeir fella. Þessi merki eru í flestum tilvikum fóthringir, merki á væng eða litlir radíósendar. Þá vill SKOT- VÍS jafnframt skora á veiðimenn að senda hægri væng þeirra ijúpna sem þeir fella til Ólafs K. Nielsen hjá Náttúrufræðistofnun. Þessi gögn veita starfsmönnum Náttúru- fræðistofnunar ómetanlegar upp- lýsingar um ferðir fugla og aldur þeirra. Það er mikið hagsmunamál fyrir íslenska skotveiðimenn að til séu áreiðanlegar upplýsingar um ' íslenska ijúpnastofninn, og munu allar upplýsingar verða enn áreiðan- legri á næstu árum eftir því sem magn þessara gagna vex. Rjúpnaskyttur beittar órétti í september síðastliðnum var í Hæstarétti kveðinn upp sýknudóm- ur í máli sem ákæruvaldið höfðaði gegn ijúpnaskyttu, vegna meintra brota skyttunnar á landrétti eig- anda lögbýlis í Dalabyggð. Andinn í þessum dómi Hæstaréttar er svip- •'* aður og í fyrri málum sama eðlis. Samkvæmt gildandi lögum á eig- andi eignarlands einkarétt á fugla- veiðum í landareign sinni, en al- menningur á rétt til fuglaveiða í almenn- ingum og afréttum utan landareignar lög- býla, enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til landsvæðisins. Það er því augljóst að sanna þarf beinan eignarrétt til þess að sitja einn að veiði- svæði. Afnotaréttur eins og afréttarréttindi duga ekki til. Það er grundvallarregla í eignarrétti að sá sem telur til eignarréttinda yfír landi verði að færa fram heimildir fyrir til- kalli sínu, og að sá sem afsalar landi geti ekki veitt viðtakanda sínum víðtækari rétt en hann á sjálfur. í grein sem Ólafur Sigurgeirsson héraðsdómslögmaður skrifar í Morgunblaðið 5. október síðastlið- inn segir hann m.a.: „Ég dreg hins vegar þá ályktun af dómnum að þar sem vafi geti leikið um gildi landamerkjabréfa fyrir lögbýli sé heimilt að kanna hvort skortur sé á grunneignarréttindum fyrir hluta landsvæðisins. Það eigi alls ekki bara við um landareignina utan landarmarka lögbýla, aðeins sönn- unarstaðan er öðruvísi. Með öðrum orðum er landamerkjabréf fyrir lög- býli nægjanleg sönnun fyrir grunn- eignarrétti, en sá sem véfengir hef- ur sönnunarbyrðina fyrir slíku. Landamerkjabréf hins vegar fyrir land utan landareignar lögbýla er ekki nóg eitt og sér, heldur verður eigandinn að sanna grunneignarrétt til að sitja einn að fuglaveiðum. Mörg landsvæði, sem eru innan marka lögbýla í dag kunna að vera hlutar öræfa án beins eignarréttar og slíkt þarf að kanna í hveiju til- felli. „Af þessum orðum Ólafs, og ef dómur Hæstaréttar um þennan málaflokk er skoðaður, verður ekki annað séð en að einhveijar óþekkt- ar stærðir landsvæða eru lokaðar skotveiðimönnum, þó svo að allar líkur séu á að þeir hafi allan rétt á að stunda þar fuglaveiðar. Iðulega er verið að stugga við ijúpnaskytt- um sem eru á veiðum í allt að 5-700 metra hæð yfir sjávarmáli - á gróð- urlausu landi sem ekki einu sinni sauðfé sækir á. En ef veiðimenn leggja leið sína inn á þessar auðnir verður þetta land allt í einu afar Er ekki kominn tími til að endurskoða þau lög, segir Sigmar B. Hauksson, sem meina veiðimönnum að stunda veiðar á öræfum? dýrmætt? Vissulega getur land al- mennt fyrir ofan ákveðna hæðarlínu verið undirorpið beinum eignarrétti og almenningur ekki gengið til veiða á slíku íjalllendi án leyfis lan- deiganda. En er ekki kominn tími til að endurskoða þau lög sem bein- línis meina veiðimönnum að stunda veiðar á öræfum, fjarri byggð, á landi sem ekki er nýtt án nokkurn hátt? Nauðsynlegt er því að hraða sem mest frumverpi um þjóðlendur sem forsætisráðherra hefur kynnt, brýnt er að frumvarp þetta verði samþykkt sem fyrst, eigi síðar en fyrir aldamót. Þingmenn Reykjavíkur og Reykjaness - takið eftir! Fyrir nokkrum mánuðum skilaði samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins áliti sínu. Flestir Sigmar B. Hauksson nefndarmenn voru fulltrúar sýslna sem land eiga að miðhálendinu. Reykvíkingar, Reyknesingar og Vestfirðingar áttu ekki þar fulltrúa. í greinargerð nefndarinnar er gert ráð fyrir því að stjórnsýslan á svæð- inu eigi að vera í höndum sveitarfé- laganna sem að hálendinu liggja. Sami andi er i frumvarpi til laga sem félagsmálaráðherra lagði fram um breytingar á sveitarstjórnarlög- unum. Þetta frumvarp hefur enn ekki hlotið afgreiðslu á þingi. í frumvarpinu segir m.a.: „Staðar- mörk sveitarfélaga sem liggja að miðhálendi íslands verði framlengd inn til landsins. Sama gildir um staðarmörk sveitarfélaga á jöklum. „í stuttu máli; miðhálendið, sem nú er að mestu almenningur, skuli hvað stjórnsýslu varðar falla undir nokkur sveitarfélög landsins þar sem innan við 30% þjóðarinnar býr. Það á að útiloka mikinn meirihluta þjóðarinnar frá öllum ákvörðunum um landnýtingar og stjórnsýslu á miðhálendinu. íslenskir veiðimenn hafa slæma reynslu af afskiptum sveitarstjómarmanna af málum er snerta landréttarmál og nýtingar náttúrunnar. Sveitarfélög á Austur- landi úthluta veiðiheimildum til veiða á hreindýrum. Samkvæmt 8. grein reglna um stjórn hreindýra- veiða getur sveitarfélag valið eftir- farandi leiðir við ráðstöfun veiði- heimilda sinna: a) ráðið skyttur til veiða upp í heimildir, b) skipt veiði- heimildum milli íbúa sveitarfélags- ins með hiiðsjón af ágangi hrein- dýra, c) afhent hreindýraráði veiði- heimildir sínar til sölu á almennum markaði. Dæmi eru um að hrepps- nefndir hafi úthlutað einum ákveðn- um manni meirihluta þeirra dýra sem komið hafa í hlut hreppsins, þ.e.a.s. atvinnuveiðimanni, sem verður að teljast afar vafasamt frá siðrænu sjónarmiði. Þá hefur verið óánægja með það þegar arði af hreindýraveiðum hefur verið skipt á milli íbúa sveitarfélagsins með hliðsjón af ágangi hreindýra. Hrein- dýrin eru eign íslensku þjóðarinnar. Vitaskuld á að fela hreindýraráði að selja allar veiðiheimildir til veiða á hreindýrum á almennum markaði - annað er hið megnasta óréttlæti. Varðandi miðhálendið er ekki annað viðunandi fyrir íbúa Reykja- víkur, Reykjaness og Vestijarða en að Alþingi lýsi því yfir með löggjöf að miðhálendið sé sameign allrar þjóðarinnar og þar með allar auð- lindir og náttúruperlur sem þar eru. Þingmenn Reykjavíkur, Reykjaness og Vestfjarða geta því með engu móti stutt frumvarp félagsmálaráð- herra til laga um breytingar á sveit- arstjórnarlögum, þ.e.a.s. að fela 40 sveitarfélögum stjórnsýslu hálend- isins. Annað eru hrein svik við kjós- endur. Láttu ekki þitt eftir liggja Víða um land eru nú skotveiði- menn „einir upp til fjalla“ og njóta fegurðar og friðar íslenskrar nátt- úru. Veiðimaðurinn skynjar um- hverfi sitt mjög náið. Rjúpnaveiðar bjóða því upp á holla og skemmti- lega útiveru. Skotveiðifélag íslands vill því að lokum hvetja alla veiði- menn til að ganga vel um íslenska náttúru. Fátt er hvimleiðara en að finna gömul og notuð skothylki úti í íslenskri náttúru. Skot úr hagla- byssu eru nú nær eingöngu úr plasti og þetta plast eyðist mjög seint. Mörgum árum eftir að skytt- an hefur verið þarna á ferð munu skothylki sem hún hefur skilið eft- ir Iiggja þarna. Skotveiðifélag ís- lands skorar því á alla skotveiði- menn að taka með sér notuð skot- hylki, það er pláss fyrir þau á veiði- stað, þess vegna er pláss fyrir þau aftur heim. Þá viljum við einnig hvetja alla skotveiðimenn, sem finna notuð skothylki eftir aðra veiðimenn úti á víðavangi, að taka þau m_eð sér til byggða. Skotveiði- félag íslands óskar öllum íslensk- um skotveiðimönnum ánægjulegra veiðidaga. Höfundur er formaður Skotveiðifélags íslands. DataCard Plastkortaprentarar fyrir félaga- og viðskiptakort Gæðaprentun í lit Otto B.Arnar ehf. ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 588 4699 • FAX 588 4696 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Lífeyrisþegar huga að myndun eigin sljórnmálafiokks SAMSTÖÐU og einlægan baráttuvilja lífeyrisþega mátti greinilega sjá og heyra á Austurvelli þriðjudaginn 7. októ- ber er hæstvirtum forseta Alþingis og hæstvirtum fjármála- ráðherra var afhent áskorun og krafa líf- eyrisþega um bættan lífeyri, meiri skilning og sanngimi af hálfu þess opinbera í mál- efnum þeirra. Undanfarin ár hafa lífeyrisþegar vakið at- hygli á stöðu sinni og málefnum með greinaskrifum í blöð og með viðtölum við alþing- ismenn og aðra ráðamenn en án árangurs. Nú er mælir þolinmæði okkar fullur af sviknum loforðum og ljóst að ráðherrar þessarar ríkisstjórnar heyra ekki eða skilja ekki málflutning okkar. Síðastliðinn laugardag, 4. þ.m., var ítarleg grein í Morgunblaðunu skrifuð af Páli Gíslasyni, formanni Félags eldri borgara. Greinin er í megindráttum samantekt á því sem mest hefur verið fjallað um í fyrri greinum þeirra sem hafa tjáð sig um brýnt réttlætismál okkar. Páll setur fram greinargóða töflu sem sýnir hvernig jaðar- skattar reyta af þeim sem geta á einn eða annan hátt bætt örlitlu við tekjur sínar. Dæmið hans sýn- ir að einstaklingur, sem bætir við sig 10.000 krónum, verður að borga ríkinu 520 krónur umfram það sem hann vann sér inn. Sem sagt að fyrir 10.000 króna laun verður hann að greiða ríkissjóði 10.520 krónur vegna jaðarskattsáhrifa. Þetta er að flestra mati rán og algjörlega siðlaust athæfí, sem þó er gert samkvæmt reglugerð sem byggð er á lögum frá Al- þingi. Þó má ekki gleyma höfðingslund ríkis- stjórnar landsins þegar hún ákvað að lífeyris- þegar skyldu fá rúm- lega 8% hækkun á bót- um sínum. Kjarabót upp á um það bil 3-4000 krónur. Þessi hækkun kom skömmu eftir að menn í æðstu embættum landsins fengu tuga þúsunda hækkun á mánaðarlaun sín. Sem dæmi má nefna að forseti Hæstaréttar fékk rúmar 133.000 þúsund krónur í hækkun á mánað- arlaun sín og þar með samanlagt 496.484 þúsund krónur í grunn- laun á mánuði. Héraðsdómari fékk rúmar 74.000 þúsund krónur í hækkun sinna launa og hefur þá samanlagt 331.380 krónur í grunnlaun. Eftir þá prósentuhækkun, sem ákveðin var fyrir lífeyrisþega, hefur einhleypur ellilífeyrisþegi 58.871 krónu á mánuði til að framfleyta sér. Hann hefur ekki möguleika á yfn-vinnu eða sporslum umfram þessa upphæð eins og sjá má af fyrra dæmi þar sem jaðarskattar hirða allt og meira til. Hann hefur ekki efni á að leita sér læknishjálp- ar þui-fí hann að fara á einkarekna stofu sem ekki hefur samning við Tryggingastofnun ríkisins. Hér er ekki verið að segja að líf- eyrisþegar eigi að hafa laun dómara eða ráðherra en þessi viðmiðun er notuð þar sem þessir menn þiggja laun úr ríkissjóði líkt og lífeyrisþeg- ar. Hæstvirtir ráðherrar. Lítið á hækkun þá er þér fenguð á mánað- arlaun yðar nú í sumar og svo þann Þetta er að flestra mati rán og algjörlega sið- laust athæfí, segir Sig- urður Magnússon, sem þó er gert samkvæmt reglugerð sem byggð er á lögum frá Alþingi. framfærslulífeyri sem lög og reglur yðar skammta lífeyrisþegum, ör- yrkjum og öðrum sem vanmáttar síns vegna þiggja laun frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Eins og áður er sagt er mælir biðlundar og vona okkar fullur. Jað- arskattanefnd, sem fjármálaráðu- neytið hefur borið fyrir sig og sagt í langa tíð að myndi leysa mörg af jaðarskattavandamálunum, hún fann enga lausn og er fokin út í veður og vind. Nú þegar farið er að styttast í kosningar eru frambjóðendur farnir að ókyrrast. Eftirtektarvert er að ungir sjálfstæðismenn í röðum frambjóðenda til borgarstjórnar í Reykjavík fara hamförum yfír því að kjömefnd hefur bætt nokkrum fullorðnum og þroskuðum mann- eskjum á prófkjörslista flokksins sem verður kosifyum nú á næstunni og er engu líkara en þeir séu á móti fullþroskuðu fólki. Þegar litið er yfir atburðarás síð- asta þingtímabils hefur fátt gerst til batnaðar varðandi málefni lífeyr- isþega og verðum við því að grípa inn í og beijast á kröftugri hátt en gert hefur verið fyrir réttlátum kjör- um í því góðæri sem nú er. Barátta lifeyrisþega verður öflug- ust á þann hátt að þeir taki þátt í kosningunum á næsta ári með fram- boði sinna manna og einnig í fram- boði til Alþingis 1999. Með fram- boði til borgarstjómar myndum við ná oddaaðstöðu i borgarmálum svo ekki sé meira sagt. Hvað varðar kosningar til Alþing- is 1999 er ljóst að við munum ná inn mönnum úr okkar hópi sem væm talsmenn þess hóps sem var á Austurvelli þriðjudaginn 7. októ- ber og allra þeirra sem áttu þess ekki kost að vera þar. Það kemur svo í ljós er nær dreg- ur kosningum hvetjir fara fram fyr- ir okkar hönd. Satt best að segja höfum við einvala lið og samstillt til að sitja í borgarstjórn og vinna þar að okkar málum. Það er orðið ljóst að lífeyrisþegar verða að hafa menn við stjórnvölinn í Ráðhúsinu í Reykjavík og í öðrum sveitarfélög- um. Einnig eru í okkar röðum fjölhæf- ar og reyndar manneskjur til að taka sæti á Alþingi. Við þuríúm að koma mönnum að í næstu ríkisstjórn til að ná árangri í baráttu okkar fyrir mannsæmandi lífskjörum til handa sjúkum, fötluðum, öryrkjum, ellilíf- eyrisþegum og öðrum minnihluta- hópum í þjóðfélaginu. Höfundur er fyrrverandi yfirrafmagnseftirlitsmaður. Sigurður Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.