Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MININIINGAR FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 43?- SIGURJON ÓLAFSSON + Signrjón Ólafs- son fæddist 29. ágúst 1909 í Efri- Hlíð í Helgafells- sveit. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 12. október siðastliðinn. Foreldrar Sigur- jóns voru Ólafur Lárusson Fjeldsted og Kristjana Sigur- jónsdóttir. Systkini Siguijóns: Númi Ól- afsson Fjeldsted, kvæntur Ástu Fjeldsted. Björgvin Borgfjörð Ólafsson, er látinn, Elínborg Ólafsdóttir, er látin. Hann fluttist þaðan til Stykk- ishólms og ólst þar upp til fjór- tán ára aldurs. Hann var í Vatnsholti í Grímsnesi 1923- 1926, fluttist þá til Reykjavíkur og bjó þar til 1931. Sigurjón var aðstoðarmaður á Reykjanesvita þjá Jóni Guðmundssyni 1931- 1933, og var síðan sjómaður í Reyýavík og Höfnum. Hann vann við hafnarmál í Hafnar- firði, en var vitavörður á Reykjanesi, 1947-1976. Sig- urjón vann á Keflavíkurflug- velli og í fiskvinnslu í Keflavík frá 1976. Siguijón kvæntist Sigfríði Pálínu Konráðsdóttir, f. 15.5. 1921, d. 29.8. 1975. Foreldrar Sigfríðar voru Jón Konráð Klemensson, sjómaður og verkamaður á Skagaströnd og kona hans, Ólina Margrét Sigurðar- dóttir. Börn Sigurjóns og Sigfríðar eru: 1) Ragnhildur Krist- jana Fjeldsted, f. 10.12. 1942. 2) Konráð Óii Fjeidsted, f. 14.12. 1943, bifvélavirki, kvæntur Önnu Soff- íu Jóhannsdóttur. 3) Jónatan Ægir, f. 27.11. 1946, bifvéla- virki, kvæntur Sig- rúnu Pétursdóttur. 4) Sigríður Bryndís, f. 15.2. 1948, gift Gísla Ólafi Ólafssyni. 5) Gréta Súsanna Bjeldsted, f. 30.6. 1949. 6) Ólafur Hannes, f. 16.12.1950, vélstjóri, kvæntur Sigurrósu Magnúsdóttur. 7) Kristjana Þórunn Fjeldsted, f. 15.6. 1953, sambýlismaður Daníel Richter. 8) Kristín Álf- heiður Fjeldsted, f. 24.8. 1955. 9) Bergþóra Valborg, f. 6.2. 1957, gift Sigurvini Ægi Sigur- vinssyni. 10) Ólöf Jóna Fjeldsted, f. 8.5. 1958. 11) Bryndis Björk, f. 7.2. 1960. 12) Ólina Margrét, f. 28.5. 1961, gift Hauki Sigurðssyni. 13) Guð- rún Svana, f. 10.2. 1963, gift Gottsveini Eggertssyni. 14) Sæ- munda Ósk, f. 25.2. 1966, sam- býlismaður Kjartan Stefánsson. Útför Siguijóns fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 20. októ- ber. Elsku afi minn er látinn. Mikið óskaplega sakna ég hans. Ég sem bað til Guðs að hann fengi sína hvíld svo hann þyrfti ekki að þjást lengi og fengi að fara til<ömmu sem hann langaði til að hitta aftur. Ég efast ekki um að honum líði vel þar sem hann er og horfír stoltur yfir barnahópinn sinn. Hann sagðist alltaf vera ríkasti maður í heimi með öll sín börn í kringum sig sprik- landi og syngjandi. Hann kallaði okkur mörgum fallegum gælunöfn- um, svo sem gullin hans, sólar- geisla, engla og margt fleira. Ég er stolt af því að hafa fengið að eiga heima og alast upp hjá ömmu og afa fyrstu ár ævi minnar og umfram allt þakklát. Einnig að hafa alltaf fengið að njóta nærveru afa eftir að amma dó þegar ég þurfti á að halda. Mér þótti vænt um allt í fari hans, líka þegar hann skammaði mig fyrir eitthvert prakkarastrik þá gerði hann það á sinn einstaka hátt. Hann leyfði mér að sofa til fóta hjá sér þegar mér leið ekki vel og sagði mér sögur eða fór með vísur um álfa, tröll og skemmtilegt fólk. Stundum sagði hann frá end- urminningum sínum frá gamalli tíð þegar hann hitti ömmu fyrst. Þá var hún að skúra gólf í verbúð í Grindavík en hann var í fylgd séra Brynjólfs á Stað og ætlaði að vaða yfír skúringarfötu ömmu en séra Brynjólfur sagði við afa að hann ætti ekki að klofa yfír konuefni sitt. Afí hló að þessu og amma fussaði. En þau urðu hjón og eignuðust fjór- tán heilbrigð og skemmtileg börn sem sáu um að aldrei var einmana- legt á Reykjanesi þótt veraldleg gæði væru af skornum skammti. Afi hafði yndi af söng og naut þess að hlusta á bamaskarann syngja á leiðinni í og úr skólanum. Það var eins og gömlu góðu bílarn- ir hans færu betur í holunum, á veginum gamla út á Reykjanes, þegar kórinn söng hástöfum og borðaði upp úr innkaupakössunum á leiðinni. Svo er það þessi dásamlega minning að sjá afa taka veðrið úti á Reykjanesi, fara sínum stóru og hægu skrefum, íbygginn á svip og horfa til himins, leitandi eftir svari veðurguðanna og finna rétta átt. Afi virtist þekkja flesta sem komu út á Reykjanes og höfðu yndi af hans frásagnargleði og leiðsögn. Hann þekkti allan Reykjanesskag- ann eins og finguma á sér og fræddi okkur um skipbrot og björgun sem stóðu honum nærri þar sem hann átti mikinn þátt í að bjarga eins og kostur var, t.d. þegar olíuskipið Clam fórst við Reykjanes 1. mars árið 1950. Þess bera heiðursskjölin merki sem hann skildi eftir. Ég hef haft gaman af því hvað flest hans bamabörn og barna- barnabörn, sem gátu, nutu þess að koma til hans í Keflavík seinni árin og spila við afa og hlusta á sömu gömlu sögumar og vísumar og þiggja bijóstsykur og kók af sínum elskaða afa sem var aldrei annað en vinur þeirra. Ég fer út á Reykjanes afa míns til að fínna barnið í mér eins og allir sem eiga góðar minningar um æskuslóðir sínar. Elsku afi: Hvíl þú í friði minn kæri sðlargeisli með sál þinni svífi þinn Guð er þjáning leysti. Njót þinnar ástar er faðminn til þín breiðir. Trú þinni treystu að Guð þinn okkur leiðir. Sigfríður Konráðsdóttir. Siguijón Ólafsson hefur lokið því ætlunarverki sem skaparinn ætlar okkur öllum í þessu lífí og hefur skilað því með sóma. En handan landamæra lífsins eru fagnaðarfundir. Þar sem Siguijón er kominn á fund konu sinnar Sig- fríðar Konráðsdóttur. Nú hafa þau náð saman á ný, eftir margra ára fjarveru. Líf þeirra hjóna snerist um það að börn þeirra mættu hafa það sem best. Það hefur verið mik- ið þrekvirki að fæða og klæða þenn- an stóra hóp, þau áttu fjórtán börn. Og það má segja að hann hafi verið lánsamur maður, því ég tel það mikla gæfu að koma börnum sínum vel upp og fá að fylgjast með bamabörnum sínum. Siguijón var fyrst og fremst góður maður sem vildi öllum gott gera. Umhyggja hans fyrir þeim sem honum þótti vænt um kom fram bæði í viðmóti og athöfnum. Það sýndi sig í því hvað hann var ljúfur í viðmóti þegar við systkinin og móðir okkar birtumst í dyragætt- inni hjá honum. Heimilið þeirra hjóna var okkur alltaf opið og fómm við þangað oft. Og ekki minnumst við þess að nokkur kvartaði þó stundum væm um og yfír tuttugu manns í heimili. Þegar til baka er litið sjáum við helst eftir því að hafa ekki oftar gefíð okkur tíma til að líta til hans nú í seinni tíð. Við þökkum Siguijóni vináttuna og samfylgdina í lífínu, og óskum hon- um velfamaðar á nýjum slóðum. Um leið vottum við bömum hans, vinum og ættingjum okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykkur öllum. Margrét Björgólfsdóttir og fjölskylda. Sem bjarg hann stóð í straumi lífs, Siguijón Olafsson. Þótt bárur skyllu á bakið breitt bugaðist aidrei von. Um betra líf og betri daga bara að gera gott. Þó margir sem að til hans sóttu sýndu ei þakkarvott. En við sem þekktum þennan mann - þessa kempu - vel vitum hversu hetjulegt hans líf - oft hret og él. Hann var ljós í okkar lífi, sem lýsir alla daga og lifa mun um aldir sem „okkar" íslandssaga. Um æðruleysi og innileika, ást á landi og þjóð, að rétta út hönd og hjálpa þeim sem heimur undir tróð. Auði þeim sem öllum gaf enginn nær að granda þó að sál hans svífi um haf til sólar æðstu landa. (Svana R. Guðm.) Guð blessi minningu hans. Svana R. Guðmundsdóttir. Afí minn, Siguijón Ólafsson, var og er í mínu hjarta sá yndislegasti, besti og kærleiksríkasti maður sem ég hef kynnst nokkum tímann. Astríkari mann er vart hægt að finna. Hvað ég elskaði þig og dáði þegar þú komst til mín á afmælis- dögunum mínum þegar ég var bam og ég brosti líka út að eyrum af hamingju við að fá að sjá þig. Ég fékk að njóta skilyrðislauss kær- leika þíns sem ég gat hvergi ann- ars staðar fundið, nema hjá þér. Ég ljómaði af haminju yfír þeirri gjöf. Hvergi nokkurs staðar leið mér betur en á heimili þínu og reyndar alls staðar sem þú varst. Hjá þér átti ég skjól, þú færðir mér hlýju, skilning, hamingju og frið. Ó hve sárt var að missa þig, elsku þjartans besti engillinn minn. Ég hefði í raun viljað eiga óendanlegar stundir með þér hér í heimi. Alltaf gat ég treyst á þig. Alltaf stóðust orð þín. Eg er þakklát fyrir þau forréttindi að hafa fengið að kynn- ast þér. Hjá þér vom mínir bestu dagar, því þú varst og ert svo sann- ur, svo trúr, og besta manneskja sem ég hef kynnst, það er alveg ómetanlegt. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Allt saman fagurt og gott. Þér gæti ég aldrei gleymt en ég á þig áfram í mínum huga og hjarta. Þú varst hér til staðar fyrir mig. Ég kveð þig með miklu sökn- uði. Guð blessi minningu þína, eng- illinn minn kæri, gefí þér frið sinn og varðveiti þig. Ó, þú bjarta andans ljós! Ó, þú hugans geimur. Ó, þú hjartans undur-rós! Ó, þú betri heimur! Hvað er fjöldans hróp og hrós? Við hlið á sannleik beinum. Hvað öli heimsins kónga Ijós hjá kærleiksneista einum? (Matthías Joch.) Björt Hugrún Magnúsdóttir. Mánudaginn 20. október sl. var jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju Siguijón Ólafsson, fyrrver- andi vitavörður á Reykjanesi. Eigin- maður minn, Einir Jónsson, hafði á orði að hann langaði tii, þegar þar að kæmi, að skrifa minningargrein um Siguijón, þakkargrein til mesta velgerðarmanns síns í lífínu. En Einir fór á undan Siguijóni, svo ég ætla að reyna að uppfylla þessa ósk hans. Einir var alinn upp á Reykja- nesi. Faðir hans, Jón Á. Guðmunds- son, var þar vitavörður. Sumarið 1938 veiktist Jón vitavörður skyndi- lega og andaðist eftir skamma legu. Jón lét eftir sig eiginkonu, Kristínu Guðmundsdóttur, og 5 börn á aldr- inum 6-15 ára. Einir var þeirra elstur. í svona tilfellum var til siðs að leysa upp heimilið, koma bömun- um fyrir og í besta tilfelli að útvega ekkjunni vinnukonu- eða ráðskonu- stöðu. Sem ber fer hafa viðhorfín breyst, nú er flestum ekkjum gert kleift að búa áfram með bömum sínum. En Kristín var ekki á því að gefast upp. Hún hleypti í sig kjarki, fór til Reykjavíkur og gekk þar á milli ráðamanna og stofnana til að fá að verða vitavörður sjálf. Þessar Reykjavíkurferðir urðu fleiri en ein eða tvær. Einir sagði að sér væri minnisstætt, hve þessar ferðir vom móður hans erfiðar. Að lokum kom miðlunartillaga: Hún skyldi fá að gegna vitavarðar- starfínu til bráðabirgða, með því skilyrði að hún fengi sér til aðstoð- ar karlmenn, sem þeir gætu sætt sig við. Þá kem ég að því, sem var tilefni þessarar greinar. Kristín leit- aði til frænda síns, Siguijóns Ólafs- sonar. Siguijón hafði áður verið um tíma hjá þeim hjónum og var kunn- ugur starfínu. Hann brást ekki frænku sinni á þessari örlaga- stundu. Hann flutti suður á Reykja- nes og var þar næstu árin. Árið 1943 var Einir skipaður vitavörður á Reykjanesi. Það var gert með konungsbréfi, undirritað: Konungur íslands og Danmerkur Kristján X. Einir var þá aðeins 20 ára. Árið 1947 sagði hann stöðunni lausri. Þá voru systkini hans að verða uppkomin og fjölskyldan flutti til Keflavíkur. í millitíðinni hafði Siguijón kvænst Sigfríði Kon- ráðsdóttur frá Skagaströnd. Þau bytjuðu búskap í Hafnarfírði. En Siguijón hafði sterkar taugar til Reykjaness og réð sig þangað árið 1947. Það varð hans ævistarf. Siguijón hafði létta lund og var mjög jákvæður maður. Hann var fróður og minnugur og sagði ein- staklega skemmtilega frá. Hann ólst upp við Breiðafjörðinn, í Helga- fellssveitinni og í Stykkishólmi. Eftir frásagnir Siguijóns, stendur manni fyrir hugskotssjónum lífið við Breiðafjörðinn fyrr á öldinni. Siguijón taldi sig mikinn gæfu- mann í lífínu. Hann kvæntist stóru ástinni sinni henni Sigfríði (Diddu) og saman áttu þau 14 böm, þij^,- syni og ellefu dætur. Allt er þetta heilbrigt og efnilegt fólk. Siguijón og Didda voru bæði skáldmælt. Ég vona að eitthvað hafí vai’ðveist af vísunum þeirra. Þau vom mjög gestrisin hjón. Það vom ófáar ferðimar, sem við hjónin skmppum út á Reykjanes með börnin okkar. Alltaf var tekið á móti okkur eins og við værum alveg sérstakir aufúsugestir. Eldri bömin þeirra tóku að sér okkar börn, sýndu þeim dýrin og alla leynistaðina, meðan hjónin gáfu sér góðan tíma til að tala við okkurf* Svo var borið fram kaffí og með- læti í stofunni. Ef nægilegt með- læti var ekki til staðar, dreif Didda sig í að baka pönnukökur. Ekkert stoðaði að mótmæla sllkri fyrirhöfn. Elsta dóttir mín var að rifja upp smáatvik, sem gerðist eitt sinn er hún fór út á Reykjanes með pabba sínum. Fólkið sat inni í stofu og var að drekka kaffí. Skyndilega fór allt að hristast, bollamir ultu um koll á borðinu og ein mynd datt af veggnum og glerið mölbrotnaði. Hún sagðist hafa orðið hrædd, en hvorki pabba hennar né heimilis- fólkinu virtist bragðið. Þegar kyrrð komst á fór Didda að þurrka borðið og Siguijón að sópa upp glerbrotint" Hún sagðist hafa spurt, hvað þetta hefði verið. „Þetta er bara jarð- skjálfti, góða mín,“ sagði Siguijón. „Við búum hér á Reykjanesi og hér má alltaf búast við jarðskjálfta. Oftast tekur þetta fljótt af og veld- ur sjaldnast neinum skaða, svo að það er um að gera að taka þessu bara með ró.“ Hún sagði að þetta atvik hefði hjálpað sér mjög mikið, meðan hún bjó í Kalifomíu. Siguijón missti konu sína áriiy 1975. Hann hélt áfram að vera á Reykjanesi ásamt yngstu dætran- um, þar til hann komst á eftirlaun. Þá flutti hann til Keflavíkur. Hin síðustu ár bjó hann einn í lítilli íbúð í Keflavík. En hann var svo sannarlega enginn einstæðing- ur. Bömin hans létu sér mjög annt um hann og mörg þeirra litu til hans daglega. Eins og ég sagði í upphafi greinarinnar taldi Einir Siguijón sinn mesta velgerðarmann í lífínu. Svo sannarlega var hann bjargvættur þessarar fjölskyldu á örlagastund. Siguijón vann líka hylli allra systkina Éinis. Kæri Sig- uijón. Ég þakka þér fyrir 45 ára vináttu. Guð blessi þig. Guðrún Jörgensdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Sólheimum, Seyðisfirði, verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju laug- ardaginn 25. október kl. 14.00. Þórdfs Óskarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Fanney Óskarsdóttir, Hrafnhildur Óskarsdóttir, Guðjón Óskarsson, Finnur Óskarsson, Elfn Óskarsdóttir, Trausti Magnússon, Guðmundur Björgvinsson, Þorgeir Árnason, Aldfs Kristjánsdóttir, Inga Sigurðardóttir, Bjarni Bærings Halldórsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LYDÍA KRISTÓFERSDÓTTIR, Hjarðartúni 2, Ólafsvfk, verður jarðsungin frá Ólafsvikurkirkju laugar- daginn 25. október kl. 14.00. Sætaferðir frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.00. Börn, tengdabörn, ömmu- og langömmubörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.