Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn LAUMUFARÞEGARNIR um borð í flutningaskipinu í Straumsvík í gær. Amnesty gagnrýnir brottvísun laumufarþega frá Afríku Báðu ekki um hæli að sögn sýslumanns TVEIR laumufarþegar, sem segjast vera frá Afríkuríkinu Búrúndí, komu til Straumsvíkur með eg- ypzku flutningaskipi á miðvikudag. Mönnunum var synjað um land- gönguleyfi og hefur íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty Intemational sent Þorsteini Páls- syni dómsmálaráðherra bréf þar sem farið er fram að þeir fái „rétt- láta og fullnægjandi réttarmeð- ferð“. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði segir að mennirnir hafi ekki farið fram á hæli hér á landi og ekki hafí verið tilefni til annarrar máls- meðferðar. Að sögn Guðmundar Sophusson- ar sýslumanns barst embætti hans tilkynning á mánudag um að menn- imir væm í skipinu sem var á leið til Straumsvíkur með súrálsfarm. Við komuna til landsins á miðviku- dag fór fulltrúi sýslumanns um borð í skipið með tollvörðum. í máli mannanna kom fram að þeir væru frá Búrúndí og hefðu flúið borgarastríðið þar. Skipveijar drógu þetta í efa og töldu að þeir gætu verið frá Suður-Afríku, en þeir komust um borð í skipið í Höfðaborg. Skyldugur að meina skilríkja- lausum mönnum landgöngu Mennirnir höfðu engin skiiríki á sér. Guðmundur segir að sam- kvæmt 10. grein laga um eftirlit með útlendingum hafí embætti hans borið að meina mönnunum land- göngu og hafí verið kveðinn upp úrskurður þar að lútandi. í fréttatilkynningu, sem íslands- deild Amnesty sendi frá sér í gær, er lýst yfir áhyggjum af því að ríkis- stjórnir sýni réttindum flóttafólks afskipta- og virðingarleysi og sagt að það færist í vöxt að reynt sé að koma í veg fyrir að fólk, sem flýi ofsóknir, fái tækifæri til að nýta rétt sinn til að sækja um hæli og fá vernd. Samtökin minna í bréfínu tii dómsmálaráðherra á það að íslend- ingar hafl fullgilt flóttamannasamn- inginn, sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu árið 1951, þótt hann hafí ekki verið lögleiddur hér á landi. Þar stendur: „Ekkert aðildarríki skal vísa flóttamanni brott eða endur- senda hann á nokkum hátt til landa- mæra ríkis þar sem lífi hans eða frelsi mundi vera ógnað vegna kyn- þáttar hans, trúarbragða, þjóðemis, aðildar að sérstökum félagsmála- flokkum eða stjómmálaskoðana.“ Ótryggt ástand hefur ríkt í Búr- úndí undanfarið og fjöldi óbreyttra borgara verið tekinn af lífi. Guðmundur Sophusson segir að í máli mannanna hafi ekkert komið fram sem bendi til að þeir hafí ætlað til íslands eða að þeir sækt- ust eftir hæli hér á landi. Hefðu þeir lagt fram beiðni um hæli, hefði embætti hans vísað málinu til út- lendingaeftirlits ríkislögreglustjóra. Slík beiðni hafí hins vegar ekki komið fram. Hljóðdeyfir á bíl reyndist vera á riffil Lögregla hélt byssum of lengi ÍSLENSKA ríkið hefur verið dæmt í Hæstarétti til að greiða liðsmanni í varnarliðinu rúmar 274 þúsund krónur þar sem lög- regla hafði byssur í hans eigu í vörslu sinni án þess að þörf væri á slíku haldi. Maðurinn fékk í pósti hljóð- deyfi fyrir riffil, en samkvæmt fylgiskjali átti pakkinn að inni- halda varahlut í bíl. Maðurinn sagði við fyrstu skýrslugjöf að hann hefði pantað hljóðdeyfi á pústkerfi bíls síns og kannaðist ekkert við hljóðdeyfi á riffil en síðar viðurkenndi hann að hafa ætlað að nota hþ'óðdeyfinn á riff- il við refaveiðar. Maðurinn heimilaði herlög- reglu að gera húsleit á heimili sínu. Lögreglan á Keflavíkur- flugvelli sá um leitina og lagði hald á sex skráðar byssur í eigu mannsins. Maðurinn krafðist þess að fá byssurnar aftur en þær höfðu þá farið frá embætti lögreglu- stjórans á Keflavíkurflugvelli til herlögreglustjóra. Maðurinn fór að sækja byssurnar en neitaði að taka við þeim nema hann fengi þær afhentar út í bíl sinn. Varð af því mikil rekistefna sem endaði með því að maðurinn og lögmaður hans fóru byssulausir á brott. Átti að fá byssurnar eftir játningu Hæstiréttur segir að maður- inn hafi átt að fá skotvopn sín afhent eftir að hann viðurkenndi brot sitt á tollalögum en þess i stað hafi byssurnar verið afhent- ar herlögreglu án þess að sú lögregla hafi beðið sérstaklega um það. Gagnvart manninum hafi hald lögreglu því staðið áfram. Maðurinn hafi þurft að leita til lögfræðings til að fá byssurnar og greiða honum rúm- ar 224 þúsund krónur fyrir. Þá upphæð bæri rikinu að greiða , honum auk 50 þúsund króna miskabóta vegna óþæginda og röskunar. Akstur í verkfalli Sleipnis ekki lögbrot FÉLAGSDÓMUR sýknaði í gær BSÍ Hópferðabíla af kröfum Al- þýðusambandsins vegna Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis. ASÍ taldi BSÍ hafa brotið gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur með því að fá sérleyfishafa í Borgarnesi til að aka með farþega frá hóteli í Reykjavík og þannig gengið í störf manna í verkfalli. Félagsdómur bendir á að BSÍ hafí ekki átt beina aðild að kjaradeilunni, ekki haft félagsmenn Sleipnis í þjónustu sinni, ekki verið vinnuveitandi sér- leyfishafans og starfsmenn sérleyf- isþafans verið í verkalýðsfélagi Borgamess, sem ekki var aðili að vinnudeilunni. BSÍ tók að sér ferð fyrir Sam- vinnuferðir-Landsýn í lok maí 1995, þegar verkfall Sleipnis stóð enn yfír. Þegar leggja átti af stað í ferð- ina frá hóteli í Reykjavík á bifreið frá Sæmundi Sigmundssyni, sér- 1 leyfíshafa í Borgamesi, stöðvuðu verkfallsverðir Sleipnis bifreiðina á þeirri forsendu að um verkfallsbrot væri að ræða. Einnig var komið í veg fyrir að bifreið frá Sérleyflsbif- reiðum Helga Péturssonar hf. færi þessa ferð, en ágreiningur var um hvor sérleyfishafinn hefði í upphafí átt að fara í ferðina. Af hálfu ASÍ var byggt á því að j BSÍ hafi verið óheimilt að stuðla að því að afstýra lögmætu verkfalli hjá félagsmönnum Sleipnis. Af hálfu BSÍ var m.a. bent á að starfsmenn sérleyfishafans í Borg- arnesi mættu starfa í Reykjavík og réttur þeirra til að vera í Verkalýðs- félagi Borgamess, fullgildu félagi innan ASÍ, væri varinn í stjórnar- skránni og vinnulöggjöfinni. •• ) Orvar HU seldur Russum og veiðir í Barentshafi Morgunblaðið/Kristján FRYSTITOGARINN Örvar HU hefur verið seldur til rússneskra aðila og hélt úr höfn á Akureyri í gær undir stjórn nýrra eigenda. Bílvelta í Hvalfirði Umferðar- tafir í fimm klukkutíma MIKLAR umferðartafír urðu á Vest- urlandsvegi við Brynjudalsá í Hval- flrði í gær. Flutningabíll með eftir- vagni valt þar á veginum rétt fyrir kl. 17 en ökumann sakaði ekki. Til þess að hægt væri að koma björgunartækjum að varð að loka veginum. Umferð komst ekki á að fullu fyrr en um kl. 22. Fram að því hafði bílum þó af og til verið hleypt framhjá slysstaðnum. -----♦ ♦ ♦ Fluttur á slysadeild HARÐUR árekstur varð milli tveggja bfla á Krossanesbraut við Óseyri á Akureyri laust eftir kl. 20 í gær- kvöldi. Ökumaður annars bflsins var fluttur á slysadeild. Sá sem talinn er hafa valdið slysinu slapp ómeidd- ur. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Bflamir eru mikið skemmdir og annar þeirra líklega ónýtur. SKAGSTRENDINGUR hf. á Skagaströnd hefur selt togarann Örvar HU-21 til rússneskra aðila og er kaupandinn Permina Shipp- ing. Skipið hélt úr höfn á Akureyri í gær undir stjórn nýrra eigenda og fer á miðin í Barentshafi en þar hafa kaupendur dijúgan kvóta til ráðstöfunar. Örvar var eitt af fyrstu skipum íslenska flotans sem sjófrysti afla um borð. Með sölu skipsins er Skagstrend- ingur að hagræða í skipastól sínum og aðhæfa hann þeim kvóta sem félagið hefur yfir að ráða. Eftir sölu Örvars gerir félagið út tvo togara, flakafrystitogarann Arnar HU-1 og rækjutogarann Helgu Björgu HU-7 en alls hefur félagið til ráðstöfunar kvóta sem nemur um 8.000 þorskígildum. Hafði algjöra sérstöðu Örvar HU kom til heimahafnar í fyrsta sinn í apríl 1982. Hann var smíðaður hjá Slippstöðinni á Akur- eyri og er 51 metri að lengd, 9,4 metrar að breidd og 500 tonn að stærð. Þegar skipið var smíðað hafði það algjöra sérstöðu í íslenska skuttogaraflotanum hvað varðar vinnsluþilfar en í skipinu er búnað- ur til vinnslu og frystingar á flökum og var Örvar fyrsta fískiskipið hér- lendis þannig búið. Bar að landi yfir 60 þúsund tonn af bolfiski Örvar var lengstum undir stjórn þess kunna aflaskipstjóra Guðjóns Sigtryggssonar og var skipið ávallt í fremstu röð hvað aflamagn og verðmæti varðar. Þann tíma sem skipið var í eigu Skagstrendings hf. bar það að landi yfir 60 þúsund tonn af bolfiski og varð aflinn mestur árið 1988 en þá fiskaði það yfír 6 þúsund tonn. Ekki_ verður það svo að öll tengsl Islendinga við Örvar verði rofin því Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna mun annast sölu á afurð- um skipsins og Skagstrendingur veitir tæknilega ráðgjöf við rekst- ur þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.