Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR PÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 37 Fyrirkomulag á innheimtu þungaskatts Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur ÞAÐ ER aðeins rúmt ár síðan fyrir- komulagi innheimtu þungaskatts var breytt hér á landi. Fyrir þann tíma var kerfið ótrúlega götótt þannig að þeir sem höfðu vit til og samvisku gátu svindlað á kerfinu þannig að nam tugum ef ekki hundruð milljón- um krór.a. Þetta voru að sjálfsögðu skattsvik sem lentu á ríkiskassanum, en einnig hafði þetta gífurleg áhrif á verktaka- og flutningamarkaðinn. Ljóst var að margir aðilar á þeim markaði nutu forskots á aðra í harðri samkeppni, þar sem þeir greiddu ekki þann þungaskatt sem þeim bar. Voru bifreiðastjórar mjög ósáttir við þetta kerfi sem leiddi ekki aðeins til mismununar, heldur hvatti einnig menn til lögbrota, þar sem þeir heið- arlegu máttu sín lítils í samkeppni við hina sem alltaf gátu boðið lægra í verkin þar sem þeir skiluðu ekki tilskildum gjöldum. Þetta leiddi til mikillar andstöðu við þungaskattskerfið og ákveðið var að breyta fyrirkomulaginu á þann hátt að koma þungaskattinum í olíu- verðið, eða m.ö.o. taka upp svipað fyrirkomulag og er við innheimtu bensínskatts. Þessi lausn var freist- andi þar sem menn sáu ekki betri leiðir til að afnema þetta mjög svo óréttláta kerfí. Þessi breyting var lögfest árið 1995 en gildistöku lag- anna hefur tvívegis verði frestað. I millitíðinni var núgildandi innheimtu- kerfi þungaskatts breytt. Þessar breytingar voru fyrst og fremst mögulegar með tilkomu ökurita, en ríkisskatt- stjóra og Vegagerðinni var falið eftirlit með kerfínu. Með þessum breytingum hefur inn- heimta þungaskatts tek- ið stakkaskiptum og hafa þær skilað hundr- uðum milljóna í ríkis- kassann og skapað meiri sanngimi á markaðin- um. Eiga starfsmenn fjármálaráðuneytisins, Vegagerðarinnar og rík- isskattstjóra heiður skil- inn fyrir framgöngu sína við þessa endurskipu- lagningu. Nýju lögin um innheimtu þunga- skatts, sem enn hafa ekki öðlast gildi, gera ráð fyrir að færa þungaskattinn Með þessum breyting- um hefur innheimta þungaskatts, segir Sig- fús Bjarnason, tekið stakkaskiptum og skap- að meiri sanngirni á markaðnum. í olíuverðið og lita alla olíu sem ekki fer á bíla. Það á eftir að leysa mörg tæknileg atriði í sambandi við þessa framkvæmd. Þar að auki liggur það fyrir að þó að olía verði á sama verði og bensín, þá nást ekki þær tekjur sem ríkið hefur af núverandi fyrir- komulagi. Það verður því að leggja á nýja skatta og við það verður innheimta þungaskatts fióknari þar sem innheimtukerfið verður a.m.k. tvöfalt. Reynslan segir okkur að svo umfangsmikilli kerf- isbreytingu fylgja ávallt ófyrirséð vandamál með tilheyrandi kostnaði, erfiðleikum og átökum. Til að ná sátt um nú- verandi þungaskatts- kerfí þarf að gera nokkr- ar einfaldar breytingar á núgildandi lögum um fjáröflun til vegagerðar. Þessar breytingar þarf að gera í framhaldi af úrskurði samkeppnisráðs nú í haust þar sem ráðið taldi m.a. leigubifreiða- stjórum mismunað með innheimtu þungaskatts með tilliti til annarra með sambærilegan rekstur. Þegar áðumefndir agnúar hafa verið sniðnir af núgildandi fyrirkomu- lagi, má ætla að um það ríki sátt og það skili ríkissjóði þeim tekjum sem til er ætlast. En þá á að kasta því kerfí fyrir róða og kalla yfír okkur annað sem kannski tekur mörg ár að gera skilvirkt og sanngjarnt. Það væri mikið feigðarflan. Hér gildir hið fornkveðna, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég skora á Alþingi að standa vörð um núgild- andi fyrirkomulag á innheimtu þungaskatts og sjá til þess að lögin um breytt fýrirkomulag í því efni, sem taka eiga gildi í ársbyijun 1999, verði numin úr gildi. Höfundur er formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama. Bjarnason mm Steingrt|ns^tt|l[ í6.sí£ÍL Það þarf að virkja einkaframtakið og styðja raunverulega samkeppni með því að efla sjálfstæða atvinnurekendur og lækka álögur á einyrkja! Það þarf að útvega öllum bömum og unglingum aðgang að tölvum og stórauka kennslu á tölvur í skólum borgarinnar. Ég veit það sjálf sem sjálfstæður atvinnurekandi hversu nauðsynlegt það er að kunna skil á tölvuheiminum til þess að nýta sóknarfæri í atvinnurekstri og á vinnumarkaði. Það þarf að auka tekjustreymi til borgarinnar með því að fá erlenda ferðamenn til þess að dvelja þar lengur og nýta sér Reykjavík sem verslunar- og viðskiptaborg. Það þarf að halda áfram að byggja upp fjölskyldugarðinn, bæta reiðgötur í nágrenni borgarinnar og þróa útivistar- og afþreyingar- möguleika í Reykjavík. Sjálfstœðismenn, tökum þátt í prófkjöii allir sem einn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.