Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Verðbréfahrun í Hong Kong Fyrsti próf- steinninn á stjóm Tungs HANG SENG hlutabréfavísitala - staöa viö lokun 30. júní 1997: Hong Kong undir kínverska stjórn 27. ágúst 1997: Áhyggjur í Asíu af sjóðum utan álfunnar 23. okt. 1997: 10.426,30 S 0 N D J 1996 MAMJ J ASON 1997 REUTERS » Hong Kong, London, Singapore. Reuters. HLUTABRÉF á mörkuðum í Hong Kong féllu mjög í verði í gær, fjórða daginn í röð. Hang Seng hluta- bréfavísitalan féll um 1.639,70 stig eða 14,09%, sem er metfall á einum degi, en hækkaði síðan aftur undir kvöld. Við lokun markaða var hlutabréfavísitalan 1.211,47 stig eða 10,41% lægri en fyrir fallið. A sama tíma hækkaði gengi Hong Kong dollarans. Efnahagslíf Hong Kong hefur hingað til verið talið það traustasta á svæðinu og Hong Kong dollarinn er eini gjaldmiðillinn í SA-Asíu sem enn er tengdur Bandaríkjadollara. Aðrir gjaldmiðlar á svæðinu hafa fallið gífurlega frá því í júlí er í ljós kom að gengi þeirra, sem fram að því hafði verið miðað við gengi Bandaríkjadollars, var gróflega misreiknað. Verðbréfahrunið í Hong Kong er talið vera prófsteinn á stjóm Tung Chee-hwa sem tók við stjóm borgarinnar eftir að hún var afhent Kínverjum 1. júlí síðastliðinn. Tung sem staddur er í London sagði stjóm sína staðráðna í að láta stöðugt gengi HK dollarans ganga fyrir og að verðfall hluta- bréfa sé eðlilegur hluti þeirrar þró- unar. Hann sagði ekki von til þess að útlánsvextir verði lækkaðir. Ekki er talið ólíklegt að þessar yfir- lýsingar hans ýti undir enn frekara fall er hlutabréfamarkaðir verða opnaðir í dag. Donald Tsang fjármálaráðherra Hong Kong sagðist ekki hafa áhyggjur af verðfallinu í gær enda væm fyrirtæki í Hong Kong enn rekin með hagnaði. Hann sagði einnig að stjórn Hong Kong hafi notað hluta gjaldeyrisforða síns til að verja Hong Kong dollarann, sem hefur verið bundinn gengi Banda- rikjadollara í 14 ár, og að hún muni ekki hika við að gera það aftur ef þörf krefur. Shen Goufang, talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins, sagði að Kínastjóm hafi fulla trú á yfirvöldum á svæðinu og hafi ekki í hyggju að blanda sér óum- beðin í málið. Það versta yfirstaðið? Verð á hlutabréfum í Hong Kong hefur ekki verið lægra frá því 22. desember árið 1995. James Osbom, sölumaður hjá ING Barings, sagði fallið í gær valda meiri skaða en markaðshrunið árið 1987, árás kín- verskra stjómvalda á Torg hins himneska friðar og stríðið við Persaflóa. Undir kvöld í gær töldu þó margir fjármálaspámenn að það versta væri yfirstaðið. Peningar voru farnir að koma aftur inn enda voru mörg verðmæt hlutábréf fá- anleg á ótrúlega góðu verði. Janet Gillies, sölumaður hjá OCBC, sagði hins vegar að þó það væri freist- andi að kaupa væri það enn ekki tímabært. í kjölfar verðhrunsins í Hong Kong féllu hlutabréf á flestum mörkuðum í Suðaustur-Asíu. Þann- ig féllu hlutabréf í Singapore um 72,97 stig sem er 4,12%, hlutabréf í Malasíu um 24 stig eða 3,28% og hlutabréf á Filippseyjum um 94,87 stig eða 4,92%. Hlutabréf í Tókýó féllu hins vegar einungis um 79,12 stig sem er 0,45% á en hluta- bréf í Kóreu hækkuðu um 9,13 stig eða 1,52%. EVRÓPA^; Norska stjórnin Tenging við evróið könnuð KJELL Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, vili ekki útiloka að gegni norsku krónunnar verði tengt hinni væntanlegu sameigin- legu Evrópumynt, evróinu, sam- kvæmt frásögn Dagsavisen Arbeid- erbladet í gær. „Við höfum hleypt af stað könnun á því hverjar afleiðingamar verða,“ sagði Bondevik í samtali við blaðið. Með þessari afstöðu sinni leggst Bondevik þvert á þá stefnu sem Miðflokkurinn og formaður hans, Anne Enger Lahnstein, börðust fyrir í kosningabaráttunni, skrifar Dags- avisen. Lahnstein er menningar- málaráðherra í stjórn Bondeviks. Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu, EMU, var meðal umræðuefna á fundi Bondeviks með forsætisráð- herra Hollands, Wim Kok, í fyrra- dag. Kok greindi hinum norska starfsbróður sínum frá því að hvergi verði hvikað frá EMU-áformunum. Verða að taka afstöðu Nú stendur upp á norsku ríkis- stjórnina að gera upp við sig hvaða stefnu Noregur eigi að fylgja gagn- vart hinni væntanlegu ESB-mynt. „Það er ljóst að sameiginleg Evrópu- mynt mun hafa áhrif á okkur,“ sagði Bondevik. Anne Enger Lahnstein sagðist ekki skilja orð Bondeviks svo, að hann fylgdi nú stefnu sem gengi á skjön við fyrri yfirlýsingar hennar. Samkvæmt frásögn Dagsavisen var hún í ágúst sl. þeirrar skoðunar að það væri „ótrúlegt" að þáverandi ríkisstjóm Verkamannaflokksins skyldi vilja halda dymnum opnum fyrir tengingu krónunnar við evróið. En nú segist hún ekki hafa neitt við það að athuga að afleiðingar evró- tengingar krónunnar séu kannaðar. „Slík könnun er nauðsynleg," sagði Lahnstein. Reuters STARFSMAÐUR verðbréfamarkaðarins í Hong Kong gengur á dyr en yfir höfði hans má sjá verð- bréfavísitöluna og þá breytingu sem orðið hefur á henni eftir viðskipti dagsins. Bonn, Washington. Reuters. Bandaríkin og Evrópusambandið deila um hvemig takmarka eigi loftmengun Tillögur Clintons sæta gagnrýni úr öllum áttum TILLÖGUR Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, um takmörkun út- blásturs svokallaðra gróðurhúsa- lofttegunda, sem stuðla að upphitun lofthjúpsins, hafa sætt gagnrýni umhverfisverndarsamtaka og er- lendra ríkja, auk bflafyrirtækja, iðn- verkamanna, bænda og þingmanna í Bandaríkjunum. Fulltrúar á undir- búningsfundi í Bonn fyrir alþjóð- legu umhverfísráðstefnuna í Japan í desember sögðust hafa orðið fyrir vonbrigðum með tillögumar og sögðu þær ekki geta afstýrt því að mengunin hefði hrikalegar afleið- ingar fyrir mannkynið. Nokkur umhverfísvemdarsamtök sögðu tillögumar ganga of skammt og ekki líklegar til að afstýra miklum veðurfarsbreytingum og náttúru- hamförum í heiminum. Talsmenn bandarískra fyrirtækja sögðu hins vegar að Clinton hefði gengið of langt og tillögur hans gætu skaðað efnahag Bandaríkjanna, orðið til þess að bensínverð snarhækkaði og bætt samkeppnisstöðu ríkja eins og Kína. Sagður leiða vandann hjá sér Clinton kynnti tillögumar í ræðu í fyrrakvöld og lagði til að iðnríkin takmörkuðu losun lofttegundanna frá og með tímabilinu 2008-2012 við það mark sem hún nam árið 1990 og minnkuðu hana upp frá því. Hann lagði einnig til að ríkis- valdið stuðlaði að bættri orkunýt- ingu í Bandaríkjunum með því að veita fé til rannsókna og bjóða fyrir- tækjum skattaafslátt fyrir að draga úr losun mengunarefnanna. Hann lofaði ennfremur aðgerðum sem miða að því að lækka verð á raf- magni. U mhverfisvemdarsamtökin segja að með tillögunum sé Banda- ríkjastjórn að leiða vandann hjá sér og láta næstu kynslóðir um að taka á honum. Samtök bandarískra fyrirtækja í þungaiðnaði sögðu hins vegar til- lögurnar „óviðunandi“ þar sem þær leiddu til „hárra bensínskatta eða skömmtunar". í tillögunum væri markið sett of hátt þar sem útblást- ur gróðurhúsalofttegundanna í Bandaríkjunum hefði þegar aukist um 8% frá 1990. „Helber kjánaskapur og bull“ Bandaríska verslunarráðið kvaðst andvígt öllum tillögum sem fælu í sér að ríki eins og Kína, Ind- land og Mexíkó yrðu ekki skuld- bundin til að takmarka útblástur- inn. Tillögur Bandaríkjastjórnar yrðu til þess að mörg bandarísk fyrirtæki myndu færa framleiðsl- una til þessara ríkja. Samtök bandarískra iðnverka- manna sögðu að tillögurnar myndu stuðla að auknu atvinnuleysi í Bandaríkjunum og samband bænda sagði þær stórskaða bandaríska landbúnaðinn. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja tillögur Clintons og þar var þeim einnig tekið fálega. Öldungadeildarþingmaðurinn Chuck Hagel, repúblikani frá Nebraska, lýsti þeim sem „helberum kjánaskap og bulli“ þar sem ekki væri gert ráð fyrir því að þróunarríkin yrðu skuld- bundin til að takmarka mengunina. Hagel og fleiri þingmenn lögðu fram ályktunartillögu um að þingið hafn- aði öllum alþjóðlegum samningum sem veittu þróunarríkjunum undan- þágu í þessum efnum og ályktunin var samþykkt með miklum meiri- hluta atkvæða í öldungadeildinni í sumar. Stjórn Clintons sögð ganga á bak orða sinna Umhverfisvemdarhreyfingar sögðu ólíklegt að tillögur Clintons yrðu samþykktar á ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um málið í Kyoto í desember. „Vilji forsetinn ekki gera betur en þetta í Kyoto ber hann ábyrgð á því að viðræðumar fari út um þúfur,“ sagði Philip Clapp, forseti Upplýsingamiðstöðv- ar í umhverfísmálum (EIC). . Líklegt þykir að undirbúningsvið- ræðunum í Bonn ljúki í lok þessa mánaðar án þess að sátt náist um málamiðlun. Sendiherra Evrópu- sambandsins í Washington, Hugo Pámen, kvaðst ekki vongóður um að Bandaríkin og Evrópusambandið gætu jafnað ágreining sinn fyrir ráðstefnuna í Kyoto. Evrópusambandið hefur lagt til að dregið verði úr loftmenguninni um 15% fyrir árið 2010 miðað við árið 1990 og fulltrúar ESB-ríkjanna á undirbúningsfundinum í Bonn gagnrýndu tillögur Clintons harð- lega. Evrópuríkin sögðu að með til- lögunum hefði Bandaríkjastjóm svikið loforð sem hún gaf á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál í Rio de Janeiro árið 1992. Angela Merkel, umhverfisráð- herra Þýskalands, sagði að erfíðar samningaviðræður væru framund- an og þýska stjórnin hygðist freista þess að fá Bandaríkjastjóm til að fallast á metnaðarfyllri áætlun. „Bandarísku tillögurnar valda von- brigðum og eru ófullnægjandi," sagði hún. Ástralir óttast mikið atvinnuleysi Viðbrögð Japansstjórnar, sem vill að mengunin verði minnkuð um 5% fyrir árið 2010, voru hins vegar varfæmislegri og hún fagnaði til- lögu Clintons sem mikilvægu fram- lagi til frekari umræðna. „Eg hygg þó að svigrúm hafi verið til að ganga lengra," sagði Ryutaro Has- himoto, forsætisráðherra Japans. Stjórn Ástralíu, sem fljAur út meira af kolum en nokkurt annað ríki, kvaðst ánægð með að Clinton hefði viðurkennt að hin ýmsu ríki heims hefðu ólíkra hagsmuna að gæta í þessum efnum. Stjórnin kvaðst þó ekki geta samþykkt til- lögurnar óbreyttar þar sem þær myndu valda miklu atvinnuleysi og efnahagsþrengingum í Ástralíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.