Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Þátttakendur aldrei fleiri en í ár á Bókastefnunni í Frankfurt, hinni stærstu sinnar tegundar LISTIR Þýskaland hlið að Evrópu Um síðustu helgi lauk 49. Bókastefnunni í Frankfurt. Stefnuna, sem er sú langstærsta sinnar tegundar í heiminum, heimsóttu 288.000 gestir sem er heldur meira en á síðasta ári en þátttakendur hafa aldrei ver- ið fleiri en í ár eða 9.587 frá 107 löndum. Þórarinn Stefánsson var meðal gesta á stefnunni þar sem Portú- gal var í brennidepli að þessu sinni. Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson SIGURÐUR Svavarsson og Halldór Guðmundsson fyrir utan bás Máls og menning- ar á bókastefnunni í Frankfurt. ISLENDINGAR tóku bæði virkan og óvirk- an þátt í Bókastefnunni í Frankfurt að þessu sinni. Mál og menning ásamt For- laginu og Vaka-Helgafell voru hvort með sinn básinn en fulltrúar annarra íslenskra útgáfufyrirtækja sóttu einnig sýninguna. Þegar blaðamaður heimsótti íslensku þátttakenduma var stefnan rétt hálfnuð. útgáfustjórar Ólafur Ragnarsson frá Vöku-Helgafelli og Halldór Guðmundsson frá Máli og menningu létu vel af þátttökunni hingað til. Ólafur sagðist eyða jafnmiklum tíma í að kynna útgáfur Vöku-Helgafells fyrir erlend- um útgáfum og að skoða forvitnilegar erlend- ar bækur til úgáfu á íslandi. „Við erum í stöð- ugu sambandi við um eitt hundrað erlendar útgáfur og menn eru hér á stöðugum fundum að kanna hvað er á döfinni,“ sagði Ólafur „og þá ekki síst að sjá fram í tímann. Kosturinn við þessa Bókastefnu er að hér eru bókstaf- Iega allir saman komnir sem eitthvað koma nálægt bókaútgáfu og stefnan sparar okkur árlega tugi ferða erlendis.“ Góður undirbún- ingur getur gert gæfumuninn þar sem dagarn- ir líða hratt í bókahafinu og margmenninu. Þeir Ólafur og Halldór máttu varla líta upp úr bókaflóði og fundahaldi. „Hér fara fram þreifingar og skoðanaskipti en það tíðkast ekki að skrifa undir samninga á svona stefnu heldur er skipst á handritum eða úrdráttum og svo eru málin skoðuð á næstu vikum og mánuðum,“ sagði Ólafur. „Mér virðist líklegt að erlendar útgáfur muni kaupa af okkur út- gáfurétt á nokkrum bókum og er þá aðallega um að ræða höfunda eins og Halldór Lax- ness, Ólaf Jóhann Ólafsson og Guðrúnu Helga- dóttur. Við erum til dæmis að kynna hér nýja barnabók eftir Guðrúnu myndskreytta af Brian Pilkington. Þessi bók mun koma út hjá okkur um jólin og væntanlega verður hún prentuð samtímis fyrir tvær erlendar útgáfur. Synir duftsins, fyrsta bók Arnalds Indriðason- ar, sem einnig verður ein af jólabókunum okkar, hefur fengið mikla athygli hér þótt hún hafi enn ekki birst á prenti og á ég von á að hún verði jafnvel prentuð samtímis fyrir okkur og nokkur önnur erlend fyrirtæki." Mál og menning var með veglegri bás en undanfarin ár þar sem fyrirtækið fagnar nú sextíu ára afmæli sínu. Af því tilefni var haldin mikil veisla fyrir viðskiptafélaga erlend- is. „Við erum með breiða útgáfu þannig að hér erum við að vinna í bæði barnabókum, skólabókum, fræðiritum og fagurbókmennt- um. Auðvitað hefur aðalatriðið verið að kaupa en svo erum við í æ ríkari mæli líka að selja útgáfurétt á bókum og það gengur æ betur,“ sagði Halldór. „Það er góð stemmning fyrir íslenskum bókum, ekki síst hér í Þýskalandi. Tímaþjófur Steinunnar Sigurðardóttur hefur fengið feikigóðar móttökur af fjöimiðlum og búið að selja rétt til að gefa bókina út í kilju sem er mjög mikilvægt til að hún nái út- breiðslu. Snemma á næsta ári koma Englar alheimsins út hér og Klett cotta útgáfan mun gefa út íslandsför Guðmundar Andra.“ Áhugi Þjóðverja á íslenskum bókmenntum á sér langa hefð en nú virðast samtímabókmenntir einnig hafa mikinn meðbyr," sagði Halldór. „Frá Þýskalandi berst síðan áhuginn suður á bóginn, Þýskaland er hlið íslands að Evrópu, allavega hvað varðar bókmenntir. Það hefur ekki mikið að segja varðandi útbreiðslu að fá bækur þýddar á til dæmis Norðurlandamál, þau les enginn frekar en íslenskuna. Við erum til dæmis farnir að finna fyrir áhuga frá Spáni og Ítalíu og þreifingar farnar af stað.“ Hall- dór sagðist finna fyrir því á Bókastefnunni að rífandi gangur virðist vera í útgáfumálum. „Það er lítið um væl og kvein, eins og vill verða hjá okkur eins og útgerðarmönnum, og bóksala virðist vera á uppleið." Talsvert var komið inn á það í setning- arræðum Bókastefnunnar að áhersla á viðskiptalegu hlið bókaút- gáfu væri orðin fagurfræðinni yfír- sterkari. „Auðvitað tala menn um það að við- skiptahliðin sé að verða æ voldugri," sagði Halldór. „Sjálfsagt er það líka rétt á markaði eins og til dæmis í Ameríku. Ef við lítum á hve fáir útgefendur þar þýða góðar bókmennt- ir og hversu fáir útgefendur hafa áhuga á fjarlægum löndum og framandi menningu þá er þar um leiðinlega þróun að ræða. Þar sem keðjumyndun, risaforlög og bókabúðakeðjur eru ráðandi, veður æ meira uppi þessi svokall- aði hreini „bestsellerismi", þá drukkna aðrir þættir eins og ljóðlistin og aðrir mikilvægir þættir. Þetta er ekki gróðavænlegt að mínu viti, ekki einu sinni frá markaðslegu sjónar- miði, þetta er skammsýni. Ef fólk er fóðrað á lélegum bókmenntum hverfur það frá bók- inni þegar til lengri tíma er litið. Þetta er það sama og gerist með sjónvarpið í Ameríku. Það verður að passa sig á að vanmeta ekki greind fólks,“ sagði Halldór Guðmundsson. Ólafur Ragnarsson tók í sama streng en benti líka á að „líta yrði á bókaútgáfu sem hreina atvinnu- starfsemi og að hún væri háð viðskiptum eins og aðrir þættir í menningarstarfsemi sem lifa án styrkja. Menning og viðskipti verða hér að lifa hvort með öðru, metsölubækur eiga auðvitað jafnmikinn rétt á sér og aðrar og án þeirra væri ekki hægt að ráða við fagur- fræðilegri útgáfur. Þetta er ákveðinn línu- dans.“ Útgáfufyrirtækið Steidl í Göttingen hefur haft mikinn áhuga á Islandi og íslenskum bókmenntum og meðal annars gefíð út verk Halldórs Laxness. Steidl hyggst fara af stað með ritröð tileinkaða íslenskum samtímabók- menntum. Fyrstu höfundarnir sem Steidl hef- ur keypt útgáfuréttinn að eru Fríða Sigurðar- dóttir, Guðbergur Bergsson, Álfrún Gunn- laugsdóttir og Ólafur Gunnarsson. Aðalhöf- undur Steidl útgáfunnar er, ásamt Halldóri, einn þekktasti og umdeildasti höfundur Þýska- lands Giinter Grass. Á Bókastefnunni í Frank- furt komu út áttatíu þúsund nýjar bækur, þar á meðal Brekkukotsannáll (Fischkonzert) í nýrri þýðingu Huberts Seelows en enginn annar þýðandi hefur þýtt fleiri verk Halldórs á erlent tungumál. Brekkukotsannáll er ellefta þýðing Huberts en reiknað er með að alls verði þýðingarnar tólf til að byija með. Bráð- lega mun Steidl gera sölu- og kynningarátak á verkum Halidórs Laxness þar sem þýðing- arnar verða boðnar saman í öskju á mjög lágu verði. Hubert Seelow heimsótti bás Vöku- Helgafells og sagðist ánægður með nýju útgáf- una sem hann fletti þarna í fyrsta sinn, „en ég er alltaf dauðhræddur við að finna prent- villur“, sagði Hubert en hann er nú að ljúka þýðingu á Svaninum eftir Guðberg Bergsson til útgáfu hjá Steidl útgáfunni nú á næstunni. Nokkur umræða átti sér stað á Bóka- stefnunni um stöðu smásölu bóka og varð aukin bókasala forlaganna sjálfra í gegnum alnetið tilefni blaðagreina. Suður-þýska dagblaðið sagði meðal annars í leiðara að með tilkomu alnets- ins þyrfti að endurskoða hið hefðbundna sam- band útgefenda, dreifíngaraðila og smásala þar sem hlutverk og vinnuumhverfi hefðu breyst. Sem dæmi var nefnd hugmynd amer- íkumannsins Jeff Bezos en hann starfrækir nú stærstu ainets-bókaverslun heims undir nafniu Amazon.com. Viðskiptavinir koma frá 166 löndum og geta valið úr 2,5 milljónum titla allan sólarhringinn auk annarra upplýs- inga varðandi bækur. Hefðbundnar bókaversl- anir hafa fylgt í kjölfarið og komið af stað verðstríði í Ámeríku, þar sem verðlag á bókum er fijálst, og eru titlar seldir á alnetinu allt að fjörutíu prósentum undir smálsöluverði. Jeff Bezos hefur nú sett kúrs á Evrópu en, að sögn Suður-þýska dagblaðsins, þróunin virðist vera sú að útgefendur og heildsalar vilja í auknum mæli ná beint til kaupandans en til þess hentar alnetið mjög vel. Útgefend- ur bjóða til dæmis upp á þjónustu þar sem fagfólki er veittur aðgangur að upplýsingum sem varða sérfag þeirra, svokölluð „print on demand". Einnig er hægt að fá aðgang til dæmis að ferðahandbókum þegar heimasíður ferðaskrifstofa eru heimsóttar og ferð pöntuð. Þó eru vandamál varðandi höfundarrétt á al- netinu enn óleyst. Heildsalar bjóða bækur til sölu á netinu en fara þarf í bókaverslun til að ná í þær. Það fyrirkomulag hentar bóksöl- um sem eru í samstarfi við alnetsþjónustu heildsalanna einnig vel því þannig er viðskipt- um af netinu beint til þeirra án þess að þeir þurfi að starfrækja eigin heimasíðu. Almenningur í Þýskalandi hefur hing- að til ekki sýnt alnetinu mikinn áhuga. Hlutfallslega fáir hafa að- gang og þeir sem hafa boðið upp á þjónustu á netinu hafa ekki séð hagnað. Þarna leiðir auðvitað eitt af öðru. Þó gera menn sér ljóst að ekki er hægt að sniðganga Alnetið við skiptingu á mörkuðum framtíðar- innar þar sem hraði á þjónustu skiptir æ meira máli og tapaðir markaðir verða ekki auðunnir aftur. Hröð afgreiðsla mun ráða úrslitum um líf eða dauða fremur en stærð og veldi verslunar. „Þjóðveijum hættir nú allt- af til svolítillar svartsýni og alltaf af nýjum ástæðum, en það hefur verið talað talsvert um þetta hér,“ sagði Halldór Guðmundsson. „Vandinn er sá að stíf sölukerfi með föstu bókaverði eru að láta undan víða um heiminn, kannski síst hér í Þýskalandi. Þá verða menn mjög áhyggjufullir og nú er órói á markaðnum hvað þetta varðar og kröfur til bókabúða eru að þær veiti fjölbreyttari þjónustu og reyni að aðlagast breyttum tímum. Sala í gegnum alnetið fer vaxandi en ég held ekki að það taki af bókabúðum heldur sé um að ræða hreina viðbót í sölu. Hins vegar, ef þróunin verður sú að bækur á netinu verða ódýrari en út úr búð, felst í því viss hætta fyrir bóka- búðir. Danir hafa til dæmis áhyggjur af þessu atriði.“ Ólafur Ragnarsson hjá Vöku-Helga- felli segir stöðu bókabúða ekki hafa breyst mikið og hann hefur ekki miklar áhyggjur af þessari þróun. „Þær bækur sem menn eru að kaupa á íslandi í gegnum alnetið eru fyrst og fremst erlendar bækur og fáar bókaverslan- ir sem sérhæfa sig í erlendum útgáfum. Mér heyrist á flestum að þetta geti aldrei orðið umtalsverður markaður fyrir íslenskar bækur. Eg held að alnetið muni þjóna sem útstillingar- gluggi sem veitir vissar upplýsingar en sala mun áfram fara fram í bókaverslunum. Hins vegar sjá menn að alnetið mun skerða sölu á upplýsingaritum og fræðiefni sem er auðveld- ara að nálgast á netinu og geta verið mun nýrri þar en í bók.“ Talið er ljóst að margmiðlunarútgáfur munu ekki velta bókinni úr sessi heldur verða hrein viðbót. Flest for- lög sem stunda útgáfu á báðum formunum stilla þeim jafnframt upp hlið við hlið en ekki hvoru í sínu lagi. Útgáfa margm- iðlunarefnis er enn ekki nema um þijú pró- sent veltu fyrirtækjanna. Þrátt fyrir þennan litla hluta mátti merkja vissa áherslu Bóka- stefnunnar á þennan þátt. Boðið var upp á dagskrá undir heitinu „Nám og margmiðlun" þar sem stefnugestir, aðallega nemendur, kennarar og foreldrar, gátu af eigin raun sann- færst um fjölbreytta möguleika þessa nýja miðiis. ABókastefnunni í Frankfurt voru veitt fern verðlaun fyrir mynda-, barna- og unglingabækur auk uppsláttar- bóka en aðalverðlaun Bókastefn- unnar, Friðarverðlaun þýsku bókaútgáfunnar, hlaut Yasar Kemal. Kemal er Tyrki og hefur tekið upp hanskann fyrir tyrkneska og ekki síst kúrdíska rithöfunda og hugsuði. Hann er mest Iesni höfundur heimaiands síns og hefur dvalið langdvölum í útlegð vegna skrifa sinna. í fréttatilkynningu vegna verðlaunaveitingar- innar segir meðal annars, „Yasar Kemal er fyrirmynd þeirra sem gera sér annt um frið- samlega sambúð í lýðræðisríki og skoðana- frelsi. í nafni fátækra, útskúfaðra og ofsóttra hefur þessi málsvari mannréttinda frumkvæði og hræðist hvorki fangelsi né útlegð.“ í þakk- arræðu sinni vitnaði Kemal í austræna heim- speki og sagði að „manneskjur sem ljóðin semja fá meiru áorkað en þær sem lögin setja“. Að lokum má geta þess að æðið sem ríkt hefur um útgáfur á bókum um líf og dauða Díönu prinsessu hefur ekki farið framhjá Bóka- stefnunni í Frankfurt. Þar var bitist um útgáfu- rétt á hinum ýmsu útgáfum um Díönu. Mest áberandi var bók Andrews Mortons sem send var í tölvupósti til fjölda forlaga um leið og skráningu hennar var lokið á frummálinu. Aðeins nítján dögum síðar áttu þýskir lesendur þess kost að nálgast bókina. Þá hefur hin virðu- lega útgáfa Suhrkamp í Múnchen gefíð út ævintýrabók fyrir börn sem byggir á ævi Díönu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.