Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 13 FRÉTTIR Sjóbirtings- vertíðin ró- leg í lokin VEIÐI lauk á síðustu sjóbirtingsmið- unum á mánudaginn. Víða var veiðin mjög góð framan af, mikið af fiski var að ganga í september og fram í fyrstu daga október, en síðan hefur hægst mjög um og víða hafa holl eftir holl á góðum rótgrónum veiði- stöðum verið að fá og sjá lítið. Veiði er lokið í Hörgsá á Síðu. Lokatala er ekki formlega komin á blað, en útlit er fyrir að um 100 sjó- birtingar hafi verið dregnir á þurrt auk 30 laxa og milli 10 og 20 bleikja. Stærstu birtingamir voru allt að 14 pund, en stærstu laxamir 12 pund. Mest af birtingnum var 3-6 punda. í Eldvatni á Brunasandi hefur ekki verið rífandi veiði í haust, „reytingur af birtingi og minna af bleikju en oft áður. Þó voru flest hollin að fá eitthvað þannig að verra gat það verið“, sagði Jón Marteinsson, einn leigutaka árinnar. Yfirleitt dauft undir iokin Holl sem var fyrir fáum dögum í Fitjaflóði í Grenlæk fékk engan fisk og sagði veiðimaður sem var í for- svari að samkvæmt veiðibók hefði veiðin í Flóðinu verið fremur lítil í haust miðað við stundum áður. Þess ber að gæta, að er líður á september flytur fiskur sig úr vatninu og upp í á til hrygningarsvæðanna. Hópur sem var á sama tíma á Seglbúða- svæðinu í Grenlæk fékk heldur engan fisk og á sama tíma voru menn í Jónskvísl sem sáu lítið og fengu ekk- ert. Flesta dagana höfðu fengist einn fiskur eða enginn, utan að eitthvað höfðu menn fengið af bleikju í „foss- inum“. Síðast má tala um „skot“ fyrir tíu dögum eða svo er átta birt- ingar fengust á einum degi. Þokkaleg veiði var á köflum í september í Jóns- kvísl og fengust mest 12 og 16 fisk- ar þar á dag. Veiði var þó yfirleitt góð í Tungu- læk og það fékk tökulið Stöðvar 2 að reyna skömmu fyrir vertíðarlokin. Hópurinn hafði farið úr einni á í aðra til að ná boðlegu efni fyrir síð- asta Sporðakastaþáttinn, en ný syrpa þeirra verður á dagskrá Stöðvar 2 seinna í vetur. Það gekk lítið eða ekkert þar til eigendur Tungulækjar hleyptu hópnum i lækinn í einn dag. Og það dugði, þeir fengu sjóbirtinga og ekki nóg með það, einnig bleikjur og lax! Meiri nákvæmni Vegna fréttar á laugardaginn um risasjóbirting sem Þórarinn Kristins- son veiddi í Tungulæk er rétt að geta þess að ónákvæmni gætti í frá- sögn af öðrum stórum birtingi sem veiddist í vor sem leið. Sá fiskur var 22,5 pund en ekki 21 pund og hann veiddist út af Holtsósi en ekki Dyr- hólaósi. Leita að öku- mannijeppa RANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavík vill ná tali af ökumanni jeppa sem talinn er geta veitt upplýs- ingar um aðdraganda þess að sjúkra- bfll í neyðarakstri lenti í árekstri á Kringlumýrarbraut um klukkan 12 á hádegi síðastliðinn föstudag, 17. október. Jeppanum var ekið suður Kringlu- mýrarbraut, sunnan Sléttuvegar, í sömu átt og sjúkrabílnum og Toyota fólksbíl sem ienti í árekstri við sjúkrabílinn. Talið er að jeppanum hafi verið ekið eftir miðrein götunnar en verið ekið yfír á hægri akrein um það leyti sem áreksturinn varð. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins STANGAVEIÐIFÉLAG Reykja- víkur hélt uppskeruhátíð fyrir yngri félagsmenn sína um síð- ustu helgi. Þar voru veitt verð- laun fyrir stærstu afrekin á Ell- iðaárdögum unga fólksins. Frá vinstri eru Jón Þór Júlíusson, 16 ára, sem fékk bikar fyrir flesta veidda laxa, en hann fékk tvo. 1 miðjunni er Óskar Orn Arnarson, 14 ára, sem fékk bikar fyrir stærsta laxinn veiddan á leyfilegt agn og bikar fyrir stærsta flugu- laxinn, en Óskar veiddi 8 punda lax á svarta Frances. Loks er Katrín Lilja Ólafsdóttir, 9 ára, sem fékk bikar fyrir stærsta lax í stúlknaflokki. Katrín fékk 5 punda lax. Mývatnssveit Flutninga- bíll valt ofan í læk FLUTNINGABIFREIÐ lenti út af þjóðveginum og valt ofan í læk skammt frá bænum Gautlöndum í Mývatnssveit síðdegis á þriðjudag. Ökumaður bifreiðarinnar meiddist nokkuð en þó ekki alvarlega sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar á Húsavík. Mikil aurbleyta var á veginum og hafnaði bíllinn á brúarhandriði við Gautlandalæk og valt ofan í lækinn. Er hann mikið skemmdur eftir veltuna. KRAKKALYSI SIGRAR! Lýsi hf. setti Krakkalýsið á markað í september sl. og hafa viðtökurnar verið mjög góðar. Það hitti greinilega í mark hjá börnum og ungmennum og nú hefur Krakkalýsið eignast nýja aðdáendur. ✓ A Matvæladaginn sem haldinn var nýlega undir yfirskriftinni „Matvæli á nýrri öld" hlaut Lýsi hf. „Fjöreggið" fyrir lofsvert framtak á matvælasviði fyrir vöruna Krakkalýsi. Að þessum verðlaunum standa Matvæla- og næringarfræðingafélag íslands (MNÍ), með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins. Þessi viðurkenning er mikil hvatning og styrkir okkur í þeirri trú að markvisst vöruþróunar- og markaðsstarf sé lykill að árangri í þessari atvinnugrein. Bestu þakkir. 0-t-arfsfólk Lysis hf. Notsðu hejl f" -taktu lys|!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.