Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 17 Bamaskólinn í Eyjum tekinn í notkun eftir endurbyggingu Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson BARNASKÓLINN í Vestmannaeyjum sem byggður var á árunum 1916 til 1920 og hefur nú allur verið endurbyggður. RAGNHEIÐUR Jónsdóttir frá Þrúðvangi, einn af fyrstu nemend- um skólans, ásamt Guðnýju Jónsdóttur og Sæþór Þórðarsyni, sem í haust hófu nám í skólanum, klippa á borða til merkis um að skólahúsnæðið sé formlega tekið í notkun eftir endurbygginguna. Vestmaúnaeyj- um - Elsti hluti Barnaskólans í V estmannaeyjum hefur nú verið endurbyggður og var húsnæðið formlega tekið í notkun um síðustu helgi. Skólinn var byggður á árun- um 1916-1920 og var fyrsti hlutinn tekinn í notkun 20. október 1917. í apríl á þessu ári var hafist handa við endur- byggingu skólans, sem var ekki orðinn boðlegur til skólastarfs, oglauk því verki fyrir skömmu. í tilefni af endurvígslu skóla- húsnæðisins var efnt til samkomu í skólanum. Þar flutti Hjálmfríð- ur Sveinsdóttir, skólastjóri, ávarp þar sem hún rakti sögu skólans. Hjálmfríður lét hugann reika 80 ár aftur í tímann, til þess tíma er skólahúsnæðið var fyrst tekið í notkun. Fyrri heimsstyrjöldin stóð þá yfir og var mikill skortur á ýmsikonar vöru. Engir gluggar í skólahús- næðinu voru málaðir, borðum hafði verið slegið fyrir marga glugga vegna skorts á gleri, gólf voru ómáluð og engar vatns- eða skolplagnir voru í húsinu. Þá var skortur á elds- neyti til kyndingar en skóla- nefndinni hafði tekist að fá lán- uð kol svo hægt væri að hefja kennslu. Engin lýsing var í hús- inu og því varð að nýta dagsbirt- una og var því kennt frá 10 að morgni til tvö eftir hádegi og komu nemendur, sem voru börn á aldrinum 10-14 ára, í skólann annan hvern dag. Frá því elsti hluti Barnaskól- ans var byggður hefur síðan verið byggt fjórum sinnum við skólann eftir því sem húsnæðis- þörfin hefur aukist. Hjálmfríður sagði að nú væri öðruvísi um að litast í þessu húsnæði, sem hún hefði látið hugann reika til fyrir 80 árum. Eftir endurbyggingu skólans væri þarna glæsilegt nútima hús- næði og svo vel búnar skólastofur að betri gætu þær vart orðið. I skólanum væru skólastofur sem sérstaklega voru sniðnar að þörf- um yngri barna og i risi hússins væri tölvuherbergi með 13 tölv- um. Þar væri einnig myndver og aðstaða námsráðgjafa auk að- stöðu til sérkennslu. í kjallara hússins er smíðastofa og hefur verið þar siðustu ár. Hjálmfríður sagði að eftir end- urbyggingu þessa elsta hluta Barnaskólans vantaði aðeins 400 til 500 fermetra húsnæði við skól- ann svo hann teldist fullbyggður tveggja hliðstæðna einsettur grunnskóli. I miðbyggingu skól- ans væri 150 fermetra óinnréttað rými sem nýta mætti þannig að lítið vantaði uppá að byggingu skólans væri að fullu lokið og sæist nú vel til lands í þeim efn- um. Heildarkostnaður við endurbyggingu um 50 miljjónir Að loknu ávarpi Hjálmfríður talaði Arnar Sigurmundsson, formaður Skólamálaráðs, og rakti framkvæmdir endurbygg- ingarinnar. í máli hans kom fram að verksamningur um endur- bygginguna hefði verið gerður við fyrirtækið 2 Þ. ehf., sem er í eigu Þórs Engilbertssonar byggingameistara, en auk hans hefðu ýmsir undirverktakar komið að verkinu. I verksamn- ingi hafi verið gert ráð fyrir að hluta verksins yrði lokið fyrir upphaf skólaárs, i september sl. og öllu verkinu yrði lokið fyrir 31. desember nk. og hefði þetta staðist fyllilega þar sem verkinu væri nú að fullu lokið. Arnar sagði að áætlaður heild- arkostnaður við verkið, ásamt kaupum á kennslubúnaði og framkvæmdum á lóð, væri áætl- aður um 50 milljónir og félli meirihluti þeirra á þetta ár en eftirstöðvar færðust á árið 1998. Að loknu ávarpi Arnars flutti Sigurður Jónsson, fyrrverandi skólasljóri Barnaskólans, stutt ávarp en hann og Reynir Guð- steinsson, sem lengi var skóla- stjóri Barnaskólans, voru sérstak- ir gestir við endurvígslu skólans. Að ávörpum loknum var skóla- húsnæðið tekið í notkun á form- legan hátt með því að Ragnheið- ur Jónsdóttir frá Þrúðvangi, sem var einn þeirra nemanda sem settust á skólabekk í Barnaskó- lanum er hann var tekinn i notk- un árið 1917, og tveir nemendur, Guðný Jónsdóttir og Sæþór Þórð- arson, sem í haust hófu nám í endurbyggðum skólanum, klipptu saman á borða til merkis um það að endurbyggingu skól- ans væri lokið og hann væri formlega tekinn í notkun. Ungan og reyndan mann í borgarstjórn Vib undirrituð hvetjum sjálfstœUsmenn í Reykjavík til þess áb tryggja Kjartani Magnússyni goba kosningu iprófkjörinu, sem hefst í dag. m ' . Anna Margrét Ólafsdóttir, ilítrúi Hjálparstofnunar kirkjunnar. fræðslufulltrúi Hjálparstofnunar Áslauq Ottesen, bókasafnsfræðingur. Ásta Möller, hjúkrunarfræðingur. Egill Ólafsson, söngvari og leikari. Gísli Halldórsson. arkitekt og fyrrverandi forseti ÍSÍ. Hjálmtýr Hjálmtýsson, bankamaður. JóhannesJónsson, kaupmaðuríBónus. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri. Katrín Fjeldsted, læknir. Kristín Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Granda. Ólafur Oddsson, menntaskólakennari. Pall Gislason, læknir. Pall Kr. Palsson, framkvæmdastjóri. Sverrir Garðarsson, hljóðfæraleikari og fyrrverandi formaður F(H. Þorbergur Aðalsteinsson, handknattleiksþjálfari. Þórarinn Sveinsson, yfirlæknir. Þórunn Pálsdottir, fjármálastjóri (staks. Kjartan Magnússon er fæddur í Reykjavik arið 1967, sonur þeirra Magnúsar heitins Þórðarsonar, upplýsingafulltrúa Atlantshafsbandalagsins, og Áslaugar Ragnars, blaðamanns og rithöfundar. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1988 og er blaðamaður á Morgunblaðinu. Jafnframt því vinnur hann að lokaritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands. Kjartan hefur starfað í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík um fjórtán ára skeið, var kjörinn formaður Heimdallar 1991 og gegndi því embætti til 1993. Kjartan hefur verið varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík frá 1994. Kosningaskrifstofa:Sólheimar 33 • Sími 588 5570 • Símbréf S88 5571 •http://this.is/kjartan/ Sigurður Kári Kristjánsson, laganemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.